föstudagur, maí 30, 2003

Ég fékk símhringingu frá manni í dag sem tilkynnti mér það að tölvan mín á að öllum líkindum ekki afturkvæmt... :´´( þá er bara að rabba við tryggingarnar og vita hvort þetta fáist ekki bætt! Er voða hrædd um að þeir finni einhverja leið til þess að borga ekki tjónið en ég get, ætla og skal fá þetta bætt og fá nýja fartölvu! Djö ... hvað ég sakna tölvunnar minnar mikið! Er núna á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Gott að eiga solleiðis kort sko. Spurning um að fara núna í búðina og kaupa eitthvað í gogginn og svo þarf ég að kaupa armbönd fyrir Unni Helgu. Ég er barnlaus eina ferðina enn og vegna þess að mínir elskulegu vinir eru a)í útlöndum b)úti á landi c)ekki með sömu pabbahelgar d)eiga maka og nenna ekki út með mér þá veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera í kvöld... er hugsanlega með stefnumót annað kvöld. Já og partýboð líka alveg rétt en í kvöld??? á ég virkilega bara að gera það sama og ég geri þegar ég er með börnin EKKI NEITT?!

miðvikudagur, maí 28, 2003

Og stofan mín verður svoooo flott!

fékk einnig tvö bréf í dag, bæði frá Háskóla Íslands, ég hef hér með fengið inngöngu í kennslufræði til 15 eininga og í 45 eininga meistaranám í Uppeldis- og menntunarfræði!

Tölvan enn á gjörgæslu en lífið er gott...

þriðjudagur, maí 27, 2003

Ég er æði æði æði æði Stjáni saxafón... ég fékk 8, 5 í Textagerð sem þýðir að ég er búin að fá þrjár einkunnir 7,5, 8,5 og 8,5 djöfull er ég klár!
nú í þessum skrifuðum orðum er verið að saga niður slatta vegg heima hjá mér og ég er stödd í Odda (HÍ) til að komast i tölvu þar sem "the dietcoke incident" hefur enn ekki verið lagað! Helvítis windows messenger er ekki settur upp á tölvunni garg....
Dóttir mín var hins vegar að hringja og láta mig vita að hún stæði svöng úti í rigningunni og kæmist ekki inn vegna hávaða. Þar með er þetta blogg á enda ......

mánudagur, maí 26, 2003

Ég tek orð mín til baka! Helvítis dietkókið drap tölvuna mína, eða hún er alla vega í coma. Þetta er að verða eins og í sápuóperu. Góðu fréttirnar eru að ég er örugglega tryggð fyrir því að dóttir mín hellti yfir tölvuna því að fyrirtæki föður míns er skráð eigandi, ég er sko bara með hana í láni.... en við sjáum hvað snillingarnir á verkstæðina finna út úr þessu en þangað til mun líklega verða lítið um blogg nema ég taki upp á því að hanga upp í skóla eða fara á netkaffihús. Maður er nú varla að nenna því! Verst að nýja tölvan mín er ekki laus til afhendingar fyrr en á mánudaginn næsta. : ( Ég er búin að fá eina einkunn í viðbót og hún er að ég held sú lægsta sem ég kem til með að fá og var bara 7,5. En ég gafst eiginlega upp í lokin á þessum kúrs og nennti ekki að leggja á mig margra daga vinnu til að hala einkunnina upp um mesta lagi einn heilann. Enda enginn nokkurn tíma eftir að skoða blessað einkunnaspjaldið og 7,5 er alls ekki slæmt.

sunnudagur, maí 25, 2003

Þá höfum við það, tölvan mín lifði af að fá kók yfir sig. Dóttir mín sinnti semsagt ekki ábendingum mínum um að hafa ekki gos eða aðra drykki nálægt tölvunni minni og sullaði. Eina sem ég get gert núna er að þakka guði fyrir að hún heimtaði að kaupa diet kók og að ég leyfði henni að kaupa drykk fullan af gerviefnum. Ég stórefast um að tölvan hefði lifað ekta kók af, sykurdrullan sem það er!

