fimmtudagur, júlí 31, 2003

ohh mig langar svo...

að faðma einhvern og kyssa og knúsa. Og börnin duga ekki til. Sá í einhverju blaði svona faðmara fyrir einhleypa sem var fundinn upp í Japan auðvitað. Lítur út fyrir að ég verði bara að hanna mér einn svoleiðis. En þetta líður hjá eins og allt annað. Það er hreint ótrúlegt að það nálgist tvö árin sem ég er búin að vera einhleyp. Auðvitað átt mín "fling" og allt það en ekkert sem ég var tilbúin að takast á við. Merkilegt hvað maður getur þráð og óttast sama hlutinn mikið.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

money, money, money

Á enga! Og fæ ekkert auka frá skattinum. Það er bara alveg í lagi. Einn mánuður enn af auraleysi og svo fer allt að fara upp á við. Verð aldrei aftur atvinnulaus heilt sumar!!! En kennir manni að meta hlutina, það er alveg á hreinu : )

þriðjudagur, júlí 29, 2003

afhverju?

ég er úti að aka í dag í bílnum og að hlusta á fréttirnar og heyri um það rætt hvort gefa eigi Árna Johnsen frí úr fangelsi til að stjórna Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Ástæðan fyrir því að farið er þess á leit við fangelsimálayfirvöld er sú að án Árna sé enginn Brekkusöngur eða hann sé allavega ekki hinn sami. Ég segi bara HA?! er ekki í lagi?! Eins og fangelsin séu ekki full af mönnum sem missa af merkilegum viðburðum vegna þess að þeir sitja inni. Ég get aðeins séð tvær ástæður fyrir því að menn eigi að fá frí úr fangelsi og þær eru til að vera við jarðafarir og/eða dánarbeð nákominna. Það er fyrst að verið er að loka menn inni á annað borð.

Verslunarmannahelgin er framundan og ég verð við störf á Hellnum á Snæfellsnesi. Mannrækt undir jökli en þetta ku vera í síðasta sinn sem sú hátíð verður haldin. Vil benda á að eingöngu þarf að borga fyrir tjaldstæði en það er líka tilvalið ef veður verður sæmilegt og fólk í nágrenninu að renna við og heilsa upp á mig : ) Ég ætla nú ekki að standa á haus við að vinna þarna en hjálpa svona eftir bestu getu. Ég verð að sjálfsögðu með börnin mín á svæðinu og vil sinna þeim líka.

Messenger liggur niðri og mér líkar það illa.

Óskast
Ef einhver veit um fataskápa á lausu þá er ég að leita. Tilbúin að borga smáaura.

Til sölu
Ferðabarnarúm, nuddbekkur og þrekhjól.

Niðamyrkur...

og það er svo kósý hjá mér að hlusta á Nick Drake og spjalla við vini á MSN. Skrýtið hvað það er stutt síðan að það var bjart allan sólarhringinn og núna fær maður tilfinninguna að haustið sé að koma. Ágúst er samt alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Er yndislegur tími. Verslunarmannahelgin, Gay Pride, Menningarnótt, og skólinn byrjar. Ég sef betur vegna myrkursins og fólk fer að vera heima hjá sér um helgar og hættir að þvælast út á landi. Þó ekki svo mikið fyrr en ágúst er liðinn. Svo kemur september og réttir hefjast, dóttir mín verður 10 ára og ég átta mig á því að ég er orðin fullorðin. Barnið mitt þarf nú tvo tölustafi til að skrifa aldur sinn. Oddakaffi kallar á mann... og malarplönin við HÍ. Skólinn enn á ný. En þangað til er mánuður. Ó já. Ó já.

Hér er textinn við lag Nick Drake: Time has told me sem er yndislegt að hlusta á.

Time has told me
You're a rare rare find
A troubled cure
For a troubled mind.

And time has told me
Not to ask for more
Someday our ocean
Will find its shore.

So I`ll leave the ways that are making me be
What I really don't want to be
Leave the ways that are making me love
What I really don't want to love.

Time has told me
You came with the dawn
A soul with no footprint
A rose with no thorn.

Your tears they tell me
There's really no way
Of ending your troubles
With things you can say.

And time will tell you
To stay by my side
To keep on trying
'til there's no more to hide.

So leave the ways that are making you be
What you really don't want to be
Leave the ways that are making you love
What you really don't want to love.

Time has told me
You're a rare rare find
A troubled cure
For a troubled mind.

And time has told me
Not to ask for more
For some day our ocean
Will find its shore.

mánudagur, júlí 28, 2003

A Perfect Day...

vá ég veit ekki hvar ég á að byrja! Í dag kom Dísa í heimsókn og gaf mér frábærustu afmælisgjöfina, að öðrum ólöstuðum sko, en gjöfin var keypt í Tiffany's í New York. Er svona bókamerki úr silfri og það stendur Tiffany & co á því. Geðveikt flott! Veit ekki hvort það er alkunna en Breakfast at Tiffany's er ein af mínum uppáhalds myndum og Audrey elskan já, þarf að segja meir um það.

Holly Golightly: He's alright! Aren't you, cat? Poor cat! Poor slob! Poor slob without a name! The way I see it I haven't got the right to give him one. We don't belong to each other. We just took up one day by the river. I don't want to own anything until I find a place where me and things go together. I'm not sure where that is but I know what it is like. It's like Tiffany's.
Paul Varjak: Tiffany's? You mean the jewelry store.
Holly Golightly: That's right. I'm just CRAZY about Tiffany's!

Takk Dísa þú ert æði... ég veit ekki hvernig ég get toppað þetta sko. Og það var frábært að fá einn og hálfan klukkutíma með henni sem við eyddum útí garði hjá mér í frábæru veðri. Drukkum kaffi og vatn með lime og hrukkum í kút í hvert sinn er fluga nálgaðist. Okkur er ekki viðbjargandi fullorðnum konunum.

Dagurinn byrjaði mjög vel líka. Mjög góð vinkona mín hringdi í morgun. Við höfum reyndar ekki verið neitt svakalega góðar vinkonur síðustu mánuði en símtalið í dag var afskaplega gott. Enda spjölluðum við í tvo klukkutíma.
Ég og Dagga systir skelltum okkur svo með krakkahrúguna í sund í dag í góða veðrinu og ég flutti húsgögn og tók til og átti bara hreint frábæran dag.
SEMSAGT HAMINGJUSÖM enda frábær dagur í alla staði. Ó já hmm var ég búin að nefna það að dagurinn var góður???

Svo er ég svo útkeyrð að ég nenni bara ekkert að blogga að ráði!

laugardagur, júlí 26, 2003

Seeing is believing...

áhugaverður pistill á Guardian um myndbirtingu á líkum sona Husseins. Ég verð að segja það að mér fannst forsíða DV í gær vægast sagt óviðeigandi og mér til mikils léttis þá heyrði ég eingöngu sjónvarpsfréttirnar í gær og þurfti því ekki að líta undan þegar myndirnar voru sýndar og fólk varað við þeim. Ég er nefnilega ein af þessum viðkvæmu manneskjum!
En að öðru, þá gekk svakalega vel í gær. Mamma mín, HETJAN, kom og hjálpaði mér að pússa upp veggina og svo ákváðum við bara að salta það mál fyrst menn eru ekki að standa við gefin orð og við þrifum íbúðina og færðum til húsgögn svona til að sjá hvernig endanlegt lúkk verður og ég er sannast sagna mjög ánægðþ Það er reyndar ótrúlegt magn af allskonar drasli sem flýtur útum alla íbúð en ég ætla að reyna að setja sem mest í ruslapoka get ég sagt. Ég er jafnvel að hugsa um að grisja bókaskápinn þó ég tími því varla. Ég hendi að sjálfsögðu ekki bókunum en ég gæti farið með þær í kolaportið eða svona notaðar-kilju-geisladiska-plötu sölur. Held ég losi mig við allar bækur sem ég tel ólíklegt að ég lesi aftur eða að nokkur annar muni vilja lesa aftur. Þá bendi ég einnig á að ef einhverjir sem lesa þetta hafa áhuga á að tjékka á því hvað leynist í bunkanum þá verður það velkomið.

Vegna ferðalags systur minnar er ég með afruglara um helgina og datt óvart ofaní kvikmynd á bíórásinni í gærkvöld sem heitir About Adam. Engin snilld en ágæt afþreying. Horfði síðan á Legally Blonde á eftir henni. Fór svo ágætlega með rauðvíninu mínu. Aftur engin snilld en heilalaus afþreying og mér veitti sko af því að slaka á. Mikið er ég samt fegin að vera ekki með afruglara alla jafna.

föstudagur, júlí 25, 2003

Gekk ýmislegt upp...

í gær. Ég fékk aukinn kraft seinni partinn og þreif og ryksugaði og boraði og ég veit ekki hvað í þrjá klukkutíma. Skellti mér svo á Vegamót þar sem við Dale Carnegie konurnar höfðum ákveðið að hittast klukkan hálfsex. Fékk gott að borða eins og alltaf á Vegamótum. Kom svo heim og sinnti börnum. Hafði Óðin meiraðsegja snemma upp í rúm með því að stinga upp á að við færum bara að lesa, ekki sofa. Hann sofnaði náttúrulega um leið og hann slakaði á. Unnur vakti eitthvað lengur en það fer ekkert fyrir henni elskunni. Enda liggur við að hún sé orðin únglíngur. (Reyndar fer örugglega meira fyrir henni þegar hún verður orðinn únglíngur.)

Ég opnaði síðan rauðvínsflöskuna (fékk mér eitt glas þar sem ég drekk aldrei mikið ein) frá Scott og Phil og setti Leonard Cohen á og fór í heimasíðuvinnu. Afskaplega ljúft. Mikið rosalega líkar mér vel við rökkrið sem er komið á kvöldin!
Ég verð þó greinilega að bjóða einhverjum til mín til að hjálpa mér að klára rauðvínsflöskuna. Verst að það eru allir í útlöndum eiginlega.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Ekkert gengur upp...

með þessa menn sem ætluðu að hjálpa mér með íbúðina. En ég læt það ekki buga mig. Þetta gengur allt upp að lokum það er víst. Þetta er svo langt komið að ég er bara hamingjusöm með það. Þýðir ekki að eyða orku í neikvæðni og leiðindi. Enda skemmtilegheit framundan. Dísa ætlar að droppa við á Íslandi í þrjá daga í næstu viku og ég fæ að sjá hana allavega í klukkutíma. Svo er verslunarmannahelgin framundan og svo kemur Bryndís frá Svíþjóð og svo bara þið vitið.... skólinn!!!! Vá, hvað tíminn flýgur.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Kósý

Heitt freyðibað, Billie Holiday, Baileys með klaka, farið að rökkva úti, börnin sofnuð, góður krimmi.

er ekki frá því ...

að mér hafi hreinlega líkað gamla útlitið betur. Var líka alveg mitt. Sakna Audreyar náttúrulega líka. Held ég vinni í að aðlaga þessa síðu að mínu gamla góða looki.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ch ch ch ch changes...

