miðvikudagur, júlí 31, 2002

Ég bara verð að bæta dásamlega norðlenska drengnum honum Ásgeiri inn á linkana hjá mér. Hann er svo yndislega fyndin. Og vonandi heldur hann áfram bloggi sínu þó hann hverfi út í heim. -Tékk itt át Sérstaklega kvikmyndahandritið... ég var alveg búin að gleyma þessum myndum sumum...
Jæja nú er öllum frjálst að kommenta á skrif mín, ég er svo klár sko.

þriðjudagur, júlí 30, 2002

Ætla að reyna að finna út úr því hvernig maður setur inn gestabók! Var spurð um slíka í dag.
ÞREYTT

Ætlaði að blogga fullt en lenti á spjalli við Lindu beib í Edinborg á MSN-inu og hún er að fara að senda mér fullt af Skotum... enda veitir ekki af það er farið að sárvanta karlhormóna inn á heimilið mitt. En hún sagði mér að það kæmu örugglega margir Skotar í október, einhver landsleikur víst. Annars var dagurinn í dag bara fínn og við fórum í sund frekar seint reyndar en ég náði að synda 600 metra (synti 500 í gær) og er ekki frá því að vöðvarnir séu eitthvað að taka við sér. En verð að sofa núna zzzzzzzzzzzz...................

sunnudagur, júlí 28, 2002

Húsafellsferðinni hefur verið aflýst - hjúkk - enda var ég ekki að nenna að fara að keyra þangað núna.

VÁ VÁ Titus Andronicus rokkaði feitt - nei svona í alvöru þá var þetta ótrúlega vel heppnað hjá þeim og blóðið flaut í stríðum straumum og settið var svo yndislega einfalt en samt svo flott allt og ljósin og tónlistin og sprengingarnar toppuðu allt. En þar sem ég hef alltaf verið sérlega viðkvæm sál þá fannst mér nú stundum nóg um viðbjóðinn en svona var þetta bara, ha. En við Dísa kíktum svo á Thorvaldsen og fengum okkur kaffi og það var verulega notalegt og svo var mín bara komin heim klukkan 1 og kláraði þá að horfa á 8 seríu af Vinum og mér finnst ég orðin frjáls. Skrýtið hvað maður getur orðið alveg húkkt á sjónvarpsþáttum. En nú er bara að hverfa aftur til raunveruleikans enda vinna framundan og nóg enn eftir að klára í íbúðinni - djö.. mig langar so að brjóta niður veggina en ég veit að skynsemin segir mér að geyma það til næsta sumars en búhú mig langar svo að klára þetta núna - ég er svo klikk. En hver er sosem ekki klikk - það eru allir með sína sérvisku og sína dynti og það er það sem gerir okkur öll svo yndisleg og sérstök.

Nú en fyrst Húsafell er úr sögunni þá er Árbæjarlaugin inn í dag aftur og best að fara í Hafnarfjörðinn að sækja börnin (sko mér finnst Hafnarfjörður yndislegur bær og ég bjó þar einu sinni í 4 ár en mamma mín mætti alveg flytja aðeins nær okkur - það er alger synd hvað maður er latur að skreppa til hennar en það er samtals 30 mínútur fram og tilbaka og það er nú bara slatti) og halda svo í sund. Best er að pabbi og gestir hans verða þarna líka svo ég næ kannski að synda eitthvað en ekki bara að vaka yfir Óðni svo hann fari sér ekki að voða. Hann er algerlega brjálaður í sundi.

