mánudagur, september 30, 2002

Þetta eru m.a. einkenni vöðvagigtar eða fibromyalgia:

* fatigue
* irritable bowel (e.g., diarrhea, constipation, etc.)
* sleep disorder (or sleep that is unrefreshing)
* chronic headaches (tension-type or migraines)
* jaw pain (including TMJ dysfunction)
* cognitive or memory impairment
* post-exertional malaise and muscle pain
* morning stiffness (waking up stiff and achy)
* menstrual cramping
* numbness and tingling sensations
* dizziness or lightheadedness
* skin and chemical sensitivities

Nennti ekki að þýða þetta en trúið mér að þetta er ekkert grín!

föstudagur, september 27, 2002

Ég er allt í einu farin að hitta undarlegast fólk þegar ég er að fara með eða sækja Óðinn á leikskólann. Hitti tildæmis í gær kæran vin síðan 'den' sem faðmaði mig og knúsaði og í morgun fyrrum skólafélaga úr enskunni. Fólk sem ég hef ekki séð í fjöldamörg ár. Fyrstu viðbrögðin voru guð skyldi ég hafa litið nógu vel út og kjaftæði kjaftæði en var fljót að stoppa það af því ég áttaði mig allt í einu á því að mér líður þokkalega vel í fyrsta sinn í langan tíma. Og það sem meira er er að ég vakti fram á nótt við að klára verkefnin mín og skrópaði í skólann í morgun því ég þurfti að lesa yfir og prenta út og svoleiðis og ég er ekki í stresskasti með illt í maganum, kannski svolítið þreytt en annað ekki. Framför hjá minni. Nú er bara að koma sér út í Norræna hús þar sem ég á stefnumót við skólafélagana og fá mér nógu sterkt kaffi................................geiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisp.

fimmtudagur, september 26, 2002

Ég þarf alveg nauðsynlega að hefja verk dagsins en ég á eitthvað erfitt með að koma mér að verki. Nú eftir að hafa kíkt til tannlæknis skilaði ég drengnum af mér á leikskólann og tók til við að hella upp á kaffi sem ég þarfnaðist heitt... það er semsagt ódrykkjarhæft og ég þarf að hella aftur uppá eða spara tíma og hella skólpinu í mig ..ojojoj hehe. Ég er reyndar með ljúffengar engiferkökur sem bæta þunnt kaffið töluvert mikið upp. Ég lenti reyndar í smávegis basli í nótt þar sem ég vaknaði upp um þrjú leytið við það að sonur minn var að kasta upp...yfir sængina mína. Þannig að það fór einhver tími í að skola úr sængurverum, verða mér út um nýja sæng til að sofa með og sofna aftur. Hann sofnaði strax aftur og vaknaði hress. Annað en ég sem sit hér stjörf og röfla inn á netið í stað þess að takast á við það sem liggur á.

EN skal engan undra þar sem ég er þekkt fyrir að ýta undan mér verkefnunum og vinna þau svo í stresskasti, ,,the icelandic way" segja sumir, svo væli ég yfir því að vera með vefjagigt sem er víst ekkert nema streitusjúkdómur, það sem maður hefur kallað yfir sig. Nú óska ég þess bara að andinn hellist yfir mig og að ég skrifi brilliant viðtal enda var viðfangsefnið áhugavert mjög. Góðar stundir!

þriðjudagur, september 24, 2002


Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Það er nú oft þannig að þegar maður telur sig vera komin í tómt tjón gerist eitthvað sem verður manni til bjargar. Ég var farin að örvænta yfir verkefnaskilum sem hrönnuðust upp en fékk svo símtal í kvöld sem leysti hluta málsins og gaf mér tóninn að lausn fleirri vandamála. Eins fékk ég mjög ánægjulega heimsókn sem gerir manni alltaf gott. Það er ekki eins og að hér sé neitt eins og á BSÍ. Var rétt í þessu að muna að ég þarf víst að prenta út verkefnið sem ég á að skila á morgun og senda það með tölvupósti svo ætli það sé ekki best að ég vindi mér í það.

