Næstsíðasti áfanginn í að ljúka stækkun stofunnar er hafinn. Málarinn er mættur og mun klára að sparsla og grunna fyrir helgi. Sem þýðir... að ég verð að mála stofuna um helgina. Eins gott að ég á nóg af gini ; ) Hér með óskast eftir góðum málurum sem eru ginkeyptir (ahhhaaa fattiði gin keyptir)!
Svo er bara að byrja að safna fyrir parketinu...
Á öðrum nótum. Skólinn byrjaði í gær... og eins og alltaf fyrstu dagana er klúður eins og að ætla að koma 50 manna hóp fyrir í stofu með 28 borðum og stólum. Svo er Almenna kennslufræðin kennd í Valsheimilinu þar til Náttúrufræðihúsið verður formlega tekið í notkun...???? já, alveg örugglega á áætlun he he. Það voru bara þrír kúrsar skráðir í Hlíðarenda (fyrir idjótin er það = Valsheimilið) á sama tíma en vegna þess að við í kennslufræðinni erum 90 um það bil þá fengum við að sitja um kyrrt.
Í dag var enginn skóli en ég mætti engu að síður klukkan hálf tíu í morgun í blaðamennskukúrs hjá Guðbjörgu Hildi bara svona til upprifjunar. Við Ásta Sól vorum reyndar með kynningu á félagslífi nemenda síðasta vetur. Heyrðu, það eru 10 gæjar skráðir í vetur og við sem höfðum bara tvo og báða yfir fertugu. OMG. Það bara liggur við að maður fari aftur í hagýta hí hí. Svo fór ég og ræddi við nýráðinn ritstjóra Stúdentablaðsins og óskaði eftir því að fá að starfa hans við hlið í vetur. Bæði vegna þess að ég er mjög spennt að fá að taka þátt í að gera gott Stúdentablað og líka vegna þess að það hjálpar mér með starfsnámið í hagnýtu. Sem þýðir að hugsanlega geti ég útskrifast í febrúar.
En enn á ný eru semsagt öll húsgögn út á miðju gólfi en í þetta sinn veit ég að verkið verður klárað.