laugardagur, ágúst 31, 2002

Nú, það er laugardagur og síðasti mánuður ágústmánaðar og veðrið er vont.

Ég mætti á kynningarfund í Hagnýtri fjölmiðlun í gær og komst að því að ég á eftir að hafa nóg að gera í vetur og að af sirka 19 nemendum skráðum í námið er einungis einn karlmaður skráður. HA! Eins gott að hann láti sjá sig,
Ég leit svo við á fyrrum vinnustað mínum og sá að allt er EKKI við það sama, minn elskulegi FYRRUM yfirmaður lét svo lítið sem eitt lásí hæ duga er hann hitti mig, ekki að ég hafi búist við öðru af manni sem er algerlega óhæfur í mannlegum samskiptum, en hann er enn ekki búin að segja mér það persónulega að hann þurfi ekki á mér að halda í vinnu í ágúst eins og ákveðið var í júlí. Skrýtinn maður þetta. Það verður gaman að vita hvernig hann á eftir að pluma sig í Ameríkunni. Þar eru allir svo yfirborðslega næs og kammó og hann kann það alls ekki.
En það var gaman að hitta Nönnu, Ásgeir, Hörpu og Reinharð.

Ég og pabbi höfðum það svo af að smíða smávegis og kláruðum meiraðsegja 2 verkefni. Jibbí. Það er enn smá eftir en ég held að ég fari að vera reiðubúin að bjóða ákveðnu fólki heim og efna þar með loforð um boð.
Skellti mér svo að sjá Minority Report með Elfiog kom þokkalega ánægð út. Var almennt ánægð með úrvinnslu á framtíðarsýninni en fannst eitt atriði frekar illa frágengið. Sagan sjálf var ókei og þeir rétt sluppu fyrir horn með hasarinn. Lá við að mér fyndist eltingarleikurinn aðeins og langur. En í heildina fín mynd. Og mér leist bara vel á Colin Farrel sem ég þekkti ekki fyrir.

Spjallað svo við Lindu á netinu þar til ég var að lognast útaf... hún er mín sáluhjálp þessa dagana. Annars líður mér ágætlega og er að átta mig á ýmsum hlutum og við að hitta ákveðna manneskju í gær rifjuðust upp orð sem hún sagði við mig í sumar... um að ég yrði að eignast heilbrigða vini. Nú ætla ég ekki að lasta þá sem ég á en hún átti samt kollgátuna. Þó er aðeins einn sem ég á einstaklega erfitt með að umgangast og það er minn fyrrverandi sem tekst ávalt að hitta á veika punkta og skilja mig eftir í molum, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Ég verð að hætta að umgangast hann nema í algeru lágmarki þegar Óðinn fer á milli. En ég held að allt sé að koma og svo að það sé alveg endanlega á hreinu þá hlakka ég svakalega til að byrja í skólanum.
Svakalega er ég þreytt!

fimmtudagur, ágúst 29, 2002

Það mætti halda að ég væri stödd í sápuóperu. Frændi minn var að fá að vita að hann á dóttur sem er ári yngri en elsta dóttir hans (þær eru líklega um 24/25 ára) og hann vissi ekkert um. Og það er ekki einusinni eins og að barnsmóðirin sé einhver ókunnug manneskja. Heldur bara svona nánast af næsta bæ. Málið var að hún var að fara að gifta sig og þau voru ofurölvi og you know. En svo fær stelpan sykursýki eða einhvern sjúkdóm og þá kemur í ljós með blóðprufum að "pabbi" hennar getur ekki verið pabbi hennar. Skemmtilegt að fá svona fréttir ha. Æ, annars er þetta bara alveg týpiskt íslenskt. Og að sjálfsögðu er þetta fólk á Akureyrarsvæðinu.

Rauði Volvoinn minn er farin að safna vatni og það gutlar geðveikt í honum. Þar sem að það er búið að rigna svona mikið upp á síðkastið og bílinn minn er að sjálfsögðu tjónabíll þá hefur rignt inn meðfram óþéttum sílsalistum. Og bílinn er stútfullur af vatni. Frábært.

miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Afhverju eru allir á litlum silfurlituðum bílum???

Mikið er ég fegin að eiga rauðan VOLVO!
Enneagram
Streptokokkar eru nú á heimilinu. Óðinn er bráðsmitandi og við ætlum að slappa af á morgun heimavið.
Fór að lúlla aftur eftir að koma Óðni á leikskólann, það er svona að vaka fram á nætur. En ég er eiginlega alveg ónýt að vakna einsog það var gott að lúlla í tandurhreinum rúmfötum. Mmmmm. En ég er enn í fríi og má nú aðeins...

Þessi bók Conversations with God er dúndurgóð pæling og ég er nú ekki komin langt en er samt að rekast á ótrúlega sanna hluti. Verst að hún er af bókasafninu... væri annars að krota og undirstrika á fullu. Maður þarf bara að hafa opinn huga gagnvart svona hlutum annars er ekki hægt að meðtaka þá.

Sumir eru lítið að blogga þessa dagana, vona að ástæðan sé í raun mjög ánægjuleg og að ástæðan sé dama. Vona sömuleiðis að prófið hafi gengið vel. Annars fékk ég yndislegt bréf áðan. Bréfið er of persónulegt til að ég deili því en ég er ánægð með að hafa fengið það. Þarf að svara því en ætla að vanda svarið.

Annars er húsið búið að vera fullt af gestum síðan á sunnudag og voru Geiri frændi og Mæja að gera sig klár í flug er tvær frænkur mínar að norðan (dætur móðurbróður míns og við því systkinabörn) komu í heimsókn með alls 4 börn og einn mann. Honum deila þær samt ekki. Guði sé lof.

Börnin eru komin á fullt í leikskóla og skóla og Unnur þarf nú að mæta klukkan 8.20 og ég er jú búin að standa mig og vakna tímanlega og þau eru að komast í ágæta reglu. Óðinn er reyndar með hálsbólgu og hefur truflað svefninn minn og er ég líka (afleiðing af rofnum svefni) með 'ZERO tolerance' gagnvart tregu fólki og heimskulegum spurningum. En það er víst þá varla mjög gáfulegt að vera enn vakandi!
TALANDI UM TREGÐU!

"Mér hefur í langan tíma ekki liðið betur," segir Linda Pé í helgarviðtali DV. Hverslags setningarskipan er þetta eiginlega?

Ég er svo sem ekkert að vanda mig um of á þessari síðu en það er hræðilegt hvað maður les stundum í fjölmiðlum.

Ég var að byrja að lesa skrýtna bók sem mælt var með við mig, hún heitir Conversations with God eftir Neale Donald Walsch. Þetta er bara spurning um að nálgast hlutina fordómalaust.
www.gigt.is "Talið er að fimmti hver íslendingur þjáist af gigt."


sunnudagur, ágúst 25, 2002

Ég fór á djammið í gær. Hjördís og Elfur klikkuðu reyndar alveg, voru ekki að virka en til mikillar lukku hringdi Snorri æskuvinur minn í gærkvöld. Við höfum ekki heyrst í langan tíma en hann kíkti við líka. Stelpurnar keyrðu okkur í bæinn og við fórum að sprella. Kíktum á nokkra staði en fórum svo á NASA að dansa og þegar lokaði þar fór ég með Krissa (gamall skólafélagi síðan á Skógum) og vini hans yfir á Astró. Kannski ekki alveg að mínum smekk en ég dansaði heilmikið og það var aðalmálið. Bara mjög gaman. Var svo komin heim kl. 6 og svaf til að verða 3. Skellti mér svo í sund með pabba og krökkunum og enduðum á Kentucky ásamt Döggu systur og hennar manni og krökkum. Það var líka yndislegt að fá Óðinn heim. Stóð til að hann kæmi ekki fyrr en á morgun en að breyttist sem betur fer. En núna á ég von á gestum hvað úr hverju. Geiri frændi (bróðir pabba) og Mæja konan hans ætla að fá að gista næstu 2 nætur. Þau eru frá Akureyri. Svo er að snúa sólarhringnum við aftur og fara að venjast að vakna klukkan 7.15.
Ég er alveg tóm eftir áreynslu næturinnar og ég verð að segja að þetta skilur ekki mikið eftir sig og ég segi nú bara það sama og Linda segir "ég er ekki að meika senuna". Jæja gestirnir eru komnir.

laugardagur, ágúst 24, 2002

Það greip mig hálfgert hreingerningaæði í morgun(hádeginu) þegar ég vaknaði og ég er búin að vera non-stop í 3,5 klukkutíma að þrífa. Verð barnlaus eftir 0,5 klukkutíma og þá verður lagst í bleyti því stefnan er á bæjarrölt í kvöld. Það er ekki seinna vænna, því ég hef ekkert farið síðan laugardagskvöldið um verslunarmannahelgina og skólinn er bara alveg hinu megin við hornið, en ég byrja 2.sept og ég hlakka ekkert smá til. (Var kannski eitthvað búin að hafa orð á því). En það verður semsagt stelpupartý hjá mér í kvöld og allar stelpur velkomnar.

Já, ég held að ég fari ekki til Edinborgar fyrr en eftir áramót (vonandi verður Linda þar enn, reyndar væri náttúrulega betra að hafa hana heima en held að það sé ekki komin tími til þess ennþá) en ég var búin að gleyma að ég þarf að eyða smá aur í nýtt símanúmer í október. Fyrrverandi er komin með íbúð sem hann fær afhenta þá og vill fá símanúmerið sitt aftur. Skiljanlega. Þarf að fara á heimasíðu símans og finna eitthvað flott. Svo keypti ég mér buxur í gær því einar af þessum fáu sem ég á rifnuðu um daginn. Förum ekki út í verðið hér en þær kostuðu minna en Diesel, Lee eða Levis, langaði rosalega í soleiðis en hmm tæplega 10.000 fyrir gallabuxur er aðeins of mikið.

Asnaðist til að fara að skoða myndir af Colin Firth á netinu og vantar nú desperately karlmann. En er með Shakespeare in Love og ætla að horfa á hann í henni og ekki spillir að Joseph Fiennes og Ben Affleck eru þar líka.

ps. er komin með bókasafnskirteini.

föstudagur, ágúst 23, 2002

Ég er ekki frá því að sjúkraþjálfarinn sé að gera endanlega útaf við mig. Mér er svo illt í bakinu eftir tímann í dag að ég á erfitt með að finna stellingu til að vera í.

En elskan hann Jamie er að fara heim í fyrramálið og við erum búin að kveðjast. Hann hefur heldur betur vakið mig til vitundar. Ég hlakka svo brjálæðislega til þess að byrja í skólanum en er samt fegin að það eru enn 10 dagar þar til því ég á enn eftir að gera ýmsa hluti hér heima fyrir veturinn. Pabbi minn ætlar að hjálpa mér að klára í næstu viku. Vei.

