sunnudagur, nóvember 28, 2004

Aðventan hafin

Ég er ekki neitt svakalegt jólabarn og hef aldrei verið. Þannig. Vil samt ekki taka það frá börnunum mínum að upplifa jólahátíðina og þess vegna er Unnur búin að skreyta inni hjá sér meðan að íbúðin fær frið að mestu fram á Þorlák. Ég er alin upp við að skreyta ekki fyrr en á Þorlák allavega að mestu. EN aðventuljósin eru komin upp og sería í stofuna sem er auðvitað nauðsynlegt í þessu mikla myrkri sem er orðið. Trúði því varla í morgun þegar ég vaknaði að klukkan væri orðin hálftíu svo dimmt var úti. En mér finnst það kósí.

Í dag lét ég það líka eftir börnunum að fara í Kringluna að sjá þegar kveikt var á jólatrénu. Við vorum of snemma í því því að Morgunblaðið auglýsti að kveikt yrði kl. 13.30 þegar að raunin var að kveikt var kl. 15.00 svo við fórum á kaffihús og fengum okkur rúnnstykki og röltum um og hittum jólasveina. Þó að mér finnist alltaf frekar óraunhæft að hitta jólasveina á rölti þetta snemma þar sem að við teljum börnum okkar trú um að þeir tínist til byggða frá 12. desember þá stóðst ég ekki að brosa því þeir voru svo fyndnir og gleðin sem skein úr andlitum krakkanna allra var þvílík. Já, og fullorðna fólksins. Það er einhvernveginn algengara að sjá fólk þreytt og lúið í Kringlunni en í dag skein gleðin úr andlitum allra og ég hitti góða vini sem ég hef ekki séð lengi og einhvernveginn fann ég svo mikla væntumþykju fylla hjarta mitt.

Í dag eru 11 mánuðir síðan ég tók ákvörðun um að hætta að drekka aftur og öll sú vinna sem ég hef unnið síðan hefur skilað sér þúsundfalt. Eins og ég hef svo oft sagt áður að þó að lífið haldi áfram að gerast hjá mér og ég finni stundum til gremju og vonleysis yfir að eiga ekki kærasta þá hef ég aldrei verið hamingjusamari né sáttari með líf mitt en einmitt nú.

föstudagur, nóvember 26, 2004


Þetta er leikarinn sem leikur Mike í Desperate Housewifes, fengin af www.jamesdenton.com Posted by Hello

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Atvinnumál og karlmenn

Ég er með hausinn fullan af frábærum hugmyndum allan daginn í vinnunni og í bílnum og víðar en þegar ég sest niður við tölvuna á kvöldin og ætla að láta það eftir mér að festa eitthvað niður á blað þá kemur ekkert. Gáfulegt það er að segja.

Það er ekkert eitt sem á hug minn þessa dagana - síðustu vikuna hafa atvinnumál verið efst á baugi. Ég er að skipta um vinnu um áramótin. Ætla að gerast enskukennari í eina önn - leysa vinkonu mína af sem er að fara í barneignarfrí. Ég mun einnig taka alveg yfir námskeiðið í Háskólanum svo að það verður nóg að gera eftir áramót. Ég er líka komin með heilmikið af hugmyndum varðandi framhaldsnámið mitt og hvaða áherslur ég ætla að leggja á.

Karlmenn hafa líka verið ofarlega í mínum huga. Eða karlmannsleysi. Ég er afskaplega sátt við það upp að ákveðnu marki. Enda mjög upptekin af öðrum hliðum á lífi mínu. Má ekki vera að því að fara í samband en gæti hugsað mér að eignast vin sem væri álíka upptekin og ég og væri á svipuðum stað í lífinu. EN það gerist bara í fullkomnum heimi, sem mér finnst reyndar að ég búi í flesta daga. Helsta ástæða þess að ég er að spá í þetta svona upphátt er að ég er farin að standa mig að því að fantasera um myndarlega karlmenn. Kannski vegna þess að í snilldarþáttunum þarna,
Desperate Housewifes, er ótrúlega myndarlegur karlmaður Mike! (finnst þér það ekki Hjördís?) og það vekur ýmsar kenndir ;p

Æ vitleysan í manni

Annars er ég þvílíkur auli stundum. Skrýtið hvað maður getur verið ruglaður. Ég ákvað í gærkvöldi að þrátt fyrir karlmannsleysi væri nú alveg í lagi að vaxa fótleggina og vera soldið hugguleg. Jæja ég skellti mér inn á bað og sótti vaxið sem mamma gaf mér um daginn, Veet eitthvað. Sjálf nota ég vanalega Sugaring frá BodyShop og það er þannig að ég hita það í vatnsbaði, þetta sem mamma gaf mér hitar maður í örbylgjuofni. Ekki málið, ég fylgdi leiðbeiningunum og hitaði vaxið í örbylgjunni en þegar ég tók krukkuna út úr ofninum fékk ég einhverja furðulega þörf til þess að halla krukkunu um leið og ég kíkti oní hana. ÁÁÁÁÁÁÁI.
A-ha vaxið var ógeðslega heitt og ég brenndi mig á þumalputtanum. Þvílíkur endemis kjáni. Þetta þýddi það að ég var með hendina í köldu þangaði til einhverntíma í nótt...sviðinn ætlaði aldrei að hverfa svo að ég er sona kannski soldið þreytt akkúrat núna. Held ég splæsi bara á mig á snyrtistofu í vax :)





mánudagur, nóvember 22, 2004

Gláp.

Mikið um áhorf.

Á föstudagskvöldið áttum við Unnur leti/kósýkvöld. Fórum á Nings og tókum spólu. Jersey Girl eftir Kevin Smith. Liv Tyler fær hrós fyrir að vera ekki að deyja úr hor. Myndin var ekki nógu góð þó sannarlega hafi boðskapurinn verið virðingarverður. Ég hef alltaf elskað Kevin Smith alveg síðan ég sá Clerks í gamla daga fyrir tilviljun og það var vissulega gaman að sjá vinina alla saman í bíómynd - Matt Damon og Jason Lee bregður fyrir í smáhlutverkum enda ekki Kevin Smith mynd án þeirra :)
Laugardagurinn fór í að hitta vinkonur - margar- og um kvöldið fórum við Unnur í bíó með Elfi og Lóu. Stelpurnar fóru á A Cinderella Story meðan við gömlu fórum að sjá Bridget Jones: The Edge of Reason. Því miður stenst myndin ekki samanburð við bókina. Ég man að ég gersamlega grenjaði úr hlátri yfir bókinni jólin '99 (takk Dísa) ein inn í eldhúsi. Þvílík snilld - þá var ég búin að lesa fyrri bókina, reyndar á íslensku, en mér fannst sú seinni ekki verri. En seinni myndin af Bridget er, eins og Elfur sagði, too comercial. Vissulega skellti ég upp úr og það verulega á köflum en í heildina þá var myndin ekki nógu góð og Bridget fór hreinlega í taugarnar á mér í sumum atriðum. EN nóg um það, kvöldið var frábært. Okkur var boðið í mat og allt. Í gær horfði ég svo á fyrstu þrjá þættina af Desperate Housewifes og ég er bara þó nokkuð hrifin af þeim þáttum. Það er eitthvað ferskt við þá. Gallinn er að allar þessar "housewifes" eru svo grannar að ég byrja að hugsa um að fara í megrun rétt á meðan ég horfi. Fer í fantasíur um það hvað ég yrði ótrúlega flott ef ég bara næði þessum blessuðu 8 aukakílóum af mér og að það sé nú ekki mikið mál og ég hafi gert það áður og ég viti alveg hvað ég á að gera etc. etc. svo bara sé ég poka af Doritos og hugsa ,,hmmm, ég byrja bara á morgun." En já þátturinn. Ég mæli með honum. Spurning hvenær hann verður tekinn til sýningar hér á landi.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Talandi um Edinborg!

mánudagur, nóvember 15, 2004

nú man ég....

Ora - ástríða í matargerð - ég verð einmitt alltaf svo æst þegar ég opna dós af grænum baunum -

dúddúrúddurú

ég er búin með pirringinn - eins gott að Unnur fái kennslu í fyrramálið.
það var eitthvað sem ég ætlaði svooooo að kommenta á áðan en man ekki lengur hvað er.
hmmm. var örugglega einhver auglýsing í sjónvarpinu sem fékk að þola gremjuna í mér.
er komin á vetrardekk að aftan - dugar vel enda á afturhjóladrifnum bíl.
hlakka til um helgina. have a date with Bridge. og Elfi ;)


á maður að hlægja eða gráta!

dóttir mín er komin heim úr skólanum. það virðist ekki vera samstaða um það meðal kennara hvort þeir ætla að vinna eða ekki. því sumstaðar eru kennarar að kenna og því aðeins sum börn send heim.

þrátt fyrir að ég styðji kennara í því að þeir eigi rétt á hærri launum veit ég ekki hvort ég er reið út í þá fyrir að koma svona fram í dag eða hvort ég er brjáluð út í sveitarfélögin fyrir að semja ekki almennilega við kennara til þess að tryggja börnunum rétt sinn. fyrir að láta þetta fara svona.

en sama hvernig á þetta er litið þá er búið að brjóta svo hrikalega á börnunum okkar í haust að það er í raun merkilegt að foreldrar hafi ekki látið heyra meira í sér. kannski hafa þeir, eins og ég, verið að bíða og vona, trúað því að þetta hlyti að enda vel.

mín besta hugmynd um að sýna kennurum stuðning í launabaráttunni er sú að foreldrar barna í grunnskólum sýni börnum sínum samhug og eyði einum degi (allir að velja sama dag auðvitað) með þeim heima.

hvaða ástand myndi þá skapast!?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

The result of the poll I have on this page..

63% kjósa að ég skuli halda til Skotlands í nám. Ég hef nú þegar fundið áhugverða skóla - Napier University - í Edinborg. Ég er staðráðin í að gera þetta. Og ég fæ í magann við tilhugsunina. Spennó. Fjúú... Krakkarnir eru til í þetta og allt. Auðvitað er ég að tala um næsta haust (eftir 10 mán) og það er ekki útséð með inngöngu í skólann og svona en ég mun gera allt sem ég get og sækja um ýmislegt backup. Út vil ek.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

komnar inn myndir frá ríjúníon

Fjúúú...

voðalega er þetta ágætur dagur ...
fór næstum því á límingunum í gær vegna þreytu en held að skapið sé að skána....

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Quote:

Garfield:
"Hey, I know I'm fat ... So what?
I'm fat and beautiful!
Narcissism ... Use it or lose it"

mánudagur, nóvember 08, 2004

I wish

HASH(0x8ad9e4c)
You're Brigitte Bardot!

What Classic Pin-Up Are You?

... ég er ekki laus við að vera soldið sorgmædd yfir því að þetta sé búið... er haldin smá tómleikatilfinningu enda stór hluti lífs míns snúist um að hugsa um þetta ríjúníón síðasta mánuðinn - svo er ég bara í því frábæri djobbi núna að fara yfir Word-verkefni frá tæplega 70 nem. Stuð að vera kennari ;D

Re-júníon

Laugardagskvöldið var stórkostlegt. Re-júníonið sem hafði verið í undirbúningi í rúman mánuð gekk algjörlega upp. Við byrjuðum á að hittast í Þinghólsskóla og tók Guðmundur Oddsson fyrrum skólastjóri á móti okkur og leiddi okkur um skólann en á honum hafa orðið miklar breytingar sl. 15 ár. Hann fór á kostum að vanda og ég er ekki frá því að mörg okkar hafi upplifað tilfinningu í hjartanu sem ekki hefur látið á sér kræla síðan í gamla dag. Það var sérlega fyndið þegar að hann skipaði okkur öllum að setjast á bekkina og í stað þess að ávarpa okkur eins og fullorðið fólk þá notaði hann sama tón og orðalag og hann gerði hér um árið. Það var bara dálítið notalegt. Sér í lagi þar sem að samviskan var hrein og ég áttaði mig á því að ég hef hér um bil gleymt veru minni þarna. Ég meina .... ég man enn brot og brot en ég til að mynda þá man ég bara eftir 5-6 kennurum en það hljóta mun fleiri að hafa kennt mér. Eftirminnilegastur er Hrafn heitinn - hann var mér góður. Það mættu vel flestir í Þinghólsskóla en af 50 skráðum, í heildina mættu 48, komu eitthvað um 43 í skólann. Það voru blendnar tilfinningar sem fóru um mig við að sjá gömlu félagana. Afskaplega vel gert fólk allt saman og ég er ekki frá því að aldurinn fari strákunum flestum afskaplega vel. Ekki laust við að um mig hafi farið fiðringur við að sjá suma.

Að heimsókn í skólann lokinni, klukkutíma síðar, var haldið í sal Samfylkingarinnar í Hamraborg 11 og var létt yfir öllum. Margir komu á staðinn með kvíða í hjarta og sumir játuðu að hafa alls ekki ætlað að koma. Æskuvinurinn sagði meðal annars að ef ég hefði ekki hringt í hann persónulega stuttu áður og athugað með það hvort hann ætlaði að mæta þá hefði hann ekki látið sjá sig. Hann sá ekki eftir því að hafa komið.
En kvöldið heppnaðist vel. Við borðuðum góðan mat og drukkum mikið öl (ég hélt mig auðvitað við vatn og kaffi) og svo var tjúttað og hlegið mikið. Dansað við "eitís" tónlist uppi í salnum til að verða eitt en þá var gleðin færð niður á jarðhæðina og tjúttinu haldið áfram á veitingastaðnum Catalina. Þar var trúbador með skemmtara og gítar sem spilaði mikið af skemmtilegum slögurum og við sungum og dönsuðum frá okkur allt vit. Sumir voru orðnir talsvert ölvaðir, reyndar löngu áður, og áttum við stúlkurnar oft í mesta basli við að halda af okkur leitandi höndum fyrrum sénsa. Í sumum tilfellum voru hendurnar örugglega velkomnar ;)

Ég held að það hafi nánast hver einasta manneskja þakkað mér og hinum í skipulagsnefndinni fyrir vel heppnað framtak og var það ánægjulegt. Margir hafa burðast með þunga fortíðarpoka á bakinu frá unglingsárunum. Mínum henti ég til að mynda bara nýverið og var þetta kvöld ánægjuleg prófraun í að kanna það hvort pokinn væri ekki örugglega farinn - ég stóðst prófið. En sumir voru enn með sinn í eftirdragi. Það er ótrúlega sorglegt til þess að hugsa að fólk komið á fertugsaldurinn skuli ekki geta hitt fólkið sem það ólst upp með og hitti nánast daglega, í sumum tilfellum í 10 ár, án þess að finna til vanmáttar og óþægindatilfinningar. Ég held, og vona, að kvöldið hafi hugsanlega losað einhverja undan því oki. Ég vona að hinir 33 sem ekki mættu muni sjá sér fært að mæta næst, eftir 5 ár. Það stóð nú til að kjósa nýja nefnd... það fórst fyrir, en við sem sáum um undirbúninginn erum nú reynslunni ríkari og munum vandræðalaust geta gert þetta aftur - við hóum bara í aðra þegar þar að kemur. Ég er strax farin að hlakka til.

laugardagur, nóvember 06, 2004

7 Nation Army

Ég er greinilega orðin gömul og hlusta aldrei á tónlist orðið. Dóttir mín var að spila disk sem stóri bróðir hennar gaf henni - svona heimatilbúinn safndisk og ég kolféll fyrir einu laganna og jú ég hef heyrt minnst á White Stripes en ég þekkti ekki lagið... en með því að gúgla textann fann ég út að það heitir "7 Nation Army." Þrusuflott.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Listadagur

Ég stal þessum lista frá Ásgeiri sem “stal spurningunum frá Palla sem stal þeim frá Birki” ...

have you ever had a song written about you? – það held ég já og líka ljóð
what song makes you cry? – Hallelujah með Jeff Buckley,
what song makes you happy? – Walking on Sunshine með Katrina and the Waves
what’s your height - 1.65
hair color – brúnn og farin að grána
eye color - brúnn
piercings – já í eyrum
tattoos – nei, guggnaði sem betur fer á því
what are you wearing? – ég er í svörtum buxum og litríkri peysu
what song are you listening to? –ekkert
what taste is in your mouth? - balsamic
what’s the weather like? – rok og rigning (what else is new)
how are you? – frekar þreytt en ánægð

do you
get motion sickness? – já get varla hreyft mig án þess að svima ;)
have a bad habit? – já
get along with your parents? – já oftast nær
like to drive? – já, en vildi gjarna hafa einhvern til að keyra mig stundum
have a boyfriend – neiiiii ekki ennþá
have a girlfriend – aldrei
have children? – jebb tvö frábær og þau eiga ekki síðu á barnaland.is

have you
had a hard time getting over somone? –Já
been hurt? – Já
your greatest regret? – hmmm sé eiginlega ekki eftir neinu þannig því að allt sem hefur gerst og ég hef gert hefur fært mig hingað – sé kannski mest eftir því að hafa ekki alltaf verið góð við alla

your cd player has in it right now? – Starsailor… Love is here

if you were a crayon what color would you be? - appelsínugulur

what makes you happy? – lífið og tilveran og ég sjálf… happy is a state of mind I create myself…

what’s the next cd you're gonna get? Sko… langar ferlega í allskonar diska… veit ekki hvern ég kaupi næst samt kannski White Stripes

seven things in your room? fartölva, sjónvarp, bók í flt., sófi, borð, ljós og kerti

seven things to do before you die... vá, hmm, pass eða sko búa í Skotlandi, klára master, eignast eitt barn til…

top seven things you say the most... jæja, heyrðu, já, nei, hæ, elskan, okey

do you... smoke? – nei ekki lengur
do drugs? – nei
pray? - já
have a job? – já
attend church? – nei ekki beint
have you ever....
been in love? – já reyndar
had a medical emergency? - já
had surgery? - já
swam in the dark? – ekki beint
been to a bonfire? – ef áramótabrenna er talin með
got drunk? – já
ran away from home? – já hí hí þegar ég var 7 eða 8 ára
played strip poker? - JÁ ÞAÐ HEF ÉG
gotten beat up? – já viðbeinsbrotnaði og fékk skurð á augað… var ráðist á mig níðrí bæ
beaten someone up?- nei varla
been onstage? – tjaaaa ekki professionally
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? – hmmm hvað er átt við hér…
do you have any gay or lesbian friends? – já kunningja ekki nána vini svo ég viti

describe your
first kiss – krúttlegur
wallet – nýtt, svart með fullt af kortahólfum
coffee – með mjólk og hrásykurmola spari og latté á kaffihúsum
shoes – á æðislega töff ný stígvél aðrir skór eru talsvert gamlir
cologne – aldrei en alltaf ilmvatn nema ég gleymi nota núna Mystery/Naomi Campell

in the last 24 hours
you have... cried - nei
bought anything – já mat
gotten sick - nei
sang – örugglega var með strumpaþemalagið á heilanum í morgun og flautaði það allavega…
been kissed – nei því miður
felt stupid - já
talked to an ex - já
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone – já
hugged someone – já dóttur mína

þriðjudagur, nóvember 02, 2004


stofan - sést reyndar ekki mikið Posted by Hello

mánudagur, nóvember 01, 2004

Á léttari nótum...

Óðinn er orðinn hress.
Unnur er komin heim.
Nóvember er kominn.
Jólakókómjólk er komin á markaðinn [kræst].
Það var gaman í vinnunni ;)
m.a.- beið mín geisladiskur að gjöf frá samstarfsmanni - Norah Jones/ nýji
Starsailor diskurinn (Love is here) heldur áfram furðulegheitum og spilar bara lög eftir hentugleika - í morgun var það lag númer fjögur -"Lullaby."

Ó já. Svo eigum við víst að refsa olíufélögunum og versla annað hvort við Atlantsolíu eða kaupa BARA bensín - ekki neinn aukavarning - getum keypt hann annars staðar!!!!


Minning

Ég þekkti Önnu Pálínu ekki neitt en vil minnast hennar vegna þess að hún háði baráttu við krabbamein. Enn ein konan, manneskjan, hefur horfið of snemma frá börnum sínum og fjölskyldu vegna þessa illvíga sjúkdóms. Ég er þakklát því að móðir mín slapp vel en jafnframt finn ég til mikillar samúðar með fjölskyldu og vinum Önnu Pálínu jafnt og annarra sem tapað hafa baráttunni við "ótuktina."

1985 í efsta veldi Posted by Hello