fimmtudagur, desember 30, 2004

Þótt líði áramót ....

Jæja, síðasti vinnudagurinn í Kennslumiðstöð runninn upp. Þótt það sé spennandi að takast á við nýjan vettvang þá er dálítið leiðinlegt að yfirgefa samstarfsfólkið sem hefur reynst mér vel og verið alveg frábært í alla staði.
Ég er barnlaus yfir áramótin og er ekkert þannig lagað búin að plana - hugsa að ég verði á ferðinni bara og kíki á alla staðina sem búið er að bjóða mér á en byrji samt á að borða með mömmu og hafa það gott með henni framan af kvöldi.

Er búin að vera í hálfgerðu losti yfir þessum atburðum í Asíu og í aðeins minna losti yfir leiðinlegum tíðindum hér heima en þau eru ekkert í samanburði. Minnir mig á hvað ég er heppin að hafa bara einhverja smámuni til að syrgja eða gremjast yfir - ótrúlega heppin.

Óðinn sló í gegn í gærm0rgun enn einu sinni þegar hann tilkynnti mömmu sinni að það væri svo góð lykt af henni... svona sæt og góð sagði hann :o)

Ég ætla ekki að skrifa meira í bili en skrifa eins og alltaf í upphafi árs eitthvað gáfulegt eða þannig um liðið og hvað framundan sé.

Gangið nú hægt um gleðinnar dyr, gleðilega hátíð og ég óska ykkur öllum farsældar á komandi ári.


mánudagur, desember 20, 2004

Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil.


fimmtudagur, desember 16, 2004


mamma og afi Posted by Hello

mánudagur, desember 13, 2004

alltof stuttur tími

það er þannig þegar maður er þreyttur að þá eru þrír sólarhringar mjög stuttur tími til að ferðast. við gerðum því mikið af því að hvíla okkur :-)

Við skoðuðum Glasgow á fimmtudeginum, Linda kom með lestinni að hitta okkur og við röltum um og fengum okkur að borða, fengum okkur kaffi, fengum okkur öl (sumir bjór aðrir soda 'n lime), skoðuðum aðeins í búðir - versluðum lítið og fórum svo til Kilsyth þar sem Linda býr. Hvíldumst um kvöldið - borðuðum snakk með Salt and Vinegar (fæst sjaldan hér) og horfðum á útlenskt sjónvarp og borðuðum Curry Chicken (voðalega breskt eitthvað).

Á föstudagsmorgninum tókum við því rólega fram eftir en drifum okkur svo með lestinni inn í Edinborg. Ég fór í Napier og hitti þar Tom nokkurn McEwan og hann sýndi mér aðeins um skólann og við spjölluðum aðeins. Heimsóknin dró alla vega ekki úr áhuganum það er víst. Svo rölti ég þaðan yfir á Nicholson að hitta stelpurnar (tók bara 25 mín og mér fannst það lítið... sko allt yfir 5-10 mín hér er mikið ;)) og við röltum niður í bæ. Stoppuðum auðvitað á bar og fengum okkur Nachos og sumir fengu sér bjór en aðrir soda og lime. Skoðuðum svo í búðir á Princes Street og nutum þess að vera þarna - versluðum soldið en ekki mjög mikið. Ég á núna reyndar alla Friends þættina þ.e. þegar að 7 og 8 skila sér frá USA. Og þetta kostar skít og kanil þarna í úttlöndunum. Drifum okkur svo í Kilsyth eftir kaffi og biscotti á Costa á brautarstöðinni og borðuðum Fish 'n Chips (ennþá meira breskt) í kvöldmat og horfðum á útlenskt sjónvarp.

Laugardagurinn sem átti upphaflega að vera svona sight-seeing dagur breyttist í búðadag vegna veðurs... svo mikil rigning og þoka að maður sá nú ekki mikið. Skruppum yfir í Cumbernauld og skoðuðum eitt það ljótasta mall sem ég hef komið í en gátum samt aðeins verslað þar og svo löbbuðum við yfir í TESCO Extra sem var þar rétt hjá og versluðum gjafir og nammi og sokka og solleiðs. Vorum svo komnar frekar snemma heim og tókum það bara rólega - Stuart eldaði Macaroni and Cheese handa okkur og við horfðum á The X-Factor (lokaþáttur - þetta eru Simon Cowell og Sharon Osborne og einhver einn til og þetta er einskonar Pop Idol/American Idol nema bara þarna voru grúppur velkomnar og líka eldra fólk). Tókum því aftur rólega um kvöldið enda þreyttar og rigning mikil úti.

Sunnudagurinn fór svo bara í heimferð... Linda og Stuart elduðu ekta Skoskan morgunverð sem samanstóð af beikoni, eggjahræru, pylsum, bökuðum baunum, kartöfluköku og ristabrauði. Alveg ágætt en kannski svolítið þungt ;) Ferðin heim gekk vel fyrir utan biðraðir, yfirþyngd og seinkun auk þess sem maturinn í flugvélinni var óvenjuvondur. Tek pottþétt nesti næst. Eyddi svo alltof miklu í Fríhöfninni... reyndar keypti ég ekkert sem ég var ekki búin að ætla að kaupa lengi og vantaði. Gott að vera komin heim til krakkanna. Verður gaman að flytja út og fá að hafa þau með mér. Ég á svo góða barnsfeður að það er engu lagi líkt.

Jæja. Nú kallar vinnan.


þriðjudagur, desember 07, 2004

Scotland in just under 48 hours...

For some reason I'm thinking in English at the moment (and writing). Perhaps because I was just reading couple of blogs in English and because I'm filling out my application. I was in e-mail contact to some teachers at Napier this morning and I am meeting with the Postgraduate admission tutor on Friday. This is really happening. Linda here I come. But this stop will only be for three days - we arrive around 11 on Thursday and have to leave around 11 on Sunday. But I'm getting myself a Christmas present and am going to by jólapakka Icelandair for my Vildarpunkta. It only costs 24.900 punkta instead of 38.000 normally.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Bloggi blogg

Jæja. Svakalega líður tíminn hratt þessa dagana. Bara vika í Skotland og 3 vikur í Þorlák. Og ég er ekki farin að huga að gjöfum einu sinni. Nema einni - en það er bara aðþí að ég ætla taka hana með mér til Skotlands og senda hana þaðan til Englands. Smá æfing áður en ég flyt út.
Annars er það helst að frétta að piparkökur voru skreyttar í æfingaeldhúsi Hlíðaskóla í gærkvöld... og svo étnar stuttu seinna í Barmahlíðinni *roðn* *hóst* *hóst* :)
Ég hef undirritað ráðningarsamninginn við Fjölbrautaskólann við Ármúla og mun því hefja þar störf í byrjun janúar og yfirgefa Kennslumiðstöð. En ég mun halda áfram sem stundakennari í námskeiðinu Upplýsingatækni í skólastarfi og verð því áfram á (lág)launaskrá fram á vor.
Ég er að vinna í því klára umsóknina mína. Hún verður pottþétt farin af stað til Skotlands á undan mér. Nema ég taki hana bara með mér og kíki við í Napier svona um leið og ég heimsæki borgina (efast um að Döggu þyki það gaman). Ég verð alltaf ákveðnari og ákveðnari í því að byrja á að sækja um í Multimedia and Interactive systems og sjá svo til hvort ég sæki um í framhaldi af því í Screen Project Development. Og ef ég kemst ekki inn þá verð ég ofboðslega hissa! :-O

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Aðventan hafin

Ég er ekki neitt svakalegt jólabarn og hef aldrei verið. Þannig. Vil samt ekki taka það frá börnunum mínum að upplifa jólahátíðina og þess vegna er Unnur búin að skreyta inni hjá sér meðan að íbúðin fær frið að mestu fram á Þorlák. Ég er alin upp við að skreyta ekki fyrr en á Þorlák allavega að mestu. EN aðventuljósin eru komin upp og sería í stofuna sem er auðvitað nauðsynlegt í þessu mikla myrkri sem er orðið. Trúði því varla í morgun þegar ég vaknaði að klukkan væri orðin hálftíu svo dimmt var úti. En mér finnst það kósí.

Í dag lét ég það líka eftir börnunum að fara í Kringluna að sjá þegar kveikt var á jólatrénu. Við vorum of snemma í því því að Morgunblaðið auglýsti að kveikt yrði kl. 13.30 þegar að raunin var að kveikt var kl. 15.00 svo við fórum á kaffihús og fengum okkur rúnnstykki og röltum um og hittum jólasveina. Þó að mér finnist alltaf frekar óraunhæft að hitta jólasveina á rölti þetta snemma þar sem að við teljum börnum okkar trú um að þeir tínist til byggða frá 12. desember þá stóðst ég ekki að brosa því þeir voru svo fyndnir og gleðin sem skein úr andlitum krakkanna allra var þvílík. Já, og fullorðna fólksins. Það er einhvernveginn algengara að sjá fólk þreytt og lúið í Kringlunni en í dag skein gleðin úr andlitum allra og ég hitti góða vini sem ég hef ekki séð lengi og einhvernveginn fann ég svo mikla væntumþykju fylla hjarta mitt.

Í dag eru 11 mánuðir síðan ég tók ákvörðun um að hætta að drekka aftur og öll sú vinna sem ég hef unnið síðan hefur skilað sér þúsundfalt. Eins og ég hef svo oft sagt áður að þó að lífið haldi áfram að gerast hjá mér og ég finni stundum til gremju og vonleysis yfir að eiga ekki kærasta þá hef ég aldrei verið hamingjusamari né sáttari með líf mitt en einmitt nú.

föstudagur, nóvember 26, 2004


Þetta er leikarinn sem leikur Mike í Desperate Housewifes, fengin af www.jamesdenton.com Posted by Hello

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Atvinnumál og karlmenn

Ég er með hausinn fullan af frábærum hugmyndum allan daginn í vinnunni og í bílnum og víðar en þegar ég sest niður við tölvuna á kvöldin og ætla að láta það eftir mér að festa eitthvað niður á blað þá kemur ekkert. Gáfulegt það er að segja.

Það er ekkert eitt sem á hug minn þessa dagana - síðustu vikuna hafa atvinnumál verið efst á baugi. Ég er að skipta um vinnu um áramótin. Ætla að gerast enskukennari í eina önn - leysa vinkonu mína af sem er að fara í barneignarfrí. Ég mun einnig taka alveg yfir námskeiðið í Háskólanum svo að það verður nóg að gera eftir áramót. Ég er líka komin með heilmikið af hugmyndum varðandi framhaldsnámið mitt og hvaða áherslur ég ætla að leggja á.

Karlmenn hafa líka verið ofarlega í mínum huga. Eða karlmannsleysi. Ég er afskaplega sátt við það upp að ákveðnu marki. Enda mjög upptekin af öðrum hliðum á lífi mínu. Má ekki vera að því að fara í samband en gæti hugsað mér að eignast vin sem væri álíka upptekin og ég og væri á svipuðum stað í lífinu. EN það gerist bara í fullkomnum heimi, sem mér finnst reyndar að ég búi í flesta daga. Helsta ástæða þess að ég er að spá í þetta svona upphátt er að ég er farin að standa mig að því að fantasera um myndarlega karlmenn. Kannski vegna þess að í snilldarþáttunum þarna,
Desperate Housewifes, er ótrúlega myndarlegur karlmaður Mike! (finnst þér það ekki Hjördís?) og það vekur ýmsar kenndir ;p

Æ vitleysan í manni

Annars er ég þvílíkur auli stundum. Skrýtið hvað maður getur verið ruglaður. Ég ákvað í gærkvöldi að þrátt fyrir karlmannsleysi væri nú alveg í lagi að vaxa fótleggina og vera soldið hugguleg. Jæja ég skellti mér inn á bað og sótti vaxið sem mamma gaf mér um daginn, Veet eitthvað. Sjálf nota ég vanalega Sugaring frá BodyShop og það er þannig að ég hita það í vatnsbaði, þetta sem mamma gaf mér hitar maður í örbylgjuofni. Ekki málið, ég fylgdi leiðbeiningunum og hitaði vaxið í örbylgjunni en þegar ég tók krukkuna út úr ofninum fékk ég einhverja furðulega þörf til þess að halla krukkunu um leið og ég kíkti oní hana. ÁÁÁÁÁÁÁI.
A-ha vaxið var ógeðslega heitt og ég brenndi mig á þumalputtanum. Þvílíkur endemis kjáni. Þetta þýddi það að ég var með hendina í köldu þangaði til einhverntíma í nótt...sviðinn ætlaði aldrei að hverfa svo að ég er sona kannski soldið þreytt akkúrat núna. Held ég splæsi bara á mig á snyrtistofu í vax :)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Gláp.

Mikið um áhorf.

Á föstudagskvöldið áttum við Unnur leti/kósýkvöld. Fórum á Nings og tókum spólu. Jersey Girl eftir Kevin Smith. Liv Tyler fær hrós fyrir að vera ekki að deyja úr hor. Myndin var ekki nógu góð þó sannarlega hafi boðskapurinn verið virðingarverður. Ég hef alltaf elskað Kevin Smith alveg síðan ég sá Clerks í gamla daga fyrir tilviljun og það var vissulega gaman að sjá vinina alla saman í bíómynd - Matt Damon og Jason Lee bregður fyrir í smáhlutverkum enda ekki Kevin Smith mynd án þeirra :)
Laugardagurinn fór í að hitta vinkonur - margar- og um kvöldið fórum við Unnur í bíó með Elfi og Lóu. Stelpurnar fóru á A Cinderella Story meðan við gömlu fórum að sjá Bridget Jones: The Edge of Reason. Því miður stenst myndin ekki samanburð við bókina. Ég man að ég gersamlega grenjaði úr hlátri yfir bókinni jólin '99 (takk Dísa) ein inn í eldhúsi. Þvílík snilld - þá var ég búin að lesa fyrri bókina, reyndar á íslensku, en mér fannst sú seinni ekki verri. En seinni myndin af Bridget er, eins og Elfur sagði, too comercial. Vissulega skellti ég upp úr og það verulega á köflum en í heildina þá var myndin ekki nógu góð og Bridget fór hreinlega í taugarnar á mér í sumum atriðum. EN nóg um það, kvöldið var frábært. Okkur var boðið í mat og allt. Í gær horfði ég svo á fyrstu þrjá þættina af Desperate Housewifes og ég er bara þó nokkuð hrifin af þeim þáttum. Það er eitthvað ferskt við þá. Gallinn er að allar þessar "housewifes" eru svo grannar að ég byrja að hugsa um að fara í megrun rétt á meðan ég horfi. Fer í fantasíur um það hvað ég yrði ótrúlega flott ef ég bara næði þessum blessuðu 8 aukakílóum af mér og að það sé nú ekki mikið mál og ég hafi gert það áður og ég viti alveg hvað ég á að gera etc. etc. svo bara sé ég poka af Doritos og hugsa ,,hmmm, ég byrja bara á morgun." En já þátturinn. Ég mæli með honum. Spurning hvenær hann verður tekinn til sýningar hér á landi.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Talandi um Edinborg!

mánudagur, nóvember 15, 2004

nú man ég....

Ora - ástríða í matargerð - ég verð einmitt alltaf svo æst þegar ég opna dós af grænum baunum -

dúddúrúddurú

ég er búin með pirringinn - eins gott að Unnur fái kennslu í fyrramálið.
það var eitthvað sem ég ætlaði svooooo að kommenta á áðan en man ekki lengur hvað er.
hmmm. var örugglega einhver auglýsing í sjónvarpinu sem fékk að þola gremjuna í mér.
er komin á vetrardekk að aftan - dugar vel enda á afturhjóladrifnum bíl.
hlakka til um helgina. have a date with Bridge. og Elfi ;)


á maður að hlægja eða gráta!

dóttir mín er komin heim úr skólanum. það virðist ekki vera samstaða um það meðal kennara hvort þeir ætla að vinna eða ekki. því sumstaðar eru kennarar að kenna og því aðeins sum börn send heim.

þrátt fyrir að ég styðji kennara í því að þeir eigi rétt á hærri launum veit ég ekki hvort ég er reið út í þá fyrir að koma svona fram í dag eða hvort ég er brjáluð út í sveitarfélögin fyrir að semja ekki almennilega við kennara til þess að tryggja börnunum rétt sinn. fyrir að láta þetta fara svona.

en sama hvernig á þetta er litið þá er búið að brjóta svo hrikalega á börnunum okkar í haust að það er í raun merkilegt að foreldrar hafi ekki látið heyra meira í sér. kannski hafa þeir, eins og ég, verið að bíða og vona, trúað því að þetta hlyti að enda vel.

mín besta hugmynd um að sýna kennurum stuðning í launabaráttunni er sú að foreldrar barna í grunnskólum sýni börnum sínum samhug og eyði einum degi (allir að velja sama dag auðvitað) með þeim heima.

hvaða ástand myndi þá skapast!?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

The result of the poll I have on this page..

63% kjósa að ég skuli halda til Skotlands í nám. Ég hef nú þegar fundið áhugverða skóla - Napier University - í Edinborg. Ég er staðráðin í að gera þetta. Og ég fæ í magann við tilhugsunina. Spennó. Fjúú... Krakkarnir eru til í þetta og allt. Auðvitað er ég að tala um næsta haust (eftir 10 mán) og það er ekki útséð með inngöngu í skólann og svona en ég mun gera allt sem ég get og sækja um ýmislegt backup. Út vil ek.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

komnar inn myndir frá ríjúníon

Fjúúú...

voðalega er þetta ágætur dagur ...
fór næstum því á límingunum í gær vegna þreytu en held að skapið sé að skána....

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Quote:

Garfield:
"Hey, I know I'm fat ... So what?
I'm fat and beautiful!
Narcissism ... Use it or lose it"

mánudagur, nóvember 08, 2004

I wish

HASH(0x8ad9e4c)
You're Brigitte Bardot!

What Classic Pin-Up Are You?

... ég er ekki laus við að vera soldið sorgmædd yfir því að þetta sé búið... er haldin smá tómleikatilfinningu enda stór hluti lífs míns snúist um að hugsa um þetta ríjúníón síðasta mánuðinn - svo er ég bara í því frábæri djobbi núna að fara yfir Word-verkefni frá tæplega 70 nem. Stuð að vera kennari ;D

Re-júníon

Laugardagskvöldið var stórkostlegt. Re-júníonið sem hafði verið í undirbúningi í rúman mánuð gekk algjörlega upp. Við byrjuðum á að hittast í Þinghólsskóla og tók Guðmundur Oddsson fyrrum skólastjóri á móti okkur og leiddi okkur um skólann en á honum hafa orðið miklar breytingar sl. 15 ár. Hann fór á kostum að vanda og ég er ekki frá því að mörg okkar hafi upplifað tilfinningu í hjartanu sem ekki hefur látið á sér kræla síðan í gamla dag. Það var sérlega fyndið þegar að hann skipaði okkur öllum að setjast á bekkina og í stað þess að ávarpa okkur eins og fullorðið fólk þá notaði hann sama tón og orðalag og hann gerði hér um árið. Það var bara dálítið notalegt. Sér í lagi þar sem að samviskan var hrein og ég áttaði mig á því að ég hef hér um bil gleymt veru minni þarna. Ég meina .... ég man enn brot og brot en ég til að mynda þá man ég bara eftir 5-6 kennurum en það hljóta mun fleiri að hafa kennt mér. Eftirminnilegastur er Hrafn heitinn - hann var mér góður. Það mættu vel flestir í Þinghólsskóla en af 50 skráðum, í heildina mættu 48, komu eitthvað um 43 í skólann. Það voru blendnar tilfinningar sem fóru um mig við að sjá gömlu félagana. Afskaplega vel gert fólk allt saman og ég er ekki frá því að aldurinn fari strákunum flestum afskaplega vel. Ekki laust við að um mig hafi farið fiðringur við að sjá suma.

Að heimsókn í skólann lokinni, klukkutíma síðar, var haldið í sal Samfylkingarinnar í Hamraborg 11 og var létt yfir öllum. Margir komu á staðinn með kvíða í hjarta og sumir játuðu að hafa alls ekki ætlað að koma. Æskuvinurinn sagði meðal annars að ef ég hefði ekki hringt í hann persónulega stuttu áður og athugað með það hvort hann ætlaði að mæta þá hefði hann ekki látið sjá sig. Hann sá ekki eftir því að hafa komið.
En kvöldið heppnaðist vel. Við borðuðum góðan mat og drukkum mikið öl (ég hélt mig auðvitað við vatn og kaffi) og svo var tjúttað og hlegið mikið. Dansað við "eitís" tónlist uppi í salnum til að verða eitt en þá var gleðin færð niður á jarðhæðina og tjúttinu haldið áfram á veitingastaðnum Catalina. Þar var trúbador með skemmtara og gítar sem spilaði mikið af skemmtilegum slögurum og við sungum og dönsuðum frá okkur allt vit. Sumir voru orðnir talsvert ölvaðir, reyndar löngu áður, og áttum við stúlkurnar oft í mesta basli við að halda af okkur leitandi höndum fyrrum sénsa. Í sumum tilfellum voru hendurnar örugglega velkomnar ;)

Ég held að það hafi nánast hver einasta manneskja þakkað mér og hinum í skipulagsnefndinni fyrir vel heppnað framtak og var það ánægjulegt. Margir hafa burðast með þunga fortíðarpoka á bakinu frá unglingsárunum. Mínum henti ég til að mynda bara nýverið og var þetta kvöld ánægjuleg prófraun í að kanna það hvort pokinn væri ekki örugglega farinn - ég stóðst prófið. En sumir voru enn með sinn í eftirdragi. Það er ótrúlega sorglegt til þess að hugsa að fólk komið á fertugsaldurinn skuli ekki geta hitt fólkið sem það ólst upp með og hitti nánast daglega, í sumum tilfellum í 10 ár, án þess að finna til vanmáttar og óþægindatilfinningar. Ég held, og vona, að kvöldið hafi hugsanlega losað einhverja undan því oki. Ég vona að hinir 33 sem ekki mættu muni sjá sér fært að mæta næst, eftir 5 ár. Það stóð nú til að kjósa nýja nefnd... það fórst fyrir, en við sem sáum um undirbúninginn erum nú reynslunni ríkari og munum vandræðalaust geta gert þetta aftur - við hóum bara í aðra þegar þar að kemur. Ég er strax farin að hlakka til.

laugardagur, nóvember 06, 2004

7 Nation Army

Ég er greinilega orðin gömul og hlusta aldrei á tónlist orðið. Dóttir mín var að spila disk sem stóri bróðir hennar gaf henni - svona heimatilbúinn safndisk og ég kolféll fyrir einu laganna og jú ég hef heyrt minnst á White Stripes en ég þekkti ekki lagið... en með því að gúgla textann fann ég út að það heitir "7 Nation Army." Þrusuflott.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Listadagur

Ég stal þessum lista frá Ásgeiri sem “stal spurningunum frá Palla sem stal þeim frá Birki” ...

have you ever had a song written about you? – það held ég já og líka ljóð
what song makes you cry? – Hallelujah með Jeff Buckley,
what song makes you happy? – Walking on Sunshine með Katrina and the Waves
what’s your height - 1.65
hair color – brúnn og farin að grána
eye color - brúnn
piercings – já í eyrum
tattoos – nei, guggnaði sem betur fer á því
what are you wearing? – ég er í svörtum buxum og litríkri peysu
what song are you listening to? –ekkert
what taste is in your mouth? - balsamic
what’s the weather like? – rok og rigning (what else is new)
how are you? – frekar þreytt en ánægð

do you
get motion sickness? – já get varla hreyft mig án þess að svima ;)
have a bad habit? – já
get along with your parents? – já oftast nær
like to drive? – já, en vildi gjarna hafa einhvern til að keyra mig stundum
have a boyfriend – neiiiii ekki ennþá
have a girlfriend – aldrei
have children? – jebb tvö frábær og þau eiga ekki síðu á barnaland.is

have you
had a hard time getting over somone? –Já
been hurt? – Já
your greatest regret? – hmmm sé eiginlega ekki eftir neinu þannig því að allt sem hefur gerst og ég hef gert hefur fært mig hingað – sé kannski mest eftir því að hafa ekki alltaf verið góð við alla

your cd player has in it right now? – Starsailor… Love is here

if you were a crayon what color would you be? - appelsínugulur

what makes you happy? – lífið og tilveran og ég sjálf… happy is a state of mind I create myself…

what’s the next cd you're gonna get? Sko… langar ferlega í allskonar diska… veit ekki hvern ég kaupi næst samt kannski White Stripes

seven things in your room? fartölva, sjónvarp, bók í flt., sófi, borð, ljós og kerti

seven things to do before you die... vá, hmm, pass eða sko búa í Skotlandi, klára master, eignast eitt barn til…

top seven things you say the most... jæja, heyrðu, já, nei, hæ, elskan, okey

do you... smoke? – nei ekki lengur
do drugs? – nei
pray? - já
have a job? – já
attend church? – nei ekki beint
have you ever....
been in love? – já reyndar
had a medical emergency? - já
had surgery? - já
swam in the dark? – ekki beint
been to a bonfire? – ef áramótabrenna er talin með
got drunk? – já
ran away from home? – já hí hí þegar ég var 7 eða 8 ára
played strip poker? - JÁ ÞAÐ HEF ÉG
gotten beat up? – já viðbeinsbrotnaði og fékk skurð á augað… var ráðist á mig níðrí bæ
beaten someone up?- nei varla
been onstage? – tjaaaa ekki professionally
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? – hmmm hvað er átt við hér…
do you have any gay or lesbian friends? – já kunningja ekki nána vini svo ég viti

describe your
first kiss – krúttlegur
wallet – nýtt, svart með fullt af kortahólfum
coffee – með mjólk og hrásykurmola spari og latté á kaffihúsum
shoes – á æðislega töff ný stígvél aðrir skór eru talsvert gamlir
cologne – aldrei en alltaf ilmvatn nema ég gleymi nota núna Mystery/Naomi Campell

in the last 24 hours
you have... cried - nei
bought anything – já mat
gotten sick - nei
sang – örugglega var með strumpaþemalagið á heilanum í morgun og flautaði það allavega…
been kissed – nei því miður
felt stupid - já
talked to an ex - já
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone – já
hugged someone – já dóttur mína

þriðjudagur, nóvember 02, 2004


stofan - sést reyndar ekki mikið Posted by Hello

mánudagur, nóvember 01, 2004

Á léttari nótum...