Nú er undirbúningi að stækkun stofunnar nánast lokið, ég þarf að færa til nokkur húsgögn og henda lökum yfir bókaskápana. Mér skilst að demantasögun framkalli mun minna ryk en sleggjuaðferðin... ég hlakka svooooooooooooooooooooo mikið til, ég er farin að hlakka til að brjóta upp gólfflísar og rífa upp parket, flota og lakka og allt það! Verð bara að passa að eiga bjór í ísskápnum. Synd að nánast allir vinir mínir eru erlendis eða úti á landi! Ég gæti vel þegið hjálp :o)

föstudagur, maí 23, 2003

Ó mæ god, ég er senst að hlusta á úbarpið og á Rás 2 sko og ég er að hlusta á Sniglabandið!! talk about memories! ég hef nefnilega bara einu sinni á ævinni verið alvöru grúppía og það var fyrir Sniglabandið... þetta var á sama tíma og ég var alltaf með Sniglunum og var mikið og flott hnakkaskraut... helvíti var maður nú flottur hérna í den í leðurgallanum... well það var fyrir 13 árum og 15 kílóum : ) ó mæ god hvað ég var horuð : ( en mér líður mikið betur í dag það er víst ; )

What a wonderful life! Það er eitthvað svo dásamlegt við Reykjavík á vorin og sumrin. Ég kíkti í bæinn í gærkvöld og labbaði aðeins Laugaveginn og kíkti svo á Vegamót með Ástu Sól þar sem ég fékk alltof sterka súpu sem ég gat ekki borðað og þurfti ekki að borga fyrir og síðan einn góðan Latté. Var aldrei þessu vant samt farin að sofa fyrir miðnætti og ætla að skella mér núna í ræktina að losa smá orku. Mikið um að vera um helgina hjá mér. Ég er að fara í útskriftarveislu seinna í dag og ég og börnin mín ætlum að passa hann Daníel Loga Bergmann í kvöld. Svo er þrítugsafmæli á morgun, hún Íris mín er nefnilega líka orðin þrítug og þá er engin eftir af tríóinu sem kennt er við Jóhönnu, Kolbrúnu og Írisi. Þó er fjöldinn allur af vinkonum eftir að verða þrítugar, þar á meðal mín elskuleg Dísa og Harpa beib sem er fyrir norðan en þær eru hluti af enskutríóinu : )

Jæja ræktin bíður!

fimmtudagur, maí 22, 2003

Jæja ég var í augnablik jafnvel komin með vinna á vísi.is en það gekk ekki eftir! Æ, það er svo sem ekki hundrað í hættunni. Þetta var svona sæmilega spennandi... ég töfra bara einhverjar fínar greinar fram úr erminni í sumar og sel á tímaritin svo ég geti útskrifast í haust :)

mánudagur, maí 19, 2003

Ég hlakka ekkert smá til að fá að nota dekurdaginn minn sem mínar yndislegu vinkonur, Elfur og Hjördís, gáfu mér í afmælisgjöf. Ég fór bara hjá mér yfir því hvað þær voru yndislegar að gefa mér svona frábæra gjöf. Ég fékk líka alveg yndislegar gjafir frá öllum.

Ég er nú þekkt fyrir að geta verið svona svolítið skemmtilega klikk og ég sannaði það í dag að ég er alla vega nógu klikk til að fara og fjárfesta í annarri tölvu. Háskólinn var að selja tölvur úr tölvuverum sínum á þrjátíuþúsund og ég bara stökk á eina. Nauðsynlegt að eiga borðtölvu líka hehemm ;)
Er núna að slappa af og horfa á Survivor The Amazon lokaþáttinn. Spjalla við Ása í bæ og fá senda tónlist um MSN. Þvílík snilld sem þessi tækni er. Notalegt að rifja upp tímann á Skógum með því að hlusta á the River með Bruce Springsteen.

sunnudagur, maí 18, 2003

Sinfóníuhljómsveitin stóð sig mjög vel en hvað þessir blessuðu söngvarar frá West End London voru að hugsa veit ég ekki, þau voru hræðileg, gjörsamlega vonlaus. Ekki það að söngkonurnar voru sæmilegar einar sér. En þetta voru nokkur vonbrigði. Kvöldið var hins vegar frábært og mikið fjör en kannski að ég hafi drukkið einum of mikið rauðvín. ;)

Ammælispartýið gekk líka svakalega vel og ég er mjög ánægð með mætinguna. Það voru þó einn eða tveir sem ég saknaði. Ég á bara eftir að halda eina veislu fyrir son minn sem verður 4 ára á þriðjudaginn og þá er ég komin í frí frá veisluhaldarastörfum.