Við erum semsagt ekki á réttum tíma en ef ég á að velja um að vera klukkutíma á eftir eða á undan þá vel ég að vera á undan.
Klukkan er núna 00.01 24.sept.2002 og ég ætti að vera sofnuð!

mánudagur, september 23, 2002

Í dag (23.9) eiga foreldrar mínir 35 ára brúðkaupsafmæli og hefði verið haldið upp á það með miklum látum eflaust ef ekki kæmi til að þau skildu fyrir tæpum 10 árum. Þau fengu sér þó kaffi saman í tilefni dagsins... en ég gerði mér grein fyrir því að ég er orðin 29 ára gömul og hef enn ekki átt brúðkaupsafmæli og því lengri tími sem líður því minni líkur á að ég nái að fagna þvílíkum áfanga sem 35 ára brúðkaupsafmæli er hvað þá 50 ára brúðkaupsafmæli. Það er svo sem ekkert að syrgja en þetta fylgir hinu nýja fjölskylduformi þar sem ég er amma mín og enginn veit lengur hver er pabbi hvers og mamma hvers. Börnin manns á fleygiferð á milli heimila og leikskóla og vita greyin varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Sonur minn er núna að átta sig á því að hann og systir hans eiga ekki sama pabba og því upp á stóð hann það um daginn að ég sé ekki mamma systur hans heldur sé kona pabba hennar mamma hennar... það er ekkert flókið og svo á hún bróðir fyrir austan sem er ekkert skyldur henni. Er það furða að þau séu ringluð þessar elskur. Svo eru þessi lánsömu börn sem eiga bara einn pabba og eina mömmu afbrýðisöm út í hin vegna þess að þau eiga líka mörg sett af öfum og ömmum og fá margfalt fleiri gjafir en þau nokkurn tíma.
Sumir vilja meina að fólk i dag kunni bara ekki að láta sambönd ganga, ég held hinsvegar að málið sé að fólk í dag sé bara búið að læra að láta ekki yfir sig ganga og forði sér því frekar en að eyða lífinu sem gólftuska. Er ég kannski frekar að tala um konur núna? Ég veit bara fyrir mitt leyti að ég er að ná tökum á þessu, að láta ekki allt yfir mig ganga, að taka ábyrgð á eigin lífi og tilfinningum og viðurkenna minn tilverurétt og að mitt líf snýst mjög mikið um mig og því verð ég að sinna mér og hafa ekki stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum gæti fundist um það...ég áttaði mig nefnilega á því að námið hefur setið á hakanum því svo margt annað hefur kallað á athygli mína en námið er það sem ég vil hafa númer 1 í mínu lífi núna, það er það sem er mikilvægt fyrir mig. Og hana nú!
...og það er víst ekki eins óalgengt og ég hélt að ungar konur fái blóðtappa...
Það verður að segjast að það setti að mér óhug við að frétta að 28 ára gömul frænka mín lenti inn á spítala um helgina með blóðtappa í lunga. Minnir mig á að ég á að vera þakklát fyrir að hafa hætt að reykja fyrir rúmu ári síðan og að ég verði að hætta því að fikta þegar ég djamma... besta ráðið við því er að sleppa því að djamma náttúrulega. Enda má segja að ég hafi fengið nóg af áfengi um helgina þrátt fyrir að það hafi leitt af sér ánægjulega hluti. : )

Málið er náttúrulega mjög einfalt og það er að maður verður alltaf að hugsa um heilsuna. Og sinna öllu jafnt, félagslegu, andlegu og líkamlegu hliðinni því þá nær maður jafnvægi og funkerar best. Verst er að þrátt fyrir einfaldleikann þá eiga margir mjög erfitt með að standa sig og ég er þar engin undantekning.

sunnudagur, september 22, 2002

Ég verð eiginlega bara að brosa!

laugardagur, september 21, 2002

Var að enda við að horfa á teiknimyndina Anastasíu. Þar sem ég þarf að skrifa ritgerð um ofbeldi í teiknimyndum og áhrif þess. Mjög áhugavert... væri samt alveg til í að skreppa út og fá mér latté! En sund hljómar betur og Unnur er orðin æst í að fara á stökkbrettið í Sundhöllinni og mér veitir ekki af hreyfingu.

föstudagur, september 20, 2002

nú er ég í tíma
Linda og Jonni þið fáið pottþétt pláss í ævisögunni minni fyrir að veita móralskan stuðning. Thanks a bunch!
Allt tengt og í góðum málum og nú er bara að taka námið föstum tökum enda eru verkefnaskil mjög regluleg og það þýðir ekki að heltast úr lestinni.

