sunnudagur, ágúst 29, 2004

Before sunset

ég fór á föstudagskvöldið með Elfi og sá Before sunset á indíhátíðinni - það er framhaldið af Before sunrise sem ég nefndi hérna um daginn... frábært að hitta Jesse og Celine(?) aftur en ofboðslega lítur Ethan Hawke illa út. Hrikalega tekinn. Ég elska þessar myndir báðar tvær. Verulega mikið. Geggjað að sitja í 80 mínútur og horfa á tvær manneskjur tala saman. Mæli algerlega með þessu en vara við hléi á fáránlegum stað ef sjá á myndina í bíó. Það er kannski kominn tími til að íslensk bíóhús leggi niður þessi asnalegu hlé.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Nöfn

Ég rakst fyrir tilviljun á þá útskýringu að nafnið mitt Hlín þýðir verndardís, ég hef nú aldrei heyrt það áður - ég hef heyrt að það þýði einfaldlega kona eða gyðja en verndardís er svosem í lagi.
Hér eru smávegis tölulegar upplýsingar:
Það bera 404 konur nafnið Hlín annað hvort sem fyrra eða seinna nafn. 2069 konur bera nafnið Kolbrún hins vegar.
Aðeins 13 bera nafnið Harri og 221 nafnið Óðinn.
1175 bera nafnið Unnur og 4131 bera nafnið Helga þar af 1237 sem seinna nafn eins og hún Unnur mín.

Athyglivert :)

Þinghólsskóli

Ég er fyrrum nemandi í Þinghólsskóla og nú er svo komið að 15 ár eru liðin síðan við lukum grunnskólanámi. Ég hef tvisvar tekið að mér að hóa saman hópinn, síðast 1999. Það er greinilegt að fólk er ekki farið að stað í þetta svo ég ætla að gera það. Ef einhverjir sjá þetta sem voru með mér í árgangi (fædd 1973) þá vinsamlegast setjið ykkur í samband við mig.

Parket

Var ég búin að segja ykkur að það á að leggja parket um helgina heima hjá mér :) þvílík gleði og hamingja bara og já, takk Dísa fyrir að kommenta. Ekki að ég sé að þessu fyrir kommentin ;)

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Er það nú væl..

ALmáttugur - hef dottið inn í það tvo miðvikudaga í röð í að horfa á þátt sem heitir One Tree Hill eða eitthvað svoleiðis... þeir eru svo fyrirsjáanlegir að ég gæti gubbað og minna mann á svona þætti eins og Beverly Hills 90210 eða hvað númerið var ... væri líkleg til þess að horfa á þáttinn aftur einhverntíma ha ha ha ...

Ja hérna ....

eru allir dauðir þarna úti... ??
Kannski ég þurfi að fara að blogga á ensku til að fá einhverja endurgjöf.

:)

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Alltaf stuð að taka próf hehehe!

My japanese name is 黒川 Kurokawa (black river) 幸子 Sachiko (child of fortune).
Take your real japanese name generator! today!
Created with Rum and Monkey's Name Generator Generator.

mánudagur, ágúst 23, 2004

er loksins að ...

horfa á myndina Before Sunrise Gambrinn hefur svo oft minnst á hana og skil vel hvers vegna að hann metur hana svona mikils... ps. Ethan Hawke er alveg sætur!

"To choose doubt as a philosophy of life is akin to choosing immobility as a means of transportation." Life of Pi bls. 36

What can I say?!

Lou Reed var magnaður!!

Fór með krakkana í bæinn á menningarnótt og þegar við komum á miðbakkann og Óðinn sá allt fólkið sagði hann "þetta kalla ég nú menningarnótt!" - hann er 5 ára sko.

Átti stórfína helgi.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Lou Reed á morgun.

Fékk miðana í gær og svo vegna lítilsháttar málningaratviks henti ég buxunum mínum í vélina seint í gærkvöldi með miðunum í, þeir urðu að svaka flottri pappírskúlu :) Ég bjargaði örugglega deginum hjá starfsmönnum Skonrokks sem fannst atvikið í hæsta lagi skondið þegar ég kom til þeirra í morgun og þeir létu mig fá tvo nýja miða í stað þeirra sem voru samanvöðlaðir í kúlunni. Það er um að gera að hafa bara húmor fyrir sjálfum sér og hlægja að svona atvikum.

Óðinn er bara brattur og hefur ekki slasast neitt síðan á mánudaginn en hann hefur hinsvegar þann ósið að naga á sér neglurnar og nú í gær sá ég að hann var farin að naga sjálfa fingurgómana hreinlega og hann er því með tvo fingur plástraða. Hann nagar hreinlega allt sem er laust á fingrunum og ef þar er ekkert þá nagar hann tærnar - hann hefur þetta ekki frá mér en þeir sem þekkja pabba hans vita hvaðan þetta kemur.


mánudagur, ágúst 16, 2004

Ja hérna!

Ég hlakkaði svo mikið til að snúa aftur til vinnu í síðustu viku en náði ekki að vinna heilan vinnudag vegna veðurs fyrstu tvo dagana og svo vegna þess að ég var með Óðin með mér í vinnunni á föstudaginn og 9-2 var passlegt fyrir unga manninn. Svo ég hlakkaði enn meira til í morgun þar sem að hann mátti mæta aftur á leikskólann og ég sá fyrir mér heilan og afkastamikinn vinnudag.

Ég var mætt korter fyrir níu og farin nákvæmlega klukkutíma síðar. Það var hringt í mig frá leikskólanum þar sem að ungi maðurinn, Óðinn Harri, hafði dottið af stól og skellt hnakkanum í pottofn (svipað slys átti sér stað hjá honum fyrir rúmum þrem árum) og blæddi mikið og var sárið töluvert ljótt. Við biðum í rúmlega tvo klukkutíma á biðstofunni og fengum svo loks saumað saman sárið. Óðinn stóð sig eins og hetja og fékk tvö verðlaun m.a.s. vegna þess. Honum fannst ekki lítið til þess koma þegar læknirinn sagði að það mætti halda að hann væri 7 ára afþví að hann var svo duglegur.

Ég svona er að skríða saman eftir ferðina en er enn talsvert eftir mig. Það tekur ótrúlega á að vera í fríi. He he.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Miðinn gekk að sjálfsögðu hratt út.

Komin með nýjan sófa!

Hef ekkert að segja svo sem - jú sonurinn er að verða svaka stór... búinn að missa tvær tennur síðan við komum að utan.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Lou Reed

Ef einhver er spenntur fyrir því að komast á Lou Reed tónleikana með mér þá er laus miði vegna forfalla á 2.700 kr. Tónleikarnir eru föstudaginn 20. ágúst klukkan 20.oo.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Home again.

Yndislegt er það nú alltaf að stíga aftur á ástkæra fósturjörðina þótt bæði Danir og Sviar og já líka brottfluttir Íslendingar hafi tekið okkur opnum örmum. Ferðin var í alla staði frábær. Hefði ekki getað verið betri. Hún var akkúrat passleg og ég hlakka til að mæta aftur til vinnu á morgun. Leikskólinn byrjar ekki aftur fyrr en á mánudag og skólinn hjá Unni 23. ágúst. Þá fer allt að falla í eðlilegann ryþma og allir una glaðir við sitt. Ef fólk vill ferðasögu þá fæst hún eingöngu yfir kaffibolla. Puss og kram.