Óðinn er orðinn hress.
Unnur er komin heim.
Nóvember er kominn.
Jólakókómjólk er komin á markaðinn [kræst].
Það var gaman í vinnunni ;)
m.a.- beið mín geisladiskur að gjöf frá samstarfsmanni - Norah Jones/ nýji
Starsailor diskurinn (Love is here) heldur áfram furðulegheitum og spilar bara lög eftir hentugleika - í morgun var það lag númer fjögur -"Lullaby."

Ó já. Svo eigum við víst að refsa olíufélögunum og versla annað hvort við Atlantsolíu eða kaupa BARA bensín - ekki neinn aukavarning - getum keypt hann annars staðar!!!!


Minning

Ég þekkti Önnu Pálínu ekki neitt en vil minnast hennar vegna þess að hún háði baráttu við krabbamein. Enn ein konan, manneskjan, hefur horfið of snemma frá börnum sínum og fjölskyldu vegna þessa illvíga sjúkdóms. Ég er þakklát því að móðir mín slapp vel en jafnframt finn ég til mikillar samúðar með fjölskyldu og vinum Önnu Pálínu jafnt og annarra sem tapað hafa baráttunni við "ótuktina."

1985 í efsta veldi Posted by Hello

laugardagur, október 30, 2004

Kannski fullfúl

Langaði svo að skrifa eitthvað ótrúlega gáfulegt og heillandi en er í sjálfsvorkunnarfíling. Samt gengur allt vel. Og ég er sátt flest kvöld. Nema laugardagskvöldin. Ástandið er þannig að ég hrekk í kút ef síminn hringir (sem hann gerir ekki svo að taugarnar hrósa allavega happi). Ég verð bara að horfa á snilldarsjónvarpsefnið "Charmed." Heh. Er samt eiginlega ekki eins gaman núna því að Cole er dauður. Klikkaði á að koma mér út á videóleigu í dag. Langar að sjá Kaldaljós. Iss. hættu 'essu væli stelpa. Ég hef nóg að gera. Best að nýta tækifærin þegar maður fær þau.

Veikindi...

Sonurinn er enn veikur. Þrátt fyrir að hafa misst svefn vegna veikinda hans þá hef ég getað bætt hann upp í nótt og í dag. Ótrúlegt hvað maður getur sofið mikið þegar maður er þreyttur ;)
Hann er sofandi núna. Unnur er í skátaútilegu í Skorradal og ég ein að þvælast hér. What else is new!?

föstudagur, október 29, 2004


í Legolandi í sumar Posted by Hello

fimmtudagur, október 28, 2004

Coming Down

If you don't mind
Could we not fight?
I see you're close [wo]man
In the night
I'm sober
Still alive
Waste your days
On your own
Getting drunk getting stoned
I'm sober
Still alone
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?
See your face
See your eyes
Shouldn't have left
Shouldn't have lied I'm sober
Spirit's died
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?

Var úti að keyra áðan og ákvað að setja Starsailor á. Geislaspilarinn vildi bara spila þetta lag! Skiptir ekki neinu máli - bara eitthvað til að blogga um.

þriðjudagur, október 26, 2004

Unnur er komin heim. Metallica er víst málið núna.

Ég fékk tölvupóst áðan - hann innihélt engin orð en í subject stóð "Þú ert ráðin."
Elskurnar mínar koma heim í dag.

Í gær fékk ég svar um að ég sé í raun búin að starfið í Ármúla en það sé bara málamynda aðgerðir eftir, eins og að bera ráðningu mína undir deildina.

Vonbrigðin voru þau að Sölvi Sveinsson verður ekki yfirmaður minn því hann hefur verið ráðinn skólastjóri Verzlunarskólans og ég geri ráð fyrir að hann verði farin þegar ég kem eftir áramót.

Verður spennandi að sjá hver verður ráðinn í hans stað.

mánudagur, október 25, 2004


er þetta málið? Posted by Hello

sunnudagur, október 24, 2004

föstudagur, október 22, 2004

Könnun...

Ég setti inn könnun hérna til hægri á síðunni fyrir neðan tenglana. Endilega taka þátt.

Annars er ég:
- orðin þreytt á þessu verkfalli. Mér finnst það til skammar að ríkisstjórn þessa lands skuli láta það viðgangast að brotið sé á rétti barna okkar til náms í þetta langan tíma. Ef beinir fjármunir/tap væru í húfi eins og þegar sjómenn fara í verkfall þá væri löngu búið að setja lög á þetta.
- ánægð með veðrið, eftir að rokinu slotaði þá hefur himininn verið eitt risastórt listaverk bæði kvölds og morgna og það er gott að staldra við eftir amstur dagsins og dást að dýrðinni.
- hrifin af rafmagnsleysi. Rafmagnið fór af hverfinu mínu í gær og það var magnað að ganga út í kolniðamyrkrið og sjá kertaljós flökta í húsum og stjörnurnar skína á himninum. Þetta var tilbreyting. Er ekkert að óska eftir því að þetta verði að reglulegum atburði.
- glöð yfir því að framkvæmdir í íbúðinni eru á lokastigi, loksins. Aðeins eftir smotterís reddingar sem gera ekki kröfu um iðnaðarmenn.
- glöð, frjáls og hamingjusöm.


-

þriðjudagur, október 19, 2004

kræst...

æ hvað maður getur verið aumkunarverður - merkilegt samt að sirka einu sinni í mánuði verður þörf mín eftir karlmanni mjög áþreifanleg þess á milli er ég ósköp róleg og sátt við að vera ein... gæti verið að hormónar komi við sögu hér að einhverju leyti.

Unnur er veðurteppt á Kirkjubæjarklaustri - dúndurfjör og klikkað veður undir Eyjafjöllum. Ekki það að við gormur (Óðinn) höfum það svaka kósí. Er svo gott að fá svona "kvolítí" tími með þeim einum og sér inn á milli. Fæ hann mun oftar með Unni en Óðni.

laugardagur, október 16, 2004

ROBBIE ahhhhh.... æði


Yndislegt að eiga kvöld með þessum manni... ég horfi aldrei á PoppTÍVÍ en í kvöld er ég að horfa - ekkert smá flottir tónleikar - Life at Knebworth - FEEL
Óðinn fór út að borða með tengdafjölskyldunni sinni. Honum var boðið á KFC með þeim. Hann ekkert smá heppinn því ég er á einhverri grænmetisföstu (ekki Hollywoodkúrnum semsagt). Mig langar svoooooo mikið í súkkulaði ;)
Mig langar líka mjög mikið til þess að fara á tónleikana með Nýdönsk og Sinfóníuhljómsveitinni.
Þeir eru 4. nóv og 6. nóv. Færi frekar 4. nóv þar sem við erum með Re-union 6. nóv.
Þvílík leti og afslöppun í dag. Annað hefur ekki gerst síðan á pre-edrú tímabilinu.

hmmm.........

Vinkona Óðins er í heimsókn. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fær vinkonu í heimsókn. Eina. Þessi stelpa var eina stelpan í afmælinu hans í vor. Þá var hún víst kærastan hans en ég veit ekki hver staðan er núna. Hann var mjög spenntur að fá hana í heimsókn og hún var víst svo spennt að hún var byrjuð að spyrja pabba sinn klukkan 8 í morgun hvenær hún mætti fara til Óðins.

Ég hef ákveðið að gefast upp.
Mig langar svo til að taka í taumana og reyna að stjórna lífinu en það er víst ekki það sem ég geri best. Óþolinmæði og þráhyggja hafa oft gert út af við þrár og drauma.


miðvikudagur, október 13, 2004

"koluppselt"

síðan hvenær er hægt að segja að það sé koluppselt á tónleika - plís.

Miðvikudagsmorgnar...

á miðvikudögum vakna ég snemma, í morgun "snoozaði" ég samt tvisvar og fór ekki á fætur fyrr en 20 mín í 7. Ég tók til allt það sem ég þurfti að hafa með, fékk mér morgunmat og vakti Óðin, hann vildi kúra lengur og bara hafa með sér banana í leikskólann - var of þreyttur til annars. Við vorum komin út rétt fyrir hálf-8 -
[ég las einmitt um aumingja börnin sem eru í 9 til 9 og hálfan tíma á dag á leikskólanum. Það kemur fyrir að Óðinn sé alveg 9 tíma. Eitt sem kom fram í þessari frétt um langan viðverutíma 27% [?] leikskólabarna var að þetta væri óskiljanlegt í ljósi þess að vinnutími foreldra væri ekki nema 8 tímar. Eða það fannst mér skína svolítið í gegn. Og hvað?! Vinna foreldrar við hliðina á leikskólanum?! Allir eiga bíl og það er engin umferð í stórborginni, strætó gengur á 10 mín. fresti. Er ekki gert ráð fyrir að fólk þurfi að koma sér til og frá vinnu? Ég er ekki hlynnt því að börn séu svona lengi á leikskólum og ég er sammála því sem fram kom um að stytta þurfi vinnuviku fólks en meðan að við búum ekki í fullkominni veröld og margir foreldrar eru einstæðir þá verða börnin okkar því miður að dvelja svona lengi á leikskólanum.]
Ég er með upptöku í Starfsmannastefnu og starfsmannarétti á miðvikudagsmorgnum í húsi Endurmenntunar bakvið Tæknigarð. Þegar ég labba yfir bílastæðin við byggingarnar sé ég alltaf sömu konuna/stúlkuna í sama bílastæðinu upptekna við að mála sig inn í bílnum - það er notalegt að hafa svona fastan punkt... það eru fleiri fastir punktar á miðvikudögum en í dag breytti ég einu og mætti með fartölvuna. Það er ekki nóg að burðast með tvær töskur og þrífót. Einn af föstu punktunum er að ég fer og fæ kaffi hjá þeim á skrifstofunni uppi. Í morgun var ekkert kaffi og ekki hægt að komast að kaffivélinni fyrir óhreinum bollum. Er því búin að vera á fótum í tvo tíma kaffilaus.

þriðjudagur, október 12, 2004


þessi er alltaf góð Posted by Hello

...minn tími mun koma

...mér finnst minn tími alveg mega fara að koma...
það gengur reyndar heilt yfir ótrúlega vel allt sem ég tek mér fyrir hendur fyrir utan það að vera búin að vera frekar illa tengd vegna svefnleysis sem hefur komið fram í tómu bulli hér á blogginu. kallaði Agnesi Ásgeir og þar fram eftir götunum.
Held ég sé orðin stútfull af rusli og verð að detoxa almennilega - á maður að leggja í þennan Hollywoodkúr?

sunnudagur, október 10, 2004

Fjernsyn

"Krøniken" - danska þáttaröðin sem hóf göngu sína fyrir viku síðan er alveg að virka fyrir mig.
"The Practice" með James Spader sömuleiðis, get ekki beðið eftir að fylgjast með spin-offinu "Boston Legal."

Annar líður mér bara eins og ég búi í LaLa-landi. Glöð, frjáls og hamingjusöm.

ps. titill bloggsins hefur verið leiðréttur þar sem Agnes benti mér á í kommenti sínu að það vantaði j-ið í Fjernsyn - það voru lítilsháttar innsláttarmistök ;p

pps. fyrir þá sem ekki vita það þá fylgir hálfgerður athyglisbrestur vefjagigt og hann verður sérlega slæmur eftir svefnlausa nótt, einnig verða viðbrögð og lyklaborðsásláttur verri en vanalega (góð afsökun ah ha!)

þriðjudagur, október 05, 2004

Endurfundir

Endurfundir framundan hjá '73 árgerð er sótti Þinghólsskóla á árunum '86-'89
Komin heimasíða og alles...

mánudagur, október 04, 2004

:o)

Þvílíkt líf...

Yndisleg helgi að baki - henni lauk reyndar með því að ég skellti mér á Læknavaktina í gærkvöldi til þess að fá pensilín og nefúða... var að því komin að kafna :)
Mér líður engu að síður mjög vel. Það var ákaflega gestkvæmt hjá mér á laugardaginn og ég eldaði fína rétti úr Græna-kost-bókinni hennar Sollu. Æ það er bara svo gaman að vera til.

föstudagur, október 01, 2004

fimmtudagur, september 30, 2004


Dream Posted by Hello

Breytingar

Sunnubúðin er að skipta um eigendur. Ég er búin að búa í hverfinu í rúmlega fimm ár og ég á svo eftir að sakna þeirra. Þó að það sé sér í lagi ein sem ég kem mest til með að sakna. Sjáum til hvernig Hlíðarkjörsgaurinn stendur sig með búðina, hann er að taka við.

Hmmm, hvað meira ..fínn dagur, kvefið er enn til staðar en heilsan er samt betri.

Mig langar að segja eitthvað hér um tilfinningamál en held ég sleppi því. Verð að treysta og sleppa bara.

blogg....

bleh

miðvikudagur, september 29, 2004

Modest!


What Pattern Are You?


jei.

var heima veik í gær. er mætt í vinnuna. er doldid díbblud.

hef ekkert kommentað á verkfallið. hmm. hvað skal segja. auðvitað eiga kennarar að hafa hærri laun eins og alltof margir í þjóðfélaginu sem hafa verið að mennta sig en sitja svo uppi með námslán sem þeir ná aldrei að borga upp vegna þess að þeir eru með svo lág laun. hér gæti maður kannski kommentað fremur á það hversu illa er staðið að námsmönnum á Íslandi yfirleitt. að fólk geti ekki farið í nám án þess að safna fáránlegum skuldum en fá engu að síður svo lág námslán að ekki er hægt að lifa á þeim og þurfa því að vinna með náminu til þess að auka tekjurnar en skerðast þá á næsta skólaári vegna þess að Lánasjóðurinn vill ekki að fólk lifi mannsæmandi lífi ... meiraðsegja leiga á stúdentagörðunum fer, held ég, lítið niður fyrir 50 þús. en kennarar hmmm já. dóttir mín er miður sín. hún missir af svo miklu í skólanum. æ þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég var ekkert búin að kommenta á verkfallið... ég fer út um víðan völl þegar ég byrja að hugsa um þetta allt...

best að fá sér bara te

þriðjudagur, september 28, 2004


unnur fyndna Posted by Hello

sunnudagur, september 26, 2004


Óðinn sæti Posted by Hello

föstudagur, september 24, 2004

haust, autumn, fall...

laufin fjúka og hálsbólga og höfuðverkur láta kræla á sér... hvað er meira haustlegt?! Nú er tíminn til að kúra undir sæng og horfa á góða ræmu eða lesa góða bók. Við Unnur kúrðum upp í rúmi í gærkvöldi og horfðum á fyrstu tvo þættina af Joey og ja hmm. he - segi ekki neitt fyrr en ég er búin að sjá aðeins fleiri. Þeir voru allavega ekki leiðinlegir...

Jæja, er rokin í plokkfisk út í mötuneyti....

þriðjudagur, september 21, 2004

Glasgow, Scotland ... yet again...

Við systurnar bókuðum jólaferð til Glasgow í gærkvöldi. Ætlum að yfirgefa klakann 9. des-12. des og heimsækja Lindu beib í Kilsyth, sem er mjög nálægt Glasgow. Jei.

mánudagur, september 20, 2004


Þetta er Bósi sæti Posted by Hello

sunnudagur, september 19, 2004


Ákvað að það væri kominn tími til að prófa þetta Hello forrit. Myndin er tekin í Svíþjóð í sumar Posted by Hello

Supermom

Unnur Helga varð 11 ára 11.sept og við höfðum loksins tíma í dag fyrir bekkjarpartý - 11 stelpur mættu hingað og ég, súpermamman, bakaði pönnukökur (litlar) og sló algerlega í gegn með því að hafa ís, jarðaber, síróp og banana og svoleiðis. Það var alveg haft orð á því að þetta væri miklu betra en pizza sem krakkarnir eru löngu orðin leið á. Alger snilld. Við horfðum síðan á School of Rock. Sem er alveg yndisleg. Mæli með henni.
Kláraði Life of Pi í nótt. Þetta er svona bók sem um leið og maður klárar hana þá þarf maður eiginlega að byrja upp á nýtt til að tengja.
takk Dísa.

föstudagur, september 17, 2004

Lúin...

Eins gott að ég er alveg að fara að hætta að vinna. Ég er frekar eftir mig eftir ferðina....

fimmtudagur, september 16, 2004

Norðurljós

Ég var að koma að norðan og sá fallegustu norðurljós sem ég hef á ævinni séð á leiðinni. Þvílík fegurð. Þau voru bæði mikil og hreyfðust hratt auk þess sem þau voru hvít, græn og fjólublá - geggjað.

þriðjudagur, september 14, 2004

Butterflies

Það er frábært að vera með fiðrildi í maganum.
Þó ekki sé nema til þess að minna mig á,
að ég er enn á lífi.
Það þarf ekki að verða að neinu,
nema brosi snemma á morgnana.

fimmtudagur, september 09, 2004

Is a Woman

Well. Ég er búin að vera dálítið gröm á morgnana þessa viku. Er kannski örlítið erfitt að venjast því að vakna svona snemma ;)
Það er ýmislegt ánægjulegt og áhugavert að gerast og annað minna ánægjulegt. Eiginlega bara hörmulegt. En ég dvel ekki við það núna. Eingöngu það jákvæða fær hingað inn.

Ég er í þjálfun hjá Rauða Krossinum eins og er. Ég gerðist sjálfboðaliði hjá þeim um daginn. Það er áhugavert.

MAMMA mín á afmæli í dag - hún lengi lifi - húrra, húrra, húrra.

Ég var blikkuð af mjög svo sjarmerandi manni í vinnunni í dag - það var mjög gaman (og fyndin saga á bakvið það þó ég sé ekki viss um að hann sé neitt meðvitaður um hana).

Ég fékk símtal frá vinkonu sem flutti mér skilaboð úr draumi. Þau voru áhugaverð - áttu mjög vel við.

Linda luv er að koma til landsins á morgun og verður í nokkra daga.

Ég er að fara á ráðstefnu um helgina tileinkaða prógramminum sem ég hef verið að tileinka mér.
Step step step step step step step step step step step step.

Dóttir mín verður 11 ára á laugardaginn. Hún verður fjarverandi á afmælinu sínu því hún verður í réttunum með föðurfólkinu sínu. Vá hvað það er skrýtið að horfa á barnið sitt breytast svona svakalega. Á hverjum degi sé ég mun á henni og hún hefur hækkað um 4 sm síðan í maí. Auk þess sem hormónarnir hafa tekið völdin. VÁ.

Sonurinn tekur ekki síðri þroskastökk. Enda orðinn með þeim elstu á leikskólanum og kominn í skólahóp.

Jæja. Segi þetta gott í dag.

mánudagur, september 06, 2004

Back to school

Það er allt komið á fullt í vinnunni. Ánægjulegt að hafa nóg að gera og ég kem sjálfri mér á óvart með því að geta vaknað klukkan 6.30 á morgnana. Ég sem hef aldrei talið mig vera morgunmanneskju. En ég er of mikil svefnpurka til þess að fara snemma á fætur án þess að hafa ástæðu til. Kannski það breytist líka með tímanum. Það er sérlega góð tilbreyting að mæta í vinnuna/skólann án þess að vera í námi sjálf. Ég sé um upptökur á MPA námi í opinberri stjórnsýslu, aðferðafræði I í sagnfræði, og nokkra fyrsta árs kúrsa í ensku. Sem er mjög gaman - ekki amalegt að fá dálitla upprifjun.

Var að klára mjög skemmtilega bók sem ég mæli með Dead Famous eftir Ben Elton.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Before sunset

ég fór á föstudagskvöldið með Elfi og sá Before sunset á indíhátíðinni - það er framhaldið af Before sunrise sem ég nefndi hérna um daginn... frábært að hitta Jesse og Celine(?) aftur en ofboðslega lítur Ethan Hawke illa út. Hrikalega tekinn. Ég elska þessar myndir báðar tvær. Verulega mikið. Geggjað að sitja í 80 mínútur og horfa á tvær manneskjur tala saman. Mæli algerlega með þessu en vara við hléi á fáránlegum stað ef sjá á myndina í bíó. Það er kannski kominn tími til að íslensk bíóhús leggi niður þessi asnalegu hlé.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Nöfn

Ég rakst fyrir tilviljun á þá útskýringu að nafnið mitt Hlín þýðir verndardís, ég hef nú aldrei heyrt það áður - ég hef heyrt að það þýði einfaldlega kona eða gyðja en verndardís er svosem í lagi.
Hér eru smávegis tölulegar upplýsingar:
Það bera 404 konur nafnið Hlín annað hvort sem fyrra eða seinna nafn. 2069 konur bera nafnið Kolbrún hins vegar.
Aðeins 13 bera nafnið Harri og 221 nafnið Óðinn.
1175 bera nafnið Unnur og 4131 bera nafnið Helga þar af 1237 sem seinna nafn eins og hún Unnur mín.

Athyglivert :)

Þinghólsskóli

Ég er fyrrum nemandi í Þinghólsskóla og nú er svo komið að 15 ár eru liðin síðan við lukum grunnskólanámi. Ég hef tvisvar tekið að mér að hóa saman hópinn, síðast 1999. Það er greinilegt að fólk er ekki farið að stað í þetta svo ég ætla að gera það. Ef einhverjir sjá þetta sem voru með mér í árgangi (fædd 1973) þá vinsamlegast setjið ykkur í samband við mig.

Parket

Var ég búin að segja ykkur að það á að leggja parket um helgina heima hjá mér :) þvílík gleði og hamingja bara og já, takk Dísa fyrir að kommenta. Ekki að ég sé að þessu fyrir kommentin ;)

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Er það nú væl..

ALmáttugur - hef dottið inn í það tvo miðvikudaga í röð í að horfa á þátt sem heitir One Tree Hill eða eitthvað svoleiðis... þeir eru svo fyrirsjáanlegir að ég gæti gubbað og minna mann á svona þætti eins og Beverly Hills 90210 eða hvað númerið var ... væri líkleg til þess að horfa á þáttinn aftur einhverntíma ha ha ha ...

Ja hérna ....

eru allir dauðir þarna úti... ??
Kannski ég þurfi að fara að blogga á ensku til að fá einhverja endurgjöf.

:)

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Alltaf stuð að taka próf hehehe!

My japanese name is 黒川 Kurokawa (black river) 幸子 Sachiko (child of fortune).
Take your real japanese name generator! today!
Created with Rum and Monkey's Name Generator Generator.

mánudagur, ágúst 23, 2004

er loksins að ...

horfa á myndina Before Sunrise Gambrinn hefur svo oft minnst á hana og skil vel hvers vegna að hann metur hana svona mikils... ps. Ethan Hawke er alveg sætur!

"To choose doubt as a philosophy of life is akin to choosing immobility as a means of transportation." Life of Pi bls. 36

What can I say?!

Lou Reed var magnaður!!

Fór með krakkana í bæinn á menningarnótt og þegar við komum á miðbakkann og Óðinn sá allt fólkið sagði hann "þetta kalla ég nú menningarnótt!" - hann er 5 ára sko.

Átti stórfína helgi.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Lou Reed á morgun.

Fékk miðana í gær og svo vegna lítilsháttar málningaratviks henti ég buxunum mínum í vélina seint í gærkvöldi með miðunum í, þeir urðu að svaka flottri pappírskúlu :) Ég bjargaði örugglega deginum hjá starfsmönnum Skonrokks sem fannst atvikið í hæsta lagi skondið þegar ég kom til þeirra í morgun og þeir létu mig fá tvo nýja miða í stað þeirra sem voru samanvöðlaðir í kúlunni. Það er um að gera að hafa bara húmor fyrir sjálfum sér og hlægja að svona atvikum.

Óðinn er bara brattur og hefur ekki slasast neitt síðan á mánudaginn en hann hefur hinsvegar þann ósið að naga á sér neglurnar og nú í gær sá ég að hann var farin að naga sjálfa fingurgómana hreinlega og hann er því með tvo fingur plástraða. Hann nagar hreinlega allt sem er laust á fingrunum og ef þar er ekkert þá nagar hann tærnar - hann hefur þetta ekki frá mér en þeir sem þekkja pabba hans vita hvaðan þetta kemur.


mánudagur, ágúst 16, 2004

Ja hérna!

Ég hlakkaði svo mikið til að snúa aftur til vinnu í síðustu viku en náði ekki að vinna heilan vinnudag vegna veðurs fyrstu tvo dagana og svo vegna þess að ég var með Óðin með mér í vinnunni á föstudaginn og 9-2 var passlegt fyrir unga manninn. Svo ég hlakkaði enn meira til í morgun þar sem að hann mátti mæta aftur á leikskólann og ég sá fyrir mér heilan og afkastamikinn vinnudag.

Ég var mætt korter fyrir níu og farin nákvæmlega klukkutíma síðar. Það var hringt í mig frá leikskólanum þar sem að ungi maðurinn, Óðinn Harri, hafði dottið af stól og skellt hnakkanum í pottofn (svipað slys átti sér stað hjá honum fyrir rúmum þrem árum) og blæddi mikið og var sárið töluvert ljótt. Við biðum í rúmlega tvo klukkutíma á biðstofunni og fengum svo loks saumað saman sárið. Óðinn stóð sig eins og hetja og fékk tvö verðlaun m.a.s. vegna þess. Honum fannst ekki lítið til þess koma þegar læknirinn sagði að það mætti halda að hann væri 7 ára afþví að hann var svo duglegur.

Ég svona er að skríða saman eftir ferðina en er enn talsvert eftir mig. Það tekur ótrúlega á að vera í fríi. He he.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Miðinn gekk að sjálfsögðu hratt út.

Komin með nýjan sófa!

Hef ekkert að segja svo sem - jú sonurinn er að verða svaka stór... búinn að missa tvær tennur síðan við komum að utan.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Lou Reed

Ef einhver er spenntur fyrir því að komast á Lou Reed tónleikana með mér þá er laus miði vegna forfalla á 2.700 kr. Tónleikarnir eru föstudaginn 20. ágúst klukkan 20.oo.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Home again.

