fimmtudagur, desember 30, 2004

Þótt líði áramót ....

Jæja, síðasti vinnudagurinn í Kennslumiðstöð runninn upp. Þótt það sé spennandi að takast á við nýjan vettvang þá er dálítið leiðinlegt að yfirgefa samstarfsfólkið sem hefur reynst mér vel og verið alveg frábært í alla staði.
Ég er barnlaus yfir áramótin og er ekkert þannig lagað búin að plana - hugsa að ég verði á ferðinni bara og kíki á alla staðina sem búið er að bjóða mér á en byrji samt á að borða með mömmu og hafa það gott með henni framan af kvöldi.

Er búin að vera í hálfgerðu losti yfir þessum atburðum í Asíu og í aðeins minna losti yfir leiðinlegum tíðindum hér heima en þau eru ekkert í samanburði. Minnir mig á hvað ég er heppin að hafa bara einhverja smámuni til að syrgja eða gremjast yfir - ótrúlega heppin.

Óðinn sló í gegn í gærm0rgun enn einu sinni þegar hann tilkynnti mömmu sinni að það væri svo góð lykt af henni... svona sæt og góð sagði hann :o)

Ég ætla ekki að skrifa meira í bili en skrifa eins og alltaf í upphafi árs eitthvað gáfulegt eða þannig um liðið og hvað framundan sé.

Gangið nú hægt um gleðinnar dyr, gleðilega hátíð og ég óska ykkur öllum farsældar á komandi ári.


mánudagur, desember 20, 2004

Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil.


fimmtudagur, desember 16, 2004


mamma og afi Posted by Hello

mánudagur, desember 13, 2004

alltof stuttur tími

það er þannig þegar maður er þreyttur að þá eru þrír sólarhringar mjög stuttur tími til að ferðast. við gerðum því mikið af því að hvíla okkur :-)

Við skoðuðum Glasgow á fimmtudeginum, Linda kom með lestinni að hitta okkur og við röltum um og fengum okkur að borða, fengum okkur kaffi, fengum okkur öl (sumir bjór aðrir soda 'n lime), skoðuðum aðeins í búðir - versluðum lítið og fórum svo til Kilsyth þar sem Linda býr. Hvíldumst um kvöldið - borðuðum snakk með Salt and Vinegar (fæst sjaldan hér) og horfðum á útlenskt sjónvarp og borðuðum Curry Chicken (voðalega breskt eitthvað).

Á föstudagsmorgninum tókum við því rólega fram eftir en drifum okkur svo með lestinni inn í Edinborg. Ég fór í Napier og hitti þar Tom nokkurn McEwan og hann sýndi mér aðeins um skólann og við spjölluðum aðeins. Heimsóknin dró alla vega ekki úr áhuganum það er víst. Svo rölti ég þaðan yfir á Nicholson að hitta stelpurnar (tók bara 25 mín og mér fannst það lítið... sko allt yfir 5-10 mín hér er mikið ;)) og við röltum niður í bæ. Stoppuðum auðvitað á bar og fengum okkur Nachos og sumir fengu sér bjór en aðrir soda og lime. Skoðuðum svo í búðir á Princes Street og nutum þess að vera þarna - versluðum soldið en ekki mjög mikið. Ég á núna reyndar alla Friends þættina þ.e. þegar að 7 og 8 skila sér frá USA. Og þetta kostar skít og kanil þarna í úttlöndunum. Drifum okkur svo í Kilsyth eftir kaffi og biscotti á Costa á brautarstöðinni og borðuðum Fish 'n Chips (ennþá meira breskt) í kvöldmat og horfðum á útlenskt sjónvarp.

Laugardagurinn sem átti upphaflega að vera svona sight-seeing dagur breyttist í búðadag vegna veðurs... svo mikil rigning og þoka að maður sá nú ekki mikið. Skruppum yfir í Cumbernauld og skoðuðum eitt það ljótasta mall sem ég hef komið í en gátum samt aðeins verslað þar og svo löbbuðum við yfir í TESCO Extra sem var þar rétt hjá og versluðum gjafir og nammi og sokka og solleiðs. Vorum svo komnar frekar snemma heim og tókum það bara rólega - Stuart eldaði Macaroni and Cheese handa okkur og við horfðum á The X-Factor (lokaþáttur - þetta eru Simon Cowell og Sharon Osborne og einhver einn til og þetta er einskonar Pop Idol/American Idol nema bara þarna voru grúppur velkomnar og líka eldra fólk). Tókum því aftur rólega um kvöldið enda þreyttar og rigning mikil úti.

Sunnudagurinn fór svo bara í heimferð... Linda og Stuart elduðu ekta Skoskan morgunverð sem samanstóð af beikoni, eggjahræru, pylsum, bökuðum baunum, kartöfluköku og ristabrauði. Alveg ágætt en kannski svolítið þungt ;) Ferðin heim gekk vel fyrir utan biðraðir, yfirþyngd og seinkun auk þess sem maturinn í flugvélinni var óvenjuvondur. Tek pottþétt nesti næst. Eyddi svo alltof miklu í Fríhöfninni... reyndar keypti ég ekkert sem ég var ekki búin að ætla að kaupa lengi og vantaði. Gott að vera komin heim til krakkanna. Verður gaman að flytja út og fá að hafa þau með mér. Ég á svo góða barnsfeður að það er engu lagi líkt.

Jæja. Nú kallar vinnan.


þriðjudagur, desember 07, 2004

Scotland in just under 48 hours...

For some reason I'm thinking in English at the moment (and writing). Perhaps because I was just reading couple of blogs in English and because I'm filling out my application. I was in e-mail contact to some teachers at Napier this morning and I am meeting with the Postgraduate admission tutor on Friday. This is really happening. Linda here I come. But this stop will only be for three days - we arrive around 11 on Thursday and have to leave around 11 on Sunday. But I'm getting myself a Christmas present and am going to by jólapakka Icelandair for my Vildarpunkta. It only costs 24.900 punkta instead of 38.000 normally.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Bloggi blogg

Jæja. Svakalega líður tíminn hratt þessa dagana. Bara vika í Skotland og 3 vikur í Þorlák. Og ég er ekki farin að huga að gjöfum einu sinni. Nema einni - en það er bara aðþí að ég ætla taka hana með mér til Skotlands og senda hana þaðan til Englands. Smá æfing áður en ég flyt út.
Annars er það helst að frétta að piparkökur voru skreyttar í æfingaeldhúsi Hlíðaskóla í gærkvöld... og svo étnar stuttu seinna í Barmahlíðinni *roðn* *hóst* *hóst* :)
Ég hef undirritað ráðningarsamninginn við Fjölbrautaskólann við Ármúla og mun því hefja þar störf í byrjun janúar og yfirgefa Kennslumiðstöð. En ég mun halda áfram sem stundakennari í námskeiðinu Upplýsingatækni í skólastarfi og verð því áfram á (lág)launaskrá fram á vor.
Ég er að vinna í því klára umsóknina mína. Hún verður pottþétt farin af stað til Skotlands á undan mér. Nema ég taki hana bara með mér og kíki við í Napier svona um leið og ég heimsæki borgina (efast um að Döggu þyki það gaman). Ég verð alltaf ákveðnari og ákveðnari í því að byrja á að sækja um í Multimedia and Interactive systems og sjá svo til hvort ég sæki um í framhaldi af því í Screen Project Development. Og ef ég kemst ekki inn þá verð ég ofboðslega hissa! :-O