Get bara farið að mæta sjálf í veislur.
Held ég taki það samt frekar rólega á næstunni. Djammlífið er farið að virka þreytandi... mig langar bara til að kynnast einhverjum og eiga notalega tíma án þess að þurfa að fara á bari niður í bæ.

föstudagur, maí 16, 2003

Þar sem að ég veit fyrir víst að auglýsingin með Birgittu Haukdal um Rís! þú átt það skilið hefur farið í taugarnar á mörgum þá verð ég að deila eftirfarandi.
Dóttir mín, sem er mikill aðdáandi Birgittu, tilkynnti mér áðan eftir að hafa hlustað á auglýsinguna að hún Birgitta gerði þetta bara alls ekki nógu vel. "Hún ætti að leika aðeins meira, þetta er ekkert auglýsingalegt hjá henni!", sagði hún og dæsti.

Hún er annars farin með rútu austur á Klaustur og ég er orðin ein í bænum... er að fara með pabba, vinkonu hans og systur minni að horfa á Sinfóníuhljómsveit Íslands spila ABBA í Laugardalshöllinni í kvöld! Nú og svo er partý hjá mér annað kvöld ; )

fimmtudagur, maí 15, 2003

Yaawn, á íslensku, geisp. Það er ekkert smá fyndið að fara yfir þessa ensku stíla :) Ég trúi því ekki að ég hafi nokkurn tíma verið svona léleg í ensku! En inn á milli eru snillingar! Ég bíð bara spennt eftir að fá að vita hvort ég komst inn í kennslufræðina. Ég fann skattkortið mitt í dag sem var í raun og veru ekki týnt ég bara trúði því ekki að ég myndi það rétt hvar það væri. Ferlegt að hafa ekki næga trú á sér. Hef hana hér með samt. Er marg oft búin að sanna það fyrir sjálfri mér að það fyrsta sem kemur upp í hugann er yfirleitt það rétta.

miðvikudagur, maí 14, 2003

Litla fjölskyldan fór öll til tannlæknis áðan og er nú mörgum þúsundköllum fátækari... en vonandi sér Tryggingastofnun sóma sinn í því að endurgreiða sem mest af kostnaði barnanna. Tæplega 14.000 krónur eru aðeins of stór biti af engu nefnilega. Hélt annars áfram að æfa mig að vera kennari í dag og fór yfir stíla í ensku 303.
ÉG ÞOLI EKKI HVAÐ ÉG ER FORVITIN!
og ÓÞOLINMÓÐ.

En ég er samt æði! ;o)

þriðjudagur, maí 13, 2003

Það eru bara allir búnir að hafa samband, meiraðsegja Dísa hringdi frá New York. Æði, það er ekkert smá gaman hvað maður á marga vini. Thanks you guys, I love ya all!

mánudagur, maí 12, 2003

ó já og ég þarf víst ekki að kvarta undan atvinnuleysi, ég hef ekki undan við prófarkalestur, þýðingar og svo ætla ég að aðstoða vinkonu mína á morgun við að fara yfir stíla.

Svo fékk ég bréf frá Rúv í dag, ég náði fréttamannaprófinu :) fékk samt ekki vinnu :(
Jæja, þá er maður orðinn þrítugur. Komin í fullorðinna manna tölu eins og ein vinkona mín orðaði það. Bakaði fullt í dag og hef notið góðra gesta. Fékk saumavél í ammælisgjöf frá familíunni, sem er frábært, vonum bara að ég endi ekki samansaumuð útí horni. Sms-in streymdu gersamlega inn frá því klukkan átta í morgun sem var indælt. Alltaf næs þegar fólk man eftir manni. Fékk margar afmæliskveðjur í tölvupósti einnig og í síma og svo komu náttúrulega einhverjir við. Mjög fínn dagur. Nú er ég hins vegar mjög þreytt en ánægð. Svo verður bara partý á laugardaginn fyrir þá sem vilja mæta. Opið hús og ég ætla ekki að hafa fyrir því á neinn hátt. Og ég býð ekki upp á vín enda blankari en nokkurn tíma :( það er bara tímabundið ástand samt sem gengur yfir.

sunnudagur, maí 11, 2003

Ég kaus í gær og tók þátt í að rjúfa 30% múrinn. Ég fór til mömmu með börnin og eyddi framan af kvöldinu með henni og þeim. Sótti Helgu Rós í Kópavoginn, smá gin í Barmhlíðina og við fórum til Aino Freyju úr hagnýtu en hún átti afmæli í gær (býr á Bergstaðarstræti) og var með opið hús í tilefni þess. Það var þvílíkt gaman og góð mæting af hagnýtum pæjum og gæja (Roald stóð sig vel fyrir hönd karla). Dröttuðumst í bæinn um hálfþrjú, var frekar fullt alls staðar svo við Helga ákváðum að segja pass við dansi á Þjóðleikhúskjallaranum og fá okkur einn drykk og síðan "call it a night" kíktum við á Næsta. Ég þorði ekki einu sinni að biðja þolandi síðasta fyllerís afsökunar á hegðun minni. Kræst hvað maður er eitthvað skertur. Labbaði síðan heim í veðurblíðunni og spjallaði við Kára vin í gemsann á leiðinni svo mér leiddist ekki. Alltaf fínt að heyra í Kára. Hann bauð mér í bjór en ég nennti ekki að vaka lengur enda klukkan orðin fjögur.
Svo ég fór heim og svaf og var mætt í Hafnarfjörðinn til mömmu klukkan 12. Dagga systir sótti mig og skutlaði mér í bæinn að sækja bílinn. Labbaði Baldursgötuna en bíllinn var fyrir utan Þrjá frakka. Minnti mig á gamla tíma. Þegar við Jónas bjuggum í miðbænum, og Harpa bjó á Baldursgötunni og við Jónas ætluðum alltaf að vera saman og kaupa okkur hús á skólavörðuholtinu og lifa hamingjusöm til æviloka. En það var náttúrulega fáránlegur draumur þar sem við vorum eiginlega aldrei neitt sérlega hamingjusöm til að byrja með.
En það er alveg í lagi ég hef eignast nýja drauma.

Ég hef líka komist að því að ég ætla ekki að ná mér í mann á fylleríi niður í bæ. Það er ekki rétt leið. Verst að íslendingar kunna ekki að deita og það er nánast óþekkt að fólk fari á stefnumót nema í gegnum einhverjar fáránlegar síður eins og einkamál.is eða private.is. Been there, done that það var heldur ekki að virka.

Fór svo með krakkana í góða veðrinu í ísbúðina í Fákafeni (fyrrum ísbúð Álfheimum) og keyptum ís. Allir svaka ánægðir.

laugardagur, maí 10, 2003

Það hlaut að koma að því. Mig er farið að dreyma kynlíf en bara á svipaðan hátt og ef ég væri að horfa á bíómynd (þó ekki bláa á neinn hátt). Mig sem sagt dreymdi aðdragandann og morguninn eftir :) hahahaha þvílík steypa. Fyndasta var kannski hver var mótleikari minn. Það var ekki einu sinni neinn sem ég hef sofið hjá eða get hugsað mér að sofa hjá, enda kyssti hann illa í draumnum. Kannski er þetta merki um það hvað ég eigi að kjósa, að ég eigi alla vega ekki að kjósa eitthvað sem ég hef hingað til ekki getað hugsað mér að kjósa og að kominn sé tími til að prófa eitthvað nýtt!

föstudagur, maí 09, 2003

Ég áttaði mig áðan á því að ég hef sama sem ekkert rætt um kosningar hér... ef frá er talið framsóknarfylleríið! Ég er töluvert hrifin af mörgu því sem þeir setja fram sem slagorð enda höfða þau mjög vel til mín sem einstæðrar móður í námi með endugreiðslur til Lín á bakinu og enn á Lín-lánum og atvinnulaus og sjúklingur og.. og.. og.. eigandi íbúðar og skuldari við Íbúðalánasjóð, og fleiri og já, hmm.

Nú kosningarnar eru semsagt á morgun og mér hefur nú þegar verið boðið að sækja kosningapartý heim í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er þá allt spurning um það hvort ég fæ pössun, á kosningakvöldinu sjálfu?!?!?

Já, og ég er líklega búin að eignast hjól! Þakkir til fyrrum samstarfskonu minnar hjá Bóksölunni en ég leit við og heilsaði upp á starfsmenn þar. Þar á meðal hinn íðilfagra Fangor.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Í dag er góður dagur! Ég fór í gær og sótti um atvinnuleysisbætur :-( það er að sjálfsögðu betra en að fá enga peninga. Ég er að auðvitað til í að fara að vinna við eitthvað skemmtilegt og ég hef svosem alveg nóg af verkefnum sem gætu verið skemmtileg. Spurning hvað ég fæ borgað?! En eins og sagði í laginu forðum "The only way is up! Baby! For you and me now!"

miðvikudagur, maí 07, 2003

Vá ég er næstum því engill eða?

The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Low
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)Moderate
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Moderate
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Low
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Moderate
Level 7 (Violent)Moderate
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)Very High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Moderate

Take the Dante's Divine Comedy Inferno Test
úff hvað mér leiðist að þrífa :(
en markmiðið er að vera búin að þrífa slotið fyrir afmæli
sem er eftir rétt um fimm daga!

skúra skrúbba bóna rífa af öllum skóna
tralla la la tralla la la la la la la

takið af ykkur skóna, ég er að bóna ...

og þið skiljið ;-)

þriðjudagur, maí 06, 2003

professor x
You are Professor X!

You are a very effective teacher, and you are very
committed to those who learn from you. You put
your all into everything you do, to some extent
because you fear failure more than anything
else. You are always seeking self-improvement,
even in areas where there is nothing you can do
to improve.


Which X-Men character are you most like?
brought to you by Quizilla
Ég get nú stundum verið svolítið skrýtin! Ég var mjög þreytt í gærmorgun vegna þess að ég vakti frameftir við að lesa en varð að halda mér gangandi til að ljúka verkefnum dagsins. Í gærkvöldi hélt ég svo áfram að lesa þessa bók sem heitir Tara Road og er eftir Maeve Binchy nema hvað ég átti svo lítið eftir að ég ákvað að klára hana bara. Hmm, klukkan var sko að verða þrjú þegar ég fór að sofa. Var svo vöknuð fyrir allar aldir í morgun til þess að koma mínum elskulegu börnum af stað í skóla og leikskóla og er núna vægast sagt þreytt. Gáfulegast er að leggja sig en ég tími því sjaldnast þegar ég er komin á fætur, úllen dúllen doff... held ég leggi mig. Auf wiedersehen.

mánudagur, maí 05, 2003

Þetta hefur verið einstaklega 'productive' dagur og ég hef nú lokið við síðasta verkefnið mitt fyrir kúrsa vorsins. Ég á hins vegar enn eftir að skrifa greinar uppá 45.000 slög, reyndar er ég búin að skila u.þ.b. 3500 slögum en 42.000 slög eru sirka þrjár jafnlangar greinar og ég skrifaði í dag. Ég hef hins vegar nægan tíma til þess, veltur bara á því hvenær ég vil útskrifast. Ég er mjög glöð með að Ási í bæ hafði samband en fyrir forvitna (sem ég veit að eru nokkrir) þá er hann strákur sem ég var svaka skotin í fyrir mörgum árum síðan. Alltaf gaman að heyra í gömlum sénsum og vinum.

sunnudagur, maí 04, 2003

helvítis klukkudrasl... alveg sama hvað ég geri þá get ég bara verið klukkutíma á undan eða á eftir þrátt fyrir að hér inni á bloggvinnslustaðnum sé klukkan rétt, óþolandi. Því tek ég hér með fram að klukkan er núna stillt þannig að hún er klukkutíma á eftir. Svo ef klukkan sýnir að ég hef bloggað klukkan 22.20 þá í raun var það klukkan 23.20. Núna er klukkan 12.36 hádegi sunnudag og ég er mun hressari en ég var í gær. Önnur eins þynnka hefur ekki gert vart við sig síðan 15. desember. Ég er alveg hætt að botna í því hvað ég get verið að skemmta mér vel og svo bara out-of-the-blue verið orðin dauðadrukkin og rétt komist heim. Sem betur fer gerist það alls ekki oft og ég hef engar stórar áhyggjur af þessu. Fyrir forvitna þá hófst ævintýri föstudagsins með því að ég dró Ástu Sól með mér á konukvöld hjá Framsóknarflokkinum þar sem framsóknarmenn voru mjög iðnir við að fylla á bjórglasið hjá mér. Leiðin lá svo niður í bæ þar sem við tjékkuðum á nokkrum börum og ég hitti meiraðsega prestinn minn í Alþjóðahúsinu, hann Pétur hjá Óháða. Endaði svo svallið á Næsta bar þar sem ég hagaði mér kjánalega og gaf ungum manni undir fótinn á mjög svo ekki dannaðan hátt. Ég tel að það hafa frekar grafið undan mér en nokkuð annað. Spjallaði fullt við helling af fólki og meðal annars Tinnu systur Dísu, vinkonu hennar sem ég man ekki nafn á og Hadda (sem skrifar hér) og já það má allavega segja að ég muni núna afhverju það er sem ég fæ mér svona sjaldan í glas. En það er bara að taka þessu létt og skemmta sér. Ég verð eins og áður hefur verið nefnt þrítug eftir 8 daga og ætla að bjóða til veislu 17. maí og þá verður gaman.

Þar sem að fór lítið fyrir vinnu í gær (vegna þynnku) þá verð ég að vera mjöög dugleg í dag og á morgun þar sem verkefnið skal skilast á miðnætti annað kvöld. Vil geta þess að ég horfði á tvær dvd myndir í gær. The Majestic með Jim Carey og æ, ágæt mynd svosem og ég er viss um að kaninn hefur fílað þjóðrembuna í myndinni. "The american hero" etc. ég átti samt einhvernveginn alltaf von á að Jim myndi fara að geifla sig ægilega og láta eins og fífl eins og maður er vanur en mér líkaði bara vel við hann í svona aðeins alvörugefnara hlutverki.
Hin myndin var svo Cruel Intentions með Ryan Philippe, Sarah Michelle Gellar, Reese Witherspoon og Selmu Blair meðal annars. Ég gæti vel trúað því að einhverjum gæti þótt myndin fín, ég hinsvegar gat ekki annað en borið hana saman við hina frábæru Dangerous Liaison þó mér hafi alltaf fundist John Malkovich frekar óaðlaðandi, Ryan Philippe má eiga það að mér finnst hann sætari en John en hann sýnir enga stórkostlega leikburði hér kannski einum of að reyna að stæla John. Stelpurnar voru svo sem allt í lagi. Sarah og Selma fara í sleik í close-up og ég er viss um að það hefur selt vel þó mér hafi fundist það hallærislegt. En í heildina finnst mér myndin frekar slöpp og Reese Witherspoon er miklu miklu betri sem Legally Blonde heldur en hér. Selma Blair sem mér finnst ágæt leikkona var svo leiðinlega heimsk og asnaleg í sínu hlutverki að mér fannst það draga úr trúverðugleika myndarinnar. Ekki það að myndin hafi verið neitt brjálæðislega trúverðug.

laugardagur, maí 03, 2003

þynnka og mórall ríkjandi í dag og ég bið Ása í bæ, ef hann kíkir við á síðunni hjá mér aftur, að skilja eftir netfang eða eitthvað svo ég geti haft samband... bendi Ása í bæ líka á það að (svo og öðrum sem af einhverjum ástæðum myndu vilja hafa samband við mig) að ég er með mörg netföng og er ánægðust með það nýjasta kolbrun@internet.is! Endilega senda mér línu. Nú styttist í kosningar... og tveim dögum eftir kosningar verð ég þrítug. ;)

föstudagur, maí 02, 2003

Ég skráði mig á póstlistann hjá Feministanum og hef verið að fylgjast með umræðunni þar og meðal annars var verið að ræðu um föðurrétt og móðurrétt svo ég ákvað að leggja orð í belg með þessari hér frásögn að neðan. Það fyndna er að enginn, ekki neinn, kommentaði á þetta hjá mér. Mér skilst að það sé vegna þess að ég var ekki að rífast.

Ég er einstök móðir tveggja barna sem eiga ekki sama föður. Ég deili því uppeldinu með tveimur mönnum "út í bæ". Öll erum við frábærir foreldrar. Faðir eldra barnsins býr út á landi, borgar sitt meðlag og tekur þátt í meiriháttar kostnaði eins og gleraugnakaupum svo dæmi sé tekið. Ég fer með forræðið (kemur alveg til greina að breyta því) en hann er helgarpabbi. Stelpan er samt ávallt velkomin til hans en hann býr í 3-4 tíma fjarlægð, fjórir tímar með rútu.