Yndislegt er það nú alltaf að stíga aftur á ástkæra fósturjörðina þótt bæði Danir og Sviar og já líka brottfluttir Íslendingar hafi tekið okkur opnum örmum. Ferðin var í alla staði frábær. Hefði ekki getað verið betri. Hún var akkúrat passleg og ég hlakka til að mæta aftur til vinnu á morgun. Leikskólinn byrjar ekki aftur fyrr en á mánudag og skólinn hjá Unni 23. ágúst. Þá fer allt að falla í eðlilegann ryþma og allir una glaðir við sitt. Ef fólk vill ferðasögu þá fæst hún eingöngu yfir kaffibolla. Puss og kram.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

FRI

Er i frii og hef tad frabaert! Sofa, eta, spila, strond, solbad, legoland, dyragardur, grill, svitjod, danmork etc.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Prógrammið í framkvæmd

Er búin að vera svo mikið í "prógramminu" í dag að það vellur út úr eyrunum á mér og ég get ekki sofnað vegna kaffiþambs.  Fór semsagt á fund í hádeginu, síðan á kaffihús, þaðan í hugleiðslu, þaðan í æðislegt grillpartý, þaðan aftur á fund, af fundi á kaffihús og af kaffihúsi á enn einn fundinn. Ég hef gjörsamlega ekki gert neitt frá því að ég vaknaði og þar til ég kom heim klukkan 1 eftir miðnætti sem ekki tengdist prógramminu. Enda er ég í ferlega góðum fíling ;o)
 
Á morgun koma svo börnin mín heim og undirbúningur fyrir utanlandsferð hefst. Núna eru aðeins rétt rúmir tveir sólarhringar þar til við eigum að vera mætt út á flugvöll. Við hlökkum ekkert smá mikið til. Verður enn raunverulegra þegar börnin verða mætt á svæðið.
 
Ég er búin að átta mig á svo mörgu í dag. Það er náttúrulega endalaus vakning að vera aktívur í prógramminu - að finna jafnvægi er ekki sjálfgefið - en ég er búin að átta mig á því að ég ætla ekki að ýta á eftir neinu. Ég er búin að ná því sem ég hélt að ég gæti aldrei náð (auðvitað á ég alveg eftir að missa þetta inn á milli og svona en...) og það er að hafa ekki áhyggjur af framtíðinni og að lifa í núinu. Ég man að einu sinni á námskeiði sem ég sótti var einn sem sagði að ef maður lifði alltaf með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni þá myndi maður enda með að pissa á nútíðina. Það er það sem ég hef gert fram til þessa. Þvílíkur léttir að þurfa þess ekki lengur. Ég er búin að gera upp fortíðina (eða er að því) og ég hef engar áhyggjur af framtíðinni. Auðvitað hef ég hugmyndir um það hvað ég vil sjá í framtíð minni en ég er ekki að velta mér upp úr því né er ég kærulaus gagnvart því - ég er bara æðrulaus!
 
Geggjað

föstudagur, júlí 16, 2004

Nýja ædolið mitt.


The son of Shiva and Parvati, Ganesha has an elephantine countenance with a curved trunk and big ears, and a huge pot-bellied body of a human being. He is the Lord of success and destroyer of evils and obstacles. He is also worshipped as the god of education, knowledge, wisdom and wealth. In fact, Ganesha is one of the five prime Hindu deities (Brahma, Vishnu, Shiva and Durga being the other four) whose idolatry is glorified as the panchayatana puja.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

countdown...

Útlönd - 5 dagar

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Kláraði seríu 2 af Sex and the City í gærkvöldi. Ætla ekki að fá næstu lánaðar fyrr en eftir frí. Hef nóg annað að gera. Bættist við dagskrána á föstudaginn, er boðið í þrítugsafmæli, fer í það beint af Hárinu.

Útlönd - 6 dagar!

mánudagur, júlí 12, 2004

Fín helgi

Var fyrir norðan um helgina (norðan þýðir Akureyri í minni fjölskyldu). Það var mjög gaman og ánægjulegt að hitta ættingja. Ég kynnti mér líka samtökin á Akureyri og fór á tvo fundi m.a. Nú líður senn að því að ég fari út ásamt börnunum - aðeins vika til stefnu. JEI.

föstudagur, júlí 09, 2004

Kona hvað?

Ég held stundum að ég sé ekki nógu mikil kona! Mér finnst tildæmis ekkert tiltakanlega gaman að versla (nema í apótekum). Og ég kaupi aldrei Cosmo. HMM. Fór nú bara að velta þessu fyrir mér vegna þess að Arnar? var að tala um það í morgunútvarpi Rásar2 hvað karlmönnunn finndist leiðinlegt. Ég á heldur ekki neitt óheyrilega mikið af skóm. En ég var samt að hugsa um það í gær þetta með að vera kona... mér finnst ég kannski hafa fjarlægst kynferði mitt síðustu mánuði að því leyti að það hefur ekkert verið í gangi sem skilgreinir það.
Það sem hefur mest verið í gangi, Prógrammið mitt, er að byrja að tengja inn aftur.
Ég er búin að vera í miklum vangaveltum og pælingum um það hvort ég sé ekki bara að rugla og að ég sé enginn alkahólisti en, og þetta er stórt EN, ég er það! Ekki spurning.
Ég fór á tvo fundi í gær og leið svakalega vel með það, upplifði mikinn frið og andlega hvíld og ég held að það sé nokkuð klárt að enginn non-alki væri að fíla það að fara á tvo fundi sama dag :o)
Ég ætla bara að vera þakklát og glöð og gera þetta almennilega. Mér líður svo mikið betur síðan um áramót og það er engu öðru að þakka en því að ég er edrú!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Sex and the City

Er dottin í að horfa á Carrie og vinkonur - frá upphafi. Yndislegt að fá smá Mr. Big á hverju kvöldi. Annars er búið að vera nóg að gera og ég er að fara alltof seint að sofa. En stutt í sumarfrí! Get sofið þá.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Perfect Day

Just a perfect day
drink Sangria in the park
And then later
when it gets dark, we go home

Just a perfect day
feed animals in the zoo
Then later
a movie, too, and then home

Oh, it's such a perfect day
I'm glad I spend it with you
Oh, such a perfect day
You just keep me hanging on
You just keep me hanging on

Just a perfect day
problems all left alone
Weekenders on our own
it's such fun

Just a perfect day
you made me forget myself
I thought I was
someone else, someone good

Oh, it's such a perfect day
I'm glad I spent it with you
Oh, such a perfect day
You just keep me hanging on
You just keep me hanging on

You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sow
You're going to reap just what you sowmánudagur, júlí 05, 2004

Life goes on

er að fara helgarferð norður (flugið bókað og greitt)
búin að panta miða á Hárið (helgina þarnæstu)
ætla að kaupa miða á Lou Reed (20. ágúst)
tvær vikur í sumarfrí - Scandinavia here I come

uppfærði heimasíðuna áðan (ekki neitt merkilegt samt)
langar út....

laugardagur, júlí 03, 2004

Áfangar...?!

Mánudaginn sl. voru sex mánuðir síðan ég hætti að drekka. Einhverjum dögum áður átti ég 2 ára bloggafmæli. Ég er búin að vinna í mánuð í Kennslumiðstöð. Etc.

Fór ásamt dóttur minni, Elfi og dóttur hennar að sjá Fame í gærkvöldi. Það sem skiptir máli er að stelpurnar skemmtu sér vel! Á maður að segja nokkuð annað. Ég er alltaf að vanda mig við að vera án neikvæðni og mig langar lítið að gagnrýna stykkið. En segja má að sumir geti sungið en ekki leikið, aðrir geta leikið en ekki sungið og sumir geta ekki dansað :) og svo framvegis. Amatörsýning - hraðsoðið peningaplokk.

hætt núna... símtal frá Skotlandi...

mánudagur, júní 28, 2004

Það er gott að vera til.

miðvikudagur, júní 23, 2004

LOL

speak and spell
You're a Speak & Spell!! You nerd, you. Just
because you were disguised as a toy doesn't
mean you weren't educational, you sneaky
bastard.


What childhood toy from the 80s are you?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, júní 22, 2004

gamalt

"Það var líka niðurstaða fengin í gær hjá okkur stelpunum, það eru allir ruglaðir á einhvern hátt, ekkert mismikið heldur á misjafnan hátt. Galdurinn er að finna samleið með fólki sem þú þolir ruglið í!" fann þetta á gömlu bloggi frá mér sjálfri. Held ennþá að þetta sé alveg rétt!

mánudagur, júní 21, 2004

Practice...

Nú nenni ég að byrja að horfa aftur á þáttinn The Practice, James Spader er kominn til leiks og er það heldur betur ánægjulegt, ég var komin með algera gubbu fyrir Bobby O'Donnell. Fyrir þá sem ekki vita hver hann er þá lék hann meðal annars í Sex, Lies, and Videotapes og Secretary. Oh, hann er snilli svo lék hann líka í fullt af unglingamyndum í den.

sunnudagur, júní 20, 2004

Og þá var kátt í höllinni...

Aldrei hafa fleiri nemendur verið útskrifaðir frá Háskóla Íslands, en þeir voru 830 og þar af kláruðu 9 tvö próf og þar á meðal var ég. Ég sé sko ekki eftir því að hafa mætt. Ég gerði það ekki árið 2000 þegar ég kláraði B.A. prófið en hélt bara upp á allt saman í gær. Mér þykir miður þó að hafa farið strax eftir að ég fékk bréfin mín í hendurnar (vegna þess að ég treysti mér ekki til að sitja lengur) því kunningjakona mín sem var að útskrifast úr hjúkrunarfræði fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og ég var ekki á staðnum til að klappa fyrir henni. Held ég hefði nú hinkrað hefði ég vitað af því. Veislan heppnaðist vel og í bókasafnið bættust fjórar bækur. Vel þegnar auðvitað. Það er með öllu óskiljanlegt hversu sjaldan ég fæ bækur þegar mér eru gefnar gjafir. Eins og mér finnst gaman að lesa. En hinir gjafirnar voru ekki síðri svo það sé á hreinu. Þá er þessum áfanga lokið og þá er bara að takast á við þann næsta.

Það er alltaf nóg að gera.

föstudagur, júní 18, 2004

miðvikudagur, júní 16, 2004

Útskrift

Ég er að útskrifast á laugardaginn. Langar ægilega mikið að hafa veislu en það eru svo margir uppteknir... Djös... er reyndar búin að gera plön með einni vinkonu seinna um kvöldið en langar samt svo mikið að gera eitthvað meira spennandi... hmmm, hux hux...

þriðjudagur, júní 15, 2004

hæ það er svaka stuð í vinnunni.

sunnudagur, júní 13, 2004

Þrastarlundur

Ég mæli eindregið með þessum notalega stað í útilegur, sérstaklega þegar fólk vill bara rétt skreppa út úr bænum. Við skruppum á föstudaginn og ætluðum að vera tvær nætur en vegna hávaðaroks í gær urðum við að drífa okkur heim. Tjaldvagninn sem ég var með fauk upp meðan við skruppum frá og það rigndi inn í hann og allar sængur blotnuðu og dótið mitt fauk út um allt. En þetta fór allt á besta veg. Maður tekur þessu bara öllu með æðruleysi. Það sem drepur mann ekki styrkir mann bara.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Ummmmm

You Should Date An Italian!


You love for old fashioned romance, with an old fashioned guy

An Italian guy is the perfect candidate to be your prince charming

If your head doesn't spin enough, just down another espresso with him

Invest in a motorcycle helmet - and some carb blocker for all that pasta!
Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


þriðjudagur, júní 08, 2004

HA HA HA

Já, hí á DV. Ég fór náttúrulega beint á netið í gær og leitaði eftir því hvort væru einhverjar fréttir af þessu Harry Potter dæmi þar sem það hljómaði skringilega og þar sem hvergi var neitt að finna þá skildi ég að DV lét heldur betur narra sig.

Er búin að vinna tvo daga og er smotterí þreytt. Ekki að vinnan sé svo slítandi heldur eru breytingar alltaf þannig að þær taka á og svo er verið að brjóta veggi í leikfimisalnum (ég vinn semsagt í Kennslumiðstöð HÍ sem er staðsett í Íþróttahúsi HÍ) og það er frekar þreytandi að hlusta á svona iðnaðarhávaða. En ég er sæl og sátt.

Stefnt er á útilegu um helgina. Pabbi fjárfesti í forláta tjaldvagni og er ætlunin að reynslukeyra hann. Svo fer Unnur til pabba síns og verður að öllum líkindum alveg þar til við förum út. Óðinn verður hjá mér með hléum til 1. júlí en þá fer hann til pabba síns í 18 daga.

Þetta þýðir að ég verð talsvert laus á kaffihús og svoleiðis ;)

mánudagur, júní 07, 2004

HP

Harry Potter á heróíni?!
Fór með dótturinni á HP3 í gær og var ágætlega sátt en varð illa við að lesa fyrirsögnina á DV í dag. Vesalings drengurinn ef satt er.

Nick Hornby

Ég er búin að týna smásögusafninu Speaking With the Angel sem Nick Hornby tók saman svo ef einhver kannast við að hafa bókina í láni þá er hinn sami beðinn um að koma henni til skila.

laugardagur, júní 05, 2004

Allar einkunnir komnar! Varð fyrir vonbrigðum með þessa síðustu en ekkert sem ég get gert til þess að breyta því ... bara tvær vikur í útskrift og þá verð ég formlega ekki lengur nemandi.

föstudagur, júní 04, 2004

Húsið er hreint ...

svona að mestu...
ég dunda mér á næstunni við að taka skápa í gegn og sortera dót og fara í gegnum skóladótið og svoleiðis nokk.
Ég er búin að fá þrjár einkunnir af fjórum...meðaleinkunnin er vel ásættanleg, verður spennandi að sjá hvað ég fæ fyrir síðasta.
Er farin út að fá mér að borða... nenni ekki að elda fyrir mig eina.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Mitt val

Fyrir tæpu ári síðan tók ég ákvörðun um að láta eftir börnunum mínum að fá ketti. Ég er mikil kattakona og hef frá 4 ára aldri átt ketti fyrir utan 1994-98 og 2001-03. Eftir síðasta par var ég harðákveðin í að fá mér aldrei aftur ketti en viti menn ég lét til leiðast. Það er í eðli katta að veiða og ég skil það vel. Það er erfitt að hemja eðlið. Rétt áðan hringdi dóttir mín í mig grátandi yfir því að Bósi kom inn með lifandi fugl og drap hann í eldhúsinu/baðherberginu (hún er ekki viss). Hún var svo dugleg að hún reyndi að bjarga fuglinum en gat ekkert gert. Ég kom æðandi heim og reyndi að ná fuglinum af kettinum sem var tregur til þess að gefa veiðina af hendi. Svo við rákum hann út með hann. Ég var orðin mjög dugleg við að stjórna ferðum kattanna inn og út en var farin að slaka á með það. Nú verður stjórnin tekin aftur. Kosturinn við að hafa þá er að þeir hafa veitt og étið tvo geitunga hér inni síðustu viku :o) Svo er félagsskapurinn notalegur.

Ég áttaði mig á því áðan hvað ég get verið mikill hræsnari. Ég er hrikalega viðkvæm fyrir þessum fuglsgreyjum sem hafa endað líf sitt hér inni eða rétt fyrir utan og hef varla getað fjarlægt þá sjálf vegna klígju en það er ekki eins og ég sé grænmetisæta. Ég elska kjöt!! Sérstaklega kjúkling og ég kaupi hann helst niðurskorinn og bein og skinnlausan til að fela það fyrir mér að ég sé í raun og veru að éta kjöt.

Ég held að ég sé samt loksins orðin fullorðin. Mér fannst þetta ekki svo hræðilegt áðan þ. e. ég fann ekki til svo mikillar klígju. Það sama með geitungana. Ég fríka vanalega út þegar ég er nálægt þeim en þetta er að skána. Óttinn minn er að dvína.Vei.

Dóttirin fór til augnlæknis í gær og enn hefur sjónin versnað. Fyrir sléttum tveimur árum fór hún í fyrsta sinn og var þá -1.5 og -1.75, ári seinna (í fyrra) var hún komin í -2.5 og -2.75 og núna -3.25 og 3.5. Hún er næstum því búin að ná mér.

Íbúðin er í rúst í augnablikinu. En verður vonandi orðin hrikalega fín á sunnudaginn.

mánudagur, maí 31, 2004

Júní framundan

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað tíminn líður hratt. Ég á viku eftir í fríi. Byrja að vinna mánudaginn 7. júní. Mér finnst ég heppin.

Ég er búin að hafa það svo gott að ég hef ekki einu sinni getað hugsað mér að tuða yfir einu eða neinu. Nema ef vera skyldi yfir einskærri leti í sjálfri mér og erfiðleikum við að koma mér að verki. Ég er bara búin að vera á svo miklu flakki. Var samt heima allan daginn í gær og ágæt vinkona mín kom í heimsókn með dóttur sína sem lék sér við Óðin meðan að við sátum út í garði í fína veðrinu.
Ég er nú þegar búin að sitja þrjá daga út í garði (síðan á miðvikudaginn) sem jafnar þau skipti sem ég sat út í garði allt síðasta sumar. Hefur auðvitað með það að gera að veðrið er búið að vera einstaklega gott, og er enn ágætt.

föstudagur, maí 28, 2004

Nýtt blogg

Stóðst ekki mátið að fá mér eitt af nýju templeitunum.

Byrja í vinnunni 7. júní og hlakka mikið til að takast á við nýja og spennandi hluti.

miðvikudagur, maí 26, 2004

BTW

Ég fékk vinnuna :)

sunnudagur, maí 23, 2004

hef verið að velta því fyrir mér að hætta að blogga en tími því ekki alveg strax... en hef ákveðið að fjarlægja gamalt blogg. sumir hlutir eiga bara heima í fortíðinni.

föstudagur, maí 21, 2004

Is a tired woman

omg, ég er svo þreytt að ég hef mig varla í neitt en er samt búin að vera á fullu - aðallega í súpermömmuleik. Sonurinn varð 5 ára í gær, hann er svo yndislegur þessi stóri strákur. Við gistum hjá móður minni á miðvikudaginn og vöknuðum þar í gærmorgun og vorum með afmælismorgunverð (afmælisveislan hjá mér var á sunnudaginn var) fyrir unga manninn. Síðan fór ég með dóttur minni í ratleik við Hvaleyrarvatn klukkan 11 (í góða veðrinu (ofurmamman fór líka með syni sínum í sveitaferð sl. laugardag)). Það var þrælgaman, en lítil mæting. Sonurinn vildi eiga ömmu útaf fyrir sig á meðan. Síðan var brunað í Rvíkina og hann baðaður svo að faðir hans fengi hann hreinan og sætan í hendurnar en hann hélt fyrir hann veislu hjá sér. Dóttirin fór að sjálfsögðu með í afmælið svo ég skellti mér til Eddu Láru í kaffi, enda hafði Halli farið með þeirra son í veislu til sonar míns (í annað sinn, hann kom líka í veisluna hingað). Ég aðstoðaði hana við að færa til húsgögn og var launað með matarboði (læt alltaf vita þegar þau bjóða mér í mat). Nú þarf ég bara að herða mig upp í að gera eitthvað hér og sækja um vinnu. Draumavinnan virðist eitthvað ætla að láta standa á sér. Því miður. En það eru fleiri störf til - ef þessi möguleiki gengur ekki upp þá er hann allavega búin að opna augu mín fyrir því hverju ég hef áhuga á.

sunnudagur, maí 16, 2004

og hvað næst!

Jæja, þá er ég búin í skólanum. Ekkert eftir nema útskrift 19. júní. Ekki ljóst enn hvað verður í atvinnumálum, svo ég mun sitja auðum höndum næstu daga...eða ekki. Ætli ég endi ekki með því að leggja parket og klára að setja upp skápa á baðinu, fataskápa í svefnherbergið, lakka hurðaramma, pússa þröskulda, og kannski hvíla mig aðeins líka. Vá, ég get hangið á kaffihúsum...vill einhver vera memm!?Annars er ég með áskorun...hér um daginn kommentaði einhver á síðuna og kallaði sig "friend" - þar sem að ég veit ekki hver þetta er og er ógeðslega forvitin þá skora ég á þennan "friend", hver sem hann/hún er, að hafa samband. Netfangið mitt er hér til hliðar svo og msn-ið mitt. Mér finnst skemmtilegra þar sem bloggið mitt er heilt yfir frekar persónulegt fremur en málefnalegt að vita hverjir lesa það, sér í lagi ef þeir sjá sig knúna til að kommenta á mál mitt.

föstudagur, maí 14, 2004

"Coffee and Cigarettes"Ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd. Ég varla trúi því að hún geti klikkað!

Enskukennari

Ég sé ekki betur en að ég geti sótt um nokkrar enskukennarastöður ef mig fýsir svo, nú þegar hafa Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík(reyndar runninn út fresturinn), Hlíðaskóli, og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýst lausar stöður auk þess sem ég heyrði útundan mér að laust væri í Menntaskólanum á Akureyri. EN þar sem ég stefni ekki á búferlaflutninga á næstunni þá eru Fjölbr.SNæf og MA úti. Fæ annars fréttir eftir helgi sem stjórna því svolítið hvað ég geri í atvinnumálum.
Er alveg við það að ljúka lokaverkefninu mínu sem er starfskenningarverkefni og frágangur á ferilmöppu, á að skilast á morgun og þá er ég bara búin. Vá, hvað er gott að segja þetta. Maður getur kannski farið að vera þátttakandi í lífinu aftur, það er, lífi utan kennslufræði :o)

fimmtudagur, maí 13, 2004

ég er afskaplega hamingjusöm...

ég er djúpt snortin yfir því hversu margir hugsuðu til mín á afmælinu mínu, ég var m.a. búin að fá þrjú sms fyrir klukkan átta í morgun ;) svo ekki gleymist öll símtölin, heimsóknirnar, e-mailin og bara umhyggjan - það er ekkert smá mikilvægt að eiga góða vini að.

ég tók eina prófið mitt í dag og gekk bara þokkalega vel - kom svo heim og átti yndislega stund með fjölskyldu og vinum - er núna örmagna af þreytu en hrikalega hamingjusöm og ánægð...

góða nótt og guð geymi ykkur!

þriðjudagur, maí 11, 2004

ammli

...kl.00.55, 12. maí 1973 fæddist stúlkubarn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Þetta var án efa stórkostlegasta afmælisgjöf sem faðir stúlkubarnsins hefur nokkurn tíma fengið - en þess má geta að hann sjálfur er fæddur sama dag aðeins 26 árum áður.


(og ekki má gleyma að tvíburabróðir hans fæddist nokkrum mínútum áður sama dag. Góður vinur minn átti einnig þennan afmælisdag (blessuð sé minning hans) og vinkona mín úr hagnýtu, hún Ásta Beck, á líka afmæli þennan dag og móðir vinar míns og Friðrik Þór Friðriksson, Gabriel Byrne, Ving Rhames, Emilio Esteves, Stephen Baldwin, Samantha Mathis og svo framvegis - já og Helga Möller).

fimmtudagur, maí 06, 2004

Merkilegt að maður skuli þekkja menn af göngulaginu svona mörgum árum seinna.

Kemur mér alltaf í gott skap...

TAURUS (April 20-May 20): Welcome to the first horoscope in history that relies entirely on the colors of Crayola crayons for its metaphors. To what do you owe such an honor? Simple, Taurus: After a dicey cruise through the midnight blue and burnt umber parts of the spectrum, you're now awash in a kaleidoscope of flashier hues, ranging from pink flamingo to electric lime to neon carrot. Even wild blue yonder and mango tango are injecting themselves into the mix. Congrats on this vivid redirection. Where you're headed is more interesting than the yellow brick road. In Crayola-speak, it's more like the banana mania brick road.

www.villagevoice.com/horoscope


Og nú bíð ég bara eftir því að andanum þóknist að koma yfir mig :o)

þriðjudagur, maí 04, 2004

bleh...

Dagurinn var afskaplega góður ef litið er til framtaksemi tengdri lærdómi. Las fjórar greinar um Anorexiu Nervos og Bulimiu Nervosa og algengi átraskana meðal fimleikastúlkna og tengsl á milli SHAB (sexual harrassment and abuse) og ED (eating disorder) og eitthvað ægilega læknisfræðilegt og sálfræðilegt dót. Mjög áhugaverðar pælingar þarna. Ég les eins og er suður í Hafnarfirði þar sem ég veiti móður minni stuðning með nærveru minni. Hún var að koma úr svaka aðgerð og það er náttla betra að vera ekki einn að staulast um allan daginn þegar maður kemst ekkert út.

Við leysum náttla lífsgátuna reglulega á milli þess sem ég læri og hún hvílir sig. Enda höfum við aldrei átt í vandræðum með að spjalla, við spjöllum kannski aðeins of mikið á stundum.

mánudagur, maí 03, 2004

1987

Óhuggulegt hvað ég var ung þetta sumar... ég átti kærasta (snemma sumars í stuttan tíma) sem hét Palli (og heitir eflaust enn). Mér fannst hann svo sætur en ég var þá strax farin að laðast að klikk gaurum (án þess að ég sé að segja að allir sem ég laðast að séu klikk) en þessi var það. Hann var þremur árum eldri en ég. Ég sem betur fer hafði vit á því að hætta með honum - enda alltof ung þá til að vera með einhverjum sem var svona mikið eldri en ég. En semsagt ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp er að ég las um að The Cure væri að gefa út nýja plötu á næstunni og hún var uppáhaldshljómsveitin mín þetta sumar og þetta lag hér fyrir neðan var mikið spilað (náttúrulega bara textinn hérna að neðan en ekki lagið sjálft). Hann sagði einu sinni við mig (sko Palli) - "þú ert með svo kynæsandi brún augu að ég fæ stand" - ég meina shite, ég var allt of ung til þess að láta segja svona við mig ;)

Let's Go To Bed Lyrics

Doo doo doo doo Doo doo doo doo

Let me take your hand
I'm shaking like milk
Turning
Turning blue
All over the windows and the floors
Fires outside in the sky
Look as perfect as cats
The two of us
Together again
But it's just the same
A stupid game

But I don't care if you don't
And I don't feel if you don't
And I don't want it if you don't
And I won't say it
If you won't say it first

You think you're tired now
But wait until three
Laughing at the Christmas lights
You remember from December
All of this then back again
Another girl
Another name
Stay alive but stay the same
It's just the same
A stupid game

But I don't care if you don't
And I don't feel if you don't
And I don't want it if you don't
And I won't say it
If you won't say it first

You can't even see now
So you ask me the way
You wonder if it's real
Because it couldn't be rain
Through the right doorway
And into the white room
It used to be the dust that would lay here
When I came here alone

Doo doo doo doo Doo doo doo doo
Let's go to bed

(tók líka eftir því að kea skyr notar "close to me" með Cure í auglýsingunni sinni)

föstudagur, apríl 23, 2004

Morð í Barmahlíð

Já, fyrsta morðið í langan tíma var framið í Barmahlíð í dag en mér til mikillar ánægju var nágranni minn staddur hjá mér og gat fjarlægt líkið. Ég vissi að það kæmi að þessu með vorinu en var samt varla undir það búin að finna þetta litla saklausa lík á baðherbergisgólfinu mínu. Eitt er víst að morðingjarnir, er ekki viss hvort þeirra er sökudólgurinn, fá ekki að valsa út og inn framvegis. Það eru hreinar línur á því. Vonandi he hemm, þarf að setja ný gluggajárn svo það virki.

Gleðifréttirnar eru þær að ég er aftur orðin þráðlaus eftir leiðindahremmingar og er ekki hægt að segja annað en að ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þjónustu Nýherja í þessu máli. Enda vippaði ég mér bara yfir til minna kæru ADSL - þjónustu aðila, Ogvodafone og fékk nýjan sendi hjá þeim. En það þýðir að ég á á lausu router ef einhver hefur áhuga á að fá sér Óþráðlaust ADSL. Svo fékk ég litla digital myndavél í kaupbæti - alger snilld og ennþá betri tengingu. Jibbí kæ jei m#$%W%er!

Er búin að eyða aðeins oggulitlu of mikið síðustu þrjá daga ... en á líka núna:
- nýja skó (hinir strigaskórnir voru orðnir ansi lúnir)
- nýjan sendi (já ekki get ég verið án þess)
- body butter frá Body Shop (kókosilmur mmmmmm)
- nýjar buxur á soninn (hann stækkar svo ört)
- tvær filmur framkallaðar (alveg síðan í haust fullt af flottum myndum sem fara á netið fljótlega)
- nýjan baðskáp (ég átti eftir að kaupa þennan í stíl við þann sem ég keypti um jólin og sem betur fer fór ég í IKEA að skoða í dag því þeir eru að hætta með línuna og ég fékk hann á 30% afslætti og það voru bara fimm eftir þegar ég kom)
- nýjan snyrtispegil (svona með stækkunar öðru megin og maður festir hann á vegg og getur dregið hann til og frá)
- nýjan klósettrúlluhaldara (asskoti flottur og í stíl við sko fæturna á skápunum)
- lélega digital myndavél (gratis)

jamm og það var og... góða helgi

mánudagur, apríl 19, 2004

Okei, greinilegt að lærdómurinn er að vefjast fyrir mér og ég orðin lengi karlmannslaus en hér er update á listanum...

TOPP FIMM

Goran Visnjic
Keanu Reaves
Julian McMahon
Colin Firth
Robert Downey Jr. (út með Hugh Grant)

KOMA STERKIR INN

David Boreanaz
Hugh Grant (upp með Robert Downey Jr.)

ps.edit21/4 Mér er farið að líða eins og Ross í þættinum þar sem hann var búinn að skipta út Isabellu Rosselini afþví að það væru engar líkur á að þau væru nokkurntíma á sama stað og svo hitti hann hana á kaffihúsinu - það er ég er jafn erfið og óþolandi og Ross þegar kemur að gerð lista!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Top Five People You Can Sleep With

Datt í hug að deila með ykkur lista sem ég gerði inn á ORKUT sem er svona netsamfélag (ef þið hafið áhuga látið mig vita og ég skal bjóða ykkur að "joina"). Afþví að ég er svo mikill FRIENDS aðdáandi þá er ég í spjallgrúppu um þá og við semsagt vorum að herma eftir og gera lista yfir þá fimm fræga sem við megum sofa hjá (eins og það myndi nokkurn tíma rætast) og á listanum mínum urðu þessir:

Matthew Perry (til heiðurs vinum varð að vera einn þeirra og þessi kemur aðeins til greina og þó varla)
Robert Downey Jr. (síðan ég sá hann fyrst í Weird Science þá hefur hann höfðað hrikalega til mín hann og Perry eru reyndar báðir fíklar og kannski það hafi eitthvað að segja, Robert D.Jr. er reyndar ekki "tall en hann er "dark and handsome")
Goran Visnjic ( úr bráðavaktinni. andskoti er maðurinn myndarlegur)
Keanu Reaves (sko, lengi vel fannst mér hann bara tómur í andlitinu og lélegur leikari en hann náði til mín í fyrra)
Colin Firth (já, hmm, eitthvað með þessa "tall, dark and handsome")
þar sem að Matthew væri eiginlega ekki á þessum lista sko ef þetta væri ekki vinatengdur listi þá yrði raunverulegi fimmti maðurinn....
Hugh Grant (í seinni tíð ... sérstaklega flottur í blautri skyrtu í Bridget Jones' Diary)

Var að uppgötva að Hugh Grant og Goran Visnjic eiga sama afmælisdag eða 9. september, Colin Firth á afmæli 10. september og Keanu Reaves á afmæli 2. september.

mánudagur, apríl 12, 2004

Og það var og...

páskarnir búnir og ég er búin að strauja tölvuna, lesa Da Vinci Code(frábær), sjá The Whole Ten Yards(heimskuleg en hægt að hlægja talsvert) í bíó, lesa slatta í tveimur öðrum bókum, fara í tvö matarboð, borða eitt páskaegg, horfa á eina DVD mynd (Analyze that hmm?! no comment), fara út að labba í góða veðrinu á föstudaginn langa (fyrir rigningu) og fara í kökuboð, horfa á Idolið (loksins kosin út manneskja sem átti það skilið), hitta eina nýja manneskju, tala við fullt af góðu fólki, sofa út, slappa af, fara á tvo fundi, ég hef ekkert lært fyrir skólann en ég hef heilmikið lært um lífið :0)
Barnleysinu lýkur á morgun - verður gott að fá þau heim!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

LÖT

föstudagur, apríl 02, 2004

aþþí að það er föstudagur

scoot jpeg
You are Scooter.
You are a loyal, hardworking person, better known
as a doormat.

SPECIAL TALENTS:
Going for stuff.
LEAST FAVORITE MOVIE:
"Go For Broke!"

QUOTE:
"15 seconds to showtime."

LAST BOOK READ:
"300 New Ways to Get Your Uncle to Get You a
Better Job "

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Coffee, clipboard, and Very Special Guest Stars.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ekki gleyma að...

draumar eru nauðsyn dagsins önnum,
í dvalanum við leyndardóma könnum,
stefnum þá í fjarlæg lönd og fögur,
finnum ótal ævintýri og sögur.

Gamlan skít í hornum jafnan hef ég
það hugnast mér, þá betur ætíð sef ég,
eyði sjaldnast alltof miklum tíma
í uppvask, tiltekt, sjónvarpsgláp og síma.

Elsku vinir, eigið ykkar drauma,
óskir, vonir, þrár svo skuluð sauma,
gera úr þeim teppi töfrum búið,
úr tómleikanum á því getið flúið.
(eftir Unni Sólrúnu)

miðvikudagur, mars 31, 2004

Kenndi í dag

Var fengin til að aðstoða við að kenna háskólakennurum á Powerpoint - aftur á morgun!

föstudagur, mars 26, 2004

Föstudagslagið

Gambrinn er alltaf með svona föstudagslag og í tilefni þess að ég var að hlusta á Nick Drake í einhverri sjónvarpsmynd sem hljómar í bakgrunninum er ég að hugsa um að pósta texta við lag sem mér þykir mjög vænt um... það er séns að ég hafi póstað hann hér áður.

Time has told me

Time has told me you're a rare, rare find. A troubled cure for a troubled mind.
And time has told me not to ask for more for someday our ocean will find its shore.

So I’ll leave the ways that are making me be what I really don't want to be.
Leave the ways that are making me love what I really don't want to love.

Time has told me you came with the dawn, a soul with no footprint, a rose with no thorn.
Your tears they tell me there's really no way of ending your troubles with things you can say.
And time will tell you to stay by my side, to keep on trying till there's no more to hide.

So leave the ways that are making you be what you really don't want to be.
Leave the ways that are making you love what you really don't want to love.

Time has told me you're a rare, rare find. A troubled cure for a troubled mind.
And time has told me not to ask for more for someday our ocean will find its shore.

ÞREYTT?!

Langar að sofa í allan dag en langar líka að gera eitthvað skemmtilegt. Er reyndar að fara í tíma í PFEN eða semsagt Persónulegir og félagslegir erfiðleikar nemendar - það er mjög áhugaverðir tímar en maður situr í þeim í þrjá klukkutíma - sem er frekar stíft á föstudegi. Betra að drífa sig af stað núna, tíminn byrjar 12.05.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Stjörnuspá síðustu viku...

TAURUS (April 20-May 20): In the first Matrix movie, the central character, Thomas "Neo" Anderson, gradually begins to suspect that his entire understanding of reality is a delusion. At a key moment, a mysterious ally named Morpheus offers him a choice between two pills. If Neo takes the red pill, Morpheus tells him, he will be able to see the truth he has been blind to. If he swallows the blue pill, he will sink comfortably back into the lie he has been living. I see the coming weeks as a comparable turning point for you, Taurus. Which will it be, the red pill or the blue pill?

ÉG TÓK RAUÐU PILLUNA!

sunnudagur, mars 21, 2004

"daffodils"

Varð strax hugsað til þessa ljóðs þegar ég las bloggið hennar Lindu.
Wordsworth var frekar þekktur fyrir að nota "daffodils" oft í ljóðum sínum enda mikið náttúruskáld og tilheyrði rómantíska tímabilinu.

I WANDERED LONELY AS A CLOUD

I wandered lonely as a cloud
That floats on high o'er vales and hills,
When all at once I saw a crowd,
A host, of golden daffodil;
Beside the lake, beneath the trees,
Fluttering and dancing in the breeze.
Continuous as the stars that shine
And twinkle on the milky way,
They stretched in never-ending line
Along the margin of a bay:
Ten thousand saw I at a glance,
Tossing their heads in sprightly dance.

The waves beside them danced; but they
Out-did the sparkling waves in glee:
A poet could not but be gay,
In such a jocund company:
I gazed and gazed but little thought
What wealth the show to me had brought:

For oft, when on my couch I lie
In vacant or in pensive mood,
They flash upon that inward eye
Which is the bliss of solitude;
And then my heart with pleasure fills,
And dances with the daffodils.

William Wordsworth

Annar William nokkur Blake tilheyrir sama tímabili og í tilefni vorkomu víða um heim læt ég þetta ljóð fylgja.

TO SPRING

O, thou, with dewy locks, who lookest down
Thro' the clear windows of the morning; turn
thine angel eyes upon our western isle,
Which in full choir hails thy approach, O Spring!

The hills tell each other, and the list'ning
Vallies hear; all our longing eyes are turned
Up to thy bright pavillions: issue forth,
And let thy holy feet visit our clime. (as in climate : )! )

Come o'er the eastern hills, and let our winds
Kiss thy perfumed garments; let us taste
Thy morn and evening breath; scatter thy pearls
Upon our love-sick land that mourns for thee.

O deck her forth with thy fair fingers; pour
Thy soft kisses on her bosom; and put
Thy golden crown upon her languish'd head,
Whose modest tresses were bound up for thee!

miðvikudagur, mars 17, 2004

Kvebba nebbi

Æ, mig auma. Ég er svooo kvefuð. Engu að síður er sól úti og yndislegt veður og ekki hægt annað en að vera kátur og í góðu skapi. En það er alveg nóg að gera eins og alltaf og ég hef svo gaman að því að hafa nóg að gera. Ég hef líka tíma til að vera með börnunum og sjálfri mér og vinum og bara lífið er yndislegt! Vá, hvað ég er endalaust jákvæð eitthvað.

laugardagur, mars 13, 2004

Já það er rétt sem sagt er...

Time flies when you're having fun!
Fór í bíó í gærkvöld og sá Lost in Translation eftir Sofiu Coppola og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík dýrð að sjá Bill Murray í þessu hlutverki. Sá hann síðast í Osmosis Jones og þar var hann þokkalega subbulegur karakter og eitthvað ógeðslegur bara en helvíti er karlinn flottur í þessari mynd. Sýnir manni hvað það skiptir miklu máli að vera í góðu formi. Svo er hún Scarlett Johansson svaka sæt. En andinn í myndinni er svo flottur. Maður þekkir alveg þetta skrýtna í hausnum við að vera á bandvitlausum tíma. Ekki nema ár síðan ég skrapp í fimm daga ferð til Vancouver sem er níu tíma flug og átta tíma mismunur. Maður verður þrælskrýtin að snúa svona. Munurinn á minni ferð og svo aftur Tokyo er hún er í öfuga átt við Vancouver. Ég átti erfitt með að vaka fram yfir kvöldmat og var svo glaðvöknuð um miðja nótt. En myndin er flott og ég get ekki sagt að mér hafi leiðst eitt augnablik að frátöldu yfir örlítið of löngu Karokí atriði.
En gleðin svífur stöðugt yfir vötnum og þrátt fyrir álag, þreytu, og jafnvel verki dregur ekkert úr lífsgleði minni. Þakklát fyrir að hafa uppgötvað prógram sem virkar.

