sunnudagur, febrúar 29, 2004

Mér finnst forsíða DV í gær smekklaus! "Drottningarnar kræktu í prinsana!" Fyrir það fyrsta var annar prinsinn giftur fjögurra barna faðir þegar önnur drottningnin krækti í hann - hinn missti konuna sína í fyrra.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Próftafla komin...

Og eins og oft áður er ég í prófi á afmælinu mínu. Ég tek eitt próf og það á afmælinu mínu...ekki nóg með það heldur líka kl.13.30. En það er bara alveg í lagi ;) Maður verður að vera jákvæður. Enda er allt lífið svo skemmtilegt núna. Ég er búin að hitta marga góða vini í dag. Byrjaði á að hitta Ástu í morgun á Súfistanum og svo kom Viktor að hitta mig líka þar og síðan spjallaði ég við kunningja á MSN, fór og hitti mann á Loftleiðum, kom heim og Linda babe og Stuart hennar kíktu í heimsókn og núna er ég bara að glápa á videó, snemma að sofa og gaman á morgun.
Gekk rosa vel að kenna í morgun líka.
tittílútú tattílítú ginnilibinnilí bú - I'm so happy hí hí!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

www.villagevoice.com

TAURUS (April 20-May 20): University students in Poland have discovered an unexpected way to boost their grades: wearing red underwear while taking tests. Ever since researchers presented evidence of the "red underwear effect," clothing stores have reported a run on scarlet-hued bras, underpants, and boxer shorts around exam times. Maybe it's merely the result of mass hysteria, but what difference does it make if it truly enhances the students' performance under pressure? I suggest you consider hopping on this trend, Taurus. What have you got to lose from regularly donning red skivvies during this, the final-exam phase of your yearly cycle?

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Og muna að anda...

ég er búin að vera að kenna síðustu þrjá daga og má segja að það hafi gengið upp og niður. Upp í 603 og niður í 202, gekk ókei í morgun samt vegna þess að þá var 202 í tímaritgerð og mín innlögn takmarkuð. Enda greinilegt með yngri bekkina að þeir þurfa að fá að taka meiri þátt og ég á að tala minna og jafnvel nota íslensku meira með þeim. En ég fæ ekki tækifæri til að kenna þeim meira svo að ég set það bakvið eyrað fyrir framtíðina.
Kennarinn minn í HÍ, þ.e. í kennslufræði erlendra tungumála kom og horfði á mig kenna 40 mín í 603 og hún var gersamlega impressed! Fannst ég bara fæddur kennari og hafði ekkert út á mig að setja. Sem er náttúrulega bara geggjað en ég sagði henni að ég hefði ekki staðið mig jafnvel í 202 - henni fannst það ekki neitt tiltökumál. Æ, ég er svo ánægð - og þreytt....

laugardagur, febrúar 21, 2004

Vanmátturinn er alger!

Ég upplifði í gær hversu gífurlega vanmáttugur maður er. Vinkona mín varð fyrir gífurlegu áfalli (og ég fyrir áfalli við að sjá góðan vin verða fyrir áfalli) og ég gat í raun ekkert gert. Ég var algerlega vanmáttug gagnvart þessu. Ég keyrði hana til vina sinna þar sem fólk hafði safnast saman í friðarstund og þegar ég sat ein eftir í bílnum vissi ég ekkert hvað ég átti af mér að gera. Vissi ekki hvernig mér átti að líða. Eftir að ég áttaði mig á því að ég gat ekkert gert sjálf. Að þetta var ekki mín sorg, þá bað ég fyrir öllum þeim sem áttu sárt um að binda í kjölfar þessa sorglega atburðar og fór að gera eitthvað sem var mikilvægt fyrir mig og það var að læra og svo að hvíla mig til að hafa orku til þess að gera það sem ég þarf að gera.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Village Voice er alltaf snilld ekki síst stjörnuspárnar

TAURUS (April 20-May 20): The president of Belarus has issued a mandate to his country's athletes regarding their performance in the 2004 Summer Olympics. "You should have clear-cut plans for victory," Alyaksandr Lukashenka told them. "It is unacceptable for you to win fewer than 25 medals." That sounds a bit unrealistic to me, so I won't be that demanding in my decree to you, Taurus. But the astrological omens are on my side as I command you to pull off a feat that would be your equivalent of a gold medal between now and March 20. In addition, I order you to gather a new privilege, new perk, or new title.

