að faðma einhvern og kyssa og knúsa. Og börnin duga ekki til. Sá í einhverju blaði svona faðmara fyrir einhleypa sem var fundinn upp í Japan auðvitað. Lítur út fyrir að ég verði bara að hanna mér einn svoleiðis. En þetta líður hjá eins og allt annað. Það er hreint ótrúlegt að það nálgist tvö árin sem ég er búin að vera einhleyp. Auðvitað átt mín "fling" og allt það en ekkert sem ég var tilbúin að takast á við. Merkilegt hvað maður getur þráð og óttast sama hlutinn mikið.