Í dag er annars merkisdagur. Föðuramma mín, Jónína Þrúður Hermannsdóttir, hefði átt afmæli í dag og orðið 85 ára hefði hún ekki dáið úr krabbameini fyrir 14 árum síðan. Ef ég hefði ekki skilið við fyrrverandi þá hefðum við átt 8 ára afmæli í dag en ég óska honum allrar þeirrar hamingju sem hann á skilið. Og í gær hefði móðurafi minn, Theodór Kristjánsson, orðið 96 ára hefði hann ekki látist fyrir sléttum 10 árum síðan úr ja, eiginlega bara elli. EN hann var heilmikið veikur líka enda er fólk sem komið er yfir áttrætt víst sjaldan laust við sjúkdóma eins og t.d. krabbamein.

Þetta fólk var frábært og ég er fullviss um að það vakir yfir mér og öðrum afkomendum sínum.

mánudagur, mars 08, 2004

þetta á síðunni hjá Evu og gat ekki hugsað mér að þið misstuð að þessu - gargandi snilld!

Er þreytt og ánægð eftir góða helgi og fínan dag. Góðir og skrýtnir hlutir að gerast sko.

sunnudagur, mars 07, 2004

Alltaf gaman að láta elda fyrir sig...

Halli og Edda Lára eru í heimsókn ásamt ungviðum sínum, þau greyin búa í svo til fokheldu húsi og ég, sem er svo góð, bauð þeim að koma og elda heima hjá mér, ég senst bauð þeim ekki í mat : ) heldur bauð þeim að bjóða mér í mat - sniðug!

fimmtudagur, mars 04, 2004

ahh, what the fuck just another test... og mér fannst bókin góð!
You're One Hundred Years of Solitude!

by Gabriel Garcia Marquez

Lonely and struggling, you've been around for a very long time.
Conflict has filled most of your life and torn apart nearly everyone you know. Yet there
is something majestic and even epic about your presence in the world. You love life all
the more for having seen its decimation. After all, it takes a village.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Bandvitlaust veður, þrumur og eldingar.

Á morgun kenni ég síðustu æfingakennslutímana...og það er ekki laust við að ég eigi eftir að sakna þeirra þó að maður verði fegin að losna við álagið því að nóg er af verkefnunum framundan. EN ég er svo sannarlega viss um að þetta vil ég gera :o)
Þó veit ég auðvitað að þetta er ekki allt glaumur og gaman og það getur ýmislegt tekið á - en mér finnst það líka svo spennandi.
Nú er maður náttúrulega orðin fastur áhorfandi að Boston Public (or not) þar sem að það er svona educational purposes híhí! Það er allavega engin lognmolla í þeim skóla - kræst það litla sem ég hef séð jafnast á við bestu sápuóperu.

mánudagur, mars 01, 2004

1. mars jamm...

tíminn flýgur þegar maður hefur nóg að gera ; )

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Mér finnst forsíða DV í gær smekklaus! "Drottningarnar kræktu í prinsana!" Fyrir það fyrsta var annar prinsinn giftur fjögurra barna faðir þegar önnur drottningnin krækti í hann - hinn missti konuna sína í fyrra.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Próftafla komin...

Og eins og oft áður er ég í prófi á afmælinu mínu. Ég tek eitt próf og það á afmælinu mínu...ekki nóg með það heldur líka kl.13.30. En það er bara alveg í lagi ;) Maður verður að vera jákvæður. Enda er allt lífið svo skemmtilegt núna. Ég er búin að hitta marga góða vini í dag. Byrjaði á að hitta Ástu í morgun á Súfistanum og svo kom Viktor að hitta mig líka þar og síðan spjallaði ég við kunningja á MSN, fór og hitti mann á Loftleiðum, kom heim og Linda babe og Stuart hennar kíktu í heimsókn og núna er ég bara að glápa á videó, snemma að sofa og gaman á morgun.
Gekk rosa vel að kenna í morgun líka.
tittílútú tattílítú ginnilibinnilí bú - I'm so happy hí hí!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

www.villagevoice.com

TAURUS (April 20-May 20): University students in Poland have discovered an unexpected way to boost their grades: wearing red underwear while taking tests. Ever since researchers presented evidence of the "red underwear effect," clothing stores have reported a run on scarlet-hued bras, underpants, and boxer shorts around exam times. Maybe it's merely the result of mass hysteria, but what difference does it make if it truly enhances the students' performance under pressure? I suggest you consider hopping on this trend, Taurus. What have you got to lose from regularly donning red skivvies during this, the final-exam phase of your yearly cycle?

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Og muna að anda...

ég er búin að vera að kenna síðustu þrjá daga og má segja að það hafi gengið upp og niður. Upp í 603 og niður í 202, gekk ókei í morgun samt vegna þess að þá var 202 í tímaritgerð og mín innlögn takmarkuð. Enda greinilegt með yngri bekkina að þeir þurfa að fá að taka meiri þátt og ég á að tala minna og jafnvel nota íslensku meira með þeim. En ég fæ ekki tækifæri til að kenna þeim meira svo að ég set það bakvið eyrað fyrir framtíðina.
Kennarinn minn í HÍ, þ.e. í kennslufræði erlendra tungumála kom og horfði á mig kenna 40 mín í 603 og hún var gersamlega impressed! Fannst ég bara fæddur kennari og hafði ekkert út á mig að setja. Sem er náttúrulega bara geggjað en ég sagði henni að ég hefði ekki staðið mig jafnvel í 202 - henni fannst það ekki neitt tiltökumál. Æ, ég er svo ánægð - og þreytt....

laugardagur, febrúar 21, 2004

Vanmátturinn er alger!

Ég upplifði í gær hversu gífurlega vanmáttugur maður er. Vinkona mín varð fyrir gífurlegu áfalli (og ég fyrir áfalli við að sjá góðan vin verða fyrir áfalli) og ég gat í raun ekkert gert. Ég var algerlega vanmáttug gagnvart þessu. Ég keyrði hana til vina sinna þar sem fólk hafði safnast saman í friðarstund og þegar ég sat ein eftir í bílnum vissi ég ekkert hvað ég átti af mér að gera. Vissi ekki hvernig mér átti að líða. Eftir að ég áttaði mig á því að ég gat ekkert gert sjálf. Að þetta var ekki mín sorg, þá bað ég fyrir öllum þeim sem áttu sárt um að binda í kjölfar þessa sorglega atburðar og fór að gera eitthvað sem var mikilvægt fyrir mig og það var að læra og svo að hvíla mig til að hafa orku til þess að gera það sem ég þarf að gera.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Village Voice er alltaf snilld ekki síst stjörnuspárnar

TAURUS (April 20-May 20): The president of Belarus has issued a mandate to his country's athletes regarding their performance in the 2004 Summer Olympics. "You should have clear-cut plans for victory," Alyaksandr Lukashenka told them. "It is unacceptable for you to win fewer than 25 medals." That sounds a bit unrealistic to me, so I won't be that demanding in my decree to you, Taurus. But the astrological omens are on my side as I command you to pull off a feat that would be your equivalent of a gold medal between now and March 20. In addition, I order you to gather a new privilege, new perk, or new title.

Fékk símtal áðan, var beðin um að taka þátt á smá dæmi, sagði já, veit ekki hvað verður - hvort verður samþykkt - kát að það var hugsað til mín með málið ;o)

er að fara í leikhús með Helgu föstudagskvöld, næsta kvöld. Ætlum að sjá Chicago. Verður ábyggilega ágætt þó ég sé ekki geðveikt söngleikjafan. Sá myndina með Gere, Zeta-JOnes og Zellweger. Fannst hún alveg fín bara.

Fyrir Nikolaj og Julie aðdáendur vil ég benda á að hægt er að nálgast soundtrackið á heimasíðu þáttanna hér. Þarf samt RealPlayer til að það virki en gaman að heyra engu að síður.

gONE TO bED

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Nóg að gera...

Eins og vanalega er nóg að gera. Undirbúningur hafin fyrir æfingakennsluna en ég byrja að kenna á mánudaginn. Svo er ég að bíða eftir miðnætti í kvöld. Þá get ég bókað sumarfríið, vona bara að sætin sem ég var búin að finna verði ennþá til. Fullt af verkefnum í gangi og mikið meira en nóg að gera, bara til að ítreka það sko. Svo er ég líka so ossalega dugleg að mæta á fundi og að vinna í þeim málunum. Enda fengið að heyra það að það sé aftur orðið bjartara yfir mér :o)

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Ég er búin að vera ágætlega dugleg að læra í dag og í gær og Alla kemur aftur á morgun og við höldum áfram að vera duglegar að læra. Við verðlaunuðum okkur og skelltum okkur í bíó áðan, á Something's gotta give og það er langt síðan að ég hef hlegið jafn brjálæðislega mikið í bíó. Svo hjálpaði helling að elskan hann Keanu lék í myndinni og "he's a sight for sore eyes." Mætti reyndar halda að ég sé orðin eitthvað örvæntingarfull þar sem að ég má ekki sjá sætan strák í bíómynd án þess að fyllast löngun! (í rómantík ekki bara hitt)

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Rigning og sól

Rigning, rigning og svo sól...yndislegt veður og gleði í lund... Þráðlausa netið fór að virka í dag : )

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Skilaboð að handan

Fór með systur minni, móður minni og frænku á upptöku á Lífsauganu hans Þórhalls upp á Stöð 2 í gærkvöld. Hmm, já það var svaka stuð og það verður allavega ekki skafið af honum Þórhalli að hann er heljarinnar skemmtikraftur. Ég veit ekki hverju ég á að trúa samt!
Helga Rós þessi elska passaði fyrir mig á meðan og svo sátum við í andlausu spjalli - en nærveran er það sem maður þarf - maður þarf kannski ekki alltaf að vera að kjafta svo mikið.

Ég er öll orðin hressari, skýrari og skemmtilegri - he he - nóg að gera og heilsan þokkaleg til þess að takast á við verkefnin framundan. Þetta snýst allt um forgangsröðun - bara að sinna því mikilvægasta fyrst - MÉR - og þá hefur maður orku til að sinna öllu hinu - OG ÞAÐ ER DAGSATT!

mánudagur, febrúar 09, 2004

kennaradjók eru fyndin

ErTu KeNnArI, pRóFaÐu Þá ÞeTtA!!!

1. Vertu með hettu á hausnum.... en bara með gat fyrir annað augað!

2. Vertu með einglyrni, reiðhjálm og svipu.

3. Talaðu alltaf lægra og lægra en svo í lokin, bentu á einn nemandann og öskraðu : "HVAÐ VAR ÉG AÐ SEGJA!!!??"

4. Kenndu með fingrabrúðum

5. Veldu af handahófi einhvern nemanda, spurðu svo ýmissa spurninga og taktu tímann meðan hann svarar... fussaðu svo og sveiaðu þegar hann svarar

6. Segðu nemendunum að kalla þig "Ljómalind" eða "Pétur Pan"

7. Stoppaðu í miðri kennslu allt í einu, grettu þig og spurðu nemendurna hvort þú sért með feitan rass

8. Spilaðu Kúmbæja á banjó!

9. Syndu nemendum myndband af pyntingarferðum nasista... hlæðu mikilli innlifun alla myndina!

10. Vertu með speglagleraugu og talaðu bara tyrknesku... láttu sem þú heyrir ekki í nemendum

11. Byrjaðu kennsluna á að syngja og dansa "Sex Machine" eftir James Brown

12. Tautaðu lágt eftir hverja spurningu sem þú spyrð nemanda "líklegt að api einsog þú myndir vita það"

13. Leggðu nemendum fyrir það heimaverkefni að lesa frá Jóhannes til Njörður í símaskránni fyrir næsta tíma... og taktu fram að það verði próf

14. Láttu alltaf tvo nemendur dreifa rósarblöðum á undan þér þegar þú labbar um stofuna

15. Slökktu ljósin í stofunni, settu í gang kassettu með mávahljóðum og farðu með sálma

16. Biddu nemanda aðeins um aðstoð upp við töflu... láttu þá skrifa undir samning meðan þú græjar á þig stálbrynju og stingur slípirokknum í samband.

17. Byrjaðu kennsluna á því að brjóta tappann af vodka flösku og öskra: "TÍMINN ER BÚINN, ÞEGAR FLASKAN ER BÚIN!"

18. Fáðu hljómsveit til að spila Elvis lög allan kennslutímann en láttu einsog þeir séu ekki þarna...

19. Vertu með syndarveruleikahjálm, gúmmíhanska og öskraðu alltaf þegar einhver talar

20. Láttu einsog kennslustofan sé full af vatni og syntu um allt!

21. Urraðu á nemendurna og kallaðu þá alltaf "háseta"

22. Komdu með lítinn hvolp í tíma... alltaf þegar einhver spyr þig spurningu, þá ferð þú og spyrð hvolpinn

23. Vertu í bleikum kjól, með englavængjum og biddu alla að kalla þig "Krúselíus!"

24. Láttu einsog þú sért hæna!

25. Hafðu auglýsingahlé með jöfnu millibili

26. Hnerraðu framan í nemendurna

27. Komdu hlaupandi inní kennslustofuna, froðufellandi og öskraðu ! "ERU ÞIÐ Í STUÐI!!!???? ÉG HEYRI EKKI Í YKKUR!!! ERUÐI Í STUÐI!!??!??!"