föstudagur, desember 26, 2003

Jólin, jólin allsstaðar...

annar í jólum og börnin komin heim... ég er glöð... hef aldrei borðað jafnlítið af kjöti og sælgæti eins og um þessi jól. Vigtin er náttúrulega sátt við það og ég líka... GLEÐILEG JÓL!

þriðjudagur, desember 23, 2003

Tarot.com

SPIL DAGSINS

May unconditional love be within you.

Traditionally, representing the energy of a Queen, this card traditionally portrays a sensitive, vulnerable, omniscient woman who offers unconditional love. She is supremely empathic -- sometimes to a fault. Her caring nature exposes her to everybody else's emotions and needs.

This person sometimes has difficulty identifying her own best interests in the midst of her responsiveness to others. As a result, she sometimes appears slightly unfocused or perhaps overwhelmed, filled as she is with "spirits". She represents the Grail Queen, as well as the Goddess of the Family.

mánudagur, desember 22, 2003

Gott dæmi um námið mitt!

Dæmisagan um skólastofuna

Þá fór Jesús upp á hátt fjall, safnaði þeim í kringum sig, kenndi þeim og
sagði:

Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. Sælir eru
syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að
þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir
réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að
þeim mun miskunnað verða.

Þá sagði Símon Pétur: "Eigum við að kunna þetta?" Andrés sagði: "Eigum
við að skrifa þetta niður?" Og Filipus sagði: "Ég er ekki með neitt blað."
Bartólomeus sagði. "Eigum við að skila þessu?" og Jakob sagði: "Hinir
lærisveinarnir þurftu ekki að læra þetta." Og Mattheus sagði: "Má ég fara
á salernið?" Og Júdas sagði: "Hvað hefur þetta að gera með okkar
raunverulega líf?"

Þá kom einn af Faríseunum, sem var nærstaddur, og vildi fá að sjá
kennsluáætlun Jesú og spurði hann: "Hverjar eru væntingar þínar til
námsefnis þíns og hvaða kennslufræði liggur þar á bakvið?"

Þá grét Jesús.

sunnudagur, desember 21, 2003

Þvílík endalaus snilld er þetta lag!

Axel F með Harold Faltermeyer, fékk það sem hringitón í símann minn um daginn og svo lánaði pabbi gamli mér diskinn, Pottþétt 80's disk 2, sem lagið er á (mig vantar reyndar disk 1). Það eru að auki mörg stórgóð hallærisleg lög á diskinum og ég er ekki frá því að þau séu næstum í sömu röð og á spólunni sem ég tók upp hérna um árið á Vopnafirði 1985 af vinsældarlista Rásar 2. Það var reyndar alveg stranglega bannað að taka upp úr útvarpinu en ég á fullt af kassettum sem staðfesta það að ég er lögbrjótur. Ég man eitt skipti sem ég lá og var að taka upp þá sagði ...man ekkert hver það var... "hættu að taka upp!" og mér brá svo mikið að ég ýtti á stoptakkann og lá svo og vældi úr hlátri þegar ég fattaði hvað ég var vitlaus ; ) He he! NB. ég hef verið um það bil tólf ára. Ég var nefnilega sannkallaður tónlistarfíkill og var alltaf að hlusta á tónlist en svo bara hætti ég því um tíma en þegar ég skildi þarna fyrir tveimur árum rúmlega fékk ég aftur frelsi til að hlusta á það sem mér finnst gaman að hlusta á... sem er að margra mati ákaflega hallærisleg tónlist. EN svona er ég bara, og ég er stolt af því!

btw ekki sjá Looney Tunes á íslensku... en það sem maður leggur ekki á sig fyrir börnin sín sko! Brendan Fraser á ekki að tala íslensku frekar en Steve Martin og Jenna Elfman !!!

Til þeirra sem eru á erlendri grund þá er það helst í fréttum að það er "freezing cold" úti. Jamm, uþb -10°C. Heppin!

laugardagur, desember 20, 2003

Jei!

Ég er komin í jólafrí. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði mitt háskólanám held ég samt að ég rétt slefi próf! Sem betur fer gildir það aðeins 50% en ég þarf engu að síður að ná prófinu. EN ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ!
Ég er með krakkana núna og við ætlum að skella okkur á Looney Tunes í bíó, fá okkur gott að borða og fara svo heim að skreyta jólatréð og svoleiðis! Eiga notalegt kvöld :)

föstudagur, desember 19, 2003

Well, well...

Hlutirnir leita eftir jafnvægi...og allt verður í lagi. Maður verður bara að taka lífinu eins og það er, anda djúpt og halda áfram. Eins gott að ég er Ghandi!

miðvikudagur, desember 17, 2003

What a fu..!



Allavega var dagurinn ekki dagur sem ég vil endurtaka, nokkurn tíma, fékk fréttir sem maður vill ekki nokkurn tíma heyra, talaði við fólk í ástandi sem það á ekki að vera í klukkan fjögur að degi til á miðvikudegi né nokkrum öðrum degi, lærði ekkert, tja sama sem ekkert.

Hinsvegar voru sem betur fer plúsar líka, ég hérna átti góða stund með börnunum mínum, tók til og gaf móður minni kótilettur að borða - langt síðan ég hef eldað kótilettur, ég fór í Ikea og keypti tvær jólagjafir og svaka flottar seríur sem prýða nú húsakynni mín. Hér er líka orðið með endemum jóló.

Sonurinn fer til pabba síns á morgun, ég ætla samt að fá hann lánaðan um helgina eftir prófið í sólarhring en svo fer hann aftur til pabba síns og verður fram á annan í jólum reikna ég með. Dóttirin fer svo líklegast á sunnudag austur til síns pabba. Og ég verð bara alein eftir... en ég lít á þetta með björtum augum og vonast til þess að ná að hvíla mig, kíkja á kaffihús, hitta vini etc. Talandi um vini þá kemur Dísa heim á morgun. Ætli hún sé ekki bara rétt um það bil að skella sér í loftið núna frá JFK flugvellinum. Jei.

Spurning að fara bara í rúmið. Ég hitti einn "nemanda" minn í Ikea áðan og hún sagði mér að einkunnaafhending í Borgó sé á morgun og þar sem að ég er komin með smá Grafarvogsfráhvarfseinkenni (ég sem var haldin óþolandi Grafarvogsfordómum fyrir ekki margt löngu) er ég að hugsa um að kíkja á stemminguna enda ómissandi hluti kennarastarfsins að afhenda einkunnir :o)

Svo er bara að hella sér á fullu út í Nám og þroska lærdóminn...vill til að mér finnst námsefnið ótrúlega spennandi svo að líklega verður það til þess að ég muni eitthvað í prófinu.

Og það eru að koma jól!

Prófið gekk vel í gær! Ég hef ekki getað lært í dag vegna fjölskylduvandamála! Er ekki frábært að það eru að koma jól!?

mánudagur, desember 15, 2003

Þetta með að læra.

Það er auðvitað þannig að erfiðast er að koma sér af stað en svo þegar maður er komin af stað þá er svo gaman, sér í lagi þar sem maður er að læra mjög áhugaverða hluti sem tengjast fullkomlega því starfi sem maður hefur fullan hug á að leggja fyrir sig sem framtíðarstarf, allavega í og með. Var vöknuð klukkan hálfátta og er búin að vera að læra nánast síðan... tek pásu á milli efnisþátta...blogga eins og núna, horfi jafnvel á einn og einn Vinaþátt, önnur sería er nefnilega komin í hús! En áhuginn fyrir efninu er vaknaður og Tomlinson bíður eftir mér með fræði um einstaklingsmiðaða kennslu, the differentiated classroom.
Við, ég, Alla og Ása Katrín, ætlum okkur svo að hittast eftir hádegi í samvinnugrúppu cooperative learning og læra fram að lokaþætti Survivor, allavega er ég hætt þá. Hef ekki verið jafnspennt fyrir úrslitum survivor síðan að já, aldrei!


hmm, er búin að ná að virkja heimasvæðið hjá Ogvodafone loksins (í einni pásunni) og er slóðin hér og stefni ég á að flytja alfarið þangað með tíð og tíma. Setti líka inn nokkrar myndir frá Vancouver ferðinni síðan í febrúar (í annari pásu) á myndasíðuna. Sjá hér til hliðar.

En nú er þessari pásu lokið! Próf á morgun og hangs dugar ekkert.

föstudagur, desember 12, 2003

Nenni ekki

að lesa fyrir próf. Hugsmíðahyggja, einstaklingsmiðað nám, fjölgreindarkenning Gardners, markmiðasetning, fagmennska, fagvitund og starfskenningar, hvað er nám? og hugmyndastefnur í kennslufræði...ég veit helling um þetta en ég nenni bara ekki að lesa eða réttara sagt ég nenni að lesa en hef ekki orkuna til þess!
Langar bara að skríða í rúmið! með skáldsögu enda fékk ég tvær gefins í dag, áhrif mín á mannkynssöguna og Náðarkraft, ég seldi sálu mína fyrir tvær skáldsögur. HE HE! En ég ætla að þrauka og geyma þær til jólanna...það er nóg af lesefni fyrir próf og samviskubitið segði fljótt til sín ef ég svindlaði. Er reyndar nýbúin að lesa bókinna hennar Hlínar, Að láta lífið rætast, ástarsaga aðstandanda.
Og var hún mjög áhugaverð og lærdómsrík, gott fyrir aðstandendur eins og mig að lesa svona verk og fæ ég ekkert samviskubit yfir því. Enda er batnandi konum best að lifa!

Duddurudduru...

alltaf í boltanum og svona... merkilegt hvað það er mikið meira gaman að fara yfir annarra próf heldur en að læra fyrir eigin. Ég er búin að vera að fara yfir stíla í prófum hjá 212, 203 og 303. En á morgun skal tekið á því sko af eðalkrafti. Alltaf gaman að finna gamla skólafélaga á netinu ... verð að fara að setja upp svona linkasafn hérna til hliðar undir fyrirsögninni - nostalgia - ... afþví að ég á náttúrulega að vera að læra en ekki þvælast á netinu þá fann ég áðan fyrrum skólafélaga hann Kobba klára... en hann er eins og svo margir í námi í Skotlandi. Svo fann Eva mig um daginn. Við eigum sko fimmtán ára útskriftarafmæli úr gaggó á næsta ári og því verður haldið "reunion" sem ég er hrædd um að ég sé ábyrg fyrir að verði haldið. En nú verð ég að hætta þessu snakki og fara í rúmið... ætla víst að mæta klár í lærdóminn til Öllu í fyrramálið :o)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Spurningar??

Kúri undir hrúgu af teppum og horfi á the fab five og Innlit-útlit. Ég væri sko alveg til í að fá svona fabfive til mín í heimsókn, sérstaklega ef þeir borga allan brúsann... en hvað er þetta með þetta fólk þarna í Innlit-útlit??? Kunna ekki spurningatækni...viðmælendurnir fá aldrei að segja neitt nema já og nei... vá "segðu mér, þú ert menntaður rafvirki er það ekki", "jú" ... "og hér ertu með svona skemmtilegan ísskáp sem þú ert búinn að láta klæða með stáli og setja eikarhöldur og ramma á, segðu nú endilega áhorfendum frá því þeir vilja örugglega vita hvar þú fékkst þetta og hvað þetta kostaði, þetta kostaði 10.000 er það ekki og hvar léstu gera þetta?" Halló, pípol... hvernig væri að gefa blessuðum viðmælendunum tækifæri til þess að segja sjálfir frá!!! Og þau eru öll svona.
Skín í gegn nokkuð að ég er þreytt og mér er kalt og mig langar í sushi!?

mánudagur, desember 08, 2003

Langar að gubba...

er brjálæðislega þreytt og búin að vera að læra í allan dag...nánast. Á ennþá eftir að þýða heilmikið áður en ég má fara að sofa og já búhúhú en á morgun fer ég og lita gráu hárin og svo fer ég að vinna með E.L. við að fara yfir próf og svo bara læra meira og svo framvegis..... æ, vitiði ég er svo þreytt og búin að vera að ég held ég fari bara að sofa. Vakna frekar snemma með Unni og byrja að læra þá : )

hahahha gat verið


Find your inner Smurf!

föstudagur, desember 05, 2003

phew...

Þá er einni törn lokið. Ég skilaði af mér áðan mikilli og flottri ferilmöppu til hennar Hafdísar inn í Odda.
Á mínu heimili verður ekki lært fyrr en á sunnudaginn aftur. Börnin eru hjá pöbbum sínum og ég því frjáls til að gera það sem ég vil svona nokkurn veginn. Ætla að bjóða Ástu Sól út að borða á eftir á stað sem heitir Póstbarinn, hmm hmm ??? veit ekkert um hann nema að þetta er eitthvað svona bistro/bar dæmi og er þar sem að Salatbar Eika var. Fékk gjafabréf á þennan stað svo að það er eins gott að nýta það. Tel einhverjar líkur á því að við munum kíkja á einhverja bari til viðbótar. Ég er pínku forvitin að líta inn á Vídalín en mér skilst að hann hafi gengist undir einhverjar breytingar á síðustu vikum. Annars klikkar Ölstofan náttúrulega aldrei....

miðvikudagur, desember 03, 2003

fann þetta á ...

barnaland.is og mér varð hugsað til eigin barna og ég er ekki frá því að mér hafi pínkulítið vöknað um augun:

Bara í dag....

-ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast og hlæja þó mig langi til að gráta ...
-ætla ég að leyfa mér að vakna mjúklega, vafinn inn í sængina þína, og halda á þér í fanginu þar til þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
-ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í, brosa og hrósa þér fyrir "fullkomna" litasamsetningu...
-ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
-ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að leysa nýja púsluspilið þitt...
-ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út að blása sápukúlur...
-ælta ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni, í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
-ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að vera þegar þú verður stór...
-ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
-ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...

Bara í kvöld....

-ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
-ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
-ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
-ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
-ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig.

Ég er svo heppin að eiga þig og bið ekki um neitt... ...nema annan dag með þér...

Leti...

Ég á eitthvað ferlega erfitt með að koma mér að verki. Er að rembast við að taka saman ferilmöppu sem ég á að skila á föstudaginn og á eftir að klára eitt viðtal að auki. Togast á í mér hvort hefur forgang. Skrifa smá í ferilmöppuna og síðan smá í viðtalinu og síðan smá í ferilmöppuna og þar eftir ... langar náttúrulega bara helst að klára þetta bæði alveg sem fyrst og fara á kaffihús síðan og lesa slúður. Gott að hafa smá gulrót. Annars fór morguninn í að koma uppþvottavélinni í viðgerð og að þrífa allt eldhúsið þar sem að það lak úr vélinni yfir allt gólfið og ég þurfti að taka frá sökklana og þrífa undir skápum og ojbjakk.... má ekki vera að svoleiðis veseni. Jæja, best að halda áfram. Ætla að sinna viðtalinu smávegis núna.

mánudagur, desember 01, 2003

Yndislegust...

er hún dóttir mín sem hugsar svo vel um bróður sinn og móður auk þess að gera jóló á heimilinu og allt. Hún fær 100 stjörnur fyrir allt sem hún gerði í gær.
Linda fær líka margar stjörnur fyrir að hringja í gær, rosalega svakalega æðislega geggjað gaman að heyra í henni :o)
Birna frænka fær stjörnur fyrir að stinga upp á sameiginlegum piparkökubakstri sem var mjög svo skemmtilegur og afmælisstjörnur fá svo Bryndís vinkona í Svíþjóð sem varð þrítug á laugardaginn og Eyjólfur mágur minn sem varð 37 í gær. Ég er strax farin að hlakka til fertugsafmælisins hans, það var nefnilega fullt gaman í þrítugspartýinu. Það er nú gaman að segja frá því að það eru svo margir sem ég hélt að væru eldri en þeir eru (þekktir í þjóðfélaginu) bara eitthvað rétt að verða 38-40 ára þessa mánuðina. Koma náttúrulega engin nöfn upp í hugan akkúrat núna en lesiði bara Birtu og þá vitiði hvaða fólk ég er að tala um.
Það var semsagt heilmikið um að vera í félagslífinu um helgina þó það hafi ekki verið djamm sem slíkt. Bara svona heimsóknir, matarboð, barnaafmæli og piparkökubakstur. Börnin líka fegin að hafa endurheimt móður sína úr örmum kennslufræðiskrímslisins. Skammvinn endurheimt reyndar. Hef reynt að gefa þeim dagana og læra á kvöldin/næturnar og er þess vegna einmitt helst til þreytt akkúrat núna. Geispa bara mikið,

er bara farin að hitta Ástu Sól á Vegamótum í humarsúpu, langt síðan við höfum gert það!

föstudagur, nóvember 28, 2003

Jeminn...

smá mistök hjá forsetanum en allt í lagi mér er ennþá boðið bara ekki í kvöldverð! Mikill léttir og minni áhyggjur af fatnaði. Samt pínku fúlt sko! Okkur er bara boðið í móttöku sem samanstendur víst af kampavíni og marsipansnittum eða eitthvað!
Visakortinu stórlétti líka!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

streptokokkar og málstofa

Fór til læknis í morgun og fékk úrskurð um að streptokokkar hefður ráðist á innanverðan háls minn. Endalaust stuð á þessum bæ svo að ég er komin á pensilín ásamt Óðni sem er líka sár í hálsinum, hann var hjá föður sínum um helgina og hann er með streptokokka svo að já, ekkert skrýtið.
Mætti í málstofu upp í HÍ áðan um Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mjög áhugavert, svo áhugavert að ég gæti hugsað mér að vinna þar! Verst hvað það mættu fáir.
Og ég ætla að mæta til forsetans á mánudaginn...hmm í hverju á maður að vera við svoleiðis tilefni. Spurning hvort þetta sé besta mögulega ástæða/afsökun fyrir því að fara að versla!

það hlaut að koma að því!

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff biðja Kolbrúnu Hlín Hlöðversdóttur að gera sér þá ánægju að koma til kvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs Alþingi fullveldisdaginn 1. desember 2003 kl. 19:00

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

unbelievable...

þetta er eiginlega orðið fáránlegt. Mér er enn einu sinni orðið illt í hálsinum og komin með hita! Almættinu sé lof fyrir það að á morgun er síðasti kennsludagur fyrir jól og ég er nokkurnveginn búin að skila öllu sem skila þarf.... á samt eftir að vinna að ferilmöppunni minni og klára skýrslugerðir/ígrundanir um ákveðna hluti og svo náttúrulega bara læra fyrir próf sem er bara hellingur. (já og skrifa alla vega eina grein fyrir næsta Stúdentablað ps. næsta blað kemur á fimmtudaginn með Fréttablaðinu). Svo óþarfi að halda að ég sé komin í eitthvað frí. Síðasta prófið er meiraðsegja 20. des en á móti kemur að skólinn byrjar aftur 15. janúar svo fríið verður svo sem ágætt. Stefni samt á að mæta í Borgó strax 5. janúar og vera þar bara eins mikið og ég kemst upp með næstu önn enda þessi fínasta vinnuaðstaða þar og svona. Mér vill oft verða lítið úr verki heima hjá mér því það virkar oft meira aðkallandi að þvo þvott og taka til og eitthvað svoleiðis rugl.

mánudagur, nóvember 24, 2003

A positive attitude!

A positive attitude may not solve all your problems, but it will annoy enough people to make it worth the effort.
Herm Albright (1876 - 1944)

Það hefði nú þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum jafnvel bara mánuðum ef að nafn mitt og jákvæðni hefði borið upp saman í því samhengi að ég VÆRI jákvæð en ekki að ég ÞYRFTI að vera jákvæð. Það kom fyrir um daginn að ein vinkona mín sagði við mig: "Rosalega ert þú eitthvað jákvæð!" Það var góð tilfinning. Auðvitað kemur fyrir að ég hryn niður í þunglyndi og óhamingju enn þá en enginn verður óbarinn biskup og æfingin skapar meistarann og allt það. Enda taka þunglyndisköst mín orðið klukkutíma en ekki daga og mánuði eins og áður var :o)

Litla djammið mitt varð aðeins stærra en ég ætlaði á laugardaginn. En það vill oft verða þegar maður ætlar bara aðeins og má ekki vera lengi og allt það... ROSALEGA var gaman. Það er bara langt síðan það hefur verið svona gaman hjá mér. Ég fór út með Ástu Sól, en hún var búin að vera í úttlöndum í tæpar þrjár vikur. En allavega GAMAN!
Fór svo að læra í gær með Hrafnhildi og Ásu en við vorum að ljúka við verkefni um einhverfu og nám sem við erum svo að fara að kynna eftir 40 mínútur. Verð því að þjóta. Adios amigos...

laugardagur, nóvember 22, 2003

well...

allavega flúðu þau alltaf innar og innar og þegar allt virtist glatað og ekki hægt að flýja innar eða neðar þá bjargaðist allt! Bara svona týpísk formúla. Það var náttúrulega gaman að sjá Hugo Weaving sem Elrond aftur eftir að hafa horft á hann í MatrixMaraþoninu í sex klukkutíma um daginn sem Agent Smith.

Er að læra núna. Það er, á að vera að læra núna. Er að skrifa ritgerð með tveimur úr skólanum um framboð náms fyrir einhverfa í framhaldsskólum. Mjög áhugavert. Ég semsagt tók að mér að skrifa helling og þarf að hafa það tilbúið þegar við hittumst á morgun klukkan 12.

Verður þar af leiðandi lítið um djamm í kvöld, þrátt fyrir að vera barnalaus. Hugsa að ég reyni að kíkja alla vega á kaffihús í klukkutíma bara svona til að breyta um umhverfi... fara eitthvert þar sem eru ekki skólabækur semsagt.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Sama myndin?!

ég er að horfa á Lord of the Rings: Two Towers með dóttur minni og við erum rétt að byrja og ég áttaði mig allt í einu á því að björgun Zion í The Matrix Revolutions og baráttan um Helm's Deep í Two Towers er næstum eins fyrir utan augljós atriði.

Og ég fékk hrós frá nemendum mínum... þau voru ánægð með kennsluna á þriðjudaginn :o) Sko mína.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Gargandi snilld!

Þannig er mál með vexti að ég fékk í hendurnar allar þrjár seríurnar af Coupling um daginn og hef dundað mér við að glápa á þessa þætti síðustu dagar svona mitt í öllu verkefnaflóðinu...svo var ég veik í gær og kláraði að horfa á síðustu seríuna. Þvílík snilld, ég meina, ég hef gaman af að horfa á Friends en ég hreinlega garga og græt yfir þessum þáttum. Kærar þakkir til manneskjunnar sem gaf mér þetta tækifæri.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

leiðinlegt í tíma

svo ég tók netpróf í fyrsta skipti í langan tíma....

You are Neo
You are Neo, from "The Matrix." You
display a perfect fusion of heroism and
compassion.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Femin?!

ég sem var búin að lýsa miklu frati á þessa síðu og sá svo linka á hana af síðunni hennar Helgu og fann þessa snilld þar! Gvöð, hvað mér líður mikið betur.

KOSTIRNIR VIÐ AÐ LIFA ÁN KYNLÍFS

Örvæntu ekki ef kynlífið er skyndilega horfið úr lífi þínu. Einbeittu þér að skírlífi. Það finnast nefnilega kostir við það, ótrúlegt en satt!

Þú ert alltaf með hreint lak á rúminu (nema þegar þú borðar uppi í rúmi sem sárabót fyrir kynlífsleysið).

Það er í lagi að vera oft með hausverk.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að fætur, hendur og aðrir staðir á líkamanum séu órakaðir.

Þú getur gengið í sloggi nærbuxum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að einhver sjái þig í þeim. Þú sparar einnig peninga, þar sem þú sleppur við að kaupa “sexý” undirföt.

Þú sleppur við að þurfa að svara spurningum eins og;”fannst þér þetta jafngott og mér?” eða “fannst þú mikið fyrir honum?”

Þú sleppur við athugasemdir þegar þú ert á blæðingum

Þú sleppur við að hafa áhyggjur af því hvort að þú sért betri í rúminu en fyrri kærastan.

Þú sleppur við að hafa áhyggjur af kynsjúkdómum.

Þú sparar peninga, þar sem þú þarft ekki á getnaðarvörnum að halda.

Þú verður gáfaðari en aðrir, þar sem þú nærð að lesa mikið af blöðum og bókum fyrir svefninn.

jamm...

ég kenndi í fjóra tíma í dag og oh my god hvað ég er að fíla þetta. Hef nú lokið starfsþjálfun þessarar annar en á eftir að fylgjast með Moniku kenna á föstudaginn og svo langar mig að fara í fleiri áheyrnir líka áður en önninni lýkur. Djö.. þetta er svo gaman. Ég held að þetta sé málið!

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Vinna, vinna, vinna...

þrífa, hugsa um börnin, ryksuga, hugsa um kettina, læra, búa til kennsluáætlanir, kennsluefni, etc etc.
Gaman!

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Gott er að geta talað við...

einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur getur gert kraftaverk.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

...?

Æ mig auma.
Besti vinur minn þessa dagana er íbúfenið þar sem að gigtin er farin að segja allmikið til sín í öllu álaginu sem fylgir því að vera í kennslufræði. Ég er nú ýmsu vön en þetta er bara fáránlegt. Það er verið að bjóða upp á eins árs heildstætt (að ég hélt) starfsréttindanám og það ætti að vera höfuðatriði að hafa skipulagið í lagi og misbjóða ekki nemendum sínum sem flestir eru búnir að slíta unglíngsskónum og eru jafnvel með fjölskyldu. Auðvitað eru einhverjir að vinna en hmm, hmm, þeir eiga ekki að kvarta því að þetta er fullt nám og ef þú ætlar að vinna með því þá er það þitt mál. Málið er hinsvegar það að álagið í þessu námi þyrfti ekki að vera svo mikið ef það væri bara almennilega undirbúið og skipulagt af kennurum sem eru einmitt að kenna okkur að skipuleggja og undirbúa kennslu.

Ég veit líka að líklega réði ég betur við þetta ef ég þjáðist ekki af langvinnum sjúkdómi og væri 100% hraust og það með tvö börn og kannski hefði ég átt að reyna að taka þetta á tveimur árum í stað eins eða eitthvað slíkt en ég hef ekki efni á því. Námslánakerfið, eins og það er í dag, býður manni ekki upp á lán nema maður skili 75% árangri = "Námsmaður þarf að ljúka í það minnsta 75% af fullu námi skv. skipulagi skóla samþykktu af stjórn sjóðsins til þess að fá námslán." (lin.is) Ég hefði getað tekið annað hvort 10 eða 15 einingar á þessari önn. Ég valdi að taka 15 þvi 10 fylla ekki 75%, því 75% af 15 einingum er 11,25 einingar!!! En nú er ég eiginlega bara að tuða.

Mér finnst mjög gaman í skólanum og tel að ég sé komin á rétta hillu, þrátt fyrir álagið! Svo er ég reyndar að krota fyrir Stúdentablaðið með og það auðvitað er ekki til að minnka álagið. Enda er ég aðallega að því svo ég nái að útskrifast úr hagnýtri fjölmiðlun annað hvort í febrúar eða júní. Spurning að taka útskriftirnar saman! Ekki það að ég sé ekkert að því að útskrifast bæði í febrúar og júní. Konu vantar alltaf tilefni til að fagna :o)

Já og minna en 7 vikur til jóla!

laugardagur, nóvember 08, 2003

Allt gekk vel!

Góðann daginn, allt gekk vel í tengslum við kennsluna. Ég kenndi í fyrsta sinn á fimmtudaginn og þrátt fyrir kvíða, stress og svoleiðis gekk bara vel. Ég gerði náttúrulega smá mistök, talaði of hratt í byrjun og svona en svo bara róaðist ég og allt gekk betur. Enda tíminn 80 mínútur!! Í gær kenndi ég svo sama efni aftur en öðrum bekk og það gekk mun betur þrátt fyrir að bekkurinn væri almennt erfiðari. Bæði var hann mun fjölmennari, mun öruggari með sig, mun meira skvaldur og svo var að auki vont veður og ekki hægt að hafa opna glugga OG þetta var síðasti tími á föstudegi. Leiðbeinandinn minn sagði að miðað við allar aðstæður hafi ég staðið mig ótrúlega vel. Svo voru þau afskaplega sæt og klöppuðu fyrir mér í lokin.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Do I have to speak English???

Það er komið að því. Ekki á morgun heldur hinn mun ég kenna heilum bekk í 80 mínútur! Smá hnútur í maganum en eiginlega bara yfir því að ég verð að tala ensku allan tímann. Ég meina ég er alveg góð í ensku en er bara ekki vön að kenna fullt af íslenskum krökkum á tungumálinu. Auðvitað á mér eftir að ganga vel og ef ekki þá læri ég bara af því. Ég kenni svo sama efnið aftur á föstudaginn og hef þá tækifæri til að læra af mistökunum. Annars er bara brjálað að gera og mér til mikillar ánægju eru bara fjórar vikur eftir af kennslu en það verða líka geðveikar fjórar vikur.
Þetta kallar á glasalyftingar á föstudaginn, best að fara varlega í þær en kennaraefnin ætla að skella sér á djammið svo það náist einu sinni fyrir jól. Svo er ég temmilega klikkuð til að ætla að skella mér á Matrix-maraþon á laugardaginn með Elfi vinkonu. Vona að gigtin þoli það.

Svo verður spennandi að fylgjast með örlögum DV á næstu dögum!

fimmtudagur, október 30, 2003

Einhver gefi mér epli!

Það er aldeilis nóg að gera í skólanum og ég er nú þegar farin að aðstoða við kennslu og í næstu viku kem ég til með að kenna fyrstu tímana ein. Í morgun fékk ég þó að æfa mig á einum nemenda í tengslum við verkefni í Almennri kennslufræði og var það sársaukaminna en ég bjóst við. Ég fékk það erfiða verkefni að kenna greyinu eignafall í ensku, "the possessive form or the genitive" og omg hmm, hmm, það er ekki beint auðveldasta verkefni í heimi. HVað þá þar sem ætlast er til að kennslan fari fram á markmálinu (target-language), í þessu tilfelli, ensku. Leiðbeinandanum mínum fannst það bara tilvalið því þessi nemandi hafi misst af tímanum sem hún kenndi eignafallið í, vonandi situr eitthvað eftir af því hvað eignafall er hjá greyinu. Mig langar held ég bara til að kenna bókmenntir í framtíðinni!! Nei, nei, málfræðin er víst hluti af þessu. Það sem gerði mér erfitt fyrir er að við erum ekki búin að fara í það, í kennslufræði erl. tungumála, hvernig kenna eigi málfræði svo að ég er bara virkilega stolt af kjarki mínum til þess að takast á við eitthvað svona erfitt. SKo mína, þetta gat hún!!

Bleh, er komin með tölvustífar axlir, tjaó.

sunnudagur, október 26, 2003

Tvö ár...

Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Það er komin vetur. Vetrardagurinn fyrsti var í gær. Ég er búin að vera kona einsömul í 2 ár og það er 1 ár síðan að mamma greindist. Henni er batnað, vonandi. Hins vegar virðist ekki hægt að halda fjölskyldunni heilbrigðri á sama tíma því að systir mín er með brjósklos. Hún er bara uppdópuð alla daga núna og á að fara í sjúkraþjálfun.

Kíkti út í gær. Átti yndislegt kvöld hér heima með Ástu Sól og Derek. Héldum svo á Ölstofuna eins og vant er. Það var ágætt. Hefði samt átt að koma mér heim klukkutíma fyrr en ég gerði. Var afskaplega þreytt undir lokin. Það er dálítið fyndið að oft er það þannig að maður upplifir eitthvað sem á því augnabliki sem maður upplifir það virðist vera ömurleg lífsreynsla og jafnvel sár en svo áttar maður sig á því að það var fyrir bestu. Ég á það tildæmis enn þá til að hugsa með söknuði til Jónasar því auðvitað þykir mér vænt um hann og við erum góðir vinir. En það var okkur fyrir bestu að skilja. Báðum. Þó að tvö síðustu ár hafi verið erfið oft á tíðum þá hef ég samt eflst, þroskast og afrekað mun meiru en ég hefði gert annars. Þetta var mín ákvörðun. Ég sé ekki eftir að hafa tekið hana þó að ég viðurkenni fúslega að vera á stundum örlítið einmana og uppgefin á að þurfa að hugsa um alla hluti sjálf.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga ... en fyrst klárum við veturinn.

laugardagur, október 25, 2003

High Fidelity

"...people are allowed to feel horny and fucked-up at the same time. You shouldn't feel embarrassed about it. Why should we be denied basic human rights just because we've messed up our relationships?"

miðvikudagur, október 22, 2003

Cheesy commercials!

Hvað er í gangi með þessar auglýsingar? Auglýsingin með Jónsa í Svörtum fötum er svo hallærisleg og ömurleg sem hugsast getur. Svo ekki sé minnst á þessi stelpugrey sem láta bjóða sér að vera bronsaðar frá toppi til táar og birtast naktar til þess að auglýsa súkkulaði! Gæti séð húmorinn ef þær væru aðeins minna naktar og það væri mótauglýsing þar sem Birgitta krúsaði um hálfnakta og bronsaða gaura eins og ein kunningjakona mín benti á í gærkvöld.
Svo er það þessi Muuuu auglýsing. Fullt af húmor og mér finnst "eighties" lookið skemmtilegt en þessi cum-skot eru að mínu mati alveg óþörf og eiginlega bara óviðeigandi. Ég ætla samt að gefa þann möguleika að ég sé ein um að lesa eitthvað kynferðislegt útúr Muuu auglýsingunni en nei, kommon það getur ekki verið.

En að öðru.

Ég er að lesa snilldarbók núna, inn á milli skólabókanna, sem ég hef reyndar lesið áður en það er varla hægt að mæla of oft með þessari. High Fidelity eftir Nick Hornby er bara snilld. Svo og hinar bækurnar hans náttúrulega en þessi er met. Mæli líka sérstaklega með smásögusafninu Speaking with the Angels þar sem Nick Hornby á eina sögu en margir aðrir rithöfundar einnig eins og Irvine Welsh (Trainspotting meðal annars), Helen Fielding (Bridget Jones) og fleiri góðir en þar er líka að finna frumraun leikarans Colin Firth ef eitthvað er að marka kynningu bókarinnar. Æ, mér finnst hann bara alveg frábær. Mmmm, sko Nick en auðvitað líka Colin : )

Mig vantar ennþá þónokkra orku. Held að það sé bara vegna þess að ég er með ungling á heimilinu!!! Jamm, litla barnið mitt sem er bara 10 ára er að ég held strax komin með únglíngaveikina :o/

sunnudagur, október 19, 2003

Nýr bloggari

Nýr bloggari bættist í hópinn í dag, engin önnur en dóttir mín, Unnur Helga
Frábær helgi að baki og alvara lífsins tekur við. Ég fór á föstudagskvöldið á lokaæfingu á leikritinu Hættuleg kynni (hver man ekki eftir þessari?) sem kunningjakona mín hún Aino Freyja leikstýrir. Hún var með mér í hagnýtu fjölm. síðasta vetur. Þetta var stórfín uppsetning hjá þeim þó óneitanlega hafi verið smá hnökrar enda fyrsta skipti sem rennt var með ljósum og hljóði en mér finnst leikritið svo brilliant að ég var súper glöð bara. Kíkti svo aðeins á Ölstofuna með stelpunum úr hagnýtu (mættu þónokkrar) en fór snemma heim þar sem ég þurfti að vakna snemma og hitta stelpur úr kennslufræðinni til að vinna að verkefni. Þær komu í gærmorgun og við náðum að vinna ágætlega. Síðan hélt ég í Hafnarfjörðinn til mömmu, en þar beið hún ásamt systur minni en tilgangurinn var sláturgerð. Pabbi hafði tekið börnin á rúntinn og við helltum okkur af krafti í að blandi blóði, mjöli og mör og vorum röskar að klára. Við elduðum síðan slátur í kvöldmatinn og snæddum með bestu lyst og fengum okkur kaffi, köku og sérrí í eftirmat. Krakkarnir fengu að sjálfsögðu ekki sérrí. Hélt síðan heim með börnin og var ennþá í svo miklu stuði að ég fór að taka til og var að framyfir miðnætti. Ægilega dugleg stelpa semsagt. Dagurinn í dag var líka ágætur. Rólegur bara, fékk heimsókn, svo áttum við krakkarnir fjölskyldustund þar sem við spiluðum veiðimann og borðuðum kex í eftirmat. En nú er ég að fara að horfa á Nikolaj og Julie, svo tekur vinna við.

þriðjudagur, október 14, 2003

Andvarp...

Fór upp í Borgarholtsskóla í dag (er ekki nema 20 mín að keyra) og mætti í áheyrn í ensku 303 hjá leiðbeinanda kennaranum mínum henni Sólrúnu. Reiknað er með að við mætum í nokkra tíma og hlustum bara á til að byrja með og séum síðan að aðstoða og síðan að kenna. Hún lét mig lesa upp!!! Smá fiðringur í maganum en gott að byrja strax á að horfast í augu við bekk. Sagði ekki mikið utan þess að lesa upp nöfnin samt... settist síðan aftast og fylgdist með kennslunni. Frábært.

Búið að vera nóg að gera og ég er öll að hressast. Doxýtabið er greinilega virka auk alls hins sem ég hef verið að taka inn. Sjá fyrir neðan. Þarf bara að einbeita mér núna að því að taka út vonda fæðið svo að ég verði betri í liðunum og vöðvunum og því öllu. Það er meira en að segja það að henda út öllu sem heitir mjólkurvörur, koffín, sykur, ger, hveiti, bananar, tómatar, svínakjöt, nautakjöt, etc etc. Sukkaði líka geðveikt um helgina. Held ég hafi borðað allt af bannaða listanum nema fíkjur og banana. KRÆST. Talandi um sjálfseyðingarhvöt.

Er að fara út að borða í kvöld, FRÍTT. Vonandi verður lambakjöt og grænmeti á boðstólunum.

fimmtudagur, október 09, 2003

jamm..

doxýtab (sýklalyf), acídophilus (mjólkursýrugerlar- afþví að ég er að taka sýklalyf), b-vítamín, c-vítamín, e-vítamín, kvöldrósarolía, ólífulauf, spirulina (þang eitthvað), kalk-magnesíum-sink-boron og grasa/jurtate eitthvað. Það eru allavega túnfíflar í því :) Ef þetta allt saman drepur mig ekki þá hlýtur mér að batna!

miðvikudagur, október 08, 2003

Hey vá

ég bloggaði tvo daga í röð!

Úff...

Stúdentablaðið kom út í dag og ég er ekkert smá ánægð með nýtt lúkk. Ritstjórnin hittist í morgun að ræða nýútkomið blað og einnig var hugmyndafundur fyrir næsta blað. Auðvitað voru smá hnökrar á blaðinu eins og vill verða þegar nýtt fólk tekur við. Tildæmis var á forsíðu vísað á myndir frá Októberfest á bls. 14 sem voru í reynd á bls. 11. Svo rak ég augun í nokkrar innsláttar- og stafsetninguvillur. En við gerum bara betur næst. Fyndna er að mig dreymdi svakalega í nótt um blaðið og fundinn og að greinin mín kæmi hræðilega illa út. Mætti svo 20 mín of seint á fundinn (ég sem legg mikið uppúr stundvísi) og allir hrósuðu mér fyrir hvað hún kæmi vel út. :0) Ég er svaka stolt.
Ég lét líka undan samnemendum mínum sem mæltu með því við mig í dag að ég drifi mig til læknis. Ég var ágætlega hress fram eftir degi en undir fjögur byrjaði hausverkur og nefstífla og augnverkir og ..... jamm líklega er ekki eðlilegt að vera svona á að verða sjöttu viku. Sjáum hvað þeir segja á læknavaktinni.

þriðjudagur, október 07, 2003

Jamm...

alltaf jafn brjálað að gera. Sótti nemendur og kennara í Borgarholtsskóla heim í dag. Líst mjög vel á þennan skóla, það er verið að gera mjög góða hluti þarna og svo er skólinn líka svakalega nýr. Við fengum smávegis kynningu á skólanum og fengum að hitta umsjónarkennarana okkar. Þeir hefðu reyndar mátt vera mikið betur undirbúnir. Virtust ekki alveg vita hvað þeir áttu að gera við okkur. En ég á að mæta alla þriðjudaga út nóvember í fræðslustund þarna og ég get mætt í áheyrnatíma sömu daga. Við byrjum á að vera bara í tímum og hlusta og fylgjast með. Síðan fáum við að aðstoða og að lokum kenna. Ætlunin er að við fáum að kenna 6 tíma á þessari önn. Gúlp!
Ég kemst ekki yfir nándar nærri því allt sem ég á að gera því ég er ekki enn búin að ná úr mér þessum veikindum. Ég var svo fárveik í nótt að ég man ekki eftir öðru eins í einhver ár. Þvílíkur kuldi. Á endanum var ég komin í náttföt, náttslopp, undir sæng og teppi og þá loks sofanði ég eftir að hafa líka ælt lifur og lungum og tekið AlkaSeltser.
Vaknaði ótrúlega hress í morgun þrátt fyrir allt og hef komist ágætlega í gegnum daginn. Ætla að fara að sofa núna og slaufa lestrinum. Þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið enda langur dagur framundan.
Góða nótt krúsur.

laugardagur, október 04, 2003

Tíminn flýgur hratt...

Mér finnst eins og að ég hafi bloggað síðast í gær en það var víst þriðjudaginn. Það er bara nóg að gera all of a sudden hjá mér sem er í lagi, ég horfi ekki einu sinni á sjónvarp nú orðið... eða varla neitt að ráði.

Börn eru yndisleg! Sonur minn tók allt í einu um höfuð mitt um daginn, horfði í augun á mér og sagði: "Mamma, ég elska þig" og svo kyssti hann mig. Svo leið mínúta og þá endurtók hann þetta nema bætti við "alltaf". Daginn eftir sagði hann það sama bætti svo við stuttu seinna: "Mamma, þú ert best!" Held reyndar að það hafi haft með einhvern tölvuleik að gera : )

Ég byrja í starfsþjálfun á þriðjudaginn. Fer í Borgarholtsskóla að eigin vali. Þeir eru nefnilega með Upplýsinga- og fjölmiðlabraut og líka Margmiðlunarbraut. Jesserí, mjög spennandi. Vonandi villist ég samt ekki á leiðinni þarna upp í afdali. (Já, ég viðurkenni það að ég er með Grafarvogsfordóma!)

Það er laugardagur. Ég var með matarboð í gær, heppnaðist vel. Var með tvö aukabörn í nótt, heppnaðist vel.

Pabbi kom svo og sótti hrúguna og fór með í bíltúr. Ég á að vera að læra. Er búin að læra í 1 1/2 tíma og þarf að snúa mér aftur að bókunum núna.

"Humans do not simply have experience; they have a hand in its creation, and the quality of their creation depends on the way they employ their minds." (Eisner)

þriðjudagur, september 30, 2003

Flutningar

er að reyna að flytja mig um set.... fáránlegt að halda úti mörgum síðum. Vantar að átta mig á því hvernig bloggerinn virkar yfir á ftp.

sunnudagur, september 28, 2003

Hundarnir hans Pavlovs

Ég er í kúrs upp í háskóla sem heitir Nám og þroski unglinga. Þar höfum við verið að rifja upp Skinner, Pavlov og fleiri karla. Klassísk skilyrðing, jákvæð skilyrðing og neikvæð skilyrðing. Í eðli sínu samkvæmt þessum körlum ætti ég aldrei að vilja drekka rauðvín af því að ég veit af reynslunni að ég verð fárveik ef ég drekk rauðvín. Neikvæð skilyrðing sumsé. Hinsvegar get ég alveg fengið mér eitt til tvö glös af rauðvíni svona í rólegheitunum án þess að veikjast og það er það sem ég ætlaði að gera á föstudaginn. Ásta Sól vinkona kom með Fred (sem er einkakokkur "her honour" governor of British Columbia) og við elduðum saman. Það er, Ásta eldaði og við Fred horfðum á. Gaman að horfa á aðra elda í eldhúsinu mínu :) Allavega ég átti rauðvín og við ákváðum að fá okkur aðeins í glas fyrir mat og með matnum og ég ætlaði bara þið vitið að fá mér tvö glös. Ég gleymdi að gera ráð fyrir herramanninum sem hellti alltaf í glasið hjá mér og endaði með því að klára flöskuna. Á sex tímum reyndar. Svo kíktum við í bæinn og Fred bauð öllum í glas og svo hitti ég kunningja sem bauð mér líka í glas. Og þegar ég kom heim var ég bara skemmtilega drukkin og dauðþreytt. EN fárveik. Helvítis rauðvínið. Lá útaf í allan gærdag. Hafði það engu að síður rosalega gott. Meðan að ég reyndi ekki að fara á fætur. Hresstist svo loksins og fór að hitta Ástu Sól og Hlédísi. Ætlunin var að horfa á allt efnið sem við tókum upp í Kanada í vetur. Ásta fann ekki snúruna. En við borðuðum saman og ég drakk rauðvín (já aftur ég er alveg hætt að trúa á Pavlov og Skinner) en stóð við það að drekka bara tvö glös og skipti svo yfir í ginið. Kærastinn hennar Hlédísar er tónlistarmaður og við enduðum í húsnæði niður í bæ sem hann leigir ásamt öðrum og skapar tónlist. Það var skemmtileg en skrýtin upplifun. Minnti mig á gamla daga. Ég er eldhress í dag. Þrátt fyrir að vera svolítið þreytt. Held ég hefði gott af því að einbeita mér að fullu að náminu og hætta að djamma í bili, allavega þangað til næst. :o) Ég nenni allavega ekki að standa í einhverju rugli.

föstudagur, september 26, 2003

Mannorðsmorð?!

Var að lesa blogg hjá fólki og þar var minnst á mannorðsmeiðandi umfjöllun í garð annarra á bloggsíðum eða svo skildi ég það. Ég var nefnilega sökuð um slíkt í janúar. Að hafa verið að tala illa um fólk í netheimum og úthýða vinum annarra líka. Ég skildi ekki þá ásökun þá og fór til baka og las allt sem ég hafði skrifað tengdu því uppgjöri sem átti sér stað. Og eina sem ég gerðist sek um var að vera sorrý, svekkt og sár. Ég skrifaði ekki illa um einn né neinn heldur lýsti mínum tilfinningum eins og þær komu fyrir. Af því hef ég samt lært að best er að skrifa aldrei um aðra á tilfinningaríkan hátt því að fólk á það til að lesa í hlutina eins og því hentar. Sjálf hef ég gerst sek um að lesa í skrif annarra og ímynda mér hitt og þetta sem eflaust hefur ekki átt sér stoð í raunveruleikanum.

fimmtudagur, september 25, 2003

Snilld!

WHICH WOULD U CHOOSE?

A HUSBAND IS AT HOME WATCHING A FOOTBALL GAME WHEN HIS
WIFE INTERRUPTS, "HONEY, COULD YOU FIX THE LIGHT IN
THE HALLWAY? IT'S BEEN FLICKERING FOR WEEKS NOW." HE
LOOKS AT HER AND SAYS ANGRILY, "FIX THE LIGHT,NOW?
DOES IT LOOK LIKE I HAVE A G.E. LOGO PRINTED ON MY
FOREHEAD? I DON'T THINK SO."

THE WIFE ASKS, "WELL THEN, COULD YOU FIX THE FRIDGE
DOOR? IT WON'T CLOSE RIGHT." TO WHICH HE REPLIED, "FIX
THE FRIDGE DOOR? DOES IT LOOK LIKE I HAVE WESTINGHOUSE WRITTEN ON MY
FOREHEAD? I DON'T THINK SO."

"FINE", SHE SAYS, "THEN YOU COULD AT LEAST FIX THE
STEPS TO THE FRONT DOOR? THEY'RE ABOUT TO BREAK." "I'M
NOT A DAMN CARPENTER AND I DON'T WANT TO FIX STEPS",
HE SAYS. "DOES IT LOOK LIKE I HAVE ACE HARDWARE
WRITTEN ON MY FOREHEAD? I DON'T THINK SO. I'VE HAD
ENOUGH OF YOU. I'M! GOING TO THE BAR!!!"

SO HE GOES TO THE BAR AND DRINKS FOR A COUPLE OF
HOURS. HE STARTS TO FEEL GUILTY ABOUT HOW HE TREATED
HIS WIFE, AND DECIDES TO GO HOME AND HELP OUT.

AS HE WALKS INTO THE HOUSE HE NOTICES THE STEPS ARE
ALREADY FIXED. AS HE ENTERS THE HOUSE, HE SEES THE
HALL LIGHT IS WORKING. AS HE GOES TO GET A BEER, HE
NOTICES THE FRIDGE DOOR IS FIXED.

"HONEY", HE ASKS, "HOW'D ALL THIS GET FIXED?"

SHE SAID, "WELL, WHEN YOU LEFT I SAT OUTSIDE AND
CRIED. JUST THEN A NICE, YOUNG MAN ASKED ME WHAT WAS
WRONG, AND I TOLD HIM. HE OFFERED TO DO ALL THE
REPAIRS, AND ALL I HAD TO DO WAS EITHER GO TO BED WITH
HIM OR BAKE A CAKE."

HE SAID, "SO WHAT KIND OF CAKE DID YOU BAKE HIM?"

SHE REPLIED, "HELLOOOOO.......DO YOU SEE BETTY CROCKER WRITTEN ON MY>FOREHEAD? I DON'T THINK SO!"

mánudagur, september 22, 2003

SKÁL!

Er á lífi...

og öll að koma til. Held að ég sé að ná upp lestrinum og stefni á að næstu helgi verði ég komin á réttan stað. Veitir ekki af þar sem að það er nóg að lesa og pæla í og svo er komið að verkefnavinnu strax líka. En stefni á að djamma næstu helgi engu að síður svo að það er eins gott að vera dugleg í vikunni. Verðlauna mig svo með því að kíkja út. Jei. Get ósköp lítið tjáð mig þar sem að það er ekkert að gerast. Ég hef eiginlega ekki orku í að hafa skoðanir á neinu einu sinni. Held ég fari snemma að sofa í kvöld og þá ætti heilsan að komast í toppform. Ég er að fara í heimsókn í Laugalækjaskóla í fyrramálið svo að það er eins gott að vera ferskur.

fimmtudagur, september 18, 2003

las yfir...

greinilegt að ég er þreytt af síðasta bloggi að dæma ; )

Jamm og jæja!

Fór út að borða í gærkvöld. Á 101 hótel. Fínn matur, ekki of dýr en kaffið... fáránlega dýrt. 350 kr. fyrir latté. Ég fékk ofsalega góðan steinbít að borða. Ég borða orðið svo sjaldan fisk hérna heima að ég er farin að panta mér oftar fisk þegar ég fer út og verð sjaldnast illa svikin. Ég var að hitta Dale Carnegie hópinn minn. Topp konur allt. Það eru akkúrat tvö ár í dag síðan að við kynntumst og þá átta ég mig á því að það eru alveg að verða tvö ár sem ég hef búið ein. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en samt hægt. Ég er búin að afkasta svo miklu á þessum tíma. Tvö ár líka síðan við Linda tókum aftur upp þráðinn. Ég sé ekki eftir því, ó nei.
Kettlingarnir braggast stórvel. Í þessum skrifuðum er Kittý (formerly known as Fluffy) að elta bendilinn á tölvuskjánum en Bósi karlinn sefur í fanginu á mer. Alger krútt.

þriðjudagur, september 16, 2003

ansk...

ég er víst búin að vera aðeins slappari en ég vildi vera láta. Skilvirk í dag engu að síður. Mætti í skólaheimsókn í morgun í Álftamýrarskóla og sat í dönskutíma frá 9 - 11.20. Mjög áhugavert.
"Kan jeg hjælpe dig med noget? Ja, jeg vil gerne se på en cowboybukser."

laugardagur, september 13, 2003

Og

John Ritter er dáinn líka. En hann var aðeins rétt tæplega 55 ára. Johnny Cash var allavega orðinn 71.

Ánægð með að vera ekki veik : )

Er reyndar sár í hálsinum en er ekki veik. Ég virðist ætla að sleppa með einn slæman dag. Í gærdag þvældist ég á milli bygginga á háskólasvæðinu vegna efnissöfnunar fyrir grein sem ég er að skrifa og hlaut vegna hennar matarboð í hádeginu í dag. Mér fannst ekki annað við hæfi en að bjóða einhverjum úr ritstjórninni með mér svo að við Brynja fórum í hlaðborð áðan sem var hreint ágætt.
Í gærkvöld var mér og Unni boðið í leikhús. Ung vinkona okkar leikur litla mús í Dýrin í hálsaskógi og fengum við þess vegna frímiða á lokaæfinguna. Það var virkilega gaman. Afskaplega vel gerð og skemmtileg uppsetning þó ég hafi sett spurningamerki við samband Mikkar refs og Húsamúsarinnar, sem var samt mjööög skemmtilegt. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla. Ef þið eigið ekki börn fáið þau lánuð og farið með þau á þessa sýningu eða farið bara ein og rifjið upp barnið í sjálfum ykkur.
Það er ótrúlega miklar pælingar endalaust í gangi í hausnum á mér. Sérstaklega varðandi næstu tvö ár. Mig langar rosalega mikið til að fara út í nám. Sem minnir mig á: Álfgeir og Anna! Ef þið lesið þetta endilega sendið mér póst með e-mail addressunni ykkar. Mig langar að heyra aðeins í ykkur.

föstudagur, september 12, 2003

...búin að vera!

Dóttirin orðin 10 ára. Átti ammæli í gær. Var á fullu í rannsóknavinnu í dag. Þarf að skila grein á mánudaginn. Er að fara í leikhús klukkan sjö. Er komin með hálsbólgu og hita. Held ég. Alla vega er mér illt í hálsinum og með hausverk. Ekki hafa áhyggjur Helga Rós, það eru meiri líkur á að Óðinn hafi smitað mig en þú. Og takk innilega fyrir peysuna og svo ég gleymi því ekki endanlega. VELKOMIN HEIM! Ég er samt alveg kát með lífið og tilveruna. Hafa það á hreinu. Ég er orðin svo óþolandi jákvæð alltaf eitthvað. Hí hí.

Blogga meira seinna.

þriðjudagur, september 09, 2003

Breaking up is hard to do!

Fór í Landsbanka útibúið í dag og hætti með þjónustufulltrúanum mínum þar og útibúinu. Ekki laust við að ég hafi fundið til söknuðar þrátt fyrir alla erfiðleikana sem voru í sambandi mínu við bankann. Vonandi á Spron eftir að reynast mér betur svo ég þurfi ekki að hætta með þeim líka!
Var eiginlega á fullu í allan dag sem var mjög skemmtilegt af því að ég þrífst á því að hafa nóg að gera. Mætti á tvö fundi, einn ritstjórnarfund og annan með nýjum verkefnastjóra hagnýtrar fjölmiðlunar, Þorfinni Ómarssyni, ásamt þremur öðrum fyrrum samnemendum mínum. Markmiðið er að gera námið betra og hnitmiðaðra og það er ánægjulegt að fá að hafa áhrif. Ég er líka mjög spennt fyrir vinnunni við Stúdentablaðið. Mér sýndist gott fólk samankomið og hópurinn er líka fjölbreyttur og það þýðir bara gott. Of einslitur hópur skilar of einslitu frá sér. Ég er byrjuð að læra. Loksins. Búin að kaupa nærri allt sem til þarf og heimilið alveg að verða eins og ég vil hafa það.
Mamma átti afmæli í dag. Fórum í afmæliskaffi í Hafnarfjörðinn eftir kvöldmat. Sem var í fínu lagi. Brunaði svo af stað rétt fyrir 10 svo að börnin færu nú ekki of seint í háttinn en lenti í umferðarsultu. Svo að í stað þess að vera í 10 mínútur að keyra heim eins og tekur mig vanalega seint á kvöldin þá var ég í tæpan hálftíma. Hversvegna? Jú, vegna þess að snillingarnir í Kópavogi (bæjarfélagi sem ég btw bjó í í 16 ár) tóku upp á því að byggja yfir brýrnar sem liggja þarna yfir gilið. Og vegna steypuframkvæmda var lokað undir brýrnar í kvöld og þurfti fólk eins og ég því að keyra yfir hálsinn og það kostaði fyrst biðröð upp á hann og svo biðröð niður af honum. Sem fyrrum Kópavogsbúi hefði ég átt að átta mig á því að hjáleiðin sem þeir bentu fólki á að taka var alls ekki sú besta, en einhverra hluta vegna vantreysti ég oft innsæi mínu og í stað þess að taka þá leið er ég hugsaði með mér þá fylgdi ég þessum blessuðu appelsínuguluskiltum sem sögðu REYKJAVÍK og ör í vestur og svo skilti sem sagði HJÁLEIÐ og ör í norður. Hefði átt að fara örlítið lengra vestur áður en ég fór norður. EN þýðir ekki að vola orðinn hlut, læri af reynslunni og treysti innsæi mínu betur í framtíðinni.

föstudagur, september 05, 2003

Freaky friday!

Og það er komið haust. Fyrsta lægðin gekk yfir í gærkvöld og í nótt og það var stemmning í hverfisbúðinni í gærkvöld þar sem fólk þeyttist inn úr rokinu í leit að ólíkum hlutum. Fyrst mætti ég sexy gaurnum sem á barn á sama leikskóla og Óðinn fer á. Hann á því miður konu. Næst kom leikarinn sem er líka mjög hot hann býr í sömu götu og ég og á líka barn á sama leikskóla og Óðinn nema hugsanlega ekki lengur!? Ferlegt að búa í hverfi sem er stútfullt af sexy gaurum sem maður fær bara að horfa á ekki snerta. : þ Leikarinn var nú bara að kaupa sér tannstöngla, kannski ekkert mjög sexy. Ég ráfaði þarna um í leit að einhverri "mjúkri og léttri fæðu" til að borða þar sem að það kemur fram í bæklingnum "Leiðbeiningar eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni" um fæðu að maður eigi að borða reglulega og sleppa ekki úr máltíðum og neyta mjúkrar léttrar fæðu. Kom heim með 1944 súpu og ís! Alveg í takt við það sem grasalæknirinn/hómópatinn sagði mér í gærmorgun um fæðuval. Samkvæmt mælingum er ég ennþá haldin mjólkuróþoli (rjómalöguð súpa og ís) og koffínóþoli og má ekki borða tómata og banana og kartöflur og nautakjöt og svínakjöt og rúsínur og ..... æ ég er samt orðin svo vön þessu.

Ég trítlaði inn í SPRON í dag og sótti mér umsóknir. Ég hef ákveðið að skipta alveg um banka eftir 7 ára óánægju í Landsbankanum sem ég hef þó verið hjá í 12 ár. Ég hef alltaf miklað þetta svo mikið fyrir mér en nú er ég staðráðin í að skipta um banka. Verður þá mögulega hægt að breyta einhverjum lánum fyrir mig svo að greiðslubyrðin hjá mér léttist.

Af gefnu tilefni tek ég það fram að nýráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins er Guðmundur Svansson en hann hefur starfað í ritstjórn Stúdentablaðsins síðustu tvö árin að mér skilst.

Æi, ég er þreytt kannski ég leggi mig bara!

þriðjudagur, september 02, 2003

Drumroll please...

Næstsíðasti áfanginn í að ljúka stækkun stofunnar er hafinn. Málarinn er mættur og mun klára að sparsla og grunna fyrir helgi. Sem þýðir... að ég verð að mála stofuna um helgina. Eins gott að ég á nóg af gini ; ) Hér með óskast eftir góðum málurum sem eru ginkeyptir (ahhhaaa fattiði gin keyptir)!
Svo er bara að byrja að safna fyrir parketinu...

Á öðrum nótum. Skólinn byrjaði í gær... og eins og alltaf fyrstu dagana er klúður eins og að ætla að koma 50 manna hóp fyrir í stofu með 28 borðum og stólum. Svo er Almenna kennslufræðin kennd í Valsheimilinu þar til Náttúrufræðihúsið verður formlega tekið í notkun...???? já, alveg örugglega á áætlun he he. Það voru bara þrír kúrsar skráðir í Hlíðarenda (fyrir idjótin er það = Valsheimilið) á sama tíma en vegna þess að við í kennslufræðinni erum 90 um það bil þá fengum við að sitja um kyrrt.
Í dag var enginn skóli en ég mætti engu að síður klukkan hálf tíu í morgun í blaðamennskukúrs hjá Guðbjörgu Hildi bara svona til upprifjunar. Við Ásta Sól vorum reyndar með kynningu á félagslífi nemenda síðasta vetur. Heyrðu, það eru 10 gæjar skráðir í vetur og við sem höfðum bara tvo og báða yfir fertugu. OMG. Það bara liggur við að maður fari aftur í hagýta hí hí. Svo fór ég og ræddi við nýráðinn ritstjóra Stúdentablaðsins og óskaði eftir því að fá að starfa hans við hlið í vetur. Bæði vegna þess að ég er mjög spennt að fá að taka þátt í að gera gott Stúdentablað og líka vegna þess að það hjálpar mér með starfsnámið í hagnýtu. Sem þýðir að hugsanlega geti ég útskrifast í febrúar.

En enn á ný eru semsagt öll húsgögn út á miðju gólfi en í þetta sinn veit ég að verkið verður klárað.

laugardagur, ágúst 30, 2003

True, true!

Langt síðan ég hef tekið próf og þökk sé Helgu þá tók ég þetta.
Skondið en doldið til í þessu.

hedwig and the angry inch
Your romance is more of a love that needs to bloom
within, just like Hedwig of Hedwig and the
Angry Inch. The film features an East German
transsexual who is seeking her "other
half" after constant betrayal. You must
love yourself before you can need another.
You're starting to realize this, along with the
fact that you don't need a significant other to
be a complete person. Your "other
half" has been inside you all along.


What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Media frenzy...

Mikið er það merkilegt að Stöð 2 skuli gera í því að losa sig við frægasta fjölmiðlafólkið sitt (kannski umdeildasta líka?). Spurning hvort þetta sé jákvæð eða neikvæð þróun. Kannski þýðir þetta að hinir sem minna mega sín komast loksins að eða kannski þýðir þetta að frægasta fjölmiðlafólkið á Stöð 2 hafi verið orðið kröfuhart og ósamvinnuþýtt. Ég þekki það ekki og treysti yfirleitt ekki kjaftasögum of vel en ég hef heyrt ýmsu fleygt. Ég kann vel að meta allt þetta fjölmiðlafólk og hlakka til að sjá hvar það skýtur upp kollinum, annars staðar en á Ölstofunni náttúrulega.

Ég fór í viðtal í gær vegna kennslufræðinnar og komst að því um leið að ég get aðeins verið í kennslufræðinni í vetur og MA námið verður því að bíða. Mér datt þess vegna í hug að fara á þessa ágætu síðu og skoða hvað er í boði. Það er svo sem ekkert sem ætti að stoppa mig í því að skella mér í árs nám til Edinborgar eða hvað?
Það er allavega heilt ár þangað til og aldrei að vita hvað verður.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Í skólanum, í skólanum...

er skemmtilegt að vera.

Ég var andvaka í nótt til fjögur og mókti svo til að verða ellefu.
Ég sem ætlaði snemma á fætur með Unni, en ég vaknaði klukkan hálfsjö við það að klukkan hennar hringdi og aftur rúmlega sjö við það að vinkona hennar hringdi. Spennan var þvílík við að mæta aftur í skólann. Sem btw er ekki tilbúin einu sinni. En maður huggar sig við það að það er þó verið að vinna í að bæta skólann og fljótlega verður allt tilbúið.
Spennan er mest yfir þvi að í dag er enska á stundatöflunni. Minn skóli byrjar svo á mánudaginn. Held að ég sé ekkert minna spennt. Gæti verið ástæðan fyrir andvöku minni.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Eftir mjög svo þéttskipaða dagskrá um helgina er ég þreytt.

Jafnvel pínkulítið sorgmædd, en einnig full eftirvæntingar og léttis.

Sumarið er búið...

Haustið með nýjum verkefnum og tækifærum tekur við.
Myrkrið fyllir kvöldin.
Kertaljós og rauðvín, bókalestur verður auðveldari.
Kúri upp í rúmi.
Nýt þess að þurfa ekkert að fara.
Ekkert að gera.
Ein með sjálfri mér.
Ég hef valið.

Og ég hef valdið!

laugardagur, ágúst 23, 2003

I feel the earth move under my feet...

ég skellti mér á pöbbarölt með Siggudís fyrr í kvöld og það var nú skondið. Við byrjuðum á að kíkja á Ölstofuna og þar var óvanaleg vond stybba svo við ákváðum að fara á óhefðbundnari staði og byrjuðum á að kíkja á Grandrokk þar sem við hittum fyrir þá Skúla Gautason og Didda (Friðþjóf) en þeir eru meðlimir Sniglabandsins og gamlir vinir mínir síðan að ég var þeirra grúppía. Þar fengum við okkur í eitt glas/flösku hvor og spjölluðum lengi við þá. Röltum svo á milli ýmissa staða svo sem Celtic Cross, Nelly's, Næsta bar, Victor, Dubliners og enduðum á hollenska barnum sem ég man ekki hvað heitir en má eflaust sjá rétt nafn á blogginu hennar Siggu. Þar fengum við okkur annan drykk og höfðum okkar einka trúbador, hann Danna. Hann kunni ekki mörg lög en tók Kylie mjög vel. Rétt á meðan að Siggadís skellti sér á salernið þá tók húsið til við að skjálfa og svo mikið að stóllinn minn færðist um einhverja sentimetra. Sigga greyið sat ein á klóinu rétt á meðan og hefur eflaust talið að bunan hjá henni hafi verið einum of öflug. En nei jarðskjálfti var það. Og samkvæmt Rás 2 þá var hann rúmlega 5 á Richter. Alltaf gaman að þessu. Mér verður hugsað til hans Magnúsar (ef ég man nafnið hans rétt) sem var með mér á Hellnum um verslunarmannahelgina. En hann vill meina að samkvæmt allskyns spám séu stórir hlutir að fara að gerast á Reykjanesinu. Hann var svei mér furðulegur gaur reyndar en áhugaverður um leið. Hver veit nema það endi með að Reykjanesið klofni frá meginlandinu. Þá þarf maður að taka ferju til að komast í Flugstöðina ; ) Hmmm, ég er kannski búin að drekka oggulítið of mikið hmm. hmm. Tíhí. En gaman var í kvöld. Ojá. Sá kunningja minn á Ölstofunni á leiðinni heim vera að höstla einhverja dömu. Nefnum engin nöfn. Fannst það bara fyndið. En aftur kannski búin að drekka oggulítið of mikið. Og þó alls ekki. Er bara hænuhaus. Ætla víst að kíkja út annað kvöld líka með Ástu vinkonu. ;o)
Ætti kannski að hætta að hlusta á Rás 2 og fara að lúlla í hausinn á mér. Er búin að lofast til að hjálpa kunningjakonu minni og maka hennar að flytja á morgun. Mjög spennó. En fyrst ætla ég að heyra hvað Almannavarnir segja. Djö ... mig vanta einhvern til að kúra með. hí hí.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Enn einum áfanga náð

Í dag, fimmtudag, er stór dagur. Móðir mín snýr aftur til starfa eftir 10 mánaða veikindafrí. Hún hefur staðið sig hetjulega í baráttunni við brjóstakrabbamein og, eins og útlitið er í dag, haft sigur. Því miður er aldrei hægt að segja til um slíkt endanlega en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Hún á líka örugglega eftir að hressast enn hraðar við að mæta til vinnu og umgangast samstarfsfólkið og njóta útiverunnar, hún starfar hjá Íslandsspósti.

Ég hef ekki horft á sjónvarp í allt sumar fyrir utan að ég ákvað að fylgjast með hinum umræddu dönsku sjónvarpsþáttum Nikolaj og Julie sem eru endursýndir á miðvikudögum. Ég sé ekki eftir því. Þetta er stórvandaðir þættir og skemmtilegir að auki sem taka á samskiptum kynjanna. Líta á hvað gerist þegar að sambandi lýkur hjá aðalpersónunum en sýna jafnframt aukapersónur sem eiga annars vegar í nýju sambandi og hinsvegar í stöðugu og öruggu sambandi. Eins og oft með efni sem maður les eða horfi á þá spegla ég mig í því sem gerist í þáttunum sérstaklega í ljósi þess að brátt verða tvö ár síðan ég skildi. Þetta sumar hefur verið einstakt að því leyti að ég komst að því um miðjan júlí að ég er búin að jafna mig fullkomlega á mínum skilnaði. Ég hef náð þeim árangri að vera hamingjusöm og ánægð ein. Það er náttúrulega galdurinn. Það gerir enginn annar mann hamingjusaman. Og í leiðinni getur eiginlega enginn gert mann óhamingjusaman heldur.

Talandi um áfanga. Þann 13. ágúst sl. náði ég þeim áfanga að vera reyklaus í 2 ár. Ég verð að viðurkenna að það reykleysi nær aðeins yfir edrú stundir en ég á það til eftir nokkur glös að asnast til að kveikja mér í sígarettu en það hefur ekki komið að sök enn.

Ég er nú ánægður eigandi nýs farsíma og uppþvottavélin náði sér á eigin spýtur. Það þurfti bara að leyfa henni að eiga sig í nokkra daga.
Brjálæðislega ánægð einnig með allar bíómyndirnar mínar og NortonAntivirus2003 sem er alveg að bjarga mér í vírusæði síðustu daga.
Það er bara ekkert sem gerir mig óánægða.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Tuesday blues.

Það virðist vera algengast að ég bloggi á þriðjudögum þessar síðustu vikur. Ég hef haft í svo mörgu að snúast að enginn tími hefur gefist til að tjá neinar hugsanir að ráði og er þetta engin undantekning. Við ætlum að halda í síðasta ferðalag sumarsins núna eftir smá stund. Unnur er að fara til pabba síns í heimsókn fram á sunnudag og svo skemmtilega vill til að vinkona mín fékk hús á Kirkjubæjarklaustri eina nótt svo að í stað þess að Unnur taki rútuna þá snúum við þessu upp í smá ferðalag.
Það er svo skemmtilegt stundum þegar öll tæki taka upp á að bila á sama tíma. Ekki nóg með það að handfrjálsi heimasíminn minn hafi loks gefið endanlega upp öndina á fimmtudaginn og ég þurft að fjárfesta í nýjum heldur bilaði uppþvottavélin á föstudaginn og ég þurfti að vaska upp allt sem í henni var og þegar maður á ekki uppþvottagrind er það allt annað en gaman. Við erum að tala um tveggja tíma uppvask (með pásum). Nú á laugardaginn kemur svo í ljós að gemsinn hennar Unnar er hættur að virka. Bæði loftnet og batterí búið að vera. Ég hugsa mér náttúrulega gott til glóðarinnar og kaupi mér nýjan síma og hún fær minn gamla eins og alltaf. Fín endurnýting það.
Óneitanlega eru þetta fjárútlát sem ég má þó ekki við þessa dagana.
Jæja, börnin bíða óþolinmóð. Við ætlum í Bóksöluna að versla inn fyrir skólann hennar Unnar. Það er setning á mánudaginn en hún vill vera tilbúin í dag. Svo er að kaupa nýjan síma og svo að halda austur.
Kem aftur á morgun!

laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarsjokk?!

Þá er menningarmaraþonið hafið og ég sit hér heima og hlusta á harmonikkuspil í útvarpinu. Stefnan verður tekin í miðbæ Reykjavíkur þegar líða tekur á daginn en dagurinn fer í að halda áfram að gera fínt hér heima. Það nefnilega er allt að gerast þó það gerist hægt.
Ég er búin að vera afskaplega upptekin síðustu daga við að hitta vini sem búa alla jafna erlendis eða úti á landi og hefur það verið einstaklega ánægjulegt. Nú er svo komið að allir eru farnir til síns heima, ég er hætt að passa Daníel, og lífið fer að falla í rútínu. Sem verður ljúft. Dóttir mín byrjar í fimmta bekk, vá, hún er orðinn forstigs-unglingur (hí hí Siggadís) og það ekkert smá. En fyrst er sveitaferð og framundan er löng barnlaus helgi. Hrædd um að ég verði að gera eitthvað gott og notalegt úr henni. Ég skulda meðal annars alltaf einum góðum vini að bjóða honum út að borða á Tapas-bar! Hver veit nema maður standi við það. Lífið er svo ljúft.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Loksins!