Svo er ýmislegt misgáfulegt í deiglunni en vonandi er eitt af því ferð til Edinborgar um mánaðarmátin sept/okt en það væri alveg eftir því að það væri akkúrat einhver heilmikil skil í skólanum akkúrat þá svo ég þori ekki að ganga frá neinu fyrr en ég veit einhverjar kúrsalýsingar. Hinsvegar er svo mikið um helgarferðir til Bretlands á haustin og líklega Glasgow líka að ég má varla bíða of lengi með að panta ef ég ætla. Skoða þetta allt nánar á morgun.

Held ég verði að skríða í rúmið, Unnur byrjar samkvæmt stundaskrá í fyrramálið og það er kl.8.20. Ágætt að fara að átta sig á því að alvaran er tekin við.

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Mikið var nú gaman að Lindabeib hringdi áðan frá Edinborg og spjallaði LENGI lengi við mig og nú langar mig ennþá meira að fara til hennar. Ég er að verða sjúkleg í þessu. En talaði svo við X-ið og er ótrúlega ánægð að vera einhleyp sérstaklega vegna möguleikanna sem það gefur manni. YESS og hlakka svaka mikið til að byrja í skólanum. Svo er ótrúlega gaman að spjalla við Jamie, gestinn minn frá Edinborg, og við ætlum að skella okkur í sund á morgun og gera svo leit að tofu en það fékkst ekki í Heilsuhúsinu né í Yggdrasill en sko segir maður né í Yggdrasli eða Yggdrasilli eða bara Yggdrasill, kann ekki alveg á þetta orð. Ef einhver veit um þetta vinsamlegast setjið innskot. Rosalega gaman að hitta svona samkynhneigðan umhverfissinnaðann anarkista sem er grænmetisæta, gefur manni soldið spark í rassinn. Ekki það að ég ætli að gerast allt það sama og hann en maður tekur kannski eitt skref í viðbót. Eða klárar allavega skrefið sem maður hóf. Jæja, ætla að horfa á smá DVD, fór til Elfar vinkonu og skilaði Friends og fékk í staðinn lánaðar 5 myndir. Þokkalega fjölbreyttar og ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. En eftirfarandi eru á dagskránni hjá mér næstu daga:
Final Cut með Jude Law er fyrirfram búin að ákveða að hún sé MJÖG góð.
Rebel Without a Cause auðvitað með James Dean, skömm að segja frá því að ég er ekki búin að sjá hana.
Shakespeare in Love ekkert meistarastykki en eftir að hafa stúderað Shakespeare í HÍ þá er hún skemmtileg.
Never Been Kissed, mi gustas Drew Barrymore og að lokum
Training Day, hef ekki séð hana en fyrst Ethan Hawke er í henni hlýtur hún að vera þess virði.

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Pabbi kom líka heim frá Finnlandi í gær, svo engin vinna í dag. Skrapp samt til að skila heftinu. Þar fór ferðin til Edinborgar. En grínlaust þá fékk ég höfnun frá LÍN um greiðslufrest á afborgun námslána minna. Garg, ég veit ekki hvernig ég á að borga þeim... verð að fara að ná mér í svona Sugar Daddy. Annars vorum við Þorgerður sjúkraþjálfi að fíflast með það að ég ætti kannski að biðja LÍN um að lána mér mann til að borga fyrir mig. Þeir sögðu að ég mætti sækja málið frekar og sé ekki annan kost í stöðunni fyrir mig og ég ætti kannski bara að benda þeim á það.

Djöfulsins aumingjar.
Nú sit ég heima með Portishead á fóninum (umm geislanum) og í kaffitremma, það er ekki eðlilegt hvað mér tekst að innbyrða mikið kaffi á Akureyri. Held það hafi eitthvað með það að gera að það er hellt á könnuna stöðugt allan sólarhringinn hjá Eyju frænku, sem er föðursystir mín (að hún hafi lifað af ein með 6 bræðrum er ótrúlegt sérstaklega með bræður eins og pabba og þá) en við gistum hjá henni. En eins og segir einhversstaðar og ég hef oft sagt áður, það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. Já svo var það litli frændinn minn sem ákvað að stanga sólpallinn hjá Kolla frænda og tjékka á slysó á Akureyri. Það var nú bara 2 tíma bið skilst hún hafi verið 4 tímar í Reykjavík, enda var 1% þeirra sem sóttu menningarhátíðina mættir til að láta tjasla upp á sig. Merkilegt.
En ég mætti í bæinn seint á sunnudagskvöld og byrjaði á að sækja Jamie, þennan frá Skotlandi. Smá vonbrigði, hann er í alvörunni frá USA, en fínn strákur og hann eldaði aldeilis fínan grænmetisrétt handa mér í kvöld (Unnur fékk pasta). Við kíktum í bæinn í dag og fórum á Kaffi Sólon, alltaf eitthvað nýtt að gerast en var alveg að fíla matseðilinn, fer kannski og fæ mér að borða þar þegar eiturgufurnar eru alveg farnar. Soldið ný lykt þarna inni sko. En lítur ágætlega út. Ég benti Jamie líka á Samtökin '78 því hann vantaði svona gay upplýsingar og því miður er ég ekkert alltof vel að mér í þeim málum... keyrði hann svo í sund og fór sjálf í sjúkraþjálfun djö... sem er verið að pína mann enda fór ég að hitta Jamie í lauginni á eftir og sat í rúman klukkutíma í heita pottinum.. komst líka að því í dag að ég er hræðilega léleg í ensku... sko ég meina ég var ekki að koma heilli setningu út úr mér á skiljanlegan hátt.
Er einum of meðvituð eitthvað þarf að læra að slaka á og bara tala ... fæ mér kannski bjór áður en ég hitti hann á morgun.. ég er nebbnilega drullugóð í ensku eftir 2 bjóra...

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Halló, Akureyri, Akureyri hér kem ég.
Frétti það nefnilega að XP Home funkerar ekki með netkerfi HÍ að mér skilst og samt er það selt með öllum skólatilboðum og svo kostar 11.000 þúsund að uppfæra... hmmm var ég kannski búin að nöldra yfir þessu áður. EN svona græða menn. Nema náttúrulega að vandamálið er að stúdentar hafa ekki efni á að borga svo þeir stela bara!
Jæja ég er komin með XP Pro svo háskólanetið ætti að virka í tölvunni minni - vonandi!
Var að spjalla við Lindu í kvöld og um karlmenn m.a. Ég komst að því að ég hef ekki verið ástfangin í mörg ár og er staðráðin í því að ég á alveg eftir að upplifa það að vera ástfanginn af einhverjum en ekki bara hrifin af því hve einhver er hrifin af mér og góður við mig. Það er ósköp auðvelt eftir að hafa verið svelt í öll þessi ár að falla fyrir fögrum orðum en ég heiti sjálfri mér því að láta ekki glepjast af hrifningu annarra heldur fara eftir eigin hrifningu. Það er nefnilega auðvelt þegar manni líkar vel við fólk að fara inn í einhvern skrýtinn pakka en stundum vill maður bara eiga vini. Ég hef samt of oft lent í því að missa vini, aðallega karlkyns þá, vegna þess að þeir verða hrifnir af mér. Ég held að karlmenn misskilji þetta soldið. Það er nú einusinni þannig að maður þarf ekki að sofa hjá öllum sem maður hrífst af. Má ekki rugla saman vináttu og ást, ást og losta. En stundum þarf maður á vináttu að halda jafnvel ást án þess að fólk geri kröfu til annars. Ég hef gert mig seka um að gera kröfur á fólk og óraunhæfar kröfur og óraunhæfar væntingar, kröfur og væntingar sem ég gæti eflaust ekki sjálf staðið undir en ég fer ennþá fram á að fólk beri virðingu fyrir öðrum og komi heiðarlega fram. Svo ég vitni í yndislega ritið frá Óháða · Við sækjumst eftir viðurkenningu og gerum hvað sem er til þess að öðrum líki vel við okkur. Við erum yfirmáta trú janvel í kringumstæðum þar sem trygglyndi er á engan hátt verðskuldað.
Ég hafði nóg að gera í allan dag, fyrst var að vinna og láta laga smá í mínum elskulega Volvo og fékk að vita það að ég get breytt eðalvagninum í 7 manna bíl sem er frábært með öll þessi börn, sérstaklega þegar ég og Dagga systir erum saman. EN fyrst er að komast yfir búnaðinn og minn kæri vinur hann Siggi hjá Bílabræðrum ætlar að taka frá soleiðis um leið og kemur inn. Sakar ekki að vera vel inn i þessum bílabransa ha.

En svo fór ég og lét pína mig í sjúkraþjálfun (ái) og hitti svo hómópata sem byrgði mig upp af ótal kúlum til að taka og nú er bara að vona að heilsan fari að lagast. En við Dagga systir og strákarnir ætlum norður á heimaslóðirnar, Akureyri, á morgun og bara svo sumir viti það þá er spáð vondu veðri, rigningu og 8°sirka. En ég er ekki að fara í sólbað heldur kaffi og spjall og svo á að færa einni frænkunni barnadót. Kem aftur til baka á sunnudaginn.

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Vil alveg endilega vísa á þessa grein ef ég var ekki búin að því nú þegar.
Enn og aftur fer lítið fyrir bloggi því ég er bara að blaðra við Lindu. En í síma núna, nýti mér símalínu fyrirtækisins.

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Coffee, anyone?
Ég var reyndar búin að plana bíó í kvöld en nú er kompanýið orðið veikt og ég pínku fúl afþví að ég var búin að hlakka svo mikið til að fara í bíó. En fólk getur lítið að því gert ef það veikist eða hvað. Ég reyni að fá einhvern annan með mér eða fer bara ein... langar svo rosalega mikið að sjá þessa mynd Minority Report, held að hún sé frábær.
Verður maður ekki að halda uppá þetta einhvernveginn? Kaupa föt tildæmis. Já, ég lenti nefnilega í því í gær að rífa einar bestu gallabuxurnar mínar. Ég var að leika við soninn og stökk upp í rúm í leikgleðinni og álagið fór bara með hnéð á buxunum mínum. Þær voru líka einstaklega mikið notaðar en samt ekki nema rúmlega ársgamlar, keyptar í Gallabuxnabúðinni.
Hurru ég var að fatta að það er 13.ágúst í dag og slétt ár síðan ég hætti formlega að reykja. Það er, ég reyki ekki lengur að staðaldri en hef stolist til að kveikja mér í við hátíðleg tækifæri þegar áfengi er haft um hönd. Það er ekki hægt að segja annað en að mér finnst þetta viðbjóðslegt og sem betur fer því miðað við álag síðasta árið hefði ég verið að reykja þrefalt það sem ég reykti áður ef mér fyndist það ennþá gott. Viðurkenni að ég vildi einmitt oft óska þess að ég hefði hana "vinkonu" mína enn við höndina.
En vildi benda þeim góðu sálum sem lesa mitt blogg að Lindabeib er mætt á svæðið og hefur margar góðar sögur að segja frá stúdentalífinu í Edinborg og þá helst af afskiptum hennar við kóreska námsmenn sem eiga æðra takmark í lífinu en að ljúka gráðum. Tjékk it át..
Fletti manninum upp og hann er löggiltur fasteignasali. Eins gott að hleypa honum ekki nálægt minni fasteign. Ekkert smá snarruglaður.
Ég lenti í þvílíkum náunga í kvöld að mér stóð augnablik ekki á sama. Það semsagt hringdi maður og spurði um tiltekinn mann og ég sagði hann ekki vera í þessu númeri og ég lenti í þvílíkum þrætum við manninn sem sakaði mig um að ljúga og var alveg meiriháttar undarlegur. Endaði með að ég bað hann vel að lifa og lagði á. Það liðu um 45 minútur og þá hringdi hann aftur og spurði um sama mann og ég sagði honum strax að hann væri að hringja aftur í sama ranga númerið og aftur sagði hann mig ljúga og að hann hefði ekki verið búin að hringja áður og tala við mig og að pabbi minn sem héti Karl hefði gefið sér þetta númer og að ég væri víst kona þessa manns sem hann vildi ná í og að ég væri bara að ljúga og samt neitaði hann að gefa upp nafn og númer (var private á númerabirtinum). Ég endaði með að skella á hann. Hann hringdi aftur og ég svaraði ekki, svo hringdi hann einusinni enn en númerið kom núna fram og ég svaraði og hann spurði um sama manninn og ég sagði að hann væri úti, "nú hvenær áttu von á honum?" spurði hann og ég sagði eftir 2 vikur. "Já takk fyrir og vertu blessuð" sagði hann þakklátur og lagði á. Skrýtinn!

Nú svo rakst ég á Safnaðarfréttir frá söfnuði mínum og sá góða ástæðu til að fara að mæta.

mánudagur, ágúst 12, 2002

Sorglegar fréttir fyrir alla aðdáendur Beverly Hills 90210 (ef ég man þetta rétt) aumingja Jason Priestley lenti í slysi.
Hvað er mikið að fólki?
Framdi sjálfsmorð með því að kasta sér ofan í krókódílagryfju.

Talið er að taílensk kona hafi framið sjálfsmorð þegar hún stökk ofan í gryfju sem hafði að geyma rúmlega 100 krókódíla á krókódílabýli, sem er staðsett fyrir utan Bangkok. Konan, sem var fertug, er sögð hafa klifrað yfir tveggja metra háa girðingu og stokkið ofan í gryfjuna. Hópur ferðamanna, sem skoðaði býlið, varð vitni að því þegar konan stökk, að sögn Reuters. Krókódíll er sagður hafa dregið hana út í tjörn. Nokkrir syntu að henni og átu hana.
"Hún grét ekki né hrópaði þegar þeir bitu hana," sagði Tanet Virayaporn, leiðsögumaður. "Þetta gerðist snögglega og enginn gat komið henni til bjargar," sagði Virayaporn. Lögregla segir að konan hafi skilið eftir sig bréf þar sem hún kvartar yfir eiginmanni sínum og biður fjölskyldu sína afsökunar. Talið er að hundruð manna hafi verið á býlinu, sem er vinsæll ferðamannastaður, þegar atvikið gerðist.sunnudagur, ágúst 11, 2002

Rosalega hlakka ég til að sjá myndina Maður eins og ég.

Ég ætlaði að blogga fullt en endaði á chatti við Lindubeib og var það alveg fullkomlega þess virði skal ég segja. Enda hafði ég frá engu merkilegu að segja. Mér fannst myndin svaka sæt (Serendipity) þessi sem ég sá í gær og mæli alveg með henni á rólegu kvöldi.

laugardagur, ágúst 10, 2002

alltaf gaman að taka próf
i amwhat sexual performer are you?

you like sex. in a way you think there's more to it than merely breeding and propagating, you add romance to it. you like to have relationships, no matter how they end. you lead quite a life beyond drinking latte and hating your work. you have fun with friends, read and watch films quite a lot. you have no intention of being single for life and you find careers out of an endless string of deadend jobs.

you like to give and receive pleasure and you do it quite well. you are quite intimate with partners. sex is always satisfying.

oral sex? you definitely know how to give one.

sexual positions? you acquired some from here and there.

Fór í labbitúr í dag með systu og grísunum þremur um hverfi 108. Búðargerði, Mosgerði og svoleiðis og varð bara pínku skotin. Ég bý náttúrulega í hlíðunum og er bara nokk ánægð með það en hér eru ekki skemmtilegir möguleikar ef maður vill stórt heimili með herbergjum fyrir marga það er. En í gerðunum var fullt af sætum einbýlishúsum og ég er að hugsa um að skoða smá hvað er til sölu. Ekki að ég sé eitthvað á leiðinni að skipta. Ég held maður megi ekki fá viðbótarlán nema á 4 ára fresti eða eitthvað soleiðis en kannski getur maður flutt það með sér. Hmmm, nei nei bara smá "window-shopping". Annars ætla ég bara að hafa það ósköp gott í kvöld og horfa á meira videó. Nú er það John Cusack (sem er náttúrulega snillingur) sem er fyrir valinu, forlög, er mikið fyrir að trúa á soleiðis.
Ég ætla að gefa Fjarðarkaup 5 stjörnur af 5 mögulegum fyrir að vera með innkaupakerrur með bæði systkynasætum og tvíburasætum. Það er ómetanlegt fyrir fólk með ungbörn að komast í kerrur með ungbarnasætum, hvað þá fyrir tvíbura. FRÁBÆRT. Svo er Fjarðarkaup eiginlega bara frábær verlslun á svo margan hátt en ég versla nú samt mun oftar í Nettó. Aðeins ódýrara.

En mér varð hugsað til kvikmyndar sem ég sá fyrir nokkuð mörgum árum síðan og þótti skrambi góð og ég er að hugsa um að taka aftur. Hún er með Natalie Portman og Timothy Hutton og heitir Beautiful Girls. Mæli alveg með henni og í raun og veru öllum myndum með Natalie Portman sem ég hef séð flestallar.

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Einhverra hluta vegna þá get ég ekki sett inn íslenska stafi í templatið og svo birtast ekki fínu 'van gogh' myndirnar búhú!
Það bendir allt i eina átt. HMMM. En ég svaf ágætlega í nótt loksins og langar bara að skríða heim aftur og upp í rúm en ég er að vinna hjá pabba og sem betur fer eru allir svaka duglegir að mæta og vera edrú. : )

EN ég var samt vakin í morgun með alveg yndislegri sögu af syni mínum. X hringdi og bara varð að segja mér hvað 3 ára Óðinn litli er skondinn snáði. Hann var að klæða sig sjálfur (m.a.í Batmanbol) og kom svo alveg hágrátandi fram því Batman var týndur. Litli hafði þá snúið bolnum öfugt og varð alveg miður sín. Það endar reyndar allt öfugt hjá honum þegar hann klæðir sig enda soldið erfitt þegar maður er svona lítill að fatta hvernig allt á að snúa.

Þetta er dagur 8 sem ég er án Óðins og ég er komin með smá fráhvörf, var alveg á nippinu með það í gær að kíkja í heimsókn til þeirra feðga en stóðst það vegna þess að ég hafði alveg nóg að gera. Ég er vanari að Unnur sé lengi í burtu enda er hún svo fullorðin orðin að ég er sko farin að hafa áhyggjur af unglingsárunum sem nálgast óðum. En fyrst er að halda upp á 9 ára ammælið þann 11.sept. Hmm held ég haldi upp á það einhvern annan dag samt. Leiðinlegra að vera með barnaafmæli í skugga allrar umræðunnar um að ár sé liðið frá þessum hræðilegu hryðjuverkum. 11.sept er líka á miðvikudegi og betra að bíða fram á helgi. Nóg um það.which mr. men/little miss are you?
take the quiz & find out! :)
quiz made by

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Já, það er satt að góður nætursvefn er lífsgæði því ég hef ekki átt slíkan í einhverja mánuði.
EN það er ekki málið nú er maður búin að fá spark í rassinn og ég var byrjuð að hugsa um mig og nú hef ég það sem ég þarf til að halda áfram af fullum krafti. Hlakka samt mest til að byrja í skólanum. VEI. Verð samt að passa mig á því að vera ekki með of miklar væntingar til þess (sjá grein síðan á mánudag) því þá er hætt við vonbrigðum.
Athyglisverð grein hér um svefnleysi
"að vera undirlagður af vöðvagigt"
Ég dreif mig til læknis í gær eftir vinnu því ég var orðinn viðþolslaus vegna verkja sem ég taldi stafa af klemmdri taug en þessi dásamlegi læknir vildi meina að ég hefði nánast öll einkenni þess að þjást af vöðvagigt. Og varaði mig við því að ef ég hvíldi mig ekki vel og færi vel með mig þá mætti ég vita það að fólk yrði sumt öryrkjar af þessum sjúkdómi og þyrfti að fara í endurhæfingu á Reykjalund jafnvel. Vei ég náttúrulega hoppaði hæð mína í loft upp og klappaði saman lófunum. Það er allavega loksins búið að greina eitthvað að mér. Þetta útskýrir held ég loksins alla mína kvilla enda fylgjast þeir að. Verst þótti mér að hann vildi að ég tæki því rólega í sundinu, þ.e. að synda minna en eyða meiri tíma í pottunum. Ég hefði reyndar fegin vilja heyra það fyrir einhverjum árum síðan en ekki lengur.

þriðjudagur, ágúst 06, 2002the Which van gogh painting are you? quiz by bethany


Ég breytti tónlistinni sem ég hlusta á enda var eitthvað að misskilja tónlistastefnu sumra áðan en hér virðist mitt sanna sjálf vera komið.
Fékk þetta sent frá vinkonu minni búsettri í Skotlandi:

Er ég eitthvað skrítin eða er eitthvað athugavert við það hvernig Flugleiðir selja Ísland?????????

ICELANDAIR TO ROCK REYKJAVIK WITH AIRWAVES 2002

Icelandair presents the fourth annual international Iceland Airwaves, October 16-20 in Reykjavik.

Reykjavik will rock in October when the hottest music festival in Europe visits it's coolest city. Fatboy Slim, The Hives, Gus Gus, Remy Zero and Leaves are all looking forward to a weekend of pure partying with plenty of other acts also pencilled in to perform. So do you want to party all night every night with them and the beautiful people of Iceland?? Remember, in the last 15 years Iceland has had 2 Miss World's and 2 World's Strongest Men, the great and the gorgeous really do live in Reykjavik!!!

With more than 50 Icelandic bands and DJs on the bill, Iceland Airwaves will satisfy music tastes across the spectrum - from hardcore to electronic, rock to hip hop, deep house to pop and everything in between. And, of course, Reykjavik's renowned vibrant nightlife comes as a bonus track.

Thousands of fans from around the globe are expected to crowd the happening nightspots and galleries of the city to hear Icelandic artists such as Leaves, Trabant, Vinyll, Apparat Organ Quartet, Silt, Funerals, Minus, Fidel, Daniel Agust, Einar Orn, Tommi White, Dj Alfons X, Dj Habit

Other exciting acts will be announced shortly.

Acclaimed DJs will spin their musical magic at more than 20 major parties and concerts throughout the long weekend. Adventure tours will round out the exciting days and nights, culminating in one spectacular event - featuring renowned international acts and headlined by Fatboy Slim - on Saturday, October 19, 2002.

Icelandair Holidays has designed special packages for the event from London starting from £339. Packages include round-trip flights, airport taxes, 2-4 nights hotel accommodation, transfers, breakfast and a special Airwaves Pass that allows entry into all venues for the festival. Prices are per person based on double occupancy and are dependant upon hotel selection. Some restrictions may apply.

For more information and reservation please go to:
www.icelandair.co.uk/airwaves
www.icelandairwaves.com
Annars átti ég enn eina svefnlausa nóttina því það virðast verin samantekin ráð hjá æðri máttarvöldum að setja mig í enn meira tilfinningalegt ójafnvægi nú síðast með því að klemma taug í hægri handlegg og það er óþolandi viðvarandi sársauki sem gerir mann brjálaðan... síðast þegar ég lenti í þessu sem var bara í mars eða apríl held ég þá var ég klemmd í 2 daga ... garggggg

Svo neyðist ég til að húka í fyrirtækinu hjá pabba og svara því til í símann að enginn sé við vegna sumarleyfa (en audda eru þeir bara ennþá fullir nema pabbi sem er í útlöndum). Ótrúleg hegðun hjá fullorðnum mönnum. En þeir mega eiga það að þeir eru ótrúlega góðir í að vera ábyrgðalausir asnar.
Ja ekki kemur þetta á óvart... tilfinningalegt ójafnvægi... hmmm


the Which van gogh painting are you? quiz by bethany

Erfið helgi endaði á góðan hátt þrátt fyrir allt. Ég er búin að ganga í gegnum ýmislegt síðasta árið og má segja að fæðing min hafi hafist um þetta leiti síðasta ár er ég hóf að uppgötva það að það væri takmarkað sem maður getur á sig lagt fyrir aðra og ástina. Og ég skildi fyrir 9 mánuðum. Ég elska enn þann mann sem ég skildi við og það sem ég hef lært eftir að hann fór er að ástin er ekki nóg. Stundum elskar maður fólk sem er ekki gott við mann eða fyrir mann og á eingöngu samleið með manni sem vinir og sem betur fer erum við sammála um það, ég og minn fyrrverandi, að við séum góðir vinir og að þrátt fyrir ýmsa annmarka á sambandi okkar kom þó eitt alveg frábært útúr því og það er sonur okkar. Svo er það líka þannig að það sem við göngum í gegnum gerir okkur að því sem við erum. Og það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari. Án hans væri ég ekki það sem ég er í dag. Ég er í dag búin að opna eyrun og augun en á eftir að nýta mér þessa nýfengnu sýn og heyrn til að stækka og verða meiri og betri. En það fyrsta sem ég er búin að læra er að þú getur aldrei treyst á nokkurn annan en sjálfan þig. Fólk kemur og fer og sumir eru jú vinir manns fyrir lífstíð en aðrir stoppa stutt við en veita manni ávallt ferska sýn á hlutina. En það er mikilvægt að vera sjálfum sér nógur. Og það er mikilvægt að meta fólk fyrir það sem það er. Ég stóð mig að því um helgina að verða fúl út í vinkonu mína því mér fannst hún klikka á að vera til staðar fyrir mig. En hún hafði engu lofað og ég sá að ég hafði verið með væntingar sem ekki stóðust og það voru mínar tilfinningar sem ég varð að eiga við en ekki framkoma hennar (sem var ekkert að auðvitað). Það er nauðsynlegt að gera raunhæfar væntingar til lífsins og annarra, því öll erum við jú mannleg og höfum mismundandi hugmyndir um vináttu, ástina, lífið og hvort kaffi á að vera svart eða með mjólk, beikonið vel steikt eða lítið og maður breytir því ekkert hvernig aðrir eru og það eru manns eigin væntingar sem maður verður að breyta, væntingar manns til annarra allavega. En auðvitað verður maður líka að standa undir eigin væntingum og þvi að hafa þær raunhæfar líka. Og eitt sem er mikilvægt að lokum, maður kemst ekki í gegnum lífið án þess að særa aðra. Og það er oft einmitt þessum óraunhæfu væntingum um að kenna. Læt þessu lokið í bili, þurfti smá útrás.

En ég skellti mér í sund og hreinsaði hugann meðan ég styrkti líkamann, fór svo á Nings og fékk mér að borða og læt það eflaust ógert í langan tíma, helvítin eru búin að hækka allt. EN dreif mig svo á Al-Anon (búin að vera á leiðinni í ár) fund og á kaffihús með yndislegri vinkonu og við röltum um bæinn í góða veðrinu að kaffibolla loknum. Er nú uppfull af súrefni og tilbúin að kúra mig í nýja rúminu mína.
Átti rólegt sunnudagskvöld og horfði á mynd sem heitir Riding in Cars with Boys með Drew Barrymore. Alveg ágæt mynd byggð á sögu Beverly Donofrio en það sem mér fannst standa upp úr myndinni var þessi kenning "One day can make your life; one day can ruin your life. All life is is four or five big days that change everything." -Beverly Donofrio . Svo horfði ég á Dansað með Regitze í dag líka og hún var alveg yndisleg. Mæli með henni.

sunnudagur, ágúst 04, 2002

Nú ég endaði með að koma heim i gær með rútunni enda aðeins of mikil rigning fyrir mig í tjaldi. En kom heim klukkan níu og langaði að kíkja í bæinn svo ég hringi í eina vininn sem ég vissi af á djamminu og kíkti út. Var samt ekki alveg að fíla mig og var með hausverk og aðstæður þróuðust undarlega svo ég kom mér bara heim á leið. Stundum heldur maður að maður sé búin að koma hlutunum á hreint en það virðist ekki alltaf komast til skila. Nú er það samt endanlegt. Svo á leiðinni heim rakst ég á gamla kunningja og endaði í kaffi á Thorvaldsen sem var mjög fínt og var komin heim fyrir 4. Lá svo í bælinu til 15.30 enda var ég örmagna eftir 2 svefnlitlar nætur en þarf núna að koma mér út og fá mér kaffi og versla inn eitthvað að borða. Það er allt frekar dapurlegt hjá mér. Í ísskápnum. En það er augljóst að mannleg samskipti eru mjög flókin.

föstudagur, ágúst 02, 2002

Nú lítur út fyrir að ég sé að fara í Stykkishólm! Ég kem bara með rútunni heim ef mér leiðist.
Helgin lítur ekki alltof vel út. Það eru allir að fara eitthvað og þessir fáu sem ætla ekkert virðast ætla að gera EKKERT líka. Maður endar kannski bara á kojufyllerí - ég og Baileys flaskan - ah sem minnir mig á að fara í ríkið.
Langt síðan ég hef vaknað jafn snemma og í morgun. Var vöknuð uppúr 7 eftir mjög erfiða nótt, ég ætlaði fyrir það fyrsta aldrei að sofna, var ekki með fingurinn á því sem var að angra mig svo endaði með því að staulast fram rétt fyrir 4 og fá mér verkjatöflu því liðirnir voru eitthvað að hrella mig. Steinsofnaði þá og endaði með að dreyma dauða móður minnar og lagið með Nýdönsk hljómaði í draumnum, "hjálpaðu mér upp". Hentist upp hágrátandi rétt eftir 7. Mamma kom svo í morgunkaffi var mætt fyrir 7.30 (kom að kveðja Unni sem fór með 8.30 rútunni á Klaustur) og benti mér á að draumurinn gæti verið bein afleiðing þess að móðir einnar bestu vinkonu systur minnar (og þá góðrar kunningjakonu minnar) lést í gær eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var jafngömul mömmu!

fimmtudagur, ágúst 01, 2002

Those We Love

They say the world is round,
Yet I often think it's square,
So many little hurts we get
From corners here and there;

But there's one truth in life I've found
While journeying East and West,
The only folks we really wound
Are those we love the best.

We flatter those we scarcely know,
We please the fleeting guest,
And deal full many a thoughtless blow
To those we love the

Þetta kom frá Lindu í tölvupósti og ég stóðst ekki mátið en að setja það hingað. Takk Linda.
Svo er komin merkisdagur... hún Dísa darling á ammæli í dag og ég óska henni innilega til hamingju og vonandi næ ég kaffibolla með henni.
Ammælisknús til Dísu.
Heimili mitt er að verða með öllu heimili mitt. Ég hef nú losað mig við allt sem ég ekki vildi eiga af húsgögnum og búin að fá heilmikið annað í staðinn og er bara ótrúlega ánægð. Svo finnst mér líka yndislegt hvað er farið að dimma á næturnar, mér finnst það meira kósý svona.

Ég er að lesa núna Dauðarósir eftir Arnald Indriða og ein sögupersónan, Sigurður Óli, er einhleypur og um kvennafar hans er rætt á þessa leið

"Svo var að kynnast kvenfólkinu. Sami inngangurinn aftur og aftur. Byrjunarsetning sem dugað hafði Sigurði Óla vel var: Bíddu, varst þú ekki með mér í lögfræðinni upp í Háskóla. Upp á síðkastið hafði sama setning en tölvufræði í stað lögfræði komið að góðum notum. Sama pælingin um hvort þau ættu sameiginlega vini og kunningja: Já, var hún með bróður þínum? Ég kem henni nú ekki alveg fyrir mig. Kvenfólkið eltist með Sigurði Óla, sem orðinn var þrítugur áður en hann vissi af, og margt var að koma aftur í umferð eftir skilnað".

Ég sé aðstöðu mína í alveg nýju ljósi. Ég er semsagt komin aftur í umferð. Einskonar "vintage" kona þið vitið. What goes around comes around. Nei, mér finnst nú alveg sérstaklega leiðinlegt að vera einhleyp á Íslandi. Vantar alveg svona deit menningu. Einkamal.is er ekki alveg að virka. Prófaði nett að kíkja inn og ókei að spjalla og svona en ef maður fer og hittir einhvern þá er maður sko einhvernveginn að byrja á öfugum enda og það getir verið pínku vandræðalegt. Ég meina maður er kannski alveg að fíla að spjalla við einhvern í síma og á netinu en svo hittist maður og það er allt flatt ekki neitt flökt og þá já jæja. En jákvæða er að maður er ekki að dæma fólk fyrirfram eftir útlitinu en aftur að því að sama hvað hver segir þá hefur það (útlitið) áhrif og klæðaburður og svona líka. Fólk laðast held ég ósjálfrátt að svipuðum týpum og það er sjálft. Æ veit það ekki samt. Ég persónulega tel fas skipta meira máli en útlit.
Annars verður vonandi bara gaman um helgina. Mér heyrist sem flestir verði í bænum bara og þá er um að gera að fara á röltið, sýna sig og sjá aðra.