mánudagur, september 06, 2004

Back to school

Það er allt komið á fullt í vinnunni. Ánægjulegt að hafa nóg að gera og ég kem sjálfri mér á óvart með því að geta vaknað klukkan 6.30 á morgnana. Ég sem hef aldrei talið mig vera morgunmanneskju. En ég er of mikil svefnpurka til þess að fara snemma á fætur án þess að hafa ástæðu til. Kannski það breytist líka með tímanum. Það er sérlega góð tilbreyting að mæta í vinnuna/skólann án þess að vera í námi sjálf. Ég sé um upptökur á MPA námi í opinberri stjórnsýslu, aðferðafræði I í sagnfræði, og nokkra fyrsta árs kúrsa í ensku. Sem er mjög gaman - ekki amalegt að fá dálitla upprifjun.

Var að klára mjög skemmtilega bók sem ég mæli með Dead Famous eftir Ben Elton.