fimmtudagur, janúar 30, 2003

You are Bavarian
You are a Bavarian.


What's your Inner European?
brought to you by Quizilla


Þetta er athyglisvert.

Fór og borðaði hjá Jóhönnu og Guðjóni í kvöld, þau voru i Heima er best og ég fékk að smakka afraksturinn. Var meira að segja tekið upp þegar ég borðaði matinn, almáttugur. En rosalega góður matur. Nammi namm.

Þetta er búið að vera einstaklega góð vika matarlega séð. Á mánudaginn eldaði Dísa handa mér svakalega góðan mat en hún passaði Óðin meðan ég fór í jóga. Frábært.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

hjálp, steyputakkinn virkar ekki og mér gengur ekkert með að læra... kannski er ég bara þreytt og ætti að fara að sofa?! Góða nótt!

þriðjudagur, janúar 28, 2003


Nú jæja Linda er að koma heim og mun ég aka framhjá Keflavík á eftir til að sækja hana. Ég er annars búin að hafa það hræðilega gott. Fór í bíó á sunnudaginn með Jóhönnu Bóel. Barnið orðið 8 vikna (í dag) og það var komin tími til að kíkja aðeins út. Við sáum The Banger Sisters. Ég persónulega hefði látið duga að sjá hana á myndbandi en það var vel hægt að hafa gaman af henni og maður hló alveg stundum. Skemmtilegt líka að horfa á fimmtugar konur í jafn góðu formi og Susan Sarandon og Goldie Hawn eru. Eins vil ég benda á að dóttir Susan leikur dóttur hennar í myndinni. Fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina, þá er hún sú yngri. Mæli samt ekkert sérstaklega með henni, ekki frekar en að ég mæli með hinni myndinni sem ég horfði á um helgina. Þvílík vonbrigði. The Sweetest Thing með Cameron Diaz, Selma Blair og Christina Applegate. Það voru alveg ágæt atriði í myndinni en í heildina fannst mér hún einum of farsakennd og engin leið að vita hver tilgangurinn með myndinni nákvæmlega var. Svo hófst önnur sería af 24 á sunnudagskvöldið á Stöð 2 og mín kæra systir tók upp fyrir mig. Þetta lítur ágætlega út. Alveg mögulegt að Jack Bauer aka Kiefer Sutherland haldi mér jafn spenntri og yfir síðustur seríu.

Ég ætti kannski að hugsa minna um myndefni og fara að einbeita mér að náminu. Það er ótrúlega erfitt að komast í lærdómsgírinn aftur eftir svona gott frí. Ég þarf að skila tveimur verkefnum í lok vikunnar svo það er kannski eins gott að fara að lesa fyrir þau. Haglýsing Íslands rokkar. Verst að ég er með eintak sem ég þarf að deila með annarri í skólanum... bla skiptir ekki máli. Þetta reddast allt.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

"Margur heldur mig sig"

Þetta myndi ég telja helsta samskipta/boðskipta vandamál nútímans. Við höfum mikið rætt um miðlun í skólanum upp á síðkastið og er ætlast til þess að maður velti þessu fyrir sér og þetta kom upp í hugann. Það veldur oft svo miklum vandræðum í samskiptum að fólk er að túlka það sem aðrir segja og skilja auþað jafnvel vitlaust og í stað þess að spyrja hvort túlkunin sé rétt þá stekkur fólk jafnvel upp á nef sér og fer í varnarstöðu. Það hafa allir sem ég þekki og þar með talin ég lent í þessu. Ég lendi reyndar oftar í að vera misskilin finnst mér og þykir það leitt. Svo getur verið hægara sagt en gert að leiðrétta málið þegar fólk er búið að bíta í sig ranga túlkun.

Ef ég spyr tildæmis vinkonu/vin hvort hún/hann hafi bætt á sig hlýtur manneskjan að vera í fullum rétti til að spyrja hversvegna ég spyrji. Er ég að spyrja að því að mér finnst manneskjan vera orðin of feit eða að því að mér finnst að hún hafi verið of horuð og að þetta klæði hana. Sama á við þegar fólk fer í klippingu eða litun. Ef fólk lætur ekki fylgja með hrós þegar það spyr, varstu í litun, hefuru bætt á þig eða er þetta ný peysa. Þá tel ég eðlilegt að hugsa "nú fer liturinn mér illa, er ég orðin of feit eða hvað finnst henni peysan ljót/klæða mig illa." Nú er þetta auðvitað mín túlkun á aðstæðum.

Það er held ég einum of algengt að fólk ætlist til eða haldi að allir sjái heiminn og skilji hann með sömu augum og eyrum og þeir. Þetta er varasamt og hefur valdið vinaslitum og það er leitt. Ég til að mynda lenti í því fyrir nákvæmlega viku að vera misskilin og ná ekki að útskýra mig en fór í stað þess í vörn sem er slæmt. Það er list að eiga í samskiptum við fólk og sérstaklega ef erfiðar tilfinningar eru í spilinu. Ég og fyrrverandi erum tildæmis ansi viðkvæm enn fyrir hvort öðru þó að heilt yfir séu okkar samskipti orðin góð.

En æfingin skapar meistarann og andlegt jafnvægi skiptir máli eins og hvíld. Ef maður er þreyttur eru enn þá meiri líkur á misskilningi.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Góður þáttur í gærkvöld á Rúv sem fjallaði um líkamsdýrkun, líkaminn fram yfir andann!!! er það ekki pínku hættulegt þegar fólk er farið að meta hulstur/umbúðir fram yfir innihald???

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Jæja og það er komin þriðjudagur. Ég var að horfa á frekar athyglisverðan þátt í gærkvöldi á Skjá einum sem heitir Dead Zone, ég ætla nú ekki að halda því fram að gæðin séu mikil en hann er athyglisverður fyrir það hver leikur aðalhlutverkið. Ég nefnilega sá fyrsta þáttinn í síðustu viku og þekkti manninn ekki einu sinni. En hann heitir Anthony Michael Hall og er einn af Brat pack genginu. Hann var sérlega eftirminnilegur í Sixteen Candles þar sem hann var með teina og reyndi ötullega við Molly Ringwald. Myndin er líka frábær fyrir það að John og Joan Cusack eru bæði í smáhlutverkum í myndinni. Það eru sælar minningar sem fara um mann við þessa upprifjun.

Og að lokum er hér smá próf, ég er reyndar kvenkyns en held að það skipti ekki endilega öllu máli.


Which John Cusack Are You?

laugardagur, janúar 18, 2003

Það er stuð að strauja og horfa á brjálaðar köngulær... fór annars með unga manninn til læknis í dag og jú jú eyrnabólga hafði gert vart við sig í hægra eyra og fóru nú síðustu aurarnir í að borga læknisheimsókn og meðal... eins gott að bankinn klári nú að fixa fjármálin mín svo maður geti farið að lifa.

Tveir þáðu kaffi í dag, Dísa og Helga Rós, þeir sem ekki komu misstu af bananabrauði a la kollý&óðinn. Dísa kom reyndar færandi hendi líka, takk fyrir það og við (ég og Dísa) svöruðum verðlaunagetraun Myndbanda mánaðarins. Vitið þið hvað Matt Damon, Sigourney Weaver, Ian Hart, Paul Hogan og Chevy Chase eiga sameiginlegt???

Fór í slökunarjóga klukkan 17.10 ótrúlega yndislegt... gaf mér þrefalda orkuinnspýtingu og ég get ekki annað en dáðst að því hvað ég er heilbrigð og ánægð. Ég finn virkilega til með þeim sem eru í óheilbrigða pakkanum... ekki það að það lítur út fyrir að verða dágott djamm næstu helgi. Dágott djamm. : ) Eins gott að Landsbankinn verði búin að bjarga því sem bjargað verður á reikningunum mínum. Ekki það að það er með fjármálin sem og allt annað í mínu lífi þessa dagana, allt á leiðinni upp.

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Ég hef tekið að mér að vinna að heimasíðu Athugasemdar, sem er nemendafélag hagnýtrar fjölmiðlunar. Ég er nú ekki orðin neinn vefsnillingur en æfingin skapar meistarann er það ekki? Ha! Ég er svooooooooooo dugleg.

Jæja, ég er að jafna mig á spinning tímanum þó ég viðurkenni að vera örlítið aum enn á nárasvæðinu hmm hmm. Er að fíla þetta jóga dæmi alveg í tætlur og ætla að reyna að fá sem mest út úr því... Óðinn litli æjaði og skældi í gærkvöldi... er líklega komin aftur með í eyrun. Búin að panta tíma hjá lækni!

Svo er bara letikvöld í kvöld og frí hjá Óðni á leikskólanum á morgun... sofa út, æði... verð því heima að mesut leyti á morgun... kaffi á könnunni!

þriðjudagur, janúar 14, 2003

kommentakerfið mitt er eitthvað í fokki, ég á náttúrulega að kunna að hætta að fikta í síðunni minni en mér finnst bara gaman að breyta til annað slagið.
Mundi um daginn eftir því að það var víst árið 1986 sem ég fór á tónleika um sumarið og sá Fine Yong Cannibals og Simly Red í Laugardalshöllinni, þetta sama sumar varð Reykjavík 200 ára og ég var í sveit í Fossnesi í Gnúpverjahreppi. Þannig að Bonnie Tyler kom seinna! hmmmmm Skrýtið hvað maður man allt í einu.

Ég vogaði mér í einhvers konar spinning í dag- kræstur! Ég kláraði nú ekki tímann en stóð mig nokkuð vel miðað við að hafa ekki púlað, ever held ég. Ég er náttúrulega vanari gönguferðum og sundi... en svaka stuð samt.

mánudagur, janúar 13, 2003

Gúggelígú... skólinn hafinn á ný, jibbí!

sunnudagur, janúar 12, 2003

Ef ég væri ekki orðin svona glöð almennt þá væri ég brjáluð núna, er náttúrulega pínku pirruð!!! Ég fékk eftirfarandi í tölvupósti í dag:

Verkefnin ykkar eru komin í kassa fyrir utan dyrnar á
skrifstofunni minni. Þið megið gjarnan sækja það sem þið eigið hjá
mér sem fyrst.
Skv. bókhaldi mínu eiga eftirtaldir nemendur enn eftir að
skila mér inn slóð að vefsíðu: Ásta Beck, Erla Björg, Hólmfríður
Anna, Kolbrún Hlín og Sigríður Hildur. Vinsamlegast hafið í huga að
ég er að fara úr landi á miðvikudaginn og verð í burtu í fimm vikur
þannig að þið verðið að skila mér slóðinni eigi síðar en á morgun,
mánudag, ef að þið viljið fá einkunn nú í janúar.

Ég var ein af fyrstu manneskjunum til að skila og gerði það 16.desember. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn móðguð og akkúrat núna!


En burtséð frá því er ég svakalega glöð með lífið. Ég fór í gönguferð í dag í Elliðarárdalinn í klukkatíma með Agnesi frænku og fleirum... ég fékk mér líka göngutúr í gær en Viktor kom til mín og við gengum heiman frá mér og niður í bæ að sækja bílinn minn og komum við á Kaffibrennslunni og fengum okkur hamborgara og bjór! Lítinn bjór bara. Svo var ég komin heim um níuleytið og sofnuð rétt um miðnætti. Það var gott. Fór svo með Agnesi frænku í dag eftir gönguferðina í Sporthúsið og ég er alvarlega að hugsa um að fá mér kort... því kortið gildir í Sporthúsið, Baðhúsið, og Þrekhúsið. Jibbí og jú allar einkunnir nema ein komnar inn og ég er í fínum málum.
Ég fór í svona fitumælingu í Sporthúsinu og ég er í betri málum en ég var þegar ég var 19 ára en þarf samt að fara niður um nokkur prósent til að vera góð.

laugardagur, janúar 11, 2003

Jóga þrisvar í síðustu viku og nokkrar gönguferðir - þetta er allt að gera sig. Ég kíkti niður í bæ í gær og drakk einn bjór og labbaði svo heim og kíkti við hjá Finni sem tók á móti mér sem sannur heiðursmaður og gaf mér einn bjór til. Áttum gott spjall! Síðan rölti ég mér heim og fór sátt að sofa. Dugleg stelpa.

föstudagur, janúar 10, 2003

Já, þetta blogg mitt síðan í gær hefur vakið athygli. Vinkona mín benti mér á að það liti kjánalega út hvernig næstsíðasta bloggið endar... að hinn eini sanni eigi afmæli þarna en auðvitað átti að standa hinn eini sanni Jonni. Þetta var ekki meint sem "hinn eini sanni" í rómantískum skilningi enda er það víst afgreitt og við höfum haldið í ólíkar áttir heldur betur. Svo andið rólega ég er komin í gott jafnvægi og er ekki að fara inn í annan tilfinninga hvirfilbyl!

Annars er Agnes frænka í heimsókn núna og þessi elska kom við í bakaríi og var mætt hér um 11 með rúnnstykki og muffins, nammi namm.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Það er greinilegt að ekki má enda blogg á linki því þá blandast hann saman við posted linkinn, hjálpi mér. Jonni er sá sem á líka afmæli og má sjá link á hann hér til hliðar.
Elsku hjartans elskan mín hún Unnur Helga gladdi móður sína í morgun með því að segja eftir að hafa horft á mig í smá stund, "mamma, þú ert svo ungleg, þú gætir alveg verið bara svona 20 ára!" Hmmm, ég þakkaði henni að sjálfsögðu vel fyrir því svona er ekki slæmt að heyra þegar maður nálgast þrítugt óðfluga. Ég er einmitt boðin í tvö eða eiginlega þrjú þrítugsafmæli þann 25.jan. Jóhanna og Guðjón halda upp á sín saman en Guðjón varð þrítugur 24.des s.l. en Jóhanna verður þrítug 31.jan. Svo er elskan hún Siggadís en hún á afmæli þann 25. Einn til verður þrítugur 25.janúar, hinn eini sanni Jonni.

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Mikið svakalega er ég löt!!! Og ég þarf að halda áfram að þrífa, kræst! Jólin eru nú öll komin ofan í kassa.

Ég var að horfa á Hroka og hleypidóma með Colin Firth audda í aðalhlutverki og ég sat náttúrulega bara og slefaði. Fékk sting í magann í atriðinu þar sem þau játa hvort öðru ást sína og óskaði þess að einhver myndi horfa á mig með sömu ást og þrá og Colin tókst að túlka fyrir Darcy til Lissýar. Ég er samt enn þá að springa úr gleði. Ég er búin að vera svo kát í heilan mánuð og svei mér þá ef þetta er ekki bara allt að koma... líður semsagt mjög vel fyrir utan höfðuðverk... er byrjuð að detoxa en er samt búin að vera að borða afganga af jólanammi og smákökum og svoleiðis með sjónvarpsglápinu... nú er það búið svo það er bara vatnið á fullu..og smá kaffi, bara smá.

Mér finnst ég hafa framið helgispjöll í gær yfir Hroka og hleypidómum!!!! Ég fór að hugsa um kynlíf á meðan ég horfði á Darcy (erfitt að gera það ekki þegar hann er svona girnilegur á svipinn sko) og fannst pínku fyndið að ímynda mér Darcy tappa af á kvöldin með Lissý í huganum hehehe ljótt, maður má ekki hugsa svona........ en þetta eru kannski afleiðingar af aðstæðum í einkalífinu...

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Svakalega er dimmt þegar maður slekkur á seríunum og sjöljósinu og því öllu : (

mánudagur, janúar 06, 2003

og blessuð jólin hverfa á braut!

Jóga í kvöld og kveðja Lindu búhú en hún ætlar að halda aftur til Edinborgar í fyrramálið og freista gæfunnar.

Á morgun? taka niður jólin og þrífa!

laugardagur, janúar 04, 2003

ég var búin að blogga einhver ósköp í gær og meðal annars um þá áráttu fólks að kalla mig Kollu þessa dagana! Ég hef aldrei nokkurn gengið undir nafninu Kolla og ætla mér ekki að gera það, einna helst er ég bara Kolbrún en þeir sem þekkja mig vita að ég er kölluð Kollý en ekki Kolla. Og hana nú (sagði hænan etc).

Annars hef ég það bara gott sko, búin að fá snúðinn heim og það er gott! Stúart litli ræður ríkjum í tölvunni og Óðinn snúður er að verða fúlbí fær á tötspaddinu.

miðvikudagur, janúar 01, 2003

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!


