föstudagur, desember 26, 2003

Jólin, jólin allsstaðar...

annar í jólum og börnin komin heim... ég er glöð... hef aldrei borðað jafnlítið af kjöti og sælgæti eins og um þessi jól. Vigtin er náttúrulega sátt við það og ég líka... GLEÐILEG JÓL!

þriðjudagur, desember 23, 2003

Tarot.com

SPIL DAGSINS

May unconditional love be within you.

Traditionally, representing the energy of a Queen, this card traditionally portrays a sensitive, vulnerable, omniscient woman who offers unconditional love. She is supremely empathic -- sometimes to a fault. Her caring nature exposes her to everybody else's emotions and needs.

This person sometimes has difficulty identifying her own best interests in the midst of her responsiveness to others. As a result, she sometimes appears slightly unfocused or perhaps overwhelmed, filled as she is with "spirits". She represents the Grail Queen, as well as the Goddess of the Family.

mánudagur, desember 22, 2003

Gott dæmi um námið mitt!

Dæmisagan um skólastofuna

Þá fór Jesús upp á hátt fjall, safnaði þeim í kringum sig, kenndi þeim og
sagði:

Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. Sælir eru
syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að
þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir
réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að
þeim mun miskunnað verða.

Þá sagði Símon Pétur: "Eigum við að kunna þetta?" Andrés sagði: "Eigum
við að skrifa þetta niður?" Og Filipus sagði: "Ég er ekki með neitt blað."
Bartólomeus sagði. "Eigum við að skila þessu?" og Jakob sagði: "Hinir
lærisveinarnir þurftu ekki að læra þetta." Og Mattheus sagði: "Má ég fara
á salernið?" Og Júdas sagði: "Hvað hefur þetta að gera með okkar
raunverulega líf?"

Þá kom einn af Faríseunum, sem var nærstaddur, og vildi fá að sjá
kennsluáætlun Jesú og spurði hann: "Hverjar eru væntingar þínar til
námsefnis þíns og hvaða kennslufræði liggur þar á bakvið?"

Þá grét Jesús.

sunnudagur, desember 21, 2003

Þvílík endalaus snilld er þetta lag!

Axel F með Harold Faltermeyer, fékk það sem hringitón í símann minn um daginn og svo lánaði pabbi gamli mér diskinn, Pottþétt 80's disk 2, sem lagið er á (mig vantar reyndar disk 1). Það eru að auki mörg stórgóð hallærisleg lög á diskinum og ég er ekki frá því að þau séu næstum í sömu röð og á spólunni sem ég tók upp hérna um árið á Vopnafirði 1985 af vinsældarlista Rásar 2. Það var reyndar alveg stranglega bannað að taka upp úr útvarpinu en ég á fullt af kassettum sem staðfesta það að ég er lögbrjótur. Ég man eitt skipti sem ég lá og var að taka upp þá sagði ...man ekkert hver það var... "hættu að taka upp!" og mér brá svo mikið að ég ýtti á stoptakkann og lá svo og vældi úr hlátri þegar ég fattaði hvað ég var vitlaus ; ) He he! NB. ég hef verið um það bil tólf ára. Ég var nefnilega sannkallaður tónlistarfíkill og var alltaf að hlusta á tónlist en svo bara hætti ég því um tíma en þegar ég skildi þarna fyrir tveimur árum rúmlega fékk ég aftur frelsi til að hlusta á það sem mér finnst gaman að hlusta á... sem er að margra mati ákaflega hallærisleg tónlist. EN svona er ég bara, og ég er stolt af því!

btw ekki sjá Looney Tunes á íslensku... en það sem maður leggur ekki á sig fyrir börnin sín sko! Brendan Fraser á ekki að tala íslensku frekar en Steve Martin og Jenna Elfman !!!

Til þeirra sem eru á erlendri grund þá er það helst í fréttum að það er "freezing cold" úti. Jamm, uþb -10°C. Heppin!

laugardagur, desember 20, 2003

Jei!

Ég er komin í jólafrí. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði mitt háskólanám held ég samt að ég rétt slefi próf! Sem betur fer gildir það aðeins 50% en ég þarf engu að síður að ná prófinu. EN ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ!
Ég er með krakkana núna og við ætlum að skella okkur á Looney Tunes í bíó, fá okkur gott að borða og fara svo heim að skreyta jólatréð og svoleiðis! Eiga notalegt kvöld :)

föstudagur, desember 19, 2003

Well, well...