frétti af því að eitthvað væri erfitt að sjá síðuna mína og varð því að gera gagngerar breytingar á henni. Skildi líka lítt í fáum heimsóknum á svæðið?! Gott að útskýring fékkst :0) og að hún var ekki sú að enginn vildi skoða síðuna lengur.
Ég, Óðinn, Dagga systir og gaurarnir hennar og mamma hentumst austur á Kirkjubæjarklaustur í gær að sækja Unni. Nenntum ekki að hangsa meir og fórum á 7 manna jeppanum hennar Döggu með fellihýsið í eftirdragi. Frábær ferð og Unnur er komin heim. Jei.
Er dauðþreytt og hef enn ekkert bloggað svo sem um Edinborg. Get sagt að fimmtudagskvöldið var frábært. Við Linda röltum okkur útí TESCO rétt fyrir lokun og versluðum smávegis inn og í bakaleiðinni var svo asskoti fínn pub, við vorum alveg sammála um það að við yrðum að fá okkur einn pint sem við og gerðum. Tveim tímum síðar og nokkrum pintum ákváðum við að Jenn þyrfti að vita hvar við værum. Sendum henni text og hún kom um hæl. Við kynntumst þarna ágætum náungum, Linda bauð í partý eftir lokun og síðasti gestur fór klukkan ellefu um morgunin. Ég fékk afhent símanúmer og netfang hjá Russell sem var alveg indæll og hann var svoooo indæll að þegar ég textaði honum á laugardagsmorgninum þakkir fyrir viðkynninguna og hann fregnaði að ég væri að fara í rútuna til Glasgow þá BAUÐST hann til að keyra mig. Þvílík gersemi. Ég þáði náttúrulega með þökkum og fannst yndislegt að einhver sem á enga von um að sjá mig aftur né fá nokkuð að launum nema kannski pínu koss skuli hafa viljað gera þetta fyrir mig. Frábært. Annars var dvölin í Edinborg bara hreint yndisleg enda með yndislegum manneskjum þar (Lindu og Jenn auðvitað) og ég eyddi ekkert rosalegum peningum. Var ekki með VISA og átti litla peninga. Keypti samt TVÆR töskur en þeir sem þekkja mig vita að ég er sífellt að leita að hinum fullkomnu töskum og veskjum. Hí hí. Rugluð en yndisleg.

mánudagur, júlí 21, 2003

Raindrops keep falling on my head...

Nú fer lífið að falla í fastar skorður. Keyrði Scott og Phil á Loftleiðir áðan þar sem þeir fljúga heim í dag. Fórum í gærkvöld niður í bæ og enduðum reyndar á að gefa gæsunum sem eltu okkur þar til brauðið var búið. Röltum um og skoðuðum myndirnar á Austurvelli. Ég hef nú margoft skoðað þær en maður sér alltaf eitthvað nýtt. Strákarnir vildu svo fara á Litla ljóta andarungann og fá sér fiskihlaðborðið sem er þar. Þeir höfðu gert það áður og voru ánægðir með það. Ég var alveg sátt. Fín tilbreyting. Held að fyrir utan starfsfólkið hafi við Óðinn verið einu Íslendingarnir á staðnum.

sunnudagur, júlí 20, 2003

fantastic...

náði í þennan browser í gegnum gaurana á Góðbjór og djö.. er hann hraðvirkur. Hef enn ekki tíma til að blogga neitt að ráði ... hef nóg að gera og er enn með bresku gaurana mína. Þeir ætla að fá að gista í nótt og halda heim á leið á morgun. Óðinn er kominn heim, sem er yndislegt, og stefnan er að sækja Unni ekki seinna en á þriðjudaginn. Er farin niður í bæ að gefa öndunum!

laugardagur, júlí 19, 2003

... er komin heim

og það er bæði frábært og vissulega leiðinlegt líka. Leiðinlegt að því leyti að ég elska Edinborg og vildi gjarna vera þar í lengri tíma. Yrði bara að hafa börnin með og svona. Geri það næst. En sólin skín á Íslandi líka og ég ætla að tjékka á henni. Ferðasagan kemur seinna.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

gula fiflid skin enn...

ja, vedrid var hreint yndislegt i dag og vid stelpurnar attum virkilegan stelpumorgun sem folst i ad naglalakka taneglur m.a. drekka kaffi og borda hrokkbraud. Vid lobbudum sidan ut i Botanical Garden og lagum i solbadi i ruma tvo tima. Komum vid i TESCO og eg bara vard ad kaupa Harry Potter 5 a adeins 9.98 pund og er ad lesa hana nuna. Er ad virkilega njota tess ad vera i frii og upplifa tad ad vera bara stelpa/kona etc. med engar ahyggjur i heiminum. Ekki tad ad eg kyssti taer bless um daginn og aetla bara ad halda afram ad njota tess ad vera heilbrigd og a lifi. En rigningaspanni var frestad um nokkra daga svo tad er utlit fyrir ad haldist turrt fyrir mig og hlytt...spurning hvort vedurfraedingar her seu likir islenskum vedurfraedingum!

Yeah, baby, yeah!

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Edinburgh, here I am...

Jaeja er komin til Edinborgar. Hitti Lindu i Glasgow um hadegi og vid roltum i tvo tima tar adur en vid tokum lestina til Edinborgar. Tad er alveg hatt i 30 stiga hiti og sol svo ad eg tarf ekki ad kvarta yfir mottokunum. A ad rigna seinna i vikunni samt. Jaeja er bara ad njota tess ad vera her. Alger saela!

mánudagur, júlí 14, 2003

Eins gott að pakka regnhlíf...

það er útlit fyrir endalausa rigningu í Edinborg næstu daga : ( svo að það er eins gott að gleyma ekki regnhlífinni sem ég keypti í Vancouver í febrúar. Það er sem betur fer ekki veðrið sem ég er að sækjast eftir þarna úti svo ég hlakka alveg jafn mikið til. Verður gott að komast aðeins í burtu. Ég fór út með Scott og Phil í gær. Þeir voru frekar þunnir angarnir... höfðu álpast inn á Sirkus bæði föstudag og laugardag og endað á 22 á sunnudagsmorguninn og farið heldur seint í háttinn. Lofaði að hitta þá næsta laugardag þegar ég er komin til landsins og þeir aftur í bæinn. Þrælgaman að kynnast þessum Bretum... mjög sérstakir, vægast sagt.

