föstudagur, apríl 23, 2004

Morð í Barmahlíð

Já, fyrsta morðið í langan tíma var framið í Barmahlíð í dag en mér til mikillar ánægju var nágranni minn staddur hjá mér og gat fjarlægt líkið. Ég vissi að það kæmi að þessu með vorinu en var samt varla undir það búin að finna þetta litla saklausa lík á baðherbergisgólfinu mínu. Eitt er víst að morðingjarnir, er ekki viss hvort þeirra er sökudólgurinn, fá ekki að valsa út og inn framvegis. Það eru hreinar línur á því. Vonandi he hemm, þarf að setja ný gluggajárn svo það virki.

Gleðifréttirnar eru þær að ég er aftur orðin þráðlaus eftir leiðindahremmingar og er ekki hægt að segja annað en að ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þjónustu Nýherja í þessu máli. Enda vippaði ég mér bara yfir til minna kæru ADSL - þjónustu aðila, Ogvodafone og fékk nýjan sendi hjá þeim. En það þýðir að ég á á lausu router ef einhver hefur áhuga á að fá sér Óþráðlaust ADSL. Svo fékk ég litla digital myndavél í kaupbæti - alger snilld og ennþá betri tengingu. Jibbí kæ jei m#$%W%er!

Er búin að eyða aðeins oggulitlu of mikið síðustu þrjá daga ... en á líka núna:
- nýja skó (hinir strigaskórnir voru orðnir ansi lúnir)
- nýjan sendi (já ekki get ég verið án þess)
- body butter frá Body Shop (kókosilmur mmmmmm)
- nýjar buxur á soninn (hann stækkar svo ört)
- tvær filmur framkallaðar (alveg síðan í haust fullt af flottum myndum sem fara á netið fljótlega)
- nýjan baðskáp (ég átti eftir að kaupa þennan í stíl við þann sem ég keypti um jólin og sem betur fer fór ég í IKEA að skoða í dag því þeir eru að hætta með línuna og ég fékk hann á 30% afslætti og það voru bara fimm eftir þegar ég kom)
- nýjan snyrtispegil (svona með stækkunar öðru megin og maður festir hann á vegg og getur dregið hann til og frá)
- nýjan klósettrúlluhaldara (asskoti flottur og í stíl við sko fæturna á skápunum)
- lélega digital myndavél (gratis)

jamm og það var og... góða helgi

mánudagur, apríl 19, 2004

Okei, greinilegt að lærdómurinn er að vefjast fyrir mér og ég orðin lengi karlmannslaus en hér er update á listanum...

TOPP FIMM

Goran Visnjic
Keanu Reaves
Julian McMahon
Colin Firth
Robert Downey Jr. (út með Hugh Grant)

KOMA STERKIR INN

David Boreanaz
Hugh Grant (upp með Robert Downey Jr.)

ps.edit21/4 Mér er farið að líða eins og Ross í þættinum þar sem hann var búinn að skipta út Isabellu Rosselini afþví að það væru engar líkur á að þau væru nokkurntíma á sama stað og svo hitti hann hana á kaffihúsinu - það er ég er jafn erfið og óþolandi og Ross þegar kemur að gerð lista!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Top Five People You Can Sleep With

Datt í hug að deila með ykkur lista sem ég gerði inn á ORKUT sem er svona netsamfélag (ef þið hafið áhuga látið mig vita og ég skal bjóða ykkur að "joina"). Afþví að ég er svo mikill FRIENDS aðdáandi þá er ég í spjallgrúppu um þá og við semsagt vorum að herma eftir og gera lista yfir þá fimm fræga sem við megum sofa hjá (eins og það myndi nokkurn tíma rætast) og á listanum mínum urðu þessir:

Matthew Perry (til heiðurs vinum varð að vera einn þeirra og þessi kemur aðeins til greina og þó varla)
Robert Downey Jr. (síðan ég sá hann fyrst í Weird Science þá hefur hann höfðað hrikalega til mín hann og Perry eru reyndar báðir fíklar og kannski það hafi eitthvað að segja, Robert D.Jr. er reyndar ekki "tall en hann er "dark and handsome")
Goran Visnjic ( úr bráðavaktinni. andskoti er maðurinn myndarlegur)
Keanu Reaves (sko, lengi vel fannst mér hann bara tómur í andlitinu og lélegur leikari en hann náði til mín í fyrra)
Colin Firth (já, hmm, eitthvað með þessa "tall, dark and handsome")
þar sem að Matthew væri eiginlega ekki á þessum lista sko ef þetta væri ekki vinatengdur listi þá yrði raunverulegi fimmti maðurinn....
Hugh Grant (í seinni tíð ... sérstaklega flottur í blautri skyrtu í Bridget Jones' Diary)

Var að uppgötva að Hugh Grant og Goran Visnjic eiga sama afmælisdag eða 9. september, Colin Firth á afmæli 10. september og Keanu Reaves á afmæli 2. september.

mánudagur, apríl 12, 2004

Og það var og...

páskarnir búnir og ég er búin að strauja tölvuna, lesa Da Vinci Code(frábær), sjá The Whole Ten Yards(heimskuleg en hægt að hlægja talsvert) í bíó, lesa slatta í tveimur öðrum bókum, fara í tvö matarboð, borða eitt páskaegg, horfa á eina DVD mynd (Analyze that hmm?! no comment), fara út að labba í góða veðrinu á föstudaginn langa (fyrir rigningu) og fara í kökuboð, horfa á Idolið (loksins kosin út manneskja sem átti það skilið), hitta eina nýja manneskju, tala við fullt af góðu fólki, sofa út, slappa af, fara á tvo fundi, ég hef ekkert lært fyrir skólann en ég hef heilmikið lært um lífið :0)
Barnleysinu lýkur á morgun - verður gott að fá þau heim!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

LÖT

föstudagur, apríl 02, 2004

aþþí að það er föstudagur

scoot jpeg
You are Scooter.
You are a loyal, hardworking person, better known
as a doormat.

SPECIAL TALENTS:
Going for stuff.
LEAST FAVORITE MOVIE:
"Go For Broke!"

QUOTE:
"15 seconds to showtime."

LAST BOOK READ:
"300 New Ways to Get Your Uncle to Get You a
Better Job "

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Coffee, clipboard, and Very Special Guest Stars.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ekki gleyma að...

draumar eru nauðsyn dagsins önnum,
í dvalanum við leyndardóma könnum,
stefnum þá í fjarlæg lönd og fögur,
finnum ótal ævintýri og sögur.

Gamlan skít í hornum jafnan hef ég
það hugnast mér, þá betur ætíð sef ég,
eyði sjaldnast alltof miklum tíma
í uppvask, tiltekt, sjónvarpsgláp og síma.

Elsku vinir, eigið ykkar drauma,
óskir, vonir, þrár svo skuluð sauma,
gera úr þeim teppi töfrum búið,
úr tómleikanum á því getið flúið.
(eftir Unni Sólrúnu)