Njótið dagsins.

laugardagur, júlí 27, 2002

Ég hef soldið verið að spá í karlmenn eða réttara sagt karlmannsleysið! Ég þóttist nú alveg með það á hreinu eftir skilnaðinn hvað það væri sem ég vildi allsekki í karlmönnum og hvaða kosti væri gott að þeir hefðu ... en ég held að það gangi ekki alveg upp. Ég t.d. kynntist einum sem uppfyllir flest skilyrðin en það er ekki alveg að virka samt. Hann veit allt um það en það eru því miður ákveðnir hlutir sem ég á eitthvað erfitt með að meðtaka hjá honum, sem er miður en ég er reyndar komin á það núna að það væri alveg sama hvað gaurinn væri frábær því ég er bara að jafna mig á síðasta sambandi og ekki tilbúin í neina alvöru enn. Svo er ekki hægt að vera með einhverjar sérstakar forkröfur þegar ástin er annars vegar. Ég held að engar konur né menn vilji fari í sambönd þar sem ofbeldi er fyrir hendi, líkmaklegt og/eða andlegt. Það vill enginn láta gera lítið úr sér en samt eru ótal margir fastir í einmitt svona samböndum.
Það eru hreinar línur að hver og einn verður að vinna í sínum málum og svo þarf að sjálfsögðu að vinna saman líka. Ég veit bara að jafnrétti, og þá er ég ekki bara að tala um uppvask og önnur heimilisstörf eingöngu, er mjög mikilvægt og að fólk virði skoðanir annarra og hugmyndir. Ég þoli ekki fólk sem er alltaf að segja manni hvernig maður á að vera, hvað maður á að segja og hvað maður sagði vitlaust og hvað maður gerði vitlaust. Ég er bara eins og ég er og ég hef ákveðið að reyna að gera mitt besta við að vera heiðarleg og einlæg og styðja vini mína og fjölskyldu í þeirra lífi og læt afskiptalaust hvað fólk er að gera svo lengi sem ég er ekki beðin um mitt álit. Það eru alveg hreinar línur að það eru takmörk fyrir því hvað maður getur leyft sér að segja við fólk.
Ég hef átt það til að orða hluti óheppilega og er oft misskilin (eitthvað sem ég verð að vinna í) og maður getur sært rosalega með orðum. Ég hef oft verið svo helsár eftir að fólk hefur gert lítið úr mér og mínum hugmyndum og hugsunum og þessvegna hef ég ákveðið þetta sem ég var að segja hérna áðan.

En nú er víst komin tími á sund, börnin pöntuðu Árbæjarlaugina og þau eru svo að fara til mömmu að gista því ég er að fara að sjá Titus Andronicus í kvöld.
Ég ætla rétt að vona að það verði æðislegt. Svo er stefnan í Húsafell á morgun. Við fáum lánaðan bústað í nokkrar nætur en ég verð að vera komin heim fyrir miðvikudag því þá fara börnin til pabba sinna og ég verð barnlaus í hátt í 2 vikur. Og á miðvikudaginn fæ ég nýja rúmið mitt og ....



Ég hef komist að því að ef maður ætlar að vera með miklar og langar vangaveltur á blogginu er eins gott að skrifa í einhverju ritvinnsluforriti og peista svo yfir, þvi í gærkvöld var ég búin að skrifa heilmikið misgáfulegt en örugglega skemmtilegt (allavega að mínu mati) og þá fraus hel... tölvan og ég týndi öllu búhú :( læt það ekki koma fyrir aftur. Hmm. En semsagt ég er búin að vera í endalausri tiltekt (inná milli glápt á Vini) og lét mér jafnvel detta í hug að brjóta niður veggi um verslunarmannahelgina!!! Ég veit alveg að það er ekki mjög gáfulegt : ) sérstaklega þar sem ég er að fara í sjúkraþjálfun útaf bakinu á mér. EN þegar ég bít eitthvað í mig sem mér þykir afburðasnjallt þá á ég erfitt með að yfirgefa hugmyndina. Gott dæmi um það er að ég á svaðalega fint eldhús núna á alveg nýjum stað í íbúðinni minni og er svaka svaka svaka flott og ég er ekkert smá ánægð með að hafa ekki yfirgefið þá hugmynd.

