fimmtudagur, október 30, 2003

Einhver gefi mér epli!

Það er aldeilis nóg að gera í skólanum og ég er nú þegar farin að aðstoða við kennslu og í næstu viku kem ég til með að kenna fyrstu tímana ein. Í morgun fékk ég þó að æfa mig á einum nemenda í tengslum við verkefni í Almennri kennslufræði og var það sársaukaminna en ég bjóst við. Ég fékk það erfiða verkefni að kenna greyinu eignafall í ensku, "the possessive form or the genitive" og omg hmm, hmm, það er ekki beint auðveldasta verkefni í heimi. HVað þá þar sem ætlast er til að kennslan fari fram á markmálinu (target-language), í þessu tilfelli, ensku. Leiðbeinandanum mínum fannst það bara tilvalið því þessi nemandi hafi misst af tímanum sem hún kenndi eignafallið í, vonandi situr eitthvað eftir af því hvað eignafall er hjá greyinu. Mig langar held ég bara til að kenna bókmenntir í framtíðinni!! Nei, nei, málfræðin er víst hluti af þessu. Það sem gerði mér erfitt fyrir er að við erum ekki búin að fara í það, í kennslufræði erl. tungumála, hvernig kenna eigi málfræði svo að ég er bara virkilega stolt af kjarki mínum til þess að takast á við eitthvað svona erfitt. SKo mína, þetta gat hún!!

Bleh, er komin með tölvustífar axlir, tjaó.

sunnudagur, október 26, 2003

Tvö ár...

Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Það er komin vetur. Vetrardagurinn fyrsti var í gær. Ég er búin að vera kona einsömul í 2 ár og það er 1 ár síðan að mamma greindist. Henni er batnað, vonandi. Hins vegar virðist ekki hægt að halda fjölskyldunni heilbrigðri á sama tíma því að systir mín er með brjósklos. Hún er bara uppdópuð alla daga núna og á að fara í sjúkraþjálfun.

Kíkti út í gær. Átti yndislegt kvöld hér heima með Ástu Sól og Derek. Héldum svo á Ölstofuna eins og vant er. Það var ágætt. Hefði samt átt að koma mér heim klukkutíma fyrr en ég gerði. Var afskaplega þreytt undir lokin. Það er dálítið fyndið að oft er það þannig að maður upplifir eitthvað sem á því augnabliki sem maður upplifir það virðist vera ömurleg lífsreynsla og jafnvel sár en svo áttar maður sig á því að það var fyrir bestu. Ég á það tildæmis enn þá til að hugsa með söknuði til Jónasar því auðvitað þykir mér vænt um hann og við erum góðir vinir. En það var okkur fyrir bestu að skilja. Báðum. Þó að tvö síðustu ár hafi verið erfið oft á tíðum þá hef ég samt eflst, þroskast og afrekað mun meiru en ég hefði gert annars. Þetta var mín ákvörðun. Ég sé ekki eftir að hafa tekið hana þó að ég viðurkenni fúslega að vera á stundum örlítið einmana og uppgefin á að þurfa að hugsa um alla hluti sjálf.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga ... en fyrst klárum við veturinn.

laugardagur, október 25, 2003

High Fidelity

"...people are allowed to feel horny and fucked-up at the same time. You shouldn't feel embarrassed about it. Why should we be denied basic human rights just because we've messed up our relationships?"

miðvikudagur, október 22, 2003

Cheesy commercials!

Hvað er í gangi með þessar auglýsingar? Auglýsingin með Jónsa í Svörtum fötum er svo hallærisleg og ömurleg sem hugsast getur. Svo ekki sé minnst á þessi stelpugrey sem láta bjóða sér að vera bronsaðar frá toppi til táar og birtast naktar til þess að auglýsa súkkulaði! Gæti séð húmorinn ef þær væru aðeins minna naktar og það væri mótauglýsing þar sem Birgitta krúsaði um hálfnakta og bronsaða gaura eins og ein kunningjakona mín benti á í gærkvöld.
Svo er það þessi Muuuu auglýsing. Fullt af húmor og mér finnst "eighties" lookið skemmtilegt en þessi cum-skot eru að mínu mati alveg óþörf og eiginlega bara óviðeigandi. Ég ætla samt að gefa þann möguleika að ég sé ein um að lesa eitthvað kynferðislegt útúr Muuu auglýsingunni en nei, kommon það getur ekki verið.

En að öðru.

Ég er að lesa snilldarbók núna, inn á milli skólabókanna, sem ég hef reyndar lesið áður en það er varla hægt að mæla of oft með þessari. High Fidelity eftir Nick Hornby er bara snilld. Svo og hinar bækurnar hans náttúrulega en þessi er met. Mæli líka sérstaklega með smásögusafninu Speaking with the Angels þar sem Nick Hornby á eina sögu en margir aðrir rithöfundar einnig eins og Irvine Welsh (Trainspotting meðal annars), Helen Fielding (Bridget Jones) og fleiri góðir en þar er líka að finna frumraun leikarans Colin Firth ef eitthvað er að marka kynningu bókarinnar. Æ, mér finnst hann bara alveg frábær. Mmmm, sko Nick en auðvitað líka Colin : )

Mig vantar ennþá þónokkra orku. Held að það sé bara vegna þess að ég er með ungling á heimilinu!!! Jamm, litla barnið mitt sem er bara 10 ára er að ég held strax komin með únglíngaveikina :o/

sunnudagur, október 19, 2003

Nýr bloggari

Nýr bloggari bættist í hópinn í dag, engin önnur en dóttir mín, Unnur Helga
Frábær helgi að baki og alvara lífsins tekur við. Ég fór á föstudagskvöldið á lokaæfingu á leikritinu Hættuleg kynni (hver man ekki eftir þessari?) sem kunningjakona mín hún Aino Freyja leikstýrir. Hún var með mér í hagnýtu fjölm. síðasta vetur. Þetta var stórfín uppsetning hjá þeim þó óneitanlega hafi verið smá hnökrar enda fyrsta skipti sem rennt var með ljósum og hljóði en mér finnst leikritið svo brilliant að ég var súper glöð bara. Kíkti svo aðeins á Ölstofuna með stelpunum úr hagnýtu (mættu þónokkrar) en fór snemma heim þar sem ég þurfti að vakna snemma og hitta stelpur úr kennslufræðinni til að vinna að verkefni. Þær komu í gærmorgun og við náðum að vinna ágætlega. Síðan hélt ég í Hafnarfjörðinn til mömmu, en þar beið hún ásamt systur minni en tilgangurinn var sláturgerð. Pabbi hafði tekið börnin á rúntinn og við helltum okkur af krafti í að blandi blóði, mjöli og mör og vorum röskar að klára. Við elduðum síðan slátur í kvöldmatinn og snæddum með bestu lyst og fengum okkur kaffi, köku og sérrí í eftirmat. Krakkarnir fengu að sjálfsögðu ekki sérrí. Hélt síðan heim með börnin og var ennþá í svo miklu stuði að ég fór að taka til og var að framyfir miðnætti. Ægilega dugleg stelpa semsagt. Dagurinn í dag var líka ágætur. Rólegur bara, fékk heimsókn, svo áttum við krakkarnir fjölskyldustund þar sem við spiluðum veiðimann og borðuðum kex í eftirmat. En nú er ég að fara að horfa á Nikolaj og Julie, svo tekur vinna við.

þriðjudagur, október 14, 2003

Andvarp...

Fór upp í Borgarholtsskóla í dag (er ekki nema 20 mín að keyra) og mætti í áheyrn í ensku 303 hjá leiðbeinanda kennaranum mínum henni Sólrúnu. Reiknað er með að við mætum í nokkra tíma og hlustum bara á til að byrja með og séum síðan að aðstoða og síðan að kenna. Hún lét mig lesa upp!!! Smá fiðringur í maganum en gott að byrja strax á að horfast í augu við bekk. Sagði ekki mikið utan þess að lesa upp nöfnin samt... settist síðan aftast og fylgdist með kennslunni. Frábært.

Búið að vera nóg að gera og ég er öll að hressast. Doxýtabið er greinilega virka auk alls hins sem ég hef verið að taka inn. Sjá fyrir neðan. Þarf bara að einbeita mér núna að því að taka út vonda fæðið svo að ég verði betri í liðunum og vöðvunum og því öllu. Það er meira en að segja það að henda út öllu sem heitir mjólkurvörur, koffín, sykur, ger, hveiti, bananar, tómatar, svínakjöt, nautakjöt, etc etc. Sukkaði líka geðveikt um helgina. Held ég hafi borðað allt af bannaða listanum nema fíkjur og banana. KRÆST. Talandi um sjálfseyðingarhvöt.

Er að fara út að borða í kvöld, FRÍTT. Vonandi verður lambakjöt og grænmeti á boðstólunum.

fimmtudagur, október 09, 2003

jamm..

doxýtab (sýklalyf), acídophilus (mjólkursýrugerlar- afþví að ég er að taka sýklalyf), b-vítamín, c-vítamín, e-vítamín, kvöldrósarolía, ólífulauf, spirulina (þang eitthvað), kalk-magnesíum-sink-boron og grasa/jurtate eitthvað. Það eru allavega túnfíflar í því :) Ef þetta allt saman drepur mig ekki þá hlýtur mér að batna!

miðvikudagur, október 08, 2003

Hey vá

ég bloggaði tvo daga í röð!

Úff...

Stúdentablaðið kom út í dag og ég er ekkert smá ánægð með nýtt lúkk. Ritstjórnin hittist í morgun að ræða nýútkomið blað og einnig var hugmyndafundur fyrir næsta blað. Auðvitað voru smá hnökrar á blaðinu eins og vill verða þegar nýtt fólk tekur við. Tildæmis var á forsíðu vísað á myndir frá Októberfest á bls. 14 sem voru í reynd á bls. 11. Svo rak ég augun í nokkrar innsláttar- og stafsetninguvillur. En við gerum bara betur næst. Fyndna er að mig dreymdi svakalega í nótt um blaðið og fundinn og að greinin mín kæmi hræðilega illa út. Mætti svo 20 mín of seint á fundinn (ég sem legg mikið uppúr stundvísi) og allir hrósuðu mér fyrir hvað hún kæmi vel út. :0) Ég er svaka stolt.
Ég lét líka undan samnemendum mínum sem mæltu með því við mig í dag að ég drifi mig til læknis. Ég var ágætlega hress fram eftir degi en undir fjögur byrjaði hausverkur og nefstífla og augnverkir og ..... jamm líklega er ekki eðlilegt að vera svona á að verða sjöttu viku. Sjáum hvað þeir segja á læknavaktinni.

þriðjudagur, október 07, 2003

Jamm...

alltaf jafn brjálað að gera. Sótti nemendur og kennara í Borgarholtsskóla heim í dag. Líst mjög vel á þennan skóla, það er verið að gera mjög góða hluti þarna og svo er skólinn líka svakalega nýr. Við fengum smávegis kynningu á skólanum og fengum að hitta umsjónarkennarana okkar. Þeir hefðu reyndar mátt vera mikið betur undirbúnir. Virtust ekki alveg vita hvað þeir áttu að gera við okkur. En ég á að mæta alla þriðjudaga út nóvember í fræðslustund þarna og ég get mætt í áheyrnatíma sömu daga. Við byrjum á að vera bara í tímum og hlusta og fylgjast með. Síðan fáum við að aðstoða og að lokum kenna. Ætlunin er að við fáum að kenna 6 tíma á þessari önn. Gúlp!
Ég kemst ekki yfir nándar nærri því allt sem ég á að gera því ég er ekki enn búin að ná úr mér þessum veikindum. Ég var svo fárveik í nótt að ég man ekki eftir öðru eins í einhver ár. Þvílíkur kuldi. Á endanum var ég komin í náttföt, náttslopp, undir sæng og teppi og þá loks sofanði ég eftir að hafa líka ælt lifur og lungum og tekið AlkaSeltser.
Vaknaði ótrúlega hress í morgun þrátt fyrir allt og hef komist ágætlega í gegnum daginn. Ætla að fara að sofa núna og slaufa lestrinum. Þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið enda langur dagur framundan.
Góða nótt krúsur.

laugardagur, október 04, 2003

Tíminn flýgur hratt...

Mér finnst eins og að ég hafi bloggað síðast í gær en það var víst þriðjudaginn. Það er bara nóg að gera all of a sudden hjá mér sem er í lagi, ég horfi ekki einu sinni á sjónvarp nú orðið... eða varla neitt að ráði.

Börn eru yndisleg! Sonur minn tók allt í einu um höfuð mitt um daginn, horfði í augun á mér og sagði: "Mamma, ég elska þig" og svo kyssti hann mig. Svo leið mínúta og þá endurtók hann þetta nema bætti við "alltaf". Daginn eftir sagði hann það sama bætti svo við stuttu seinna: "Mamma, þú ert best!" Held reyndar að það hafi haft með einhvern tölvuleik að gera : )

Ég byrja í starfsþjálfun á þriðjudaginn. Fer í Borgarholtsskóla að eigin vali. Þeir eru nefnilega með Upplýsinga- og fjölmiðlabraut og líka Margmiðlunarbraut. Jesserí, mjög spennandi. Vonandi villist ég samt ekki á leiðinni þarna upp í afdali. (Já, ég viðurkenni það að ég er með Grafarvogsfordóma!)

Það er laugardagur. Ég var með matarboð í gær, heppnaðist vel. Var með tvö aukabörn í nótt, heppnaðist vel.

Pabbi kom svo og sótti hrúguna og fór með í bíltúr. Ég á að vera að læra. Er búin að læra í 1 1/2 tíma og þarf að snúa mér aftur að bókunum núna.

"Humans do not simply have experience; they have a hand in its creation, and the quality of their creation depends on the way they employ their minds." (Eisner)