Er byrjuð á mjög athyglisverðu námskeiði um vefjagigt og þar er ýmislegt að koma í ljós...

miðvikudagur, september 18, 2002

Yess tókst að tengja adsl-ið en ekki þráðlaust... garg... heimtar endalaust einhverja drivera sem ég veit ekki betur en að ég sé búin að hlaða niður af netinu. Garg aftur. Ætli ég endi ekki með því að hringja í þetta viðurstyggilega dýra þjónustunúmer þeirra. ÆÆÆÆÆ. Lifið heil.

þriðjudagur, september 17, 2002

Garggggg......

sunnudagur, september 15, 2002

Laugardagskvöldið 14. september: Uppskeruhátíð (brestur) Breiðabliks og síðan klukkutími á Players... gerast kvöldin betri... Til hamingju með afmælið Elfur ég skemmti mér mjög vel þótt ég búi í Valshverfinu og hrífist ekki af Players né Pöpunum.. skrýtið karma að lenda á Pöpunum tvær helgar í röð.

laugardagur, september 14, 2002

Og hér er ég!

fimmtudagur, september 12, 2002

Fer að hitta hómópatann minn á morgun og hún ætlar held ég að rétta mig af vegna þess að við komumst að því að það var pensilínið sem setti mig á hvolf. Garg. Verð líka að þrífa og læra og fara í sjúkraþjálfun og .... hjálp... vonandi hitta einhverja vini... vinir velkomnir í heimsókn!
Vei, jíha, búin að skrifa fyrstu fréttina sem er algjört krap en til þess er leikurinn gerður að fá komment og bæta og gera betur og læra af mistökunum og ég hreinlega verð að fara að sofa í stað þess að eyða of miklum tíma í málið. Hlakka til að láta rífa mig niður því ég er ekkert hrædd við soleiðis.
Ó og Lindin er nánast búin með ritgerðina og óska ég henni því til hamingju með það!
Congrats Linda!
Kom upp í hugann á mér lag sem ég elskaði einu sinni og er með Fine Young Cannibals.
Funny how love is... lag um skilnað og þegar ég söng hástöfum með því í gamla daga áttaði ég mig ekki alveg á tilfinningunni sem lá á bakvið orðin.
En það er alveg rétt samt... ástin er skrýtin. Og já ég fletti orðinu skrýtinn upp og það á að skrifa það með ý. Ég hef séð að flestir eru farnir að skrifa það með i og ég fór að efast um það að ég væri að skrifa rétt. Ég er svo heppin að hafa loksins eignast bæði Íslenska orðabók og Samheitaorðabókina (takk) og veitir ekki af þegar ég fer að skrifa greinar/fréttir og þarf að forðast endurtekningu. (Takk ennþá meira).
Keypti te sem heitir London og ég varð bara mjög hrifin af. Hægt að fá allskonar flottar tegundir og margar koffínlausar. Og í Bónus meiraðsegja.
Jonni er farin að blogga aftur og því aftur komin með link.

