Sat á Kaffitári frá klukkan 9 í morgun til 2 eftir hádegi, drakk soja latté og líkaði ágætlega. Sojamjólk er fín í kaffi þegar búið er að hita hana. Ótrúlega notalegt að sitja á kaffihúsi sem ekki er reykt á. Þegar ég kom út þá fann ég kaffