fimmtudagur, september 30, 2004


Dream Posted by Hello

Breytingar

Sunnubúðin er að skipta um eigendur. Ég er búin að búa í hverfinu í rúmlega fimm ár og ég á svo eftir að sakna þeirra. Þó að það sé sér í lagi ein sem ég kem mest til með að sakna. Sjáum til hvernig Hlíðarkjörsgaurinn stendur sig með búðina, hann er að taka við.

Hmmm, hvað meira ..fínn dagur, kvefið er enn til staðar en heilsan er samt betri.

Mig langar að segja eitthvað hér um tilfinningamál en held ég sleppi því. Verð að treysta og sleppa bara.

blogg....

bleh

miðvikudagur, september 29, 2004

Modest!


What Pattern Are You?


jei.

var heima veik í gær. er mætt í vinnuna. er doldid díbblud.

hef ekkert kommentað á verkfallið. hmm. hvað skal segja. auðvitað eiga kennarar að hafa hærri laun eins og alltof margir í þjóðfélaginu sem hafa verið að mennta sig en sitja svo uppi með námslán sem þeir ná aldrei að borga upp vegna þess að þeir eru með svo lág laun. hér gæti maður kannski kommentað fremur á það hversu illa er staðið að námsmönnum á Íslandi yfirleitt. að fólk geti ekki farið í nám án þess að safna fáránlegum skuldum en fá engu að síður svo lág námslán að ekki er hægt að lifa á þeim og þurfa því að vinna með náminu til þess að auka tekjurnar en skerðast þá á næsta skólaári vegna þess að Lánasjóðurinn vill ekki að fólk lifi mannsæmandi lífi ... meiraðsegja leiga á stúdentagörðunum fer, held ég, lítið niður fyrir 50 þús. en kennarar hmmm já. dóttir mín er miður sín. hún missir af svo miklu í skólanum. æ þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég var ekkert búin að kommenta á verkfallið... ég fer út um víðan völl þegar ég byrja að hugsa um þetta allt...

best að fá sér bara te

þriðjudagur, september 28, 2004


unnur fyndna Posted by Hello

sunnudagur, september 26, 2004


Óðinn sæti Posted by Hello

föstudagur, september 24, 2004

haust, autumn, fall...

laufin fjúka og hálsbólga og höfuðverkur láta kræla á sér... hvað er meira haustlegt?! Nú er tíminn til að kúra undir sæng og horfa á góða ræmu eða lesa góða bók. Við Unnur kúrðum upp í rúmi í gærkvöldi og horfðum á fyrstu tvo þættina af Joey og ja hmm. he - segi ekki neitt fyrr en ég er búin að sjá aðeins fleiri. Þeir voru allavega ekki leiðinlegir...

Jæja, er rokin í plokkfisk út í mötuneyti....

þriðjudagur, september 21, 2004

Glasgow, Scotland ... yet again...

Við systurnar bókuðum jólaferð til Glasgow í gærkvöldi. Ætlum að yfirgefa klakann 9. des-12. des og heimsækja Lindu beib í Kilsyth, sem er mjög nálægt Glasgow. Jei.

mánudagur, september 20, 2004


Þetta er Bósi sæti Posted by Hello

sunnudagur, september 19, 2004


Ákvað að það væri kominn tími til að prófa þetta Hello forrit. Myndin er tekin í Svíþjóð í sumar Posted by Hello

Supermom

Unnur Helga varð 11 ára 11.sept og við höfðum loksins tíma í dag fyrir bekkjarpartý - 11 stelpur mættu hingað og ég, súpermamman, bakaði pönnukökur (litlar) og sló algerlega í gegn með því að hafa ís, jarðaber, síróp og banana og svoleiðis. Það var alveg haft orð á því að þetta væri miklu betra en pizza sem krakkarnir eru löngu orðin leið á. Alger snilld. Við horfðum síðan á School of Rock. Sem er alveg yndisleg. Mæli með henni.
Kláraði Life of Pi í nótt. Þetta er svona bók sem um leið og maður klárar hana þá þarf maður eiginlega að byrja upp á nýtt til að tengja.
takk Dísa.

föstudagur, september 17, 2004

Lúin...

Eins gott að ég er alveg að fara að hætta að vinna. Ég er frekar eftir mig eftir ferðina....

fimmtudagur, september 16, 2004

Norðurljós

Ég var að koma að norðan og sá fallegustu norðurljós sem ég hef á ævinni séð á leiðinni. Þvílík fegurð. Þau voru bæði mikil og hreyfðust hratt auk þess sem þau voru hvít, græn og fjólublá - geggjað.

þriðjudagur, september 14, 2004

Butterflies

Það er frábært að vera með fiðrildi í maganum.
Þó ekki sé nema til þess að minna mig á,
að ég er enn á lífi.
Það þarf ekki að verða að neinu,
nema brosi snemma á morgnana.

fimmtudagur, september 09, 2004

Is a Woman

Well. Ég er búin að vera dálítið gröm á morgnana þessa viku. Er kannski örlítið erfitt að venjast því að vakna svona snemma ;)
Það er ýmislegt ánægjulegt og áhugavert að gerast og annað minna ánægjulegt. Eiginlega bara hörmulegt. En ég dvel ekki við það núna. Eingöngu það jákvæða fær hingað inn.

Ég er í þjálfun hjá Rauða Krossinum eins og er. Ég gerðist sjálfboðaliði hjá þeim um daginn. Það er áhugavert.

MAMMA mín á afmæli í dag - hún lengi lifi - húrra, húrra, húrra.

Ég var blikkuð af mjög svo sjarmerandi manni í vinnunni í dag - það var mjög gaman (og fyndin saga á bakvið það þó ég sé ekki viss um að hann sé neitt meðvitaður um hana).

Ég fékk símtal frá vinkonu sem flutti mér skilaboð úr draumi. Þau voru áhugaverð - áttu mjög vel við.

Linda luv er að koma til landsins á morgun og verður í nokkra daga.

Ég er að fara á ráðstefnu um helgina tileinkaða prógramminum sem ég hef verið að tileinka mér.
Step step step step step step step step step step step step.

Dóttir mín verður 11 ára á laugardaginn. Hún verður fjarverandi á afmælinu sínu því hún verður í réttunum með föðurfólkinu sínu. Vá hvað það er skrýtið að horfa á barnið sitt breytast svona svakalega. Á hverjum degi sé ég mun á henni og hún hefur hækkað um 4 sm síðan í maí. Auk þess sem hormónarnir hafa tekið völdin. VÁ.

Sonurinn tekur ekki síðri þroskastökk. Enda orðinn með þeim elstu á leikskólanum og kominn í skólahóp.

Jæja. Segi þetta gott í dag.

mánudagur, september 06, 2004

Back to school

Það er allt komið á fullt í vinnunni. Ánægjulegt að hafa nóg að gera og ég kem sjálfri mér á óvart með því að geta vaknað klukkan 6.30 á morgnana. Ég sem hef aldrei talið mig vera morgunmanneskju. En ég er of mikil svefnpurka til þess að fara snemma á fætur án þess að hafa ástæðu til. Kannski það breytist líka með tímanum. Það er sérlega góð tilbreyting að mæta í vinnuna/skólann án þess að vera í námi sjálf. Ég sé um upptökur á MPA námi í opinberri stjórnsýslu, aðferðafræði I í sagnfræði, og nokkra fyrsta árs kúrsa í ensku. Sem er mjög gaman - ekki amalegt að fá dálitla upprifjun.

Var að klára mjög skemmtilega bók sem ég mæli með Dead Famous eftir Ben Elton.