ég fór á föstudagskvöldið með Elfi og sá Before sunset á indíhátíðinni - það er framhaldið af Before sunrise sem ég nefndi hérna um daginn... frábært að hitta Jesse og Celine(?) aftur en ofboðslega lítur Ethan Hawke illa út. Hrikalega tekinn. Ég elska þessar myndir báðar tvær. Verulega mikið. Geggjað að sitja í 80 mínútur og horfa á tvær manneskjur tala saman. Mæli algerlega með þessu en vara við hléi á fáránlegum stað ef sjá á myndina í bíó. Það er kannski kominn tími til að íslensk bíóhús leggi niður þessi asnalegu hlé.