miðvikudagur, september 11, 2002

Það er alveg sama hvað ég fikta í þessu það birtist alltaf rangur tími á blogg síðunni þó hann sé réttur hér inni. Mér finnst það skrýtið. Það má semsagt ávallt bæta einni klukkustund við hjá mér til að fá réttan tíma. Núna er klukkan tildæmis 22.30.
Love is all you need!
Ég er komin aftur í svefnlausa farið og finnst það skítt. En ég ætti að vera sæmilega útkeyrð í kvöld eftir afmælisveisluna hennar Unnar. Ég var algerlega búin að steingleyma því hvernig heyrist í 12 stelpum samankomnum. Á á á! Ég er bara með smá áhyggjur af því að vera ekki búin að komast á skrið námslega séð... en að öllum afmælum yfirstöðnum fæ ég vonandi frið til að læra í stað þess að þeytast um allan bæ til að redda hinu og þessu.
Ég á að skila fyrstu fréttinni á föstudaginn, það bara gerist ekki neitt markvert né fréttnæmt í mínu lífi eða í kringum mig svo ekki veit ég hvað skal skrifa um. Mannréttindabrot í Hlíðaskóla? eða okur á unglingum og börnum þar sem barnagjöld virðast eingöngu vera til 11 ára sumstaðar og jafnvel bara 6 ára í bíó. Samt eru börn lengur börn í dag þar sem sjálfræðisaldur barna var hækkaður í 18 ár. Merkilegt, ég held að hvergi séu börn börn nema til í mesta lagi 15 ára og það er í strætó. Ef mig langar í bíó með börnin mín 2 þá kostar það mig 3000 krónur, popp og kók innifalið.

þriðjudagur, september 10, 2002

Kræstur!
Ég held ég hafi gengið einum of langt um helgina í orðsins fyllstu merkingu... ég var svo þreytt í gær og í dag að já skammastu þín Kolbrún, ég á að vita betur en veðrið var bara svo gott. Ég fór á foreldrafund í Hlíðaskóla og þar tilkynnti skólastjórinn að í raun væri þessi einsetning sem við foreldrar vorum svo ánægð með að væri loksins gengin í gegn bara í orði en ekki á borði og að auki fá krakkagreyin ekkert matarhlé. Þau skulu gjöra svo vel að vinna frá klukkan 8.20 til 12.45 án matarhlés. Þau fá kaffitíma en hann er varla lengri en 10 mínútur. Ég sjálf rétt þoldi 3 tíma án matarhlés í minni vinnu og myndi telja þetta brot á mannréttindum hreinlega. Hef áhuga á að kanna þetta betur.

mánudagur, september 09, 2002

Ja hérna hér, átti yndislega kvöldstund með fyrrum samstarfsfólkinu og var ánægð með mætinguna þó ég verði að segja að ég saknaði Ásgeirs. Og auðvitað hinna sem ekki komust en þeir höfðu ástæðu sem ég vissi um.

En ég vaknaði brosandi í gær og varð allt í einu æðisleg sátt og meðvituð um allt og áttaði mig á ýmsum hlutum sem ég veit að var alveg tímabært að átta mig á en hefði ekki mátt gerast fyrr. Ég er ekki komin lengra en að vera búin að átta mig á hlutunum svo er bara að sjá hvað gerist með tímanum. En ég er svooo ánægð að vera ein og bara nýt þess núna.

Enda nóg að gera framundan.

laugardagur, september 07, 2002

Hæ ég er að sýna Kalla blogspot.Bóksölupartý í gangi heima hjá mér.
Fór að ganni inn á Spámanninn og dró þetta spil.

Megi spilið færa þér innblástur
Sverðriddari

Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.

Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.

Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn.

Ég fór í duglegt skap eftir að hafa lagt mig inn í rúm og klárað mjög skemmtilega en tilgangslausa bók algerlega eintóm skemmtun, svona hvíld, en ég rétt kláraði bókina áður en Jóhanna vinkona kom í heimsókn.
Hún er sko komin með fallega kúlu. Á að eiga í desember.
Þegar hún var að gera sig klára til að fara að sækja Guðjón ákvað ég að nú léti ég verða af því, varð samferða henni út og fór í Húsasmidjuna og ætlaði að kaupa eða leigja flísaskera en mér þótti tækið nú einum of svo ég ákvað að fara heim og gera eins mikið og ég gæti áður en kæmi að því að ég þyrfti að skera. Ég semsagt flísalagði alveg alein (ekki að það sé neitt merkilegt nema fyrir mig) stóran hluta af þessum 1,2 fm2 í kvöld og svo ákvað ég að láta renna í heitt bað en þurfti náttúrulega að þrífa baðið fyrst og þá var eins gott að þrífa allt baðherbergið... svo var ég náttúrulega búin að ganga alveg frá í eldhúsinu eftir mig en nú er baðið mitt tilbúið og ég ætla að láta líða úr mér fyrir svefninn.