Skilaði inn atvinnuumsókn í dag!
Og hafði það af að tengja skannann minn og skannaði inn fyrstu myndina áðan. Alveg að virka ferlega vel.
Hélt frábærlega vel heppnað matarboð fyrr í kvöld sem virkaði einnig mjög vel, þó ég segi sjálf frá og gestirnir yfirgáfu höllina mína saddir og ánægðir. Gestirnir voru Bryndís (29)*, Peter (33), Alexander (9) og Andrea (7) frá Svíaríki en í kvöld hófst einnig opinber söfnun litlu fjölskyldunnar minnar til að fara yfir til þeirra næsta sumar. Unnur ætlaði ekki að láta tilleiðast þó fyrr en ég benti henni á að til að fara til Halmstad í Svíþjóð þurfi að fljúga til Kaupmannahafnar. Það er hennar æðsti draumur að fara til Danmerkur (næst á eftir Spáni sem hún sér enn í hillingum og talar mikið um síðan við vorum í Madrid hérna um árið) og því er hafin söfnun.
Andrea sem er búin að æfa sig mikið í íslensku til að geta talað við okkur varð alveg hissa á svipinn í kvöld þegar hún heyrði mig segja í símann að ég væri með svo mikið af svíum á heimilinu að "nu prätta jäg bara svenska!" hvernig sem það er skrifað! Hún horfði á mig stórum augum og sagði svo "Þú talar sænsku!?" Og ég varð að segja "nej, jäg prätta inte svenska!" en lofaði að kunna meiri sænsku þegar ég kæmi að heimsækja hana. Það er náttúrulega til skammar að vera ekki einu sinni mellufær á einu norðurlandamáli. Ég er fín að lesa flest norðurlandamál svona meðan það er ekki mikið flóknara en leiðbeiningar á sjampói eða rómans eftir Hanne-Vibeke Holst.

Vá, hvað ég er ánægð! :o)

*aldur í svigum ala Séð og heyrt

mánudagur, ágúst 11, 2003

klukkan er...

10.30 og ég er búin að baka brauð, búa um, taka á móti Daníel og borða morgunmat. Á bara eftir að fá mér morgunkaffið! Ég er að breytast aftur í húsmóður, hjálpi mér allir heilagir. Ég horfi meira að segja húsmóðurlega á rauð og þrútin rifsberin sem blasa við útum gluggann hjá mér og hugsa um að sulta. Man síðan að ógurlega mikið magn af sykri fer í sultu og man um leið að í dag er fyrsti dagur í að taka á mataræðinu svo ég losni nú við stirðleika og gigtareinkenni. Man líka að í runnanum þar sem rifsberin eru er svakalega mikið af geitungum og ég er skíthrædd við þá. Sonur vinkonu minnar varð fyrir geitungaárás í fyrri viku og var stunginn tvisvar í höfuðið. Hann var ekki par ánægður með það en trixið er víst að setja kaldar hráar kartöflusneiðar á stungurnar. Það vissi húsmóðirin vinkona mín.

Ég ákvað að sækja um vinnu fyrir veturinn, starf sem ég veit að ég yrði góð í og sem að kemur menntun minni við og ég varð ægilega spennt yfir þessu öllu saman. Setti saman stundaskrána mína í gær miðað við núverandi drög og hún kemur bara ágætlega út. Þá er bara að bíða og sjá hvað miklar breytingar verða gerðar áður en skólinn hefst. Efast um að þær verði miklar þar sem námið er mjög fastmótað. Svo er bara spurning um hvað verður úr þessu öllu hjá mér.

Átti góða helgi. Fór með dóttur minni, vinkonu hennar og Ástu Sól vinkonu í bíó á föstudaginn klukkan sex. Fórum að sjá fíflið hann Jim Carrey í Bruce Almighty. Okkur leiddist ekki neitt svakalega á myndinni en þetta er náttúrulega engin klassík: Bara svona pjúra "slap-stick" að vissu leyti. Jim má eiga það að mér fannst hann ekki fara yfir strikið í kjánalátunum og myndin slapp líka við að fara yfir strikið í helgislepjunni. Átti von á einhverju álíka eins og endinum á The Majestic þar sem mér varð nærri óglatt yfir ameríska vælinu í þeim.

Djamm á laugardaginn. Gaman. Alltof troðið í bænum. Snemma heim :)

föstudagur, ágúst 08, 2003

Brain dead...

svona andlegar fullnægingar virðast taka úr manni allt þrek. Bryndís vinkona er á landinu og hún og fjölskyldan hennar heimsóttu okkur á mánudagskvöldið. Þriðjudagurinn fór í að vera latur með börnunum og um kvöldið hjálpaði ég Írisi vinkonu að setja saman IKEA mubblur. Á miðvikudag passaði ég Daníel Loga, 8 mánaða, í smá tíma og bardúsaði svo ýmislegt fram á kvöld og í gær hitti ég Bryndísi og co og varð seinna um daginn dökkhærð aftur og Unnur fékk topp. Í dag passaði ég Daníel Loga einnig og mun passa hann þrjá daga í næstu viku... lífið er semsagt bara við það sama en þó ekki. Alltaf nóg að gera en þó ekki. Djamm á morgun, hef ekki djammað síðan laugardaginn sem ég kom aftur frá Ed. en það var 19. júlí. Ekki svo langt síðan reyndar þegar maður hugsar um það. Ég hef heldur aldrei verið neitt geggjaður djammari hvort eð er.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

andlega fullnægð

eftir frábæra helgi...

föstudagur, ágúst 01, 2003

Verslunarmannahelgin framundan...

og ég segi bara góða helgi. Veðurspáin er góð fyrir Snæfellsnesið, en Hellnar eru staðsettar þar undir jökli.
Ég fékk frábærar heimsóknir í gær. Gamlir og góðir vinir sem var gaman að sjá. Það er víst þannig að þó ýmislegt gangi á í samskiptum við fólk þá eru sumir þannig að manni hættir aldrei að þykja vænt um þá. Jæja, ég má ekkert vera að þessu þarf að pakka og baða og drífa mig úr bænum.

NJÓTIÐ HELGARINNAR!

fimmtudagur, júlí 31, 2003

ohh mig langar svo...

að faðma einhvern og kyssa og knúsa. Og börnin duga ekki til. Sá í einhverju blaði svona faðmara fyrir einhleypa sem var fundinn upp í Japan auðvitað. Lítur út fyrir að ég verði bara að hanna mér einn svoleiðis. En þetta líður hjá eins og allt annað. Það er hreint ótrúlegt að það nálgist tvö árin sem ég er búin að vera einhleyp. Auðvitað átt mín "fling" og allt það en ekkert sem ég var tilbúin að takast á við. Merkilegt hvað maður getur þráð og óttast sama hlutinn mikið.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

money, money, money

Á enga! Og fæ ekkert auka frá skattinum. Það er bara alveg í lagi. Einn mánuður enn af auraleysi og svo fer allt að fara upp á við. Verð aldrei aftur atvinnulaus heilt sumar!!! En kennir manni að meta hlutina, það er alveg á hreinu : )

þriðjudagur, júlí 29, 2003

afhverju?

ég er úti að aka í dag í bílnum og að hlusta á fréttirnar og heyri um það rætt hvort gefa eigi Árna Johnsen frí úr fangelsi til að stjórna Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Ástæðan fyrir því að farið er þess á leit við fangelsimálayfirvöld er sú að án Árna sé enginn Brekkusöngur eða hann sé allavega ekki hinn sami. Ég segi bara HA?! er ekki í lagi?! Eins og fangelsin séu ekki full af mönnum sem missa af merkilegum viðburðum vegna þess að þeir sitja inni. Ég get aðeins séð tvær ástæður fyrir því að menn eigi að fá frí úr fangelsi og þær eru til að vera við jarðafarir og/eða dánarbeð nákominna. Það er fyrst að verið er að loka menn inni á annað borð.

Verslunarmannahelgin er framundan og ég verð við störf á Hellnum á Snæfellsnesi. Mannrækt undir jökli en þetta ku vera í síðasta sinn sem sú hátíð verður haldin. Vil benda á að eingöngu þarf að borga fyrir tjaldstæði en það er líka tilvalið ef veður verður sæmilegt og fólk í nágrenninu að renna við og heilsa upp á mig : ) Ég ætla nú ekki að standa á haus við að vinna þarna en hjálpa svona eftir bestu getu. Ég verð að sjálfsögðu með börnin mín á svæðinu og vil sinna þeim líka.

Messenger liggur niðri og mér líkar það illa.

Óskast
Ef einhver veit um fataskápa á lausu þá er ég að leita. Tilbúin að borga smáaura.

Til sölu
Ferðabarnarúm, nuddbekkur og þrekhjól.

Niðamyrkur...

og það er svo kósý hjá mér að hlusta á Nick Drake og spjalla við vini á MSN. Skrýtið hvað það er stutt síðan að það var bjart allan sólarhringinn og núna fær maður tilfinninguna að haustið sé að koma. Ágúst er samt alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Er yndislegur tími. Verslunarmannahelgin, Gay Pride, Menningarnótt, og skólinn byrjar. Ég sef betur vegna myrkursins og fólk fer að vera heima hjá sér um helgar og hættir að þvælast út á landi. Þó ekki svo mikið fyrr en ágúst er liðinn. Svo kemur september og réttir hefjast, dóttir mín verður 10 ára og ég átta mig á því að ég er orðin fullorðin. Barnið mitt þarf nú tvo tölustafi til að skrifa aldur sinn. Oddakaffi kallar á mann... og malarplönin við HÍ. Skólinn enn á ný. En þangað til er mánuður. Ó já. Ó já.

Hér er textinn við lag Nick Drake: Time has told me sem er yndislegt að hlusta á.

Time has told me
You're a rare rare find
A troubled cure
For a troubled mind.

And time has told me
Not to ask for more
Someday our ocean
Will find its shore.

So I`ll leave the ways that are making me be
What I really don't want to be
Leave the ways that are making me love
What I really don't want to love.

Time has told me
You came with the dawn
A soul with no footprint
A rose with no thorn.

Your tears they tell me
There's really no way
Of ending your troubles
With things you can say.

And time will tell you
To stay by my side
To keep on trying
'til there's no more to hide.

So leave the ways that are making you be
What you really don't want to be
Leave the ways that are making you love
What you really don't want to love.

Time has told me
You're a rare rare find
A troubled cure
For a troubled mind.

And time has told me
Not to ask for more
For some day our ocean
Will find its shore.

mánudagur, júlí 28, 2003

A Perfect Day...

vá ég veit ekki hvar ég á að byrja! Í dag kom Dísa í heimsókn og gaf mér frábærustu afmælisgjöfina, að öðrum ólöstuðum sko, en gjöfin var keypt í Tiffany's í New York. Er svona bókamerki úr silfri og það stendur Tiffany & co á því. Geðveikt flott! Veit ekki hvort það er alkunna en Breakfast at Tiffany's er ein af mínum uppáhalds myndum og Audrey elskan já, þarf að segja meir um það.

Holly Golightly: He's alright! Aren't you, cat? Poor cat! Poor slob! Poor slob without a name! The way I see it I haven't got the right to give him one. We don't belong to each other. We just took up one day by the river. I don't want to own anything until I find a place where me and things go together. I'm not sure where that is but I know what it is like. It's like Tiffany's.
Paul Varjak: Tiffany's? You mean the jewelry store.
Holly Golightly: That's right. I'm just CRAZY about Tiffany's!

Takk Dísa þú ert æði... ég veit ekki hvernig ég get toppað þetta sko. Og það var frábært að fá einn og hálfan klukkutíma með henni sem við eyddum útí garði hjá mér í frábæru veðri. Drukkum kaffi og vatn með lime og hrukkum í kút í hvert sinn er fluga nálgaðist. Okkur er ekki viðbjargandi fullorðnum konunum.

Dagurinn byrjaði mjög vel líka. Mjög góð vinkona mín hringdi í morgun. Við höfum reyndar ekki verið neitt svakalega góðar vinkonur síðustu mánuði en símtalið í dag var afskaplega gott. Enda spjölluðum við í tvo klukkutíma.
Ég og Dagga systir skelltum okkur svo með krakkahrúguna í sund í dag í góða veðrinu og ég flutti húsgögn og tók til og átti bara hreint frábæran dag.
SEMSAGT HAMINGJUSÖM enda frábær dagur í alla staði. Ó já hmm var ég búin að nefna það að dagurinn var góður???

Svo er ég svo útkeyrð að ég nenni bara ekkert að blogga að ráði!

laugardagur, júlí 26, 2003

Seeing is believing...

áhugaverður pistill á Guardian um myndbirtingu á líkum sona Husseins. Ég verð að segja það að mér fannst forsíða DV í gær vægast sagt óviðeigandi og mér til mikils léttis þá heyrði ég eingöngu sjónvarpsfréttirnar í gær og þurfti því ekki að líta undan þegar myndirnar voru sýndar og fólk varað við þeim. Ég er nefnilega ein af þessum viðkvæmu manneskjum!
En að öðru, þá gekk svakalega vel í gær. Mamma mín, HETJAN, kom og hjálpaði mér að pússa upp veggina og svo ákváðum við bara að salta það mál fyrst menn eru ekki að standa við gefin orð og við þrifum íbúðina og færðum til húsgögn svona til að sjá hvernig endanlegt lúkk verður og ég er sannast sagna mjög ánægðþ Það er reyndar ótrúlegt magn af allskonar drasli sem flýtur útum alla íbúð en ég ætla að reyna að setja sem mest í ruslapoka get ég sagt. Ég er jafnvel að hugsa um að grisja bókaskápinn þó ég tími því varla. Ég hendi að sjálfsögðu ekki bókunum en ég gæti farið með þær í kolaportið eða svona notaðar-kilju-geisladiska-plötu sölur. Held ég losi mig við allar bækur sem ég tel ólíklegt að ég lesi aftur eða að nokkur annar muni vilja lesa aftur. Þá bendi ég einnig á að ef einhverjir sem lesa þetta hafa áhuga á að tjékka á því hvað leynist í bunkanum þá verður það velkomið.

Vegna ferðalags systur minnar er ég með afruglara um helgina og datt óvart ofaní kvikmynd á bíórásinni í gærkvöld sem heitir About Adam. Engin snilld en ágæt afþreying. Horfði síðan á Legally Blonde á eftir henni. Fór svo ágætlega með rauðvíninu mínu. Aftur engin snilld en heilalaus afþreying og mér veitti sko af því að slaka á. Mikið er ég samt fegin að vera ekki með afruglara alla jafna.

föstudagur, júlí 25, 2003

Gekk ýmislegt upp...

í gær. Ég fékk aukinn kraft seinni partinn og þreif og ryksugaði og boraði og ég veit ekki hvað í þrjá klukkutíma. Skellti mér svo á Vegamót þar sem við Dale Carnegie konurnar höfðum ákveðið að hittast klukkan hálfsex. Fékk gott að borða eins og alltaf á Vegamótum. Kom svo heim og sinnti börnum. Hafði Óðin meiraðsegja snemma upp í rúm með því að stinga upp á að við færum bara að lesa, ekki sofa. Hann sofnaði náttúrulega um leið og hann slakaði á. Unnur vakti eitthvað lengur en það fer ekkert fyrir henni elskunni. Enda liggur við að hún sé orðin únglíngur. (Reyndar fer örugglega meira fyrir henni þegar hún verður orðinn únglíngur.)