Dóttir okkar fór með honum til útlanda fyrir nokkrum árum síðan. Farmiðarnir voru keyptir á visakort og tveim dögum fyrir brottför sátu barnsfaðir minn og sambýliskona hans og ræddu um það hvort ekki þyrfti að tryggja sérstaklega myndbandsupptökuvél sem taka átti með í ferðina. Einhver heyrði til þeirra og benti þeim á að þau þyrftu einnig að tryggja barnið okkar sérstaklega. Þar sem að hún er ekki með lögheimili hjá honum er hún ekki inn í tryggingum hans. Svo að þau borga sérstaka tryggingu fyrir hana hjá tryggingafélaginu þrátt fyrir að vera með fjölskyldutryggingu. Dóttir okkar er ekki hluti af fjölskyldu hans í augum tryggingafélagsins!!!

Hinn barnsfaðir minn býr nálægt mér og við erum með sameiginlegt forræði og það kom ekki annað til greina þegar við slitum sambúð en að forræðið yrði beggja. Ég er þrátt fyrir það meira með barnið. Sonur okkar gistir hjá pabba sínum aðra hvora helgi í 4 nætur (frá fimmtudegi til mánudags) og svo hittast þeir tvo eftirmiðdaga á milli þessara "pabba"helga og eiga góða stund saman.

Þessi barnsfaðir minn er nemi í HÍ. Hann sótti um íbúð á stúdentagörðunum en fer í sama biðlistasæti og einstaklingur sem býr hjá foreldrum sínu. Það er ekkert tillit til þess tekið að hann eigi barn. Svona er þetta víðar. Hjá nánast öllum stofnunum. Reyndar viðurkennir Vinnumálastofnun að menn eigi börn þó þau búi ekki hjá þeim og greiðir atvinnuleysisbætur í samræmi við það.

Mér finnst þetta stórkostlegt vandamál. AÐ ef fólk með börn skilur er því ekki tryggður sami réttur. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili meðan að fólk sem býr víða erlendis getur haft tvo ríkisborgararétti/ríkisföng. Væri eitthvað athugavert að hafa tvö lögheimili. Lögheimili a) hjá móður t.d.(væri þá primary lögheimili) og lögheimili b)hjá föður (secondary). Það er ef fólk fer með sameiginlegt forræði.

Ég fæ greiddar barnabætur en ekki barnsfeður mínir. Meira að segja var það þannig þegar ég var í sambúð með seinni barnsföður mínum að hann fékk greiddar barnabætur með barni annars manns. Ég er ekki endilega sammála röksemdarfærslu barnsföður míns að ef hann fengi greiddar barnabætur líka að þá myndi hann vera með barnið til jafns á við mig. Hann ætti ekki að láta peninga stjórna því hvort hann sé með barnið eða ekki. En vissulega er það fáránlegt að það eina sem þetta sameiginlega forræði virðist gera er að tryggja þeim sem barnið er ekki með lögheimili hjá það að hitt foreldrið geti ekki flutt í burtu með barnið.

Þetta er skrýtinn heimur finnst mér og er algerlega nauðsynlegt að tryggja rétt allra, ekki síst barnanna.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Þá kom að kuldakastinu. Ég er mjög glöð í dag (eins og alla daga nú orðið) og mætti eldsnemma í morgun (lesist hálftólf) til Jóhönnu vinkonu að taka við hana viðtal sem ég ætla að skrifa sem verkefni í Textagerð. Þegar það er búið er ég búin með það öll skil þetta vorið og einkunnirnar mega hrúgast inn.

Ég er með fullt af hugmyndum í kollinum að greinum sem ég ætla að skrifa og vonandi selja í sumar. Ég ætla líka að njóta þess að dytta að íbúðinni minni og sjálfri mér.

Það eru heilmiklar pælingar í gangi hjá mér. Það hefur meirað segja hvarflað að mér að selja íbúðina .... og fara að leigja... ahh time will tell!!!

Gleðilegan maímánuð annars, styttist óðum í ammælið mitt. Ég ætla að hafa partý 17. maí þar sem 12. maí er á mánudegi og frekar leiðinlegt að djamma á soleiðis dögum. Það verður örugglega samt kökuboð þá.