Það þykir oft við hæfi á áramótum að líta um öxl og fara yfir árið sem var að líða. Ég hef verið að gera það og ég er á endanum mjög sátt og má segja að sú ákvörðun að fara í partý með vinkonu minni síðustu nótt þrátt fyrir að Jáj væri þar ásamt sinni nýju hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið lengi. Ég komst að því að jú mér þykir auðvitað ægilega vænt um hann ennþá en ég er orðin heil. Ég reyndar vissi það að ég væri orðin heil, ég er búin að vera mjög glöð og hamingjusöm síðustu daga og það hefur ekkert með karlmenn að gera. Out with the old in with the new segir einhversstaðar og mér finnst það vel viðeigandi núna. Ég nenni ekki að eiga í samskiptum við karlmenn sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og eru í einhverjum leik. Ég hef bara betra við tímann að gera en að hlusta á eitthvað bull og rugl enda eyddi ég öllu haustinu í að bulla og rugla sjálf. Ég þoli ekki fólk sem getur ekki bara sagt það sem það meinar en er að leika einhverja haltu mér slepptu mér leiki. Ég er ekki að leita mér að hjásvæfu á því eru hreinar línur! Ef ég vil hjásvæfu þá leita ég alla vega pottþétt þangað þar sem ég veit að allt virkar : )

Ég fór ásamt fjölskyldunni (mömmu, Döggu, Eyjólfi og litlu grísunum Arnari Breka og Grími Geir) upp á Úlfarsfell fyrir miðnætti og horfði á borgina skjóta upp flugeldum og það var mögnuð upplifun. Á leiðinni upp varð mér hugsað 10 ár aftur í tímann og mundi gamlárskvöld 1992 en daginn áður hafði ég fengið jákvæða niðurstöðu úr þungunarprófi og ég var 19 ára og ein, pabbi og mamma voru að skilja, og ég vissi ekkert nema það eitt að ég væri á miklum tímamótum. Núna á ég yndislega dóttur sem verður 10 ára í haust, þá verð ég orðin 30 ára. Ég hef síðan átt son sem verður 4 ára, búið með manni í 5 ár, orðið ástfangin og farið í ástarsorg í fyrsta sinn síðan ég var 17 og keypt mér íbúð. Ég er SVO rík jafnvel þó bankinn sé með einhvern kjaft. Ég á allt sem ég þarfnast og mér líður vel. Ef ég kynnist manni sem vill deila þessu með mér og vera félagi minn og vinur í lífsbaráttunni og við myndum elska hvort annað skilyrðislaust þá frábært en ég er ánægð ein með sjálfri mér og ein með börnunum mínum og það er mikilvægast. Ég fer nú bara að flissa yfir því hverstu tilfinningalega rugluð ég var bara fyrir rúmum mánuði síðan. En ég var náttúrulega ekki í neinu jafnvægi og var stútfull af áhyggjum af mömmu og var illa á mig komin með svefn og líkamlega heilsu... svo það var ekkert skrýtið! Þetta var bara skeið sem ég fór í gegnum og ég komst í gegn um það, það er það sem er lykilatriðið.

Svo er það best að ég er löngu vöknuð, er ekki þunn og það er nýársdagur 2003.
Þetta verður árið mitt, ég veit það!

En aftur segi ég gleðilegt ár, megi framtíð ykkar allra vera björt og megi hamingjan finna ykkur, Dísa og Linda halda á vit ævintýranna í útlöndum á árinu, Linda fyrr en Dísa, gangi ykkur vel! Jóhanna og Guðjón sigra heiminn, það er ég viss um. Þau standa sterk saman og það er málið, það sem ástin snýst um held ég. Jonni er vonandi komin í ástarsamband þar sem jafnvægi ríkir og hann finnur það sem hann leitar að, hann á það skilið (eins og allir aðrir) svo útskrifast hann vonandi líka. Jónas á líka að útskrifast í vor og ég er viss um að hann skrifar einhverja snilld í lokaverkaefninu sínu. Helga Rós hefur lokið menntaskólaárum sínum og getur lagt heiminnn að fótum sér. Það verða ansi margir 30 ára á árinu og er nú þegar búið að bjóða mér í stórveislu í lok janúar. Mamma klára krabbameinsmeðferðina og verður vonandi komin með fulla heilsu í júlí. Það fara jafnvel einhverjir sem ég þekki í baráttuna um þingsæti, ef svo verður óska ég viðkomandi góðs gengis, hann er verðugur fulltrúi. Systir mín og hennar fjölskylda eiga örugglega eftir að flytja í stærra og betra húsnæði á árinu og ég sjálf á eftir að blómstra enn meir : )