Fékk símtal áðan, var beðin um að taka þátt á smá dæmi, sagði já, veit ekki hvað verður - hvort verður samþykkt - kát að það var hugsað til mín með málið ;o)

er að fara í leikhús með Helgu föstudagskvöld, næsta kvöld. Ætlum að sjá Chicago. Verður ábyggilega ágætt þó ég sé ekki geðveikt söngleikjafan. Sá myndina með Gere, Zeta-JOnes og Zellweger. Fannst hún alveg fín bara.

Fyrir Nikolaj og Julie aðdáendur vil ég benda á að hægt er að nálgast soundtrackið á heimasíðu þáttanna hér. Þarf samt RealPlayer til að það virki en gaman að heyra engu að síður.

gONE TO bED

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Nóg að gera...

Eins og vanalega er nóg að gera. Undirbúningur hafin fyrir æfingakennsluna en ég byrja að kenna á mánudaginn. Svo er ég að bíða eftir miðnætti í kvöld. Þá get ég bókað sumarfríið, vona bara að sætin sem ég var búin að finna verði ennþá til. Fullt af verkefnum í gangi og mikið meira en nóg að gera, bara til að ítreka það sko. Svo er ég líka so ossalega dugleg að mæta á fundi og að vinna í þeim málunum. Enda fengið að heyra það að það sé aftur orðið bjartara yfir mér :o)

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Ég er búin að vera ágætlega dugleg að læra í dag og í gær og Alla kemur aftur á morgun og við höldum áfram að vera duglegar að læra. Við verðlaunuðum okkur og skelltum okkur í bíó áðan, á Something's gotta give og það er langt síðan að ég hef hlegið jafn brjálæðislega mikið í bíó. Svo hjálpaði helling að elskan hann Keanu lék í myndinni og "he's a sight for sore eyes." Mætti reyndar halda að ég sé orðin eitthvað örvæntingarfull þar sem að ég má ekki sjá sætan strák í bíómynd án þess að fyllast löngun! (í rómantík ekki bara hitt)

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Rigning og sól

Rigning, rigning og svo sól...yndislegt veður og gleði í lund... Þráðlausa netið fór að virka í dag : )

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Skilaboð að handan

Fór með systur minni, móður minni og frænku á upptöku á Lífsauganu hans Þórhalls upp á Stöð 2 í gærkvöld. Hmm, já það var svaka stuð og það verður allavega ekki skafið af honum Þórhalli að hann er heljarinnar skemmtikraftur. Ég veit ekki hverju ég á að trúa samt!
Helga Rós þessi elska passaði fyrir mig á meðan og svo sátum við í andlausu spjalli - en nærveran er það sem maður þarf - maður þarf kannski ekki alltaf að vera að kjafta svo mikið.

Ég er öll orðin hressari, skýrari og skemmtilegri - he he - nóg að gera og heilsan þokkaleg til þess að takast á við verkefnin framundan. Þetta snýst allt um forgangsröðun - bara að sinna því mikilvægasta fyrst - MÉR - og þá hefur maður orku til að sinna öllu hinu - OG ÞAÐ ER DAGSATT!

mánudagur, febrúar 09, 2004

kennaradjók eru fyndin

ErTu KeNnArI, pRóFaÐu Þá ÞeTtA!!!

1. Vertu með hettu á hausnum.... en bara með gat fyrir annað augað!

2. Vertu með einglyrni, reiðhjálm og svipu.

3. Talaðu alltaf lægra og lægra en svo í lokin, bentu á einn nemandann og öskraðu : "HVAÐ VAR ÉG AÐ SEGJA!!!??"

4. Kenndu með fingrabrúðum

5. Veldu af handahófi einhvern nemanda, spurðu svo ýmissa spurninga og taktu tímann meðan hann svarar... fussaðu svo og sveiaðu þegar hann svarar

6. Segðu nemendunum að kalla þig "Ljómalind" eða "Pétur Pan"

7. Stoppaðu í miðri kennslu allt í einu, grettu þig og spurðu nemendurna hvort þú sért með feitan rass

8. Spilaðu Kúmbæja á banjó!

9. Syndu nemendum myndband af pyntingarferðum nasista... hlæðu mikilli innlifun alla myndina!

10. Vertu með speglagleraugu og talaðu bara tyrknesku... láttu sem þú heyrir ekki í nemendum

11. Byrjaðu kennsluna á að syngja og dansa "Sex Machine" eftir James Brown

12. Tautaðu lágt eftir hverja spurningu sem þú spyrð nemanda "líklegt að api einsog þú myndir vita það"

13. Leggðu nemendum fyrir það heimaverkefni að lesa frá Jóhannes til Njörður í símaskránni fyrir næsta tíma... og taktu fram að það verði próf

14. Láttu alltaf tvo nemendur dreifa rósarblöðum á undan þér þegar þú labbar um stofuna

15. Slökktu ljósin í stofunni, settu í gang kassettu með mávahljóðum og farðu með sálma

16. Biddu nemanda aðeins um aðstoð upp við töflu... láttu þá skrifa undir samning meðan þú græjar á þig stálbrynju og stingur slípirokknum í samband.

17. Byrjaðu kennsluna á því að brjóta tappann af vodka flösku og öskra: "TÍMINN ER BÚINN, ÞEGAR FLASKAN ER BÚIN!"

18. Fáðu hljómsveit til að spila Elvis lög allan kennslutímann en láttu einsog þeir séu ekki þarna...

19. Vertu með syndarveruleikahjálm, gúmmíhanska og öskraðu alltaf þegar einhver talar

20. Láttu einsog kennslustofan sé full af vatni og syntu um allt!

21. Urraðu á nemendurna og kallaðu þá alltaf "háseta"

22. Komdu með lítinn hvolp í tíma... alltaf þegar einhver spyr þig spurningu, þá ferð þú og spyrð hvolpinn

23. Vertu í bleikum kjól, með englavængjum og biddu alla að kalla þig "Krúselíus!"

24. Láttu einsog þú sért hæna!

25. Hafðu auglýsingahlé með jöfnu millibili

26. Hnerraðu framan í nemendurna

27. Komdu hlaupandi inní kennslustofuna, froðufellandi og öskraðu ! "ERU ÞIÐ Í STUÐI!!!???? ÉG HEYRI EKKI Í YKKUR!!! ERUÐI Í STUÐI!!??!??!"

Minni pirringur í dag

Og ég hafði það af að klára verkefnið mitt fyrir kvöldmat :o)
Mín elskulega Ásta Sól kom svo og eldaði kvöldmat fyrir mig, ég sá um uppvaskið, og það var indælt. Mikill munur að láta elda fyrir sig annað slagið. Svo er ég búin að ákveða þrátt fyrir ákveðin blankheit að láta það eftir litlu fjölskyldunni minni að fara til Svíþjóðar seinniparts sumars. Kostar rétt um 50.000 fyrir okkur þrjú að fljúga til Köben og svo fer maður bara með lest yfir til Halmstad til Bryndísar og kó. Heyrði í henni áðan og ég heyrði að þetta gladdi hana mjög og hún varð alveg upprifin. Ég reikna með að vera rúmar tvær vikur. Auðvitað kostar að ferðast á milli og borða og maður eyðir alltaf peningum í útlöndum en ég er tilbúin að skera niður í ýmsu til þess að geta þetta. Er nú þegar hætt að drekka og þar er nú fljótur að sparast aurinn. Ég er löngu hætt að reykja og þreytist seint á að reikna út hvað ég er búin að græða á því að hafa hætt því. Á 30 mánuðum er ég búin að spara hátt í hálfa milljón! Ég útskrifast líka í sumar og ætla ég að opna ferðareikning sem hægt verður að leggja framlög inn á frekar en að kaupa handa mér blóm eða gjafir. SnIÐug ha!?

laugardagur, febrúar 07, 2004

PIRRUÐ!

Vá, hvað ég er búin að vera pirruð í dag. Það er þannig að ég átti að skila af mér verkefni á miðvikudaginn, málfræðiverkefni, og efnið sem ég ætla að kenna er þannig að ég er bara búin að vera að átta mig á því hvað býr að baki. Ég er svona týpa sem veit hvernig á að gera eitthvað en er ekki endilega með reglurnar á hreinu og þegar kemur að málfræði þarf ég að rifja upp allar reglur og svoleiðis og aþþí að ég er með ogguponkupínsusmá fullkomnunaráráttu þá get ég ekki byrjað að einbeita mér að því að skrifa greinargerðir um efni fyrr en ég er alveg búin að fatta efnið sjálf. Ekki hjálpar til þetta undarlega ástand sem ég var í um daginn þar sem að ég gat fyrst ekki sofið og ekki einbeitt mér af völdum þreytu og svefnleysis og svo þegar ég lét undan og fór að taka Amilínið sem ég fékk uppáskrift fyrir fyrir margt löngu þá gat ég ekki annað en sofið allan daginn og nóttina og gat ekki einbeitt mér af þeim völdum. Svo ég hætti að taka Amilín og núna er ég að fá svona ókei svefn og er skýrari í hausnum en blessuð börnin eru svo athyglissjúk og orkufrek að ég get ekki einbeitt mér af þeirra völdum og svo loksins þegar þau eru sofnuð þá er klukkan orðin svo margt að ég er orðin þreytt og ef ég ætla ekki að festast í vítahring svefnleysis þá verð ég að fara að sofa fyrir miðnætti og þá er eiginlega engin tími fyrir mig að læra á kvöldin og þar af leiðandi er ég ekki búin með blessað verkefnið sem ég átti að skila á miðvikudaginn. Í dag var ég svo í þvílíkum gír að vinna verkefnið en fékk akkúrat engan frið til að vinna fyrir krökkunum og var komin með svo mikinn pirring að ég var farin að garga á greyin fyrir að anda nálægt mér og núna er ég með svo mikla vöðvabólga eftir allan pirringin og stressið í dag að ég get eiginlega ekki einusinni skrifað þetta án þess að finna mikið til. Í ofanálag þá bilaði þráðlausi sendirinn minn, prentarinn neitar að prenta rétta liti þrátt fyrir að ég sé búin að kaupa nýtt litahylki og örvatakkarnir á lyklaborðinu tóku upp á því að gera eitthvað allt annað en ég vildi og ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að laga það - allt þetta eykur svo á pirringin "naturally"!
Ætla að hætta að ergja mig í kvöld, enda með þrjá gaura hérna (tvo auka semsagt) í nótt og svo Unni auðvitað og systir ætlar að launa greiðann á morgun með því að fjarlægja börnin af heimilinu svo ég geti unnið í friði.
Hey, gaman, langt síðan ég hef skrifað svona langt blogg. ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ ÉG VÆRI PIRRUÐ!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

LoL

GAME BOY - Born to Play
A GAME-BOY. Youre like a tomboy without the love of
sports. Reality sucks, but as long as you have
your electronics you feel you can cope. Time
goes unnoticed when youre locked in your room
hooked up to your Nintendo, rocking to your
favourite collection of guitar-driven albums.
Your virtues: Intelligence, sense-of-humour,
individuality.
Your flaws: Inability to cope with real life,
action-freak spirit, reclusive nature.



Your Personality type is the only type that would
like this cool Vampire Game:
www.life-
blood.vze.com


What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla

Það er nú hallærislegt að taka svona próf en samt gerir maður það....ég er fegin að vera ekki unglingur í dag!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

bleh bleh bleh og bleh bleh

Held að orkan sé öll að koma til baka. Mér er allavega farið að verða eitthvað úr verki þó að það sé ekki alveg allt á tíma. Maður getur víst heldur ekki tekið á öllu í einu. Ég er núna búin að fara á fjóra fundi (AA) og er alveg sannfærð um það að hafa tekið rétta ákvörðun. Veit ekki hvaða blekkingarheimi ég er búin lifa í síðustu sex árin. En best að ég fari að ráðum vinkonu minnar og spýti í lófana bara og hætti þessi helvítis væli. OG HANA NÚ!