Skoðaði litla kettlinga í gær og segi bara dúllu, dúllu, dúllu, dúllu krútt og snúðar, bara viku gamlir og allir bröndóttir og við ætlum að fá einn. Passar að þeir verða orðnir nógu gamlir þegar öllum framkvæmdum verður lokið hérna. Krakkarnir verða ekkert smá ánægðir. Merkilegt hvað maður getur verið harðákveðinn varðandi svona hluti og svo skipt um skoðun bara á einhverjum dögum. Ég verð að fara að hafa upp á kisudótinu öllu. Jeminn, hvað er ég að koma mér útí !!!!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Eitt enn..

... ég hitti mann á föstudagskvöldið sem sagði mér frá stað sem hann væri ekki á, virtist vera sá staður að sofa ekki hjá sömu konunni tvær helgar í röð. Gæti verið að hann líti á það sem skuldbindingu en ég geri mér grein fyrir því að hann gæti haldið að einhver kona hafi verið að óska eftir slíkri af hans hendi. En ég komst að því eftir það samtal að ég veit ekkert um það hvaða stað ég sjálf er á. Ég kynntist manni eftir að ég skildi sem mér líkaði afskaplega vel við og meira en það en ég sleppti honum (og sagði honum frá staðnum sem ég var ekki á) því ég vissi að ég var ekki á þeim stað að skuldbinda mig og hann átti erfitt með að taka bara því sem ég var tilbúin að gefa. Mig dreymdi hann og minn fyrrverandi nóttina eftir þetta samtal við manninn á föstudagskvöldið og ég komst að þeirri niðurstöðu að leiðin frá einum stað á annan er gríðarlega löng. Ég er komin langt á veg en ekki á leiðarenda. Held reyndar, eins og mér var bent á, að þráin eftir reglulegu kynlífi rugli mann stundum í ríminu. Það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að byrja á ground zero í hvert sinn sem maður vill svoleiðis. Er kannski spurning frekar einmitt um að finna einhvern sem manni líkar vel við til að sofa hjá reglulega. Ég á víst nóg með börnin, heimilið, skólann og það allt svo maður fari ekki að flækja hlutina. Eins og ég sagði hérna fyrr í vikunni... spurning um að halla sér bara aftur, njóta ferðarinnar og hafa ekki áhyggjur af lífinu.

"Life is what happens to you while you are busy making other plans!"

Oh, yes I'm the great "bar"tender.....

Ég hafði hugsað mér að taka það rólega á föstudagskvöldið og eftir fjögurra tíma setu á svölunum hjá Halla og Eddu Láru sem skilaði smá sólbrúnku, auk þess að mér var boðið að borða, hélt ég södd og ánægð heim á leið með, að ég hélt, dvd mynd í farteskinu. Ég kom heim og lét renna í gott bað og skellti öðrum diskinum í svona til að athuga hvort hann væri í lagi og þá kom í ljós að hljóðskrárnar vantaði og ekkert varð úr dvd glápinu. Mikið eirðarleysi greip mig þá og mér datt í hug að kanna hvort Sigga Dís væri laus í labbitúr niður í bæ. Sem hún var. Eftir einn drykk hjá henni lá, eins og vanalega, leiðin á Ölstofuna. Það var frábært að komast út og sérstaklega í göngutúr. Við vorum nú frekar þreyttar svo að dvölin var ekki löng en ég sofnaði þreytt og ánægð eftir göngutúr og súrefnisinntöku. Fékk svo gemsann minn lagaðan í gær, mér að kostnaðarlausu, það er svo gott að eiga vini á réttum stöðum og fór og eyddi stund með mömmu. Um fimmleytið tók svo við starf mitt sem einkabílstjóri sem breyttist í barþjón seinna um kvöldið. Komst að því að ég er bara mjög góður barþjónn, þó ég vilji ekki leggja það fyrir mig. Sé það þó líka að ég hefði alveg getað orðið þrusufín flugfreyja... ég er svo góð með drukkið fólk!


föstudagur, júlí 11, 2003

Ekki aftur snúið

Þá er ég búin að borga og meira að segja bóka sæti. Verður yndislegt að komast í frí. Ég var hjá vinkonu minni í gær og vinir hennar komu við. Annar þeirra hélt skemmtilega ræðu um það hvað konur væru mikið svikulli, kaldlyndari, tilfinningalega ófullkomnari og ástríðulausari en karlmenn. Ég brosti bara. Hann talaði um að við ættum bara að líta í kringum okkur á alla skilnaðina. Þeir væru vegna þess að konur skiptu bara um skoðun. Einn daginn væru þær yfir sig ástfangnar og svo næsta dag bara allt búið og karlinn skilinn eftir í sárum. Ég brosti bara meira. Hugsaði til þess að það hvarflaði aldrei að mér að minn fyrrverandi væri eitthvað í ástarsorg yfir þvi að ég skyldi hafa endað sambandið. Sambandið endaði nefnilega ekki fyrr en hann samþykkti það og þá hélt ég að hann væri bara alveg jafn sammála mér um að þetta væri ekki til neins og að við gerðum hvort öðru ekkert gott. Við værum betur komin sitt í hvoru lagi.