föstudagur, september 06, 2002

Ótrúlegt hvað birtir til innra með manni við það eitt að sólin glennir sig. Og ég er alveg tóm og hef ekkert að segja.

miðvikudagur, september 04, 2002








Þú ert Ástríkur

Félagshyggjan uppmáluð og alltaf til í slag
við Rómverjana.



Smelltu hér
til að taka Ástríksprófið



Ég hef nú ekki gert mikið af því að kaupa geisladiska í gegnum tíðina, hvað þá geisladiska með tónlist úr kvikmyndum en það hefur komið fyrir. En núna er ég að hlusta á dásamlegan disk sem ég hreinlega fæ ekki leið á. Hann hentar ákaflega vel rólegum rigningarkvöldum og fer svo vel við stofuna mína. Ég má nú reyndar ekki eigna mér það að hafa keypt hann sjálf því ég hafði keypt hann og gefið í brúðkaupsgjöf og ætlaði alltaf að kaupa mér hann líka en yndislegur maður varð var við það að ég lét það ekki eftir mér og kom honum í eigu mína. En diskurinn er úr kvikmyndinni Woman on Top og þó það megi ekki segja mikið gott um þessa kvikmynd þá er tónlistin yndisleg og höfðar vel til mín.
Mætti með öndina í hálsinum 15 mínútum fyrir 8 í morgun á leikskólann með Óðinn Harra (hef ekki verið komin útúr húsi svona snemma síðan í mars sl. en þá var ég að fara í flug) til þess að komast að því að manneskjan sem átti að opna leikskólann kl.7.30 var ekki mætt. Og klukkan var orðin 8 þegar hægt var að opna! Frábært. Mætti semsagt 10 mínútum of seint í tíma.

þriðjudagur, september 03, 2002

Yess, þeir sem lentu á hvítri síðu í dag mega núna dáðst að því að ég reddaði síðunni án þess að klúðra neinu.....
er byrjuð að undirbúa flísalögn en ég ætla líka að bjóða fólki heim um helgina og hefði viljað vera búin að leggja þær fyrir laugardag...
kemur í ljós hvað ég er dugleg...

Ætla núna að skoða allskonar bull á netinu... er meirað segja búin að ákveða að fá mér ódýrasta adsl-ið hjá Íslandssíma því ég er svo mikið á netinu að það mun kosta mig jafnmikið en ég get verið ennþá meira á netinu.

Við þökkum fyrir að þessu sinni, verið þið sæl, segir Vala Matt. Ó, hvað það er gaman að vera búin að fá hana á skjáinn aftur.
Hvað er að ??? Það kemur bara hvítt þegar ég fer inn á síðuna mína!!!

mánudagur, september 02, 2002

Ég er líka alveg að fatta þetta HTML dæmi.
Ég er með kvef. Heilinn þar af leiðandi ekki að virka nógu vel. En kamillute með hunangi virkar vel. Hefur ekki verið hringt jafnmikið í mig í marga mánuði og var gert í kvöld. Gaman, gaman að fólk man að maður er til. Ég er aftur orðin skólastelpa.

Tók þetta próf, vantar bara tækifæri til að nýta mér tæknina.


cancer



What's *Your* Sex Sign?

sunnudagur, september 01, 2002

Er búin að hafa það gott framan af degi, fór svo í matarboð hjá systur minni ásamt börnum að sjálfsögðu og mömmu og pabba. Karlinn klikkaði náttúrulega ekki og mætti fullur. Var alveg til að hrópa húrra fyrir. En ég andaði bara djúpt og sá að ég mátti ekki láta hann hafa áhrif á mínar tilfinningar og ég reyndi bara að ignora hann. En ótrúlega merkilegt hvað það er erfitt samt. Jæja, en bjartur dagur á morgun....