mánudagur, mars 31, 2003

Vegna sameiningar Íslandssíma og Tals hefur gjaldskrá þeirra einnig verið sameinuð. Þar með borga ég nú jafnmikið fyrir að hringja í gsm hjá Íslandssíma og Tali eða einungis 10 kr. á mínútana. SNILLD.

ætti ég kannski að fara að læra núna... eða nei, jóga kallar.
Í tilefni af því að ég á afmæli eftir sex vikur hef ég bætt inn hlekk á síðuna mína.
kommentin komin í lag!
Abre los ojos virkaði alveg þó hún væri frekar steikt, Helga Rós kom og horfði á hana með mér og við spjölluðum langt fram á nótt. Alltaf gott að fá góðan félagsskap. Krakkarnir líka farnir að sofa á skikkanlegum tíma og í dag eru akkúrat 6 vikur í þrítugsafmælið. Hlakka ekkert smá til.

sunnudagur, mars 30, 2003

Kommentakerfi Haloscan er í hönk vegna þess að álagið er orðið gífurlegt vegna stríðsins í Írak. Íraskir bloggarar notast nefnilega líka við Haloscan.
Það er bara alveg í lagi, það er ekki eins og að ég þurfi komment á mitt umhleypingalausa líf. Allt með kyrrum kjörum þessa dagana, maður er bara að rembast við að klára öll verkefni og svo eru þrjár fermingarveislur fyrir páska.

laugardagur, mars 29, 2003

Mér finnst það ekki við hæfi að kalla konur fjallmyndarlegar, þetta er lýsingarorð sem maður notar til að lýsa karlmönnum. Fyrir mér er fjallmyndarlegur karlmaður, stæltur og hávaxinn karlmaður sem hefur kraft í sér.

Ég er semsagt að fylgjast með söngkeppni framhaldsskólanna svona með öðru auganu og að reifa dóm með öðru fyrir skólann. Kræst, það eru bara tvær vikur eftir af skólasókn og svo er ég eiginlega laus til að fara að vinna. Reyndar hef ég sótt um áframhaldandi nám, bara svona fyrst ég er hvort eð er farin á hausinn jú nó. Er að fara í fréttamannapróf á Rúv á mánudaginn! :-o
Þeir eru reyndar ekki endilega að ráða.
Er líka búin að sækja um á nokkrum stöðum... annars treysti ég bara á guð og lukkuna. Hefur ekki brugðist mér hingað til. Ég trúi því að allt sem gerist, gerist af ástæðu.

Jæja áfram með Fjölmiðlaréttinn.

fimmtudagur, mars 27, 2003

John O'Reilly hoisted his beer and said, "Here's to spending the rest of me life, between the legs of me wife!" That won him the top prize for the best toast of the night!

He went home and told his wife, Mary, "I won the prize for the best toast of the night." She said, "Aye, what was your toast?" John said,
"Here's to spending the rest of me life, sitting in church beside me wife."
"Oh that is very nice indeed, John!" Mary said.
The next day, Mary ran into one of John's toasting buddies on the street corner. The man chuckled leeringly and said, "John won the prize, the other night, with a toast about you, Mary."

She said, "Aye and I was a wee bit surprised me self! You know, he's only been there twice! Once he fell asleep, and the other time I had to pull him by the ears to make him come."
vantar svefn nauðsynlega
níunda nóttin þar sem ég hvorki vaki né sef
enda eins og afturganga í skólanum

las þessi erindi úr ljóðinu Ást í tíma áðan:

Sólin brennir nóttina
nóttin slökkvir dag;
þú ert mitt athvarf fyrir
og eftir sólarlag

þú ert mitt yndi áður
og eftir að dagur rís
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís

miðvikudagur, mars 26, 2003

Noh drasl. Átti að vera svona=
Mér finnst asian dub foundation og Sinead O'Connor fara alveg stórvel með lagið 1000 mirrors og ég hafði það af í fyrsta sinn í dag að sækja mér lag á netið og varð það einmitt fyrir valinu svo náði ég reyndar í annað lag með henni og The Pogues líka, lagið heitir Haunted og jamm mér líkar vel.

Við Óðinn fórum að heimsækja Helgu Rós áðan og það er óhætt að segja að það er líf í tuskunum í Breiðholti. Óðar konur sem sparka í aðrar konur - ótrúlegt hvað fólk getur tapað sér. En mér líður betur að vita núna að Helgu leiðist allavega ekki í vinnunni.

Ég er nú soldið móðguð yfir því að ég hafði þvílíkt mikið fyrir því að koma helv... kommentakerfinu í lag og það hefur enginn kommentað á nýja lúkkið á síðunni : (

Ég er ánægð með það sjálf og það er það sem skiptir máli.

Mér finnst asian dub foundation og Sinead O'Connor fara alveg stórvel með lagið 1000 mirrors og ég hafði það af í fyrsta sinn í dag að sækja mér lag á netið og varð það einmitt fyrir laginu svo náði ég reyndar í annað lag með henni og The Pogues líka, lagið heitir Haunted og jamm mér líkar vel.

Við Óðinn fórum að heimsækja

þriðjudagur, mars 25, 2003

Góður dagur, var á Stöð 2 og var nett sátt. Var ekki eins hræðilegt og ég átti von á. Allir mjög almennilegir, virkilega almennilegir. Fór reyndar frá um miðjan daginn og skellti mér í ræktina og svona... er frekar mikið þreytt núna og gæti vel hugsað mér að þessi hér fyrir neðan biði mín inn í rúmi til að nudda mig.


Jude Law: you like them romantic and British with
beauiful green eyes.


Which guy are you destined to have sex with?
brought to you by Quizilla
Allt komið í lag! Vei ég er alger snilli!

mánudagur, mars 24, 2003

fokk og nú virkar ekki kommentakerfið æðislegt!
hey frábært loksins loksins fæ ég að sjá Abre los ojos en það á að sýna hana á sunnudaginn í sjónvarpinu. Ég ætlaði alltaf að sjá hana með ákveðnum vini mínum en allt er í heiminum hverfult!
fuck blogspot, ég er löngu búin að breyta lit á síðunni og gera hana fína en blogspot neitar að vista breytingarnar fyrir mig algjört drasl. Held að ég búi bara til nýja síðu ef ég næ ekki að laga hana.
hvatningu,
mig vantar hvatningu,
eða bara kaffi,
þarf að þrífa,
læra,
hvílast,
elskast,
þrífa
hjálp!

sunnudagur, mars 23, 2003

Endanlega búin að afgreiða fortíðina og nú er framtíðin björt framundan... er það ekki. Ég held að oft sé maður ástfanginn /hrifinn af minningum og þegar maður hugsar hlutina betur þá sér maður þá í réttu ljósi. Það sama getur gerst í hina áttina, maður man bara slæmu hlutina vegna þess að maður hefur verið særður og maður getur ekki fyrirgefið. En þegar maður fyrirgefur og viðurkennir væntumþykju sína gagnvart fólki þá allt í einu man maður aftur góðu hlutina (þeir voru auðvitað til staðar þó að margt hafi skort) og það er líka svo mikilvægt að geta talað fallega um feður barnanna sinna.
En þegar fólk er í ójafnvægi andlega og líður ekki vel þá virðist oft erfitt að meta hluti rétt og sumt fólk virðist draga fram það versta í hvoru öðru. En loksins loksins loksins er maður sáttur. Doldið þreytt, pínku þunn en sátt.
Svo var mér líka boðið í mat í kvöld og það var frábært. Takk Viktor.
Skrýtnar aðstæður
sem maður
getur fundið sig í!
Aðstæðum sem maður á
ekki von
á að lenda í
náði að höndla
þær fínt!
Gin og tonik
drukkið ótæpilega!

föstudagur, mars 21, 2003

Ég er ennþá að sofa hálfilla en í nótt hrökk ég upp við magnaðasta haglél sem ég hef heyrt í lengi. Var notalegt að vita til þess að þrátt fyrir haglél og vont veður þá kúrði ég örugg í mjúku og hlýju rúmi. Ég finn líka að ég verð sterkari með hverjum degi og er nokkuð glöð að fólk tekur eftir því og stelpurnar í skólanum (nokkrar þeirra) höfðu orð á því hvað ég væri orðin allt önnur. Það veitti mér auka styrk get ég sagt. Enda eru allir þeir erfiðleikar sem hrjáðu mig fyrir áramót að baki, mamma að hressast og svona þó er þreytan sem hrjáir mig núna ekki nógu góð ... en ég veit upp á mig sökina - mataræðið er ekki nógu gott. En ég stend mig í ræktinni og öllu öðru og það er það sem skiptir máli. Þetta er skrýtinn tími til að segja svona en ég er hamingjusöm, viðvarandi hamingjusöm. Ég finn fyrir því á hverjum degi og ég veit alveg hvað ég þarf að gera og ekki gera til að viðhalda þessu ástandi og það er gott. : )

fimmtudagur, mars 20, 2003

Give peace a chance er allt og sumt sem mér dettur í hug!

miðvikudagur, mars 19, 2003

Var að kíkja inn á síðuna hans Borgars og þar bendir hann á Unni og segir hana frábæra. Ég er sammála. Gaman að lesa síðuna hennar en málið er að hún er með svona Gefmér síðu þar sem hún telur upp ýmsa hluti sem hún vildi fá ef fólk fengi löngun til að gefa henni gjafir. Oooog þar sem ég verð þrítug í maí þá datt mér í hug að gæti verið sniðugt fyrir mig að gera svona síðu. Það sem kveikti mest í mér er að hún telur upp á síðunni sinni Bombay Sapphire Gin sem er langbest í heimi og ég er sammála. Ég keypti mér svona í flugvélinni á leiðinni heim frá Kanada og nammi ég get ekki beðið eftir því að fá mér um helgina kannski svona eitt glas hmm, hmm. Ég er reyndar að fara á svona Girls night á föstudagskvöldið þar sem við sukkum yfirleitt frekar í mat heldur en áfengi. En laugardagskvöldið er enn nokkuð opið... svo gin gæti átt við það!! : )
Vei, hvað það er gott að eiga góða vini. Ég var svoleiðis úrvinda í gær en nú líður mér miklu betur. Það sem svefnleysi getur gert mér er ferlegt.

Ég kíkti til systur minnar í dag og bauðst til að passa fyrir hana og manninn hennar meðan þau fóru á foreldrafund í leikskólanum. Það var heldur alvarlegur fundur þar sem að til umræðu var sá alvarlegi atburður að segja þurfti einum starfsmannana upp vegna gruns um það að hann hafi leitað á börnin. Um 21 árs gamlan karlmann var að ræða. Fundurinn var víst heldur tilfinningaríkur og brustu einhverjar mæður í grát meðal annars. Það sorglega er þar sem kæran var felld niður af einhverjum sökum mun þessi maður jafnvel geta fengið aftur vinnu með börnum en þó ekki á leikskólum Reykjavíkur.

Annars er ég að dunda mér við að taka til og henda drasli og var að fara í gegnum allskonar leiðarvísa meðal annars og lærði ýmislegt nýtt um gemsann minn. Núna get ég tildæmis hringt í fólk með því að segja nafn þess eingöngu. Alger snilld.

Mig langar ferlega mikið að sjá finnsku myndina Maður án fortíðar en veit ekki hvort ég fæ nokkurn með mér. Hún gæti verið áhugaverð!

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ákvað að taka annað próf!






Take the What Type of Friend are
You?
quiz, and visit mutedfaith.com.
[Me.]



Og þetta kom mér á óvart, átti alveg eins von á að vera Monika. Annars er ég hundþreytt og leiðist. Fúlt að eiga vinkonur í útlöndum og fúlt að eiga vinkonur sem eru að undirbúa að fara til útlanda. Held ég verði bara sjálf að flytja til útlanda enda lítið fyrir mig við að vera hérna á skerinu... argh mig langar stundum til þess að einhver sé góður við mig! Svefnleysi er óhollt vonandi sef ég betur í nótt en þá síðustu.





I'm Rachel Green from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.






mánudagur, mars 17, 2003

Talandi um vinnu ég er einmitt að leita mér að einhverju að gera. Mér finnst þetta hinsvegar ekki mjög hár prís hjá henni, eða hvað???

sunnudagur, mars 16, 2003

Gangs of New York... bloody fantastic!

Ég held ég hafi meiraðsegja tekið Leonardo í sátt!

föstudagur, mars 14, 2003

...bentu á þann sem að þér þykir bestur.

Það er merkilegt þetta sjónarspil sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur þar sem forsætisráðherra landsins vill láta almenning halda það að hann sé mjög hneykslaður á því að til séu menn á Íslandi sem hafi fé til þess að múta háttsettum ráðamönnum. Hann vill láta okkur halda það að hann viti ekki það sem er á allra vitorði að á Íslandi þrífst glæpastarfsemi og þar með taldar mútugreiðslur. En hvort þessar 300 milljónir voru boðnar í grini eða alvöru er ekki einu sinni það sem málið snýst um eða hvað?
Hér verður ekki fullyrt neitt um sannleika málsins. Eins og fram hefur komið er erfitt að dæma þar sem orð eru á móti orði og sönnunarbyrði erfið. Málavextir verða ef til vill aldrei fullkomlega ljósir en ætti það ekki að vera frekar augljóst að forsætisráðherra á ekki að koma á óvart að einhverskonar mútur eigi sér stað í þjóðfélagi þar sem menn fá 70 milljónir í launabónus? En málið snýst kannski ekki um það að hugsanlega kannski mögulega hafi verið gerð tilraun til þess að bjóða Davíð Oddssyni mútur heldur það að málið kemur fram ári seinna og að menn eru ekki sammála um það hver er að segja satt eða hver skildi málið á hvaða hátt.
Þessi farsi, ekki Allir á svið sem sýndur er í Þjóðleikshúsinu heldur sá sem hófst líklega 24.janúar 2002 í London er engu líkur. Menn hægra megin við borðið vilja meina að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri ábyrgð á þessu öllu saman með ræðu sinni sem hún hélt í Borgarnesi um daginn. Eða þá hugsanlega Fréttablaðið sem birti grein í blaði sínu laugardaginn 1. mars. Vinstra megin við borðið eru sumir sem benda á Davíð og segja yfirlýsingar hans vera pólítískar. Að þetta sé útpælt að koma með þetta núna til að lýsa yfir hversu heiðarlegir, góðir, særðir og saklausir allir séu hægra megin meðan að Samfylkingin, Fréttablaðið, Baugsveldið, Hreinn Loftsson og allir hinir séu með samsæri gegn bláu höndinni og að þetta sé misheppnuð aðferð þeirra til að sverta vinstri menn.
Farsinn hélt síðan áfram í Silfri-Egils sunnudaginn 9. mars þar sem að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sýndi það að hann og hinir í Sjálfstæðisflokknum eru langt yfir aðra hafnir. Hann jafnvel tók það að sér að siða þáttastjórnandann, Egil Helgason, til með því að benda honum á að hann þyrfti ekki að öskra þegar Egill reyndi að fá Pál Vilhjálmsson til að leyfa Gunnari Smára Egilsyni að svara án truflana. Páll benti í sífellu á Gunnar Smára og ásakaði hann og Fréttablaðið um lygi og Gunnar Smári sat þolinmóður eftir því að segja sinn sannleika.
Farsinn líktist meir og meir sandkassaleik þar sem metingur um gæði manna náði hámarki, pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn, eða Davíð Oddson er miklu heiðarlegri en Hreinn Loftsson og öfugt.
Á almenningur að trúa forsætisráðherranum af þvi að hann er forsætisráðherra og af því að hann hefur aldrei verið þekktur fyrir annað en sannsögli, heiðarleika og háttsemi? Manninum sem sat á móti Össuri Skarphéðinssyni síðasta gamlársdag og þrætti um það hvor þeirra væri dóni, hann eða Össur. Eða Hreini Loftssyni, sem almenningur þekkir ekki neitt, en starfar fyrir hið “alræmda” Baugsveldi?
En eins og í sandkassanum þá fást engar niðurstöður úr metingi um það hver sé bestur, hver segi mest satt og hver sé heiðarlegastur. Hver eigi sterkasta pabbann. Fegurðin liggur í augum sjáandans og sannleikurinn í eyrum heyrandans.
Ég kom sjálfri mér á óvart og fannst alveg frábært að vinna á sjónvarpinu í gær...

mánudagur, mars 10, 2003

Er ekki lengur rauð! Var eitthvað svona tímabundið í gærkvöld. En lífið brosir við mér og vonandi öllum öðrum. Nóg um að vera framundan, starfskynningar og þvíumlíkt. Hlakka til.

sunnudagur, mars 09, 2003

Vá, hvað þeir eru að brillera í Silfri-Egils, Hannes Hólmsteinn að drepast úr hroka og yfirlæti.

EN ég fór í ljós í dag og leit svaka vel út sko, var pínku rauð á nebbanum og hökunni og sagði frá því í spjalli á MSNinu í kvöld voða ánægð. Skrapp svo á salernið og fékk sjokk, ég er semsagt orðin rauð eins og karfi, allsstaðar. Hí hí. Bara fyndið.
Enn eitt prófið.... fékk þetta hjá Helgu
Rós.
You're a Gimlet!  That's gin and lime juice.  You're generally pretty traditional but you do like a bit of Thai food.  You're most likely to be found in the corner of your local pub%2
""Which cocktail are you?""

brought to you by Quizilla

laugardagur, mars 08, 2003

Vá hvað það var gaman á árshátíðinni! Ég var kosinn ungfrú Sirrý en kosið var um ýmsa titla sem þýða meira málefni en manneskjur svo ég sætti mig við að vera Ungfrú Sirrý því það þýðir- mannlega nóturnar.
Ég vann líka 4000 króna úttekt á Vegamótum nammi namm ég heyri Satay kjúklingasalat bíða eftir mér.

Ballið var dýrlegt og nú er ég komin heim dauðþreytt í fótunum og vantar bara mann til að nudda mína þreyttu fætur. Ég veit bara að gott fótanudd yrði vel launað af minni hálfu akkúrat núna. En súrt er í það að bíta að hafa engan sem bíður eftir manni en það er samt betra en að draga með sér einhvern fullan vesaling heim...

Brilljant kvöld, nótt og allt það... ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel. gú natt!

fimmtudagur, mars 06, 2003

Árshátíð á morgun... best að hvíla sig fyrir hana.
Fór með Finni í bíó í kvöld að sjá Lilja-4-ever. Mjög svo áhrifarík... átakanleg, áleitin og ég var komin með kökk í hálsinn og vont bragð í munninn eftir 5 mínútur. Myndin er víst gerð af þeim sama og gerði Fucking Åmal og Tillsammans.. mæli með henni. Hún er mest öll á rússnesku en með enskum texta. Pottþétt.
Kynningin okkar á Kanadaferðinni gekk stórvel, vorum bæði með Powerpoint show og 15 mínútna myndband. Vorum líka með dagblöð og tímarit frá Kanada og Ásta Sól var svo séð að kaupa Maple Leaf Cookies sem við gáfum samnemendum að smakka en þær eru svona ekta kanadískar og við fáum þetta metið svo nú er aðeins meiri verkefnaskilaárangri náð en var í gær. Var líka í upplestrarverkefni í dag sem gildir 15% og við vorum látnar lesa uppúr Sjálfstæðu fólki ... ekki beinlínis þjálasti textinn.
Night Sky1
You come from the Night Sky. You're drawn to the
stars and planets, and it's no wonder why, you
came from them.


Where Did Your Soul Originate?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, mars 05, 2003

ég er svo þreytt að ég snarkippi af einu smá rauðvínsglasi.... mér finnst það bara fyndið. Ætla núna að lesa lítilsháttar yfir eitt verkefni sem ég þarf að gera á morgun og fara svo að sofa ... gera svo heiðarlega tilraun til að fara á fætur klukkan 7.00. Mjög bissý dagur framundan. Afrekaði samt í kvöld að senda inn tvær atvinnuumsóknir (fékk líka gott spark í rassinn frá góðum vini) og að athuga um námið í kennslufræðinni. Hlakka til að fá svörin... já og ég fékk loks aðgang að Íslendingabók og er skyld öllum sem ég þekki í 6-8 lið nema Jonna honum er ég skyld í 10 lið held ég. Alger snilld! Geisp ég sem ætlaði að horfa á síðasta þátt af 24. Bíður betri tíma!

þriðjudagur, mars 04, 2003

djö... ég er endanlega búin að sannfærast um það að ég sé með óþol fyrir geri. Ég er nefnilega búin að borða ótæpilega af brauði og drekka mikinn bjór síðasta mánuðinn og ég er komin með kláða og svo er ég öll að tútna út líka... eru víst alveg týpísk svona geróþol einkenni.. skamm skamm Kolba!
Best að fara að ráðum Finns á Kreml og byrji þessa 40 daga föstu á morgun. Át samt ekki yfir mig af saltkjöti og baunasúpu en hélt samt geysilega velheppnað matarboð. Fyrsta alvöru matarboðið mitt ever held ég bara.

Það eru líka hugsanir sem leita á mig sem ég á að forðast og var búin að lofa mér að forðast... skamm skamm yfir því líka. Veit ekki alveg hvernig skal snúa sér í málinu. Vildi að ég gæti hringt í einhverskonar neyðarlínu og fengið svör við áleitnum spurningum.

Kannski ég þurfi bara að fá útrás í líkamsræktinni... hlýt að vera búin að hvíla mig nóg núna...
Allt í einu mundi ég eftir því hvað ég er alveg ljónheppin. Ég vann í verðlaunagetraun Myndbanda mánaðarins og fékk sent myndbandið Harry Potter og viskusteinninn. Gleðin varð minni þegar upp komst að myndin var með íslensku tali og þar með útskýrðist afhverju hún var gefin... ég hef hugsað mér að gefa hana í afmælisgjöf í næsta mánuði og kaupa frekar dvd diskinn svo að börnin mín geti valið um það hvort myndin sé á ensku eða íslensku, jafnvel sænsku eða dönsku.

Við horfðum á Superman, við Óðinn og Unnur það er. Og Óðinn var sáttur... fannst helst til löng bið samt eftir því að sjá Superman sjálfan en skemmti sér samt konunglega.

Þessi DVD spilari er að svínvirka sko!

Ég heimsótti náttúrulega dvd-leiguna mína um helgina, hún er í breiðholtinu og fékk þrjár myndir lánaðar. Áðurnefnda Superman (brellurnar eru magnaðar), gaman að sjá Marlon Brando í upphafi myndarinnar sem Jor-El. Ég held að ég geti með sanni sagt að ég hafi ekki séð þessa mynd síðan að ég var það lítil að ég vissi ekki vel hver Marlon Brando var.

Ég fékk einnig lánaða myndina Gosford Park sem mér þótti ákaflega skemmtileg enda stútfull af góðum leikurum og leikur sér að sviðsetningu gamalla mynda í anda Agöthu Christie og Hercule Poirot þar sem mikill fjöldi fólks er samankomin og morð er framið samt er myndin minnst um morðið. Mæli með henni alveg hiklaust.
Svo á ég eftir að horfa á Waking Ned... en geri mér þó nokkrar væntingar.

Endurtek (ekki að ég finni þörf til að réttlæta eyðslu mína) að DVD spilarinn er að virka.

mánudagur, mars 03, 2003

Baunirnir malla í pottinum, kartöflurnar komnar í pottinn, búin að skera rófur í pott og er að fara að skera gulrætur, lauk, púrrulauk og beikon í bita. Súpan er nefnilega best upphituð eins og allar góðar súpur auðvitað svo ég ákvað að vera séð og elda hana í kvöld - sparar líka vinnuna á morgun. Kartöflurnar, rófurnar og kjötið sýð ég svo á morgun.

Talandi um vinnu búhú hvað á ég að gera í sumar. Ég meir að segja talaði við Reinharð í vinnunni í dag um að ég gæti unnið í Bóksölunni í sumar.... ég sem sagðist aldrei ætla að vinna þar aftur. Gæti samt alveg hugsað mér að vinna þar í 2-3 mánuði bara svona létt. Það er nú varla að marka hvað mér leið illa í fyrra, það hafði náttúrulega minnst með vinnuna að gera. Mér þykir líka óskup vænt um alla þarna.
En það vantar enga manneskju svo ég verð bara að bíta í það súra..... og leita á önnur mið.

Það er nú oft þannig að maður segir "aldrei aftur" um einhverja hluti en maður á aldrei að segja aldrei. Aukinn þroski gerir manni náttúrulega oft kleift að takast á við hluti sem maður var ekki reiðubúinn til að takast á við áður.
FORGIVE AND FORGET og þá er hægt að halda áfram.

Ég fékk einmitt vinkonu í heimsókn áðan sem ég hélt að ég myndi aldrei tala við aftur fyrir um það bil ári síðan. En við útkljáðum málin og vitum bara alveg á hvaða leveli okkar samskipti eru. Ég nenni ekki að vera sár yfir einhverju sem hún sagði einhverntíma eða gerði... við erum kannski ekki neinar perluvinkonur í dag en samskipti okkur eru rosalega "civilized". Sumt fólk skiptir mann bara máli og það er hægara sagt en gert að gleyma því eða láta eins og það sé ekki til.

sunnudagur, mars 02, 2003

Greinilegt að ég er komin úr æfingu....nema málið sé bara að löngunin til að flirta hefur ekki verið til staðar... tja hún skaut reyndar aðeins upp kollinum í Vancouver enda kom ég heim með nokkrar email addressur!!!
demure flirt
Demure Flirt


What Kind of FLIRT are you?
brought to you by Quizilla

stóðst ekki mátið og tók þetta FLIRT próf!
Vorið er komið og grundirnar gróa tralllalalalalalalalalalalalala ekki það að ég búist ekki við einhverjum snjó og frosti enn. Það er hinsvegar kominn mars og nokkuð öruggt að það styttist í alvöru vor. Á morgun er Bolludagurinn, bolla bolla, og á þriðjudaginn er Sprengidagur namm namm, ég elska saltkjöt og baunasúpu en bara þennan dag. Ég ætla að elda og bjóða í mína ljúffengu baunasúpu sem jafnast á við enga sem ég hef smakkað nema kannski súpuna hennar mömmu en þetta er nánast sama súpan svo!!! EN svo kemur Öskudagurinn og þá á ég stefnumót við Jóhönnu vinkonu og við ætlum að horfa saman á Flashdance! Klikkaðar! og það fyrir hádegi hahahahha.