Varð líka hugsað til þess hversu afskaplega aumkunarverð ég var í byrjun sumars og þráði svo að kynnast einhverjum og bullaði eitthvað um það... komst að því núna í vikunni að ég vil það ekki lengur. Það er kynnast bara einhverjum... ég vil hafa tækifæri til að kynnast betur einhverjum sem ég er nú þegar búin að kynnast. Bara í rólegheitum. Fyrstu samskipti eru oft svo vandræðaleg. En ef manni líkar eitthvað í fari manneskjunnar þrátt fyrir áfengisinntöku og þynnku og vandræðagang þá ætti maður kannski að gefa möguleika á eðlilegri kynnum. Það merkilega er að ég finn fyrir töluvert miklum friði innra með mér þrátt fyrir allt. Það liggur ekkert á. Lífið hefur upp á svo margt yndislegt að bjóða og maður eyðir rosalegri orku í að hafa endalausar áhyggjur af öllum sköpuðum hlut. Í stað þess að halla sér bara aftur og njóta ferðarinnar. Ég er hamingjusöm ein og að kynnast einhverjum sem ég vil eyða tíma með er bara bónus.

Ég hef aldrei þessu vant ekkert á dagskrá fyrir kvöldið í kvöld, er bókuð annað kvöld og Scott hringdi áðan frá Geysi og spurði hvort ég vildi hitta þá Breta í drykki annað kvöld en þar sem ég verð upptekin ætlum við að hittast á sunnudagskvöldið. Mánudagurinn fer svo í að pakka og horfa á Viðar smið setja upp vegg. Ætla núna út í sólina. Fá mér göngutúr. Kíki kannski í bæinn.

Segi bara góða helgi. Ég þykist alltaf ekkert ætla að blogga neitt í nokkra daga en svo er þetta mér bara svo mikil fróun að setjast niður og skrifa eitthvað niður, þó ekki séu nema einfaldar hugsanir ungrar konu sem í ljós kom í dag að var sjálf grenjandi indjáni þegar hún var lítil : )

fimmtudagur, júlí 10, 2003

vil ekki tala um suma hluti...

ég vil ekki tala um ákveðna hluti hérna inni og hef ákveðið að láta það vera. Ég er búin að berjast í mörg ár við það að finnast ég ekki nógu góð og að ég hafi ekki áorkað neinu ... eftir að ég skildi hef ég þurft að átta mig á því að ég er fullt klár og ég er búin að gera helling og ég stend mig mjög vel í lífinu. Þó að atvinnulega séð sé ég ekki komin á minn stað þá þýðir það bara að ég er svona "late bloomer". Ég sé ekki eftir neinu. Allt sem ég hef gengið í gegnum hefur gert mig að þvi sem ég er í dag. Ég hef bara verið svo upptekin af því að sanna fyrir sjálfri mér að ég sé klár að ég kem kannski svolítið undarlega út gagnvart öðrum. En ég nenni því ekki lengur. Ég er góð manneskja sem þrái bara að gera skemmtilega og jákvæða hluti. Ég þarf ekki í sífellu að vera að sanna mig. Ég vil bara fá að vera hver ég er. Ég ætla að fara í kennslufræðina í haust og taka Masterinn jafnframt henni og ég fer á fundi í ágúst með kennurunum og þá segi ég þeim nákvæmlega hvernig ég vil gera þetta. Ég var spurð um daginn að því hvort ég hefði ekki hugsað mér að vinna sem blaðamaður þar sem ég var í þessu námi síðasta vetur og ég var eitthvað óörugg að svara. Svarið er jú. Ef ég hefði fengið vinnu í sumar við blaðamennsku/fréttamennsku þá hefði ég pottþétt tekið hana. Draumurinn er jú að sameina kennslu og skriftir. Ég verð svo fegin þegar ég verð búin að koma mér almennilega fyrir hérna heima og get farið að einbeita mér að því að vinna að framtíðarmarkmiðum mínum. Hluti af þeim, fyrsti hlutinn var að klára þessar breytingar hérna heima. Það er að verða búið, nokkuð sem fólk taldi mig ruglaða að láta mér detta í hug, nokkuð sem margir trúðu ekki á. Það er að verða búið og það án þess að setja mig á hausinn (þökk sé reyndar pabba þar) og þetta kemur svooooooooo vel út. Ég tek myndir og set á vefinn fyrir þá sem eru svo óheppnir að komast ekki til mín í kaffi á næstunni. : ) Ég er byrjuð að skrifa líka, enn sem komið er skrifa ég bara fyrir mig. Ég á náttúrulega fullt af litlum sögum í kollinum, sumar hafa komist inn í Word hjá mér, aðrar eru enn í kollinum. Þetta kemur allt. Ég er forlagatrúar eins og þið vitið elskurnar og trúi því að allt gerist af ástæðu. Gott dæmi er yndislegur vinur minn sem ég hafnaði í fyrrasumar og hálftíma síðar kynntist hann núverandi sambýliskonu sinni. Ég trúi því að það hafi allt farið á réttan veg. Jæja, ég þarf að halda áfram að vinna. Er að þýða bréf fyrir vinkonu mína fyrir smáaur.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

...er svo undarlegt með unga menn...

hmm, hafði ofan af útlendingunum hennar Lindu, finnst þeir nú eiginlega vera orðnir mínir líka, í kvöld og við fórum á Ölstofuna eins og títt er. Höfðum setið þar drykklanga stund þegar að ákveðinn aðili sest á næsta borð. Tók eiginlega ekki eftir því fyrr en við vorum að fara. Ég finn að ég er úr æfingu með svona að dæmi. Hann með sínu fólki og ég með mínu fólki. Vandræðaleg bros, veit ekki hvort hann hefur yfirleitt nokkurn áhuga á að tala við mig aftur. Fékk á tilfinninguna að svo væri ekki. Sé samt ekki eftir neinu, ég hefði ekki viljað sleppa þessu skemmtilega kvöldi.
Linda og Jenn fara í fyrramálið, Scott og Phil? verða hérna áfram einhverja daga og ég sagði þeim að þeim væri sjálfsagt að hringja ef þeir vildu gera eitthvað. Er annars bara alveg dauðþreytt en ánægð. Gæti verið gáfulegt svona einu sinni að skella mér í rúmið fyrir eitt og lesa eitthvað gott og gáfulegt líka. Er með stafla af bókum á náttborðinu sem mig langar að lesa. Tölvan gæti þegið hvíld eina nótt : )