Ég opnaði síðan rauðvínsflöskuna (fékk mér eitt glas þar sem ég drekk aldrei mikið ein) frá Scott og Phil og setti Leonard Cohen á og fór í heimasíðuvinnu. Afskaplega ljúft. Mikið rosalega líkar mér vel við rökkrið sem er komið á kvöldin!
Ég verð þó greinilega að bjóða einhverjum til mín til að hjálpa mér að klára rauðvínsflöskuna. Verst að það eru allir í útlöndum eiginlega.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Ekkert gengur upp...

með þessa menn sem ætluðu að hjálpa mér með íbúðina. En ég læt það ekki buga mig. Þetta gengur allt upp að lokum það er víst. Þetta er svo langt komið að ég er bara hamingjusöm með það. Þýðir ekki að eyða orku í neikvæðni og leiðindi. Enda skemmtilegheit framundan. Dísa ætlar að droppa við á Íslandi í þrjá daga í næstu viku og ég fæ að sjá hana allavega í klukkutíma. Svo er verslunarmannahelgin framundan og svo kemur Bryndís frá Svíþjóð og svo bara þið vitið.... skólinn!!!! Vá, hvað tíminn flýgur.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Kósý

Heitt freyðibað, Billie Holiday, Baileys með klaka, farið að rökkva úti, börnin sofnuð, góður krimmi.

er ekki frá því ...

að mér hafi hreinlega líkað gamla útlitið betur. Var líka alveg mitt. Sakna Audreyar náttúrulega líka. Held ég vinni í að aðlaga þessa síðu að mínu gamla góða looki.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ch ch ch ch changes...

frétti af því að eitthvað væri erfitt að sjá síðuna mína og varð því að gera gagngerar breytingar á henni. Skildi líka lítt í fáum heimsóknum á svæðið?! Gott að útskýring fékkst :0) og að hún var ekki sú að enginn vildi skoða síðuna lengur.
Ég, Óðinn, Dagga systir og gaurarnir hennar og mamma hentumst austur á Kirkjubæjarklaustur í gær að sækja Unni. Nenntum ekki að hangsa meir og fórum á 7 manna jeppanum hennar Döggu með fellihýsið í eftirdragi. Frábær ferð og Unnur er komin heim. Jei.
Er dauðþreytt og hef enn ekkert bloggað svo sem um Edinborg. Get sagt að fimmtudagskvöldið var frábært. Við Linda röltum okkur útí TESCO rétt fyrir lokun og versluðum smávegis inn og í bakaleiðinni var svo asskoti fínn pub, við vorum alveg sammála um það að við yrðum að fá okkur einn pint sem við og gerðum. Tveim tímum síðar og nokkrum pintum ákváðum við að Jenn þyrfti að vita hvar við værum. Sendum henni text og hún kom um hæl. Við kynntumst þarna ágætum náungum, Linda bauð í partý eftir lokun og síðasti gestur fór klukkan ellefu um morgunin. Ég fékk afhent símanúmer og netfang hjá Russell sem var alveg indæll og hann var svoooo indæll að þegar ég textaði honum á laugardagsmorgninum þakkir fyrir viðkynninguna og hann fregnaði að ég væri að fara í rútuna til Glasgow þá BAUÐST hann til að keyra mig. Þvílík gersemi. Ég þáði náttúrulega með þökkum og fannst yndislegt að einhver sem á enga von um að sjá mig aftur né fá nokkuð að launum nema kannski pínu koss skuli hafa viljað gera þetta fyrir mig. Frábært. Annars var dvölin í Edinborg bara hreint yndisleg enda með yndislegum manneskjum þar (Lindu og Jenn auðvitað) og ég eyddi ekkert rosalegum peningum. Var ekki með VISA og átti litla peninga. Keypti samt TVÆR töskur en þeir sem þekkja mig vita að ég er sífellt að leita að hinum fullkomnu töskum og veskjum. Hí hí. Rugluð en yndisleg.

mánudagur, júlí 21, 2003

Raindrops keep falling on my head...

Nú fer lífið að falla í fastar skorður. Keyrði Scott og Phil á Loftleiðir áðan þar sem þeir fljúga heim í dag. Fórum í gærkvöld niður í bæ og enduðum reyndar á að gefa gæsunum sem eltu okkur þar til brauðið var búið. Röltum um og skoðuðum myndirnar á Austurvelli. Ég hef nú margoft skoðað þær en maður sér alltaf eitthvað nýtt. Strákarnir vildu svo fara á Litla ljóta andarungann og fá sér fiskihlaðborðið sem er þar. Þeir höfðu gert það áður og voru ánægðir með það. Ég var alveg sátt. Fín tilbreyting. Held að fyrir utan starfsfólkið hafi við Óðinn verið einu Íslendingarnir á staðnum.

sunnudagur, júlí 20, 2003

fantastic...

náði í þennan browser í gegnum gaurana á Góðbjór og djö.. er hann hraðvirkur. Hef enn ekki tíma til að blogga neitt að ráði ... hef nóg að gera og er enn með bresku gaurana mína. Þeir ætla að fá að gista í nótt og halda heim á leið á morgun. Óðinn er kominn heim, sem er yndislegt, og stefnan er að sækja Unni ekki seinna en á þriðjudaginn. Er farin niður í bæ að gefa öndunum!

laugardagur, júlí 19, 2003

... er komin heim

og það er bæði frábært og vissulega leiðinlegt líka. Leiðinlegt að því leyti að ég elska Edinborg og vildi gjarna vera þar í lengri tíma. Yrði bara að hafa börnin með og svona. Geri það næst. En sólin skín á Íslandi líka og ég ætla að tjékka á henni. Ferðasagan kemur seinna.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

gula fiflid skin enn...

ja, vedrid var hreint yndislegt i dag og vid stelpurnar attum virkilegan stelpumorgun sem folst i ad naglalakka taneglur m.a. drekka kaffi og borda hrokkbraud. Vid lobbudum sidan ut i Botanical Garden og lagum i solbadi i ruma tvo tima. Komum vid i TESCO og eg bara vard ad kaupa Harry Potter 5 a adeins 9.98 pund og er ad lesa hana nuna. Er ad virkilega njota tess ad vera i frii og upplifa tad ad vera bara stelpa/kona etc. med engar ahyggjur i heiminum. Ekki tad ad eg kyssti taer bless um daginn og aetla bara ad halda afram ad njota tess ad vera heilbrigd og a lifi. En rigningaspanni var frestad um nokkra daga svo tad er utlit fyrir ad haldist turrt fyrir mig og hlytt...spurning hvort vedurfraedingar her seu likir islenskum vedurfraedingum!

Yeah, baby, yeah!

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Edinburgh, here I am...

Jaeja er komin til Edinborgar. Hitti Lindu i Glasgow um hadegi og vid roltum i tvo tima tar adur en vid tokum lestina til Edinborgar. Tad er alveg hatt i 30 stiga hiti og sol svo ad eg tarf ekki ad kvarta yfir mottokunum. A ad rigna seinna i vikunni samt. Jaeja er bara ad njota tess ad vera her. Alger saela!

mánudagur, júlí 14, 2003

Eins gott að pakka regnhlíf...

það er útlit fyrir endalausa rigningu í Edinborg næstu daga : ( svo að það er eins gott að gleyma ekki regnhlífinni sem ég keypti í Vancouver í febrúar. Það er sem betur fer ekki veðrið sem ég er að sækjast eftir þarna úti svo ég hlakka alveg jafn mikið til. Verður gott að komast aðeins í burtu. Ég fór út með Scott og Phil í gær. Þeir voru frekar þunnir angarnir... höfðu álpast inn á Sirkus bæði föstudag og laugardag og endað á 22 á sunnudagsmorguninn og farið heldur seint í háttinn. Lofaði að hitta þá næsta laugardag þegar ég er komin til landsins og þeir aftur í bæinn. Þrælgaman að kynnast þessum Bretum... mjög sérstakir, vægast sagt.

Skoðaði litla kettlinga í gær og segi bara dúllu, dúllu, dúllu, dúllu krútt og snúðar, bara viku gamlir og allir bröndóttir og við ætlum að fá einn. Passar að þeir verða orðnir nógu gamlir þegar öllum framkvæmdum verður lokið hérna. Krakkarnir verða ekkert smá ánægðir. Merkilegt hvað maður getur verið harðákveðinn varðandi svona hluti og svo skipt um skoðun bara á einhverjum dögum. Ég verð að fara að hafa upp á kisudótinu öllu. Jeminn, hvað er ég að koma mér útí !!!!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Eitt enn..

... ég hitti mann á föstudagskvöldið sem sagði mér frá stað sem hann væri ekki á, virtist vera sá staður að sofa ekki hjá sömu konunni tvær helgar í röð. Gæti verið að hann líti á það sem skuldbindingu en ég geri mér grein fyrir því að hann gæti haldið að einhver kona hafi verið að óska eftir slíkri af hans hendi. En ég komst að því eftir það samtal að ég veit ekkert um það hvaða stað ég sjálf er á. Ég kynntist manni eftir að ég skildi sem mér líkaði afskaplega vel við og meira en það en ég sleppti honum (og sagði honum frá staðnum sem ég var ekki á) því ég vissi að ég var ekki á þeim stað að skuldbinda mig og hann átti erfitt með að taka bara því sem ég var tilbúin að gefa. Mig dreymdi hann og minn fyrrverandi nóttina eftir þetta samtal við manninn á föstudagskvöldið og ég komst að þeirri niðurstöðu að leiðin frá einum stað á annan er gríðarlega löng. Ég er komin langt á veg en ekki á leiðarenda. Held reyndar, eins og mér var bent á, að þráin eftir reglulegu kynlífi rugli mann stundum í ríminu. Það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að byrja á ground zero í hvert sinn sem maður vill svoleiðis. Er kannski spurning frekar einmitt um að finna einhvern sem manni líkar vel við til að sofa hjá reglulega. Ég á víst nóg með börnin, heimilið, skólann og það allt svo maður fari ekki að flækja hlutina. Eins og ég sagði hérna fyrr í vikunni... spurning um að halla sér bara aftur, njóta ferðarinnar og hafa ekki áhyggjur af lífinu.

"Life is what happens to you while you are busy making other plans!"

Oh, yes I'm the great "bar"tender.....

Ég hafði hugsað mér að taka það rólega á föstudagskvöldið og eftir fjögurra tíma setu á svölunum hjá Halla og Eddu Láru sem skilaði smá sólbrúnku, auk þess að mér var boðið að borða, hélt ég södd og ánægð heim á leið með, að ég hélt, dvd mynd í farteskinu. Ég kom heim og lét renna í gott bað og skellti öðrum diskinum í svona til að athuga hvort hann væri í lagi og þá kom í ljós að hljóðskrárnar vantaði og ekkert varð úr dvd glápinu. Mikið eirðarleysi greip mig þá og mér datt í hug að kanna hvort Sigga Dís væri laus í labbitúr niður í bæ. Sem hún var. Eftir einn drykk hjá henni lá, eins og vanalega, leiðin á Ölstofuna. Það var frábært að komast út og sérstaklega í göngutúr. Við vorum nú frekar þreyttar svo að dvölin var ekki löng en ég sofnaði þreytt og ánægð eftir göngutúr og súrefnisinntöku. Fékk svo gemsann minn lagaðan í gær, mér að kostnaðarlausu, það er svo gott að eiga vini á réttum stöðum og fór og eyddi stund með mömmu. Um fimmleytið tók svo við starf mitt sem einkabílstjóri sem breyttist í barþjón seinna um kvöldið. Komst að því að ég er bara mjög góður barþjónn, þó ég vilji ekki leggja það fyrir mig. Sé það þó líka að ég hefði alveg getað orðið þrusufín flugfreyja... ég er svo góð með drukkið fólk!


föstudagur, júlí 11, 2003

Ekki aftur snúið

Þá er ég búin að borga og meira að segja bóka sæti. Verður yndislegt að komast í frí. Ég var hjá vinkonu minni í gær og vinir hennar komu við. Annar þeirra hélt skemmtilega ræðu um það hvað konur væru mikið svikulli, kaldlyndari, tilfinningalega ófullkomnari og ástríðulausari en karlmenn. Ég brosti bara. Hann talaði um að við ættum bara að líta í kringum okkur á alla skilnaðina. Þeir væru vegna þess að konur skiptu bara um skoðun. Einn daginn væru þær yfir sig ástfangnar og svo næsta dag bara allt búið og karlinn skilinn eftir í sárum. Ég brosti bara meira. Hugsaði til þess að það hvarflaði aldrei að mér að minn fyrrverandi væri eitthvað í ástarsorg yfir þvi að ég skyldi hafa endað sambandið. Sambandið endaði nefnilega ekki fyrr en hann samþykkti það og þá hélt ég að hann væri bara alveg jafn sammála mér um að þetta væri ekki til neins og að við gerðum hvort öðru ekkert gott. Við værum betur komin sitt í hvoru lagi.

Varð líka hugsað til þess hversu afskaplega aumkunarverð ég var í byrjun sumars og þráði svo að kynnast einhverjum og bullaði eitthvað um það... komst að því núna í vikunni að ég vil það ekki lengur. Það er kynnast bara einhverjum... ég vil hafa tækifæri til að kynnast betur einhverjum sem ég er nú þegar búin að kynnast. Bara í rólegheitum. Fyrstu samskipti eru oft svo vandræðaleg. En ef manni líkar eitthvað í fari manneskjunnar þrátt fyrir áfengisinntöku og þynnku og vandræðagang þá ætti maður kannski að gefa möguleika á eðlilegri kynnum. Það merkilega er að ég finn fyrir töluvert miklum friði innra með mér þrátt fyrir allt. Það liggur ekkert á. Lífið hefur upp á svo margt yndislegt að bjóða og maður eyðir rosalegri orku í að hafa endalausar áhyggjur af öllum sköpuðum hlut. Í stað þess að halla sér bara aftur og njóta ferðarinnar. Ég er hamingjusöm ein og að kynnast einhverjum sem ég vil eyða tíma með er bara bónus.

Ég hef aldrei þessu vant ekkert á dagskrá fyrir kvöldið í kvöld, er bókuð annað kvöld og Scott hringdi áðan frá Geysi og spurði hvort ég vildi hitta þá Breta í drykki annað kvöld en þar sem ég verð upptekin ætlum við að hittast á sunnudagskvöldið. Mánudagurinn fer svo í að pakka og horfa á Viðar smið setja upp vegg. Ætla núna út í sólina. Fá mér göngutúr. Kíki kannski í bæinn.

Segi bara góða helgi. Ég þykist alltaf ekkert ætla að blogga neitt í nokkra daga en svo er þetta mér bara svo mikil fróun að setjast niður og skrifa eitthvað niður, þó ekki séu nema einfaldar hugsanir ungrar konu sem í ljós kom í dag að var sjálf grenjandi indjáni þegar hún var lítil : )

fimmtudagur, júlí 10, 2003

vil ekki tala um suma hluti...

ég vil ekki tala um ákveðna hluti hérna inni og hef ákveðið að láta það vera. Ég er búin að berjast í mörg ár við það að finnast ég ekki nógu góð og að ég hafi ekki áorkað neinu ... eftir að ég skildi hef ég þurft að átta mig á því að ég er fullt klár og ég er búin að gera helling og ég stend mig mjög vel í lífinu. Þó að atvinnulega séð sé ég ekki komin á minn stað þá þýðir það bara að ég er svona "late bloomer". Ég sé ekki eftir neinu. Allt sem ég hef gengið í gegnum hefur gert mig að þvi sem ég er í dag. Ég hef bara verið svo upptekin af því að sanna fyrir sjálfri mér að ég sé klár að ég kem kannski svolítið undarlega út gagnvart öðrum. En ég nenni því ekki lengur. Ég er góð manneskja sem þrái bara að gera skemmtilega og jákvæða hluti. Ég þarf ekki í sífellu að vera að sanna mig. Ég vil bara fá að vera hver ég er. Ég ætla að fara í kennslufræðina í haust og taka Masterinn jafnframt henni og ég fer á fundi í ágúst með kennurunum og þá segi ég þeim nákvæmlega hvernig ég vil gera þetta. Ég var spurð um daginn að því hvort ég hefði ekki hugsað mér að vinna sem blaðamaður þar sem ég var í þessu námi síðasta vetur og ég var eitthvað óörugg að svara. Svarið er jú. Ef ég hefði fengið vinnu í sumar við blaðamennsku/fréttamennsku þá hefði ég pottþétt tekið hana. Draumurinn er jú að sameina kennslu og skriftir. Ég verð svo fegin þegar ég verð búin að koma mér almennilega fyrir hérna heima og get farið að einbeita mér að því að vinna að framtíðarmarkmiðum mínum. Hluti af þeim, fyrsti hlutinn var að klára þessar breytingar hérna heima. Það er að verða búið, nokkuð sem fólk taldi mig ruglaða að láta mér detta í hug, nokkuð sem margir trúðu ekki á. Það er að verða búið og það án þess að setja mig á hausinn (þökk sé reyndar pabba þar) og þetta kemur svooooooooo vel út. Ég tek myndir og set á vefinn fyrir þá sem eru svo óheppnir að komast ekki til mín í kaffi á næstunni. : ) Ég er byrjuð að skrifa líka, enn sem komið er skrifa ég bara fyrir mig. Ég á náttúrulega fullt af litlum sögum í kollinum, sumar hafa komist inn í Word hjá mér, aðrar eru enn í kollinum. Þetta kemur allt. Ég er forlagatrúar eins og þið vitið elskurnar og trúi því að allt gerist af ástæðu. Gott dæmi er yndislegur vinur minn sem ég hafnaði í fyrrasumar og hálftíma síðar kynntist hann núverandi sambýliskonu sinni. Ég trúi því að það hafi allt farið á réttan veg. Jæja, ég þarf að halda áfram að vinna. Er að þýða bréf fyrir vinkonu mína fyrir smáaur.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

...er svo undarlegt með unga menn...

hmm, hafði ofan af útlendingunum hennar Lindu, finnst þeir nú eiginlega vera orðnir mínir líka, í kvöld og við fórum á Ölstofuna eins og títt er. Höfðum setið þar drykklanga stund þegar að ákveðinn aðili sest á næsta borð. Tók eiginlega ekki eftir því fyrr en við vorum að fara. Ég finn að ég er úr æfingu með svona að dæmi. Hann með sínu fólki og ég með mínu fólki. Vandræðaleg bros, veit ekki hvort hann hefur yfirleitt nokkurn áhuga á að tala við mig aftur. Fékk á tilfinninguna að svo væri ekki. Sé samt ekki eftir neinu, ég hefði ekki viljað sleppa þessu skemmtilega kvöldi.
Linda og Jenn fara í fyrramálið, Scott og Phil? verða hérna áfram einhverja daga og ég sagði þeim að þeim væri sjálfsagt að hringja ef þeir vildu gera eitthvað. Er annars bara alveg dauðþreytt en ánægð. Gæti verið gáfulegt svona einu sinni að skella mér í rúmið fyrir eitt og lesa eitthvað gott og gáfulegt líka. Er með stafla af bókum á náttborðinu sem mig langar að lesa. Tölvan gæti þegið hvíld eina nótt : )

...highlanders here I come?

hringdi á Icelandair áðan og bókaði ferð til Glasgow þriðjudaginn 15. júlí klukkan 8.00 og flug heim aftur laugardaginn 19. júlí. Spurningin er hvort ég borga á morgun. Ég veit að ég hefði bara mjög gott af því að skreppa í smá alvöru frí og eyða svo tímanum með börnum mínum bara í Reykjavík og næsta nágrenni. Við förum náttúrulega á Hellnar um verslunarmannahelgina og ég og Dagga systir, og strákarnir allir auðvitað, förum örugglega með fellihýsið á Kirkjubæjarklaustur að sækja Unni mína í þarnæstu viku. Kostar mig svipað að fljúga til Glasgow og taka rútu til Edinborgar eins og það myndi kosta mig að fara norður á Akureyri með krakkana. Þökk sé vildarpunktum. Eina sem ég þarf að borga eru flugvallarskattar, bókunargjald og svo í rútuna. Svo gisti ég hjá Lindu og Jenn og lifi bara á því sama og hér ... loftinu : )

Myndir...

hafði það af að stofna síðu fyrir myndirnar mínar á Netinu! Velkomið að skoða hér.

Alltaf nóg að gera í Barmahlíð...

það er í alvöru ótrúlegt hvað það er gott að vera komin með nýtt klósett! Það er bara eins og maður hafi unnið í happdrætti ; )

Jenn og Linda eru að reyna að tala mig inn á að koma til þeirra til Edinborgar. Það er reyndar ekki eins og það sé neitt sem haldi í mig hérna. Þarf bara að vera heima þann 21. júlí og það er einmitt flug heim þá. Veit ekki samt hvort ég þurfi viku gæti dugað bara þriðjudagur til laugardags!!! Held það bara. Ég myndi örugglega líka slappa betur af þar heldur en hér því ég hef stöðugar áhyggjur af því að ég sé ekki að gera neitt. Ég á voðalega erfitt með að vera svona verkefnalaus, "Idle hands are the devils workshop." Það á alveg við mig. En það er ekki nóg að ég þurfi að gera alla þessa hluti hérna heima því ég er ekki með neitt deadline, beint.

Í gær eyddi ég þremur og hálfum klukkutíma í að setja inn myndir á heimasíðuna mína undir Ættarmót. Ég tjattaði eitthvað á MSN líka og textaðist aðeins en ég var svo föst við tölvuna að ég áttaði mig klukkan hálfellefu að ég var ekkert búin að borða síðan klukkan fimm um daginn en þá borðaði ég rétt um sex laxasushi og þá var ég bara búin að borða einn banana. Svo ég rauk í gömlu hverfisbúðina mína (10-11 á Hverfisgötu) og mér til hrellingar var búið að breyta í búðinni og ég fann einhvernveginn ekki neitt og kom á endanum heim með eina litla kókdós, hálfan líter af greiptrópí og bollatómatsúpu. Ekki beint í stuði til að versla.

Í dag kom ég svo klósettinu í gang (gat það semsagt ekki ein) og Guðmundur vinur pabba kom og braut aðeins upp sárin og setti grunn í þau svo hægt verði að sparsla á morgun. Varð þessvegna að afboða DVD kvöld okkar Finns þar sem íbúðin er eina ferðina enn á kafi í ryki og drasli en fór í staðinn á kaffihús með Lindu og útlendingunum hennar, það er Jenn, Scott og Phil. Þau gáfust upp á útilegunni sem átti að vara í tvær nætur og dugðu bara eina nótt í Skaftafelli. Varð líka að afþakka boð í bíó. Sko það er annað hvort þannig að enginn hefur samband eða allir. Ég þarf alla vega ekki að kvarta undan aðgerðarleysi og ég sem kveið fyrir því að vera barnlaus svona lengi. Ég er meira að segja búin að ráða mig sem barþjón í þrítugsafmæli á laugardaginn ; )

Af köngulóm er það að frétta að eftir að ég drap síðustu tvær köngulær sem ég fann hafa engar nýjar sést. Annað hvort hafa þær gefist upp eða eru að safna í lið og ráðast á mig í svefni einhverja nóttina. Jenn sagði mér að tölfræðilega séð gleypi hver manneskja átta köngulær á ævi sinni. Áhugaverðar upplýsingar. Og talandi um upplýsingar! Ég vissi ekki að það væri sykur í TONIC, hvað getur maður verið dofinn, ég hafði bara ekki pælt í því fyrr en mér var bent á það aðfararnótt sunnudagsins. Framvegis drekk ég gin í sódavatn með lime.

mánudagur, júlí 07, 2003

Játa mig sigraða...

... still smiling!

Ég er búin að vera alveg óvirk síðustu vikur, verklega séð. Ég held reyndar að mér finnist ég gera minna en ég geri. Er alltaf með ægilegt samviskubit ef ég er ekki að gera eitthvað af viti. Fólk er að spyrja mig hvort ég sé ekki að gera eitthvað í sumar og ég segi; " neibb, er bara á bótum og geri ekki neitt" og skammast mín og gleymi því að ég hef verið að þýða, prófarkalesa, fara yfir próf, gera upp íbúðina mína, vinna hjá pabba, sinna vinum, börnum og fjölskyldu. Er líka búin að taka að mér vinnu um verslunarmannahelgina og í byrjun ágúst. Ætla að aðstoða Jóhönnu og Guðjón. Hafði líka hugsað mér að vinna í tölvumálum og gera allt heimilið klárt fyrir haustið. Ætla að reyna að tengja skannann minn í kvöld svo ég geti skannað inn myndir. Er búin að lofa einni manneskju mynd af henni síðan hún var lítil. Ágætt að standa við það bara. Já og svo ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að skipta sjálf um klósett!!!
Ég meika það ekki að geta ekki skipt um eitt lítið klósett sjálf. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi stundum.

sunnudagur, júlí 06, 2003

Og ég brosi bara...

Í stuttu máli þá fór ég út í gærkvöld með Ástu og Jenn. Förinni var heitið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Það var gaman. Ég skellti mér í góða sturtu í dag eftir að ég hafði mig á "fætur" og var pikkuð upp af Lindu og Jenn. Fórum upp í Kjós í sveitina hennar Lindu þar sem við Jenn skoðum kýr, hesta og hunda meðal annars meðan að Linda sinnti ættfólki sínu. Þaðan héldum við á Þingvöll og fengum okkur góðan göngutúr um svæðið og Jenn var auðvitað heilluð af fegurð íslenskrar náttúru. Við áttum yndislegan dag hreint út sagt enda rættist úr veðrinu. Við fórum svo heim til Lindu og borðuðum spaghettibolognese sem fór vel í þunna maga og já, þynnkan var töluvert meiri í dag en í gær. Ég er orðin alltof gömul til að drekka tvö kvöld í röð. En eitt er víst að ég sé EKKI eftir neinu. Er frekar þreytt núna held ég fari í rúmið og vona bara að eyrnalokkurinn minn finnist.

Fór að hugsa, eins og mörgum bloggurum verður á, og hafði einhverjar áhyggjur af því að ég ætti að skrifa eitthvað gáfulegra á þessari síðu minni en æ, til hvers? Þið elskurnar mínar í útlöndum viljið ekki lesa gáfulegar hugsanir mínar er það nokkuð? er þetta ekki bara spurning um slúður??? ; )

laugardagur, júlí 05, 2003

Svaka stuð...

var í gærkvöld. Til mín mættu þær Linda, Jenn, Auður og Eva og við kíktum lítilsháttar í glas. Auður skrapp svo á klóið rétt áður halda átti í bæinn eða nálægt tvö og hrasaði nett og braut klósettkassann svo að vatn flæddi um allt baðið mitt. Jeminn, það var bara fyndið sko. Ég er að sjálfsögðu með húseigendatryggingu og fæ bara að kaupa mér nýtt klósett eftir helgi og þar til er það bara vatnsfatan til að sturta niður með. Ekkert mál, maður er nú ýmsu vanur. En djammið var skemmtilegt og allar bara temmilega við skál. Enduðum samt á Café Viktor (hmm hmm) og skemmtum okkur konunglega. Svo kom ég heim í morgun rétt uppúr fimm og sá að ekki hafði skrúfast nógu vel fyrir vatnið í kassann svo ég þurfti að byrja að ausa aftur af gólfinu áður en ég fékk að fara að sofa. En aftur bara fyndið. Ég fann mér töng og skrúfaði almennilega fyrir vatnið og fór svo bara að sofa. Líður vel í dag og stefnan er að kíkja aðeins á lífið aftur í kvöld. Allt til heiðurs Jenn, að sjálfsögðu! Ætla núna að fara að fá mér þynnkumat (ekki að þynnkan sé neitt slæm enda var ég ósköp prúð í gær og drakk bara gin og tónik. Ó og já, mér var sýndur meiri áhugi á djamminu í nótt heldur en mér hefur verið sýndur síðan ég skildi. : )

ps. fann eina könguló í dag á eldhúsgólfinu. Held ég fari að spjalla við meindýraeyði!

föstudagur, júlí 04, 2003

Spoke too soon...

fann eina í baðglugganum þar sem hún sat í makindum í rimlunum.

Helgin framundan...

ég fann engar köngulær í dag þrátt fyrir að fóbían sé verulega farin að taka yfir. Ég lít stöðugt í kringum mig og hrekk við í hvert sinn er eitthvað virðist strjúkast við mig. Ég verð að sigra þennan ótta minn. Geri það meðal annars með því að ganga berfætt um heima hjá mér en lít samt yfir gólfið framundan svo ég kremji ekki eitthvað grey með berum tásunum. Mér var boðið í kaffi og er að hugsa um að þiggja það. Mér var líka boðið í mat til systur minnar og ætla að þiggja það líka. Leiðin liggur svo í miðbæ Reykjavíkur í kvöld en Linda beib er á landinum ásamt kanadískri vinkonu sinni, Jenn, og er ætlunin að sýna henni næturlífið. Hvar við endum er engin leið að vita en eflaust verður kvöldið fínt hvað sem verður. Adios amigos, njótið helgarinnar.