fimmtudagur, júlí 25, 2002

25.júlí og það er engu líkara en að haustið sé komið. Það var þó nett yndislegt að sitja í gærkvöld og hlusta á rigninguna falla úti enda söng ég son minn í svefn með hinni tímalausu vögguvísu, "Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur". Ég má ekki syngja neitt annað fyrir hann en þetta og mér þykir fyrir því en ég kann ekki þriðja erindið, en ætti víst að hafa upp á því.
Það er svo yndislegt að vera í sumarfríi, við Óðinn sváfum til 11 í morgun ekki það að mér finnst ég alltaf týna töluvert miklu af deginum þegar ég sef svona lengi en ég vaki lengur á móti svo =

Stefnan er að vera heima í dag, hella upp á kaffi og vonast eftir gestum. En jú líka að taka til. Ég er enn með nóg að gera í endurbótunum.
Nú er ég samt einna helst í að minnka við mig drasl. Það er svo erfitt að einbeita sér þegar allt er í drasli.

Góðan dag.


Have you?
1. Turned off your lights?
2. Removed all valuables from sight?
3. Taken your keys?
4. Locked all your doors?
5. Remembered where you parked?
Stóðst ekki mátið og setti inn linka og emailinn minn og lagfærði klukkuna og svona dúllaði soldið við þetta. En nú er virkilega farið að halla á mína og tími til að lúlla.
Ég er sátt í dag. Fór með Dísu á Thorvaldsenbar að borða og við fengum guðdómlega góðan kjúkling i rauðu karrý með kartöflum namm namm og voða fínt Latté. Ég er líka að stíga upp úr lægðinni sem gekk yfir mig síðustu vikur. Það er nú einusinni þannig að hlutirnir gerast ekki bara vavúmm þó maður gjarnan vilji það og ég er sko búin að komast að því, heldur betur. En semsagt þó að það sé ekkert grín að ganga í gegnum lífið þá segi ég nú bara þetta, "það sem drepur þig ekki, styrkir þig!" og eins og vinur minn sagði eitt sinn líka, "Life is what happens to you when you're busy making other plans."
Ég fékk heldur betur fiðring í tærnar og ferðalöngunin greip mig þegar ég las um Edinborgarhátíðina sem er núna í ágúst og liggur við að ég blóti því að hafa eytt flugpunktunum mínum um páskana. En Linda beib er í Edinborg og gvöð hvað ég væri til í að fara til hennar aftur. Linda ef þú lest þetta þá "miss ya babe!". En skuldahalinn minn er orðinn alveg nógu langur í bili. HMMM.
Heyrðu var að hlusta á Helgu Völu og félaga í dægurmálaútvarpi Rásar2 í gær á leiðinni heim frá Húsafelli og þar sat einhver kjáni frá Vífilfelli fyrir svörum um það afhverju allir vinningarnir væru búnir í Boing leiknum. Dóttir mín er einmitt búin að vera að safna og mikið hlakka ég til að segja henni þetta en það er ekki málið. Hvernig er hægt að kalla þetta vinninga. Maður KAUPIR gosið og safnar miðum og svo BORGAR maður upp í vöruna. Vinningur haa!
... ég tók upp fílofaxið í dag og var að fletta í gegn og rakst á soldið sem ég skrifaði fyrir nokk löngu síðan um sjálfselsku og vináttu og bla en allavega sagði ég að maðurinn væri í eðli sínu sjálfselskur og allt sem maður gerði fyrir aðra væri gert með mann sjálfan í huga og maður hlyti ávallt ávinning af öllu góðu sem maður gerði og svo er ég að lesa How to be Good og rekst á þetta sama OG þetta var líka til umræðu í einhverri seríunni af Vinum. Merkilegt hvað maður getur ítrekað rekist á sömu hlutina og þó ég segi ekki að þetta sé það sem fólk geri og hugsi meðvitað um þegar það er að gera góðverk þá hlýtur þetta að vera í undirmeðvitundinni.
En það er komið fram yfir miðnætti og ég hugsa að ég ljúki hér skrifum dagsins og vona að ég fari ekki að fokka upp þessarri síðu.
Góðar stundir.

miðvikudagur, júlí 24, 2002



Site Meter



þriðjudagur, júlí 23, 2002

bloggedí blogg
halló