...highlanders here I come?

hringdi á Icelandair áðan og bókaði ferð til Glasgow þriðjudaginn 15. júlí klukkan 8.00 og flug heim aftur laugardaginn 19. júlí. Spurningin er hvort ég borga á morgun. Ég veit að ég hefði bara mjög gott af því að skreppa í smá alvöru frí og eyða svo tímanum með börnum mínum bara í Reykjavík og næsta nágrenni. Við förum náttúrulega á Hellnar um verslunarmannahelgina og ég og Dagga systir, og strákarnir allir auðvitað, förum örugglega með fellihýsið á Kirkjubæjarklaustur að sækja Unni mína í þarnæstu viku. Kostar mig svipað að fljúga til Glasgow og taka rútu til Edinborgar eins og það myndi kosta mig að fara norður á Akureyri með krakkana. Þökk sé vildarpunktum. Eina sem ég þarf að borga eru flugvallarskattar, bókunargjald og svo í rútuna. Svo gisti ég hjá Lindu og Jenn og lifi bara á því sama og hér ... loftinu : )

Myndir...

hafði það af að stofna síðu fyrir myndirnar mínar á Netinu! Velkomið að skoða hér.

Alltaf nóg að gera í Barmahlíð...

það er í alvöru ótrúlegt hvað það er gott að vera komin með nýtt klósett! Það er bara eins og maður hafi unnið í happdrætti ; )

Jenn og Linda eru að reyna að tala mig inn á að koma til þeirra til Edinborgar. Það er reyndar ekki eins og það sé neitt sem haldi í mig hérna. Þarf bara að vera heima þann 21. júlí og það er einmitt flug heim þá. Veit ekki samt hvort ég þurfi viku gæti dugað bara þriðjudagur til laugardags!!! Held það bara. Ég myndi örugglega líka slappa betur af þar heldur en hér því ég hef stöðugar áhyggjur af því að ég sé ekki að gera neitt. Ég á voðalega erfitt með að vera svona verkefnalaus, "Idle hands are the devils workshop." Það á alveg við mig. En það er ekki nóg að ég þurfi að gera alla þessa hluti hérna heima því ég er ekki með neitt deadline, beint.

Í gær eyddi ég þremur og hálfum klukkutíma í að setja inn myndir á heimasíðuna mína undir Ættarmót. Ég tjattaði eitthvað á MSN líka og textaðist aðeins en ég var svo föst við tölvuna að ég áttaði mig klukkan hálfellefu að ég var ekkert búin að borða síðan klukkan fimm um daginn en þá borðaði ég rétt um sex laxasushi og þá var ég bara búin að borða einn banana. Svo ég rauk í gömlu hverfisbúðina mína (10-11 á Hverfisgötu) og mér til hrellingar var búið að breyta í búðinni og ég fann einhvernveginn ekki neitt og kom á endanum heim með eina litla kókdós, hálfan líter af greiptrópí og bollatómatsúpu. Ekki beint í stuði til að versla.

Í dag kom ég svo klósettinu í gang (gat það semsagt ekki ein) og Guðmundur vinur pabba kom og braut aðeins upp sárin og setti grunn í þau svo hægt verði að sparsla á morgun. Varð þessvegna að afboða DVD kvöld okkar Finns þar sem íbúðin er eina ferðina enn á kafi í ryki og drasli en fór í staðinn á kaffihús með Lindu og útlendingunum hennar, það er Jenn, Scott og Phil. Þau gáfust upp á útilegunni sem átti að vara í tvær nætur og dugðu bara eina nótt í Skaftafelli. Varð líka að afþakka boð í bíó. Sko það er annað hvort þannig að enginn hefur samband eða allir. Ég þarf alla vega ekki að kvarta undan aðgerðarleysi og ég sem kveið fyrir því að vera barnlaus svona lengi. Ég er meira að segja búin að ráða mig sem barþjón í þrítugsafmæli á laugardaginn ; )

Af köngulóm er það að frétta að eftir að ég drap síðustu tvær köngulær sem ég fann hafa engar nýjar sést. Annað hvort hafa þær gefist upp eða eru að safna í lið og ráðast á mig í svefni einhverja nóttina. Jenn sagði mér að tölfræðilega séð gleypi hver manneskja átta köngulær á ævi sinni. Áhugaverðar upplýsingar. Og talandi um upplýsingar! Ég vissi ekki að það væri sykur í TONIC, hvað getur maður verið dofinn, ég hafði bara ekki pælt í því fyrr en mér var bent á það aðfararnótt sunnudagsins. Framvegis drekk ég gin í sódavatn með lime.

mánudagur, júlí 07, 2003

Játa mig sigraða...

... still smiling!

Ég er búin að vera alveg óvirk síðustu vikur, verklega séð. Ég held reyndar að mér finnist ég gera minna en ég geri. Er alltaf með ægilegt samviskubit ef ég er ekki að gera eitthvað af viti. Fólk er að spyrja mig hvort ég sé ekki að gera eitthvað í sumar og ég segi; " neibb, er bara á bótum og geri ekki neitt" og skammast mín og gleymi því að ég hef verið að þýða, prófarkalesa, fara yfir próf, gera upp íbúðina mína, vinna hjá pabba, sinna vinum, börnum og fjölskyldu. Er líka búin að taka að mér vinnu um verslunarmannahelgina og í byrjun ágúst. Ætla að aðstoða Jóhönnu og Guðjón. Hafði líka hugsað mér að vinna í tölvumálum og gera allt heimilið klárt fyrir haustið. Ætla að reyna að tengja skannann minn í kvöld svo ég geti skannað inn myndir. Er búin að lofa einni manneskju mynd af henni síðan hún var lítil. Ágætt að standa við það bara. Já og svo ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að skipta sjálf um klósett!!!
Ég meika það ekki að geta ekki skipt um eitt lítið klósett sjálf. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi stundum.

sunnudagur, júlí 06, 2003

Og ég brosi bara...

Í stuttu máli þá fór ég út í gærkvöld með Ástu og Jenn. Förinni var heitið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Það var gaman. Ég skellti mér í góða sturtu í dag eftir að ég hafði mig á "fætur" og var pikkuð upp af Lindu og Jenn. Fórum upp í Kjós í sveitina hennar Lindu þar sem við Jenn skoðum kýr, hesta og hunda meðal annars meðan að Linda sinnti ættfólki sínu. Þaðan héldum við á Þingvöll og fengum okkur góðan göngutúr um svæðið og Jenn var auðvitað heilluð af fegurð íslenskrar náttúru. Við áttum yndislegan dag hreint út sagt enda rættist úr veðrinu. Við fórum svo heim til Lindu og borðuðum spaghettibolognese sem fór vel í þunna maga og já, þynnkan var töluvert meiri í dag en í gær. Ég er orðin alltof gömul til að drekka tvö kvöld í röð. En eitt er víst að ég sé EKKI eftir neinu. Er frekar þreytt núna held ég fari í rúmið og vona bara að eyrnalokkurinn minn finnist.

Fór að hugsa, eins og mörgum bloggurum verður á, og hafði einhverjar áhyggjur af því að ég ætti að skrifa eitthvað gáfulegra á þessari síðu minni en æ, til hvers? Þið elskurnar mínar í útlöndum viljið ekki lesa gáfulegar hugsanir mínar er það nokkuð? er þetta ekki bara spurning um slúður??? ; )

laugardagur, júlí 05, 2003

Svaka stuð...

var í gærkvöld. Til mín mættu þær Linda, Jenn, Auður og Eva og við kíktum lítilsháttar í glas. Auður skrapp svo á klóið rétt áður halda átti í bæinn eða nálægt tvö og hrasaði nett og braut klósettkassann svo að vatn flæddi um allt baðið mitt. Jeminn, það var bara fyndið sko. Ég er að sjálfsögðu með húseigendatryggingu og fæ bara að kaupa mér nýtt klósett eftir helgi og þar til er það bara vatnsfatan til að sturta niður með. Ekkert mál, maður er nú ýmsu vanur. En djammið var skemmtilegt og allar bara temmilega við skál. Enduðum samt á Café Viktor (hmm hmm) og skemmtum okkur konunglega. Svo kom ég heim í morgun rétt uppúr fimm og sá að ekki hafði skrúfast nógu vel fyrir vatnið í kassann svo ég þurfti að byrja að ausa aftur af gólfinu áður en ég fékk að fara að sofa. En aftur bara fyndið. Ég fann mér töng og skrúfaði almennilega fyrir vatnið og fór svo bara að sofa. Líður vel í dag og stefnan er að kíkja aðeins á lífið aftur í kvöld. Allt til heiðurs Jenn, að sjálfsögðu! Ætla núna að fara að fá mér þynnkumat (ekki að þynnkan sé neitt slæm enda var ég ósköp prúð í gær og drakk bara gin og tónik. Ó og já, mér var sýndur meiri áhugi á djamminu í nótt heldur en mér hefur verið sýndur síðan ég skildi. : )

ps. fann eina könguló í dag á eldhúsgólfinu. Held ég fari að spjalla við meindýraeyði!

föstudagur, júlí 04, 2003

Spoke too soon...

fann eina í baðglugganum þar sem hún sat í makindum í rimlunum.

Helgin framundan...

ég fann engar köngulær í dag þrátt fyrir að fóbían sé verulega farin að taka yfir. Ég lít stöðugt í kringum mig og hrekk við í hvert sinn er eitthvað virðist strjúkast við mig. Ég verð að sigra þennan ótta minn. Geri það meðal annars með því að ganga berfætt um heima hjá mér en lít samt yfir gólfið framundan svo ég kremji ekki eitthvað grey með berum tásunum. Mér var boðið í kaffi og er að hugsa um að þiggja það. Mér var líka boðið í mat til systur minnar og ætla að þiggja það líka. Leiðin liggur svo í miðbæ Reykjavíkur í kvöld en Linda beib er á landinum ásamt kanadískri vinkonu sinni, Jenn, og er ætlunin að sýna henni næturlífið. Hvar við endum er engin leið að vita en eflaust verður kvöldið fínt hvað sem verður. Adios amigos, njótið helgarinnar.

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Arachnaphobia...



Jamm, þær gerast ágengari. Í morgun fann ég tvær köngulær. Eina á miðju gólfi í herberginu hans Óðins og hina inn á baði. Ég fæ gæsahúð af því að skrifa um þessi helvíti. Ég er búin að ákveða að fá mér kött aftur. Pottþétt.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Sleeping beauty...

Ótrúlegt hvað manni líður mikið betur eftir almennilegan svefn. Ég náði loks að sofna og svaf svo eins og steinn langt frameftir. Loksins, loksins svefn... og það án þess að vakna á klukkutíma fresti. Eins og ég hef sagt áður að þá er það ekki skrýtið að menn séu pyntaðir með því að svipta þá svefni.

Ef aðeins ég hugsaði minna...

ég hugsa of mikið er mér sagt! Ég verð að læra að aðskilja huga og hjarta! er mér sagt. Oft, í stað þess að framkvæma það sem mig langar til að gera, hugsa ég bara um það alveg þangað til að ég er búin að upphugsa allar mögulegar útkomur á því sem ég er að hugsa um og læt þvi ekkert af því verða - ég er eins og borgarbúinn sem var að keyra út á landi og lenti í þvi að það sprakk á bílnum hjá honum. Hann vantaði tjakk en hann var hálfhræddur við sveitamenn og hafði afar miklar áhyggjur af því að honum yrði ekki lánaður tjakkur. Hann þurfti að ganga töluverða leið á næsta sveitabæ og alla leiðina hugsaði hann og hugsaði um það hvað sveitamenn væru hræðilegir og ógestrisnir og ókurteisir og ómögulegir að loksins þegar að hann komst að næsta bæ og hafði barið að dyrum hreytti hann framan í þann er opnaði: "Þú getur bara hirt þennan andskotans tjakk þinn sjálfur!" og rauk svo í burtu. Svona er ég búin að vera upp á síðkastið. Mig hefur langað til að hafa samband við ákveðna aðila og þegar ég loksins geri það þori ég ekki að segja það sem ég er búin að hugsa og hugsa. Er hrædd um að vera hafnað eða talin eitthvað sem ég er ekki. En auðvitað er mér hafnað ef ég gef fólki ekki tækifæri á öðru. Ef ég bíð of lengi með að framkvæma þá líður stundin hjá. Kannski eru gamlar mýtur fastar í hausnum á mér. Konur eiga ekki að sækja, þær eiga að vera sóttar, meðal annars. Í stað þess að segja kannski "Viltu hitta mig?" þá segi ég: "Þú getur/vilt náttúrulega ekki hitta mig" eða "þú hefur ekki áhuga á mér ég er alveg búin að finna það út." Ég er hrædd um að talið verði að ég vilji annað hvort of lítið eða sé bara að leita að einhverju. En þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar þá hef ég nú verið allavega hingað til svona frekar "all talk but don't do nothing" (með tvöfaldri neitun að hætti Ameríkana). Það er ég spila mig harðari en ég er. Það vita þeir sem þekkja mig. Ég get djókað með hluti eins og auglýsinguna hér að neðan en "ég meina ekki neitt með því".
Ég svaf lítið síðustu nótt og var alveg að sofna á tímabili áðan en núna?! Glaðvakandi því ég hugsa of mikið. Tók reyndar eina svona "ekkivanabindandisvefn/róanditöflu" áðan eins og mér er illa við taka þær en eina sem hún gerði var að festast í hálsinum á mér. En kannski steinsofna ég um leið og ég legg höfuðið á koddann á eftir vegna þess að ég er henda einhverjum hugsunum hingaði inn í stað þess að láta þær hringsóla í hausnum á mér. Merkilegt hvað svefnleysi gerir manni. En mér líður engu að síður ósköp vel og hlakka til morgundagsins. Takast á við þau verk sem hann færir mér. Iðnaðarmennirinir mínir eru víst bara allir að fara að hrúgast inn á mig hérna á næstunni. Kannski ég geti bundið einhvern þeirra niður og látið horfa á vídeó með mér og fengið smá knús (einn þeirra er reyndar tvíburabróðir pabba míns) en sko týpískt dæmi um eitthvað svona baul sem er bara baul og ég þori ekki einusinni að bjóða einhverjum í alvörunni hingað í videó og knús :-s Skrýtið eins og ég er yndisleg manneskja! Jæja, nú er ég allavega farin að geispa aftur og ætti því að fara að sofa í hausinn á mér.

þriðjudagur, júlí 01, 2003

hey sister, go sister...

Síðasti sólarhringur hefur farið í það að vera góð vinkona fyrst og fremst! Eftir að hafa kíkt til pabba (í gær), kíkt í Bóksöluna (kaupa geisladiskaorganizer) og kíkt til Döggu systur í smá stund fór ég með Jóhönnu minni í Kringluna (skoða hvað er að fara á útsölur sko) og hún bauð mér að borða svo ég fór til hennar í mat og æfði mig að passa litla Daníel meðan hún bjó til graut handa honum og galdraði fram hráefni í rosa gott kjúklingasalat (einfalt... niðurskorinn tilbúinn kjúklingur í bakka, spínat, brauðteningar, fetaostur) en ég ætla að passa unga manninn í ágúst í nokkra daga! Þar var ég til að verða níu og dreif mig svo á Al-Anon fund og eftir það dreif ég mig til einnar vinkonu sem var komin í andlegt þrot og ég sat hjá henni til að ganga fjögur í morgun. Vaknaði svo ansi mygluð og mætti í dekur í Baðhúsinu og fékk þar yndislega fótsnyrtingu og andlitsbað. Þaðan fór ég til Döggu systur í klukkutíma og keyrði svo í Keflavík að sækja Lindu og fór með hana heim. Er svo að þrífa bílinn (tók smá pásu) og ætla að drífa mig fljótlega á bensínstöð að ryksuga og þvo að utan etc.

Þetta var sko alveg ekta dagbókarformsblogg :O)

EN það er kominn júlí og óska ég öllum til hamingju með það! Nú er bara að njóta sumarsins með allri sinni sól og rigningu og hverju sem er því það skiptir ekki máli hvernig veðrið er bara hvernig skapið er. Muna bara að ef maður ætlar að búa á Íslandi þá á maður að eiga regngalla og stígvél og vera viðbúin! Vá það var soldill skátafílíngur í þessu bara (er það ekki Helga?)

ó já og ég fattaði að finna útúr "title" málinu eins og sjá má! en enn er einn galli ég verð að acuta alla íslensku stafina í titildraslinu er ekki viss um að ég nenni því sko! Nota bara enskuna... tilhvers að vera B.A. í ensku ef maður notar ekki málið ha?!