föstudagur, janúar 30, 2004

jebb

...er búin að vera þreyttari en andskotinn síðastliðna viku og var sama sem sofnuð klukkan átta í gærkvöldi...dottaði þ.e. fyrir framan sjónvarpið til tíu og fór þá að sofa og fór ekki á fætur fyrr en klukkan tíu í morgun. Helgin fer í að vinna upp lestur fyrir skólann og verkefni sem ég þarf að skila á miðvikudag.

Sá hræðilegan hlut í gærkvöld. Ég var úti að keyra og ek á eftir svona skutbíl aka stationbíl og sé lítið barn, ekki eldra en tveggja ára, klesst upp við afturrúðuna. Sá svo annað barn á fleygiferð inní bílnum. Semsagt hvorugt barnið var í belti og bílstól og ef ég hefði keyrt aftan á þennan bíl þá hefði litla barnið ekki farið vel.... HVAÐ ER FÓLK AÐ HUGSA EIGINLEGA!?

Jæja, ég þarf að fara í skólann.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

TAURUS
(April 20-May 20): Picture two people you know who seem to believe they are superior to you. Maybe they imagine they're smarter or funnier or more popular than you, and therefore think they're justified in treating you carelessly. Maybe these elitists are under the impression that because they have higher social status or more money than you, you don't deserve their focused attention. Next, Taurus, consider the idea, taught by every decent spiritual leader, that people like this have a pathologically inflated sense of self-importance. Finally, place two white roses in a special place in your home. Beneath each, lay a piece of paper on which you have written the name of the person with the superiority complex, along with the words "I am free of your judgment" and a drawing of a winged heart.
(í boði The Village Voice)
Ég er alveg að hugsa um að gera þetta bara. Mér datt strax nafn í hug til að skrifa á miðann!!!

mánudagur, janúar 19, 2004

Glæsilegur dagur, uppfullur af skemmtilegheitum og jákvæðum hlutum og nóg að gera. Verst að ég hnerra og hnerra núna, ætla bara að skríða í rúmið og láta mér vera hlýtt svo ég veikist ekki. Fór á fund áðan vestur í bæ og það var frábært. Ég er algerlega sátt við þessa ákvörðun og tel mig vera að gera rétt. Fór líka í Kringluna í dag og eyddi jólagjöfinni minni - keypti mér almennileg föt. Pabbi gaf mér nefnilega gjafabréf á útsölur.


Þetta hér að neðan er svo í boði ÖlluRúnars sem er með mér í kennslufræðinni og fær hér með link til hliðar.


You are going to marry Orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla

sunnudagur, janúar 18, 2004

Vá!

Fór í leikhús í gærkvöldi að sjá Sporvagninn Girnd í leikstjórn Stefáns Jónssonar og ég get ekki annað sagt en VÁ! Eftir magnaða byrjun tók það mig smá tíma að sætta mig við Stellu í túlkun Hörpu Arnardóttur en þegar ég var búin að átta mig á því hvaða vinkil hún tók á karakterinn þá varð ég sátt og fannst hún halda sér í gegnum allt verkið. Sigrún Edda Björnsdóttir var eins fjarri Bólu eins og hægt er að vera og fór hreinlega á kostum sem hin aumkunarverða Blanche og endirinn á leikritinu var svooooo flottur að ég fékk sting í hjartað af samúð með þessari konu sem "átti alltaf athvarf í faðmi ókunnugra." Björn Ingi var ókei sem Stanley en mér hefur aldrei fundist hann neitt sérlega aðlaðandi gaur og mér fannst hann ekki alveg nógu trúverðugur. Hefði þurft að vera aðeins meira sexý fyrir minn smekk. Aðrir stóðu sig bara vel og mér fannst leikmyndin og uppsetningin sjálf mjög flott og í takt við tímann. Í nútíma samfélagi erum við náttúrulega orðin öllu vön og því alger óþarfi að tala undir rós og staðsetja verkið á sínum tíma. Mér fannst (þegar ég var búin að sætta mig við lúkkið) flott að sjá Stellu sem var svona rokkaratýpa, stælt með tattú í efnislitlum fötum, sem rífur kjaft, reykir og drekkur og rífur kjaft við Stanley. Það gerir hana ekkert minna fórnarlamb, hún er sannfærandi kóari sem þrátt fyrir illa meðferð snýr aftur til kvalara síns, sjúkur aðstandandi alkóhólista og ofbeldismanns.
Endirinn á leikritinu er svo með þeim allra flottustu sem ég hef séð!
Ég hvet alla sem tækifæri hafa til að sjá þessa uppfærslu hans Stefáns og hlakka til að lesa viðtalið við hann Elsa tók í dag og sem birtist í næsta tölublaði Stúdentablaðsins en við fórum að sjá leikritið í boði blaðsins.
Ég gæti meiraðsegja hugsað mér að fara aftur þegar enskuhópurinn minn í Borgó fer í febrúar, þau eiga að lesa leikritið í ensku 603 og ég kem eitthvað að því að ræða um það við þau :)


föstudagur, janúar 16, 2004

Hrikalegustu próf ever!

Er það sem mér fannst um jólaprófin. Aðallega vegna þess að erfiðari önn hef ég aldrei upplifað og það af ýmsum ástæðum m.a. lélegu heilsufari, allt öðruvísi námsfyrirkomulagi, og fleira. Hafði það samt af að fá 6,5 og 7 í prófum sem ég hélt að ég myndi ekki einu sinni ná. Engu að síður fúlt að fá svona lágar einkunnir því það dregur niður meðaltalið mitt en sem betur fer eru þetta hlutaeinkunnir, lokaeinkunn í Nám og þroska var því 7,5 og lokaeinkunn í Almennu kemur ekki fyrr en í vor. Nú er bara að takast á við nýja önn af alúð og skipulagi. Adios amigos. Er farin í bankann.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Ég er ennþá svo tóm að mér dettur ekki einu sinni í hug titill á blogg dagsins frekar en í gær. Enda ekkert markvert að blogga um. Ég horfi varla á fréttir, né les blöð þessa dagana... heyrði reyndar að atkvæðin sem ég greiddi í ísl. tónl.verðl. skiluðu sér því báðar manneskjurnar sem ég greiddi atkvæði með unnu til verðlauna. Sátt við það. Ég nennti nú ekki að fylgjast með afhendingunni, horfði frekar á Dr. Phil á Skjá 1 tala um framhjáhöld og hrópaði húrra þegar hann sagði að sá sem haldið væri framhjá bæri ekki neina ábyrgð á þvi að hinn aðilinn leitaði út fyrir sambandi. Sumir vilja nefnilega taka ábyrgð og segja, tja ég er nú svo kynköld og nenni ekki að stunda kynlíf og bla bla bla... ég meina halló! Hvað með það. Við eigum öll okkar daufu stundir. Mín kenning er líka sú að fólk og þá sérstaklega konur séu aktívari í kynlífinu ef það er komið almennilega fram við þær í sambandinu. Ég var bara ofsalega sátt við þennan þátt í gær. Dr. Phil tekur oft á mjög áhugaverðum málefnum og talar um hlutina umbúðalaust. Það fíla ég.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Eftir púlið í ræktinni í morgun þá settist ég niður með eintak af slúðurritinu heat og fletti mér til skemmtunar, þar rakst ég á frásögn um atriði úr fyrsta þætti 10ndu seríunnar af Vinum (sem ég er búin að sjá btw) og þar er sagt frá því að Joey ímyndi sér að hann sé að kyssa Ross í stað Rachel og í framhaldi af því segi hann vinunum frá því og upp komi út frá því vangaveltur um kynhneigð Joey!!! Bullshit!! En ánægjulegt að sá sem skrifaði þetta skuli hafa verið svona vel að sér í efni seríunnar. Ég er búin að sjá fyrstu átta þættina og hef enn sem komið er allavega ekki orðið vör við þetta efni! (Kossinn jú, en vangavelturnar nei!)
Ég hlakkaði aldeilis til að mæta í skólann í dag en neibb, frú Hafdís er veðurteppt á Ísafirði og kennsla fellur niður. Verð því að finna eitthvað einstaklega gagnlegt að gera þess í stað :0) Eins og að drekka kaffi og lesa blöðin eða eitthvað.

Linda er farin heim. Sakna hennar nú þegar, en á móti kemur að ég veit að eftir nokkra daga verð ég orðin svo upptekin að ég kem ekki til með að hafa tíma fyrir alltof marga vini hvort sem er. Dísa fer svo heim á föstudaginn en ég rétt náði að hitta hana á mánudaginn og þar á undan á aðfangadag og Þorláksmessu... hefði nú alveg viljað hitta hana meira en ég verð bara að fara að safna fyrir ferðinni til NY.

mánudagur, janúar 12, 2004

Pabbi minn segir...

að sprekin verði að vera bundin saman annars brotni þau þegar þau eru beygð!

Það er alveg rétt að fólk verður að standa saman en það er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir takmörkum sínum og lofa ekki upp í ermina á sér. Það er líka ágætt að átta sig á því þegar að fólk er að lofa upp í ermina á sér og treysta þar með ekki á loforðin. Það er hægt að standa saman á fleiri hátt en einn, það er gott að gera sér líka grein fyrir því.

Í dag tók ég loksins stórt skref og sagði hluti sem ég hafði ekki getað sagt áður. Það framkallaði mikið spennufall en einnig vissan létti, enda enn eitt skrefið í batagöngunni!

Byrja formlega í skólanum á morgun... hlakka til að hitta félagana í baráttunni :o)

föstudagur, janúar 09, 2004

mánudagur, janúar 05, 2004

I could be the next terrorist!!

"The FBI is warning police nationwide to be alert for people carrying almanacs (search), cautioning that the popular reference books covering everything from abbreviations to weather trends could be used for terrorist planning." fékk þetta frá Elfi áðan, vilja þeir ekki bara líka leggja niður internetið, póstþjónustuna og símakerfið þar sem það gæti aðstoðað fólk við að plana hryðjuverk?!

Horfði annars á fyrsta hlutann af dópheimildamyndinni á Rúv í gærkvöld, jújú, ágætis umfjöllun, kannski einum of mikil áhersla á Danmörku en það eru tveir hlutar eftir og ég treysti þessum mönnum til þess að vita hvað þeir eru að gera, þeir hljóta að tengja þetta betur yfir á Ísland. Þetta er æsispennandi efni náttúrulega fyrir saklausan leikmann sem fer eftir áhorf þáttarins að gruna alla í kringum sig um að vera heildsalar með dóp ef þeir eiga sæmilega flotta bíla og svona :)

Ég hef ákveðið að hætta að drekka aftur. Datt í það á milli jóla og nýárs og það var bara just like old times, varð kexrugluð og black out og læti, ekki þægilegt að tapa sér svona. Ég veit að það hvílir hellingur á mér og að það er ástæðan fyrir því að ég tapa mér, ég á ekki að drekka ef ég er í tilfinningalegu ójafnvægi. Svo að ég ætla bara að hætta aftur enda létti mér stórum við þessa ákvörðun, mér leið rosa vel að vera edrú þarna um árið. Já, þetta leggst vel í mig enda með mína vefjagigt á ég alls ekki að drekka áfengi heldur,
það eru óteljandi ástæður fyrir því að drekka ekki og engar fyrir því að drekka!

Veit samt ekkert hvort ég er hætt forever eða bara um tíma, maður tekur bara einn dag í einu auðvitað.

fimmtudagur, janúar 01, 2004

2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR