mánudagur, maí 31, 2004

Júní framundan

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað tíminn líður hratt. Ég á viku eftir í fríi. Byrja að vinna mánudaginn 7. júní. Mér finnst ég heppin.

Ég er búin að hafa það svo gott að ég hef ekki einu sinni getað hugsað mér að tuða yfir einu eða neinu. Nema ef vera skyldi yfir einskærri leti í sjálfri mér og erfiðleikum við að koma mér að verki. Ég er bara búin að vera á svo miklu flakki. Var samt heima allan daginn í gær og ágæt vinkona mín kom í heimsókn með dóttur sína sem lék sér við Óðin meðan að við sátum út í garði í fína veðrinu.
Ég er nú þegar búin að sitja þrjá daga út í garði (síðan á miðvikudaginn) sem jafnar þau skipti sem ég sat út í garði allt síðasta sumar. Hefur auðvitað með það að gera að veðrið er búið að vera einstaklega gott, og er enn ágætt.

föstudagur, maí 28, 2004

Nýtt blogg

Stóðst ekki mátið að fá mér eitt af nýju templeitunum.

Byrja í vinnunni 7. júní og hlakka mikið til að takast á við nýja og spennandi hluti.

miðvikudagur, maí 26, 2004

BTW

Ég fékk vinnuna :)

sunnudagur, maí 23, 2004

hef verið að velta því fyrir mér að hætta að blogga en tími því ekki alveg strax... en hef ákveðið að fjarlægja gamalt blogg. sumir hlutir eiga bara heima í fortíðinni.

föstudagur, maí 21, 2004

Is a tired woman

omg, ég er svo þreytt að ég hef mig varla í neitt en er samt búin að vera á fullu - aðallega í súpermömmuleik. Sonurinn varð 5 ára í gær, hann er svo yndislegur þessi stóri strákur. Við gistum hjá móður minni á miðvikudaginn og vöknuðum þar í gærmorgun og vorum með afmælismorgunverð (afmælisveislan hjá mér var á sunnudaginn var) fyrir unga manninn. Síðan fór ég með dóttur minni í ratleik við Hvaleyrarvatn klukkan 11 (í góða veðrinu (ofurmamman fór líka með syni sínum í sveitaferð sl. laugardag)). Það var þrælgaman, en lítil mæting. Sonurinn vildi eiga ömmu útaf fyrir sig á meðan. Síðan var brunað í Rvíkina og hann baðaður svo að faðir hans fengi hann hreinan og sætan í hendurnar en hann hélt fyrir hann veislu hjá sér. Dóttirin fór að sjálfsögðu með í afmælið svo ég skellti mér til Eddu Láru í kaffi, enda hafði Halli farið með þeirra son í veislu til sonar míns (í annað sinn, hann kom líka í veisluna hingað). Ég aðstoðaði hana við að færa til húsgögn og var launað með matarboði (læt alltaf vita þegar þau bjóða mér í mat). Nú þarf ég bara að herða mig upp í að gera eitthvað hér og sækja um vinnu. Draumavinnan virðist eitthvað ætla að láta standa á sér. Því miður. En það eru fleiri störf til - ef þessi möguleiki gengur ekki upp þá er hann allavega búin að opna augu mín fyrir því hverju ég hef áhuga á.

sunnudagur, maí 16, 2004

og hvað næst!

Jæja, þá er ég búin í skólanum. Ekkert eftir nema útskrift 19. júní. Ekki ljóst enn hvað verður í atvinnumálum, svo ég mun sitja auðum höndum næstu daga...eða ekki. Ætli ég endi ekki með því að leggja parket og klára að setja upp skápa á baðinu, fataskápa í svefnherbergið, lakka hurðaramma, pússa þröskulda, og kannski hvíla mig aðeins líka. Vá, ég get hangið á kaffihúsum...vill einhver vera memm!?



Annars er ég með áskorun...hér um daginn kommentaði einhver á síðuna og kallaði sig "friend" - þar sem að ég veit ekki hver þetta er og er ógeðslega forvitin þá skora ég á þennan "friend", hver sem hann/hún er, að hafa samband. Netfangið mitt er hér til hliðar svo og msn-ið mitt. Mér finnst skemmtilegra þar sem bloggið mitt er heilt yfir frekar persónulegt fremur en málefnalegt að vita hverjir lesa það, sér í lagi ef þeir sjá sig knúna til að kommenta á mál mitt.

föstudagur, maí 14, 2004

"Coffee and Cigarettes"



Ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd. Ég varla trúi því að hún geti klikkað!

Enskukennari

Ég sé ekki betur en að ég geti sótt um nokkrar enskukennarastöður ef mig fýsir svo, nú þegar hafa Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík(reyndar runninn út fresturinn), Hlíðaskóli, og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýst lausar stöður auk þess sem ég heyrði útundan mér að laust væri í Menntaskólanum á Akureyri. EN þar sem ég stefni ekki á búferlaflutninga á næstunni þá eru Fjölbr.SNæf og MA úti. Fæ annars fréttir eftir helgi sem stjórna því svolítið hvað ég geri í atvinnumálum.
Er alveg við það að ljúka lokaverkefninu mínu sem er starfskenningarverkefni og frágangur á ferilmöppu, á að skilast á morgun og þá er ég bara búin. Vá, hvað er gott að segja þetta. Maður getur kannski farið að vera þátttakandi í lífinu aftur, það er, lífi utan kennslufræði :o)

fimmtudagur, maí 13, 2004

ég er afskaplega hamingjusöm...