Hlutirnir leita eftir jafnvægi...og allt verður í lagi. Maður verður bara að taka lífinu eins og það er, anda djúpt og halda áfram. Eins gott að ég er Ghandi!

miðvikudagur, desember 17, 2003

What a fu..!



Allavega var dagurinn ekki dagur sem ég vil endurtaka, nokkurn tíma, fékk fréttir sem maður vill ekki nokkurn tíma heyra, talaði við fólk í ástandi sem það á ekki að vera í klukkan fjögur að degi til á miðvikudegi né nokkrum öðrum degi, lærði ekkert, tja sama sem ekkert.

Hinsvegar voru sem betur fer plúsar líka, ég hérna átti góða stund með börnunum mínum, tók til og gaf móður minni kótilettur að borða - langt síðan ég hef eldað kótilettur, ég fór í Ikea og keypti tvær jólagjafir og svaka flottar seríur sem prýða nú húsakynni mín. Hér er líka orðið með endemum jóló.

Sonurinn fer til pabba síns á morgun, ég ætla samt að fá hann lánaðan um helgina eftir prófið í sólarhring en svo fer hann aftur til pabba síns og verður fram á annan í jólum reikna ég með. Dóttirin fer svo líklegast á sunnudag austur til síns pabba. Og ég verð bara alein eftir... en ég lít á þetta með björtum augum og vonast til þess að ná að hvíla mig, kíkja á kaffihús, hitta vini etc. Talandi um vini þá kemur Dísa heim á morgun. Ætli hún sé ekki bara rétt um það bil að skella sér í loftið núna frá JFK flugvellinum. Jei.

Spurning að fara bara í rúmið. Ég hitti einn "nemanda" minn í Ikea áðan og hún sagði mér að einkunnaafhending í Borgó sé á morgun og þar sem að ég er komin með smá Grafarvogsfráhvarfseinkenni (ég sem var haldin óþolandi Grafarvogsfordómum fyrir ekki margt löngu) er ég að hugsa um að kíkja á stemminguna enda ómissandi hluti kennarastarfsins að afhenda einkunnir :o)

Svo er bara að hella sér á fullu út í Nám og þroska lærdóminn...vill til að mér finnst námsefnið ótrúlega spennandi svo að líklega verður það til þess að ég muni eitthvað í prófinu.

Og það eru að koma jól!

Prófið gekk vel í gær! Ég hef ekki getað lært í dag vegna fjölskylduvandamála! Er ekki frábært að það eru að koma jól!?

mánudagur, desember 15, 2003

Þetta með að læra.

Það er auðvitað þannig að erfiðast er að koma sér af stað en svo þegar maður er komin af stað þá er svo gaman, sér í lagi þar sem maður er að læra mjög áhugaverða hluti sem tengjast fullkomlega því starfi sem maður hefur fullan hug á að leggja fyrir sig sem framtíðarstarf, allavega í og með. Var vöknuð klukkan hálfátta og er búin að vera að læra nánast síðan... tek pásu á milli efnisþátta...blogga eins og núna, horfi jafnvel á einn og einn Vinaþátt, önnur sería er nefnilega komin í hús! En áhuginn fyrir efninu er vaknaður og Tomlinson bíður eftir mér með fræði um einstaklingsmiðaða kennslu, the differentiated classroom.
Við, ég, Alla og Ása Katrín, ætlum okkur svo að hittast eftir hádegi í samvinnugrúppu cooperative learning og læra fram að lokaþætti Survivor, allavega er ég hætt þá. Hef ekki verið jafnspennt fyrir úrslitum survivor síðan að já, aldrei!


hmm, er búin að ná að virkja heimasvæðið hjá Ogvodafone loksins (í einni pásunni) og er slóðin hér og stefni ég á að flytja alfarið þangað með tíð og tíma. Setti líka inn nokkrar myndir frá Vancouver ferðinni síðan í febrúar (í annari pásu) á myndasíðuna. Sjá hér til hliðar.

