miðvikudagur, júlí 28, 2004

FRI

Er i frii og hef tad frabaert! Sofa, eta, spila, strond, solbad, legoland, dyragardur, grill, svitjod, danmork etc.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Prógrammið í framkvæmd

Er búin að vera svo mikið í "prógramminu" í dag að það vellur út úr eyrunum á mér og ég get ekki sofnað vegna kaffiþambs.  Fór semsagt á fund í hádeginu, síðan á kaffihús, þaðan í hugleiðslu, þaðan í æðislegt grillpartý, þaðan aftur á fund, af fundi á kaffihús og af kaffihúsi á enn einn fundinn. Ég hef gjörsamlega ekki gert neitt frá því að ég vaknaði og þar til ég kom heim klukkan 1 eftir miðnætti sem ekki tengdist prógramminu. Enda er ég í ferlega góðum fíling ;o)
 
Á morgun koma svo börnin mín heim og undirbúningur fyrir utanlandsferð hefst. Núna eru aðeins rétt rúmir tveir sólarhringar þar til við eigum að vera mætt út á flugvöll. Við hlökkum ekkert smá mikið til. Verður enn raunverulegra þegar börnin verða mætt á svæðið.
 
Ég er búin að átta mig á svo mörgu í dag. Það er náttúrulega endalaus vakning að vera aktívur í prógramminu - að finna jafnvægi er ekki sjálfgefið - en ég er búin að átta mig á því að ég ætla ekki að ýta á eftir neinu. Ég er búin að ná því sem ég hélt að ég gæti aldrei náð (auðvitað á ég alveg eftir að missa þetta inn á milli og svona en...) og það er að hafa ekki áhyggjur af framtíðinni og að lifa í núinu. Ég man að einu sinni á námskeiði sem ég sótti var einn sem sagði að ef maður lifði alltaf með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni þá myndi maður enda með að pissa á nútíðina. Það er það sem ég hef gert fram til þessa. Þvílíkur léttir að þurfa þess ekki lengur. Ég er búin að gera upp fortíðina (eða er að því) og ég hef engar áhyggjur af framtíðinni. Auðvitað hef ég hugmyndir um það hvað ég vil sjá í framtíð minni en ég er ekki að velta mér upp úr því né er ég kærulaus gagnvart því - ég er bara æðrulaus!
 
Geggjað

föstudagur, júlí 16, 2004

Nýja ædolið mitt.


The son of Shiva and Parvati, Ganesha has an elephantine countenance with a curved trunk and big ears, and a huge pot-bellied body of a human being. He is the Lord of success and destroyer of evils and obstacles. He is also worshipped as the god of education, knowledge, wisdom and wealth. In fact, Ganesha is one of the five prime Hindu deities (Brahma, Vishnu, Shiva and Durga being the other four) whose idolatry is glorified as the panchayatana puja.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

countdown...

Útlönd - 5 dagar

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Kláraði seríu 2 af Sex and the City í gærkvöldi. Ætla ekki að fá næstu lánaðar fyrr en eftir frí. Hef nóg annað að gera. Bættist við dagskrána á föstudaginn, er boðið í þrítugsafmæli, fer í það beint af Hárinu.

Útlönd - 6 dagar!

mánudagur, júlí 12, 2004

Fín helgi

Var fyrir norðan um helgina (norðan þýðir Akureyri í minni fjölskyldu). Það var mjög gaman og ánægjulegt að hitta ættingja. Ég kynnti mér líka samtökin á Akureyri og fór á tvo fundi m.a. Nú líður senn að því að ég fari út ásamt börnunum - aðeins vika til stefnu. JEI.

föstudagur, júlí 09, 2004

Kona hvað?

Ég held stundum að ég sé ekki nógu mikil kona! Mér finnst tildæmis ekkert tiltakanlega gaman að versla (nema í apótekum). Og ég kaupi aldrei Cosmo. HMM. Fór nú bara að velta þessu fyrir mér vegna þess að Arnar? var að tala um það í morgunútvarpi Rásar2 hvað karlmönnunn finndist leiðinlegt. Ég á heldur ekki neitt óheyrilega mikið af skóm. En ég var samt að hugsa um það í gær þetta með að vera kona... mér finnst ég kannski hafa fjarlægst kynferði mitt síðustu mánuði að því leyti að það hefur ekkert verið í gangi sem skilgreinir það.
Það sem hefur mest verið í gangi, Prógrammið mitt, er að byrja að tengja inn aftur.
Ég er búin að vera í miklum vangaveltum og pælingum um það hvort ég sé ekki bara að rugla og að ég sé enginn alkahólisti en, og þetta er stórt EN, ég er það! Ekki spurning.
Ég fór á tvo fundi í gær og leið svakalega vel með það, upplifði mikinn frið og andlega hvíld og ég held að það sé nokkuð klárt að enginn non-alki væri að fíla það að fara á tvo fundi sama dag :o)
Ég ætla bara að vera þakklát og glöð og gera þetta almennilega. Mér líður svo mikið betur síðan um áramót og það er engu öðru að þakka en því að ég er edrú!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Sex and the City

Er dottin í að horfa á Carrie og vinkonur - frá upphafi. Yndislegt að fá smá Mr. Big á hverju kvöldi. Annars er búið að vera nóg að gera og ég er að fara alltof seint að sofa. En stutt í sumarfrí! Get sofið þá.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Perfect Day

Just a perfect day
drink Sangria in the park
And then later
when it gets dark, we go home

Just a perfect day
feed animals in the zoo
Then later
a movie, too, and then home

Oh, it's such a perfect day
I'm glad I spend it with you
Oh, such a perfect day
You just keep me hanging on
You just keep me hanging on

Just a perfect day
problems all left alone
Weekenders on our own
it's such fun

Just a perfect day
you made me forget myself
I thought I was
someone else, someone good

Oh, it's such a perfect day
I'm glad I spent it with you
Oh, such a perfect day
You just keep me hanging on
You just keep me hanging on

You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sow



mánudagur, júlí 05, 2004

Life goes on

er að fara helgarferð norður (flugið bókað og greitt)
búin að panta miða á Hárið (helgina þarnæstu)
ætla að kaupa miða á Lou Reed (20. ágúst)
tvær vikur í sumarfrí - Scandinavia here I come

uppfærði heimasíðuna áðan (ekki neitt merkilegt samt)
langar út....

laugardagur, júlí 03, 2004

Áfangar...?!

Mánudaginn sl. voru sex mánuðir síðan ég hætti að drekka. Einhverjum dögum áður átti ég 2 ára bloggafmæli. Ég er búin að vinna í mánuð í Kennslumiðstöð. Etc.

Fór ásamt dóttur minni, Elfi og dóttur hennar að sjá Fame í gærkvöldi. Það sem skiptir máli er að stelpurnar skemmtu sér vel! Á maður að segja nokkuð annað. Ég er alltaf að vanda mig við að vera án neikvæðni og mig langar lítið að gagnrýna stykkið. En segja má að sumir geti sungið en ekki leikið, aðrir geta leikið en ekki sungið og sumir geta ekki dansað :) og svo framvegis. Amatörsýning - hraðsoðið peningaplokk.

hætt núna... símtal frá Skotlandi...