ég er djúpt snortin yfir því hversu margir hugsuðu til mín á afmælinu mínu, ég var m.a. búin að fá þrjú sms fyrir klukkan átta í morgun ;) svo ekki gleymist öll símtölin, heimsóknirnar, e-mailin og bara umhyggjan - það er ekkert smá mikilvægt að eiga góða vini að.

ég tók eina prófið mitt í dag og gekk bara þokkalega vel - kom svo heim og átti yndislega stund með fjölskyldu og vinum - er núna örmagna af þreytu en hrikalega hamingjusöm og ánægð...

góða nótt og guð geymi ykkur!

þriðjudagur, maí 11, 2004

ammli

...kl.00.55, 12. maí 1973 fæddist stúlkubarn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Þetta var án efa stórkostlegasta afmælisgjöf sem faðir stúlkubarnsins hefur nokkurn tíma fengið - en þess má geta að hann sjálfur er fæddur sama dag aðeins 26 árum áður.


(og ekki má gleyma að tvíburabróðir hans fæddist nokkrum mínútum áður sama dag. Góður vinur minn átti einnig þennan afmælisdag (blessuð sé minning hans) og vinkona mín úr hagnýtu, hún Ásta Beck, á líka afmæli þennan dag og móðir vinar míns og Friðrik Þór Friðriksson, Gabriel Byrne, Ving Rhames, Emilio Esteves, Stephen Baldwin, Samantha Mathis og svo framvegis - já og Helga Möller).

fimmtudagur, maí 06, 2004

Merkilegt að maður skuli þekkja menn af göngulaginu svona mörgum árum seinna.

Kemur mér alltaf í gott skap...

TAURUS (April 20-May 20): Welcome to the first horoscope in history that relies entirely on the colors of Crayola crayons for its metaphors. To what do you owe such an honor? Simple, Taurus: After a dicey cruise through the midnight blue and burnt umber parts of the spectrum, you're now awash in a kaleidoscope of flashier hues, ranging from pink flamingo to electric lime to neon carrot. Even wild blue yonder and mango tango are injecting themselves into the mix. Congrats on this vivid redirection. Where you're headed is more interesting than the yellow brick road. In Crayola-speak, it's more like the banana mania brick road.

www.villagevoice.com/horoscope


Og nú bíð ég bara eftir því að andanum þóknist að koma yfir mig :o)

þriðjudagur, maí 04, 2004

bleh...

Dagurinn var afskaplega góður ef litið er til framtaksemi tengdri lærdómi. Las fjórar greinar um Anorexiu Nervos og Bulimiu Nervosa og algengi átraskana meðal fimleikastúlkna og tengsl á milli SHAB (sexual harrassment and abuse) og ED (eating disorder) og eitthvað ægilega læknisfræðilegt og sálfræðilegt dót. Mjög áhugaverðar pælingar þarna. Ég les eins og er suður í Hafnarfirði þar sem ég veiti móður minni stuðning með nærveru minni. Hún var að koma úr svaka aðgerð og það er náttla betra að vera ekki einn að staulast um allan daginn þegar maður kemst ekkert út.

Við leysum náttla lífsgátuna reglulega á milli þess sem ég læri og hún hvílir sig. Enda höfum við aldrei átt í vandræðum með að spjalla, við spjöllum kannski aðeins of mikið á stundum.

mánudagur, maí 03, 2004

1987

Óhuggulegt hvað ég var ung þetta sumar... ég átti kærasta (snemma sumars í stuttan tíma) sem hét Palli (og heitir eflaust enn). Mér fannst hann svo sætur en ég var þá strax farin að laðast að klikk gaurum (án þess að ég sé að segja að allir sem ég laðast að séu klikk) en þessi var það. Hann var þremur árum eldri en ég. Ég sem betur fer hafði vit á því að hætta með honum - enda alltof ung þá til að vera með einhverjum sem var svona mikið eldri en ég. En semsagt ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp er að ég las um að The Cure væri að gefa út nýja plötu á næstunni og hún var uppáhaldshljómsveitin mín þetta sumar og þetta lag hér fyrir neðan var mikið spilað (náttúrulega bara textinn hérna að neðan en ekki lagið sjálft). Hann sagði einu sinni við mig (sko Palli) - "þú ert með svo kynæsandi brún augu að ég fæ stand" - ég meina shite, ég var allt of ung til þess að láta segja svona við mig ;)

Let's Go To Bed Lyrics

Doo doo doo doo Doo doo doo doo

Let me take your hand
I'm shaking like milk
Turning
Turning blue
All over the windows and the floors
Fires outside in the sky
Look as perfect as cats
The two of us
Together again
But it's just the same
A stupid game

But I don't care if you don't
And I don't feel if you don't
And I don't want it if you don't
And I won't say it
If you won't say it first

You think you're tired now
But wait until three
Laughing at the Christmas lights
You remember from December
All of this then back again
Another girl
Another name
Stay alive but stay the same
It's just the same
A stupid game

But I don't care if you don't
And I don't feel if you don't
And I don't want it if you don't
And I won't say it
If you won't say it first

You can't even see now
So you ask me the way
You wonder if it's real
Because it couldn't be rain
Through the right doorway
And into the white room
It used to be the dust that would lay here
When I came here alone

Doo doo doo doo Doo doo doo doo
Let's go to bed

(tók líka eftir því að kea skyr notar "close to me" með Cure í auglýsingunni sinni)