En nú er þessari pásu lokið! Próf á morgun og hangs dugar ekkert.

föstudagur, desember 12, 2003

Nenni ekki

að lesa fyrir próf. Hugsmíðahyggja, einstaklingsmiðað nám, fjölgreindarkenning Gardners, markmiðasetning, fagmennska, fagvitund og starfskenningar, hvað er nám? og hugmyndastefnur í kennslufræði...ég veit helling um þetta en ég nenni bara ekki að lesa eða réttara sagt ég nenni að lesa en hef ekki orkuna til þess!
Langar bara að skríða í rúmið! með skáldsögu enda fékk ég tvær gefins í dag, áhrif mín á mannkynssöguna og Náðarkraft, ég seldi sálu mína fyrir tvær skáldsögur. HE HE! En ég ætla að þrauka og geyma þær til jólanna...það er nóg af lesefni fyrir próf og samviskubitið segði fljótt til sín ef ég svindlaði. Er reyndar nýbúin að lesa bókinna hennar Hlínar, Að láta lífið rætast, ástarsaga aðstandanda.
Og var hún mjög áhugaverð og lærdómsrík, gott fyrir aðstandendur eins og mig að lesa svona verk og fæ ég ekkert samviskubit yfir því. Enda er batnandi konum best að lifa!

Duddurudduru...

alltaf í boltanum og svona... merkilegt hvað það er mikið meira gaman að fara yfir annarra próf heldur en að læra fyrir eigin. Ég er búin að vera að fara yfir stíla í prófum hjá 212, 203 og 303. En á morgun skal tekið á því sko af eðalkrafti. Alltaf gaman að finna gamla skólafélaga á netinu ... verð að fara að setja upp svona linkasafn hérna til hliðar undir fyrirsögninni - nostalgia - ... afþví að ég á náttúrulega að vera að læra en ekki þvælast á netinu þá fann ég áðan fyrrum skólafélaga hann Kobba klára... en hann er eins og svo margir í námi í Skotlandi. Svo fann Eva mig um daginn. Við eigum sko fimmtán ára útskriftarafmæli úr gaggó á næsta ári og því verður haldið "reunion" sem ég er hrædd um að ég sé ábyrg fyrir að verði haldið. En nú verð ég að hætta þessu snakki og fara í rúmið... ætla víst að mæta klár í lærdóminn til Öllu í fyrramálið :o)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Spurningar??

Kúri undir hrúgu af teppum og horfi á the fab five og Innlit-útlit. Ég væri sko alveg til í að fá svona fabfive til mín í heimsókn, sérstaklega ef þeir borga allan brúsann... en hvað er þetta með þetta fólk þarna í Innlit-útlit??? Kunna ekki spurningatækni...viðmælendurnir fá aldrei að segja neitt nema já og nei... vá "segðu mér, þú ert menntaður rafvirki er það ekki", "jú" ... "og hér ertu með svona skemmtilegan ísskáp sem þú ert búinn að láta klæða með stáli og setja eikarhöldur og ramma á, segðu nú endilega áhorfendum frá því þeir vilja örugglega vita hvar þú fékkst þetta og hvað þetta kostaði, þetta kostaði 10.000 er það ekki og hvar léstu gera þetta?" Halló, pípol... hvernig væri að gefa blessuðum viðmælendunum tækifæri til þess að segja sjálfir frá!!! Og þau eru öll svona.
Skín í gegn nokkuð að ég er þreytt og mér er kalt og mig langar í sushi!?

mánudagur, desember 08, 2003

Langar að gubba...

er brjálæðislega þreytt og búin að vera að læra í allan dag...nánast. Á ennþá eftir að þýða heilmikið áður en ég má fara að sofa og já búhúhú en á morgun fer ég og lita gráu hárin og svo fer ég að vinna með E.L. við að fara yfir próf og svo bara læra meira og svo framvegis..... æ, vitiði ég er svo þreytt og búin að vera að ég held ég fari bara að sofa. Vakna frekar snemma með Unni og byrja að læra þá : )

hahahha gat verið


Find your inner Smurf!

föstudagur, desember 05, 2003

phew...

Þá er einni törn lokið. Ég skilaði af mér áðan mikilli og flottri ferilmöppu til hennar Hafdísar inn í Odda.
Á mínu heimili verður ekki lært fyrr en á sunnudaginn aftur. Börnin eru hjá pöbbum sínum og ég því frjáls til að gera það sem ég vil svona nokkurn veginn. Ætla að bjóða Ástu Sól út að borða á eftir á stað sem heitir Póstbarinn, hmm hmm ??? veit ekkert um hann nema að þetta er eitthvað svona bistro/bar dæmi og er þar sem að Salatbar Eika var. Fékk gjafabréf á þennan stað svo að það er eins gott að nýta það. Tel einhverjar líkur á því að við munum kíkja á einhverja bari til viðbótar. Ég er pínku forvitin að líta inn á Vídalín en mér skilst að hann hafi gengist undir einhverjar breytingar á síðustu vikum. Annars klikkar Ölstofan náttúrulega aldrei....

miðvikudagur, desember 03, 2003

fann þetta á ...

barnaland.is og mér varð hugsað til eigin barna og ég er ekki frá því að mér hafi pínkulítið vöknað um augun:

Bara í dag....

-ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast og hlæja þó mig langi til að gráta ...
-ætla ég að leyfa mér að vakna mjúklega, vafinn inn í sængina þína, og halda á þér í fanginu þar til þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
-ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í, brosa og hrósa þér fyrir "fullkomna" litasamsetningu...
-ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
-ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að leysa nýja púsluspilið þitt...
-ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út að blása sápukúlur...
-ælta ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni, í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
-ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að vera þegar þú verður stór...
-ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
-ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...

Bara í kvöld....

-ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
-ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
-ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
-ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
-ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig.

Ég er svo heppin að eiga þig og bið ekki um neitt... ...nema annan dag með þér...

Leti...

Ég á eitthvað ferlega erfitt með að koma mér að verki. Er að rembast við að taka saman ferilmöppu sem ég á að skila á föstudaginn og á eftir að klára eitt viðtal að auki. Togast á í mér hvort hefur forgang. Skrifa smá í ferilmöppuna og síðan smá í viðtalinu og síðan smá í ferilmöppuna og þar eftir ... langar náttúrulega bara helst að klára þetta bæði alveg sem fyrst og fara á kaffihús síðan og lesa slúður. Gott að hafa smá gulrót. Annars fór morguninn í að koma uppþvottavélinni í viðgerð og að þrífa allt eldhúsið þar sem að það lak úr vélinni yfir allt gólfið og ég þurfti að taka frá sökklana og þrífa undir skápum og ojbjakk.... má ekki vera að svoleiðis veseni. Jæja, best að halda áfram. Ætla að sinna viðtalinu smávegis núna.

mánudagur, desember 01, 2003

Yndislegust...

er hún dóttir mín sem hugsar svo vel um bróður sinn og móður auk þess að gera jóló á heimilinu og allt. Hún fær 100 stjörnur fyrir allt sem hún gerði í gær.
Linda fær líka margar stjörnur fyrir að hringja í gær, rosalega svakalega æðislega geggjað gaman að heyra í henni :o)
Birna frænka fær stjörnur fyrir að stinga upp á sameiginlegum piparkökubakstri sem var mjög svo skemmtilegur og afmælisstjörnur fá svo Bryndís vinkona í Svíþjóð sem varð þrítug á laugardaginn og Eyjólfur mágur minn sem varð 37 í gær. Ég er strax farin að hlakka til fertugsafmælisins hans, það var nefnilega fullt gaman í þrítugspartýinu. Það er nú gaman að segja frá því að það eru svo margir sem ég hélt að væru eldri en þeir eru (þekktir í þjóðfélaginu) bara eitthvað rétt að verða 38-40 ára þessa mánuðina. Koma náttúrulega engin nöfn upp í hugan akkúrat núna en lesiði bara Birtu og þá vitiði hvaða fólk ég er að tala um.
Það var semsagt heilmikið um að vera í félagslífinu um helgina þó það hafi ekki verið djamm sem slíkt. Bara svona heimsóknir, matarboð, barnaafmæli og piparkökubakstur. Börnin líka fegin að hafa endurheimt móður sína úr örmum kennslufræðiskrímslisins. Skammvinn endurheimt reyndar. Hef reynt að gefa þeim dagana og læra á kvöldin/næturnar og er þess vegna einmitt helst til þreytt akkúrat núna. Geispa bara mikið,

er bara farin að hitta Ástu Sól á Vegamótum í humarsúpu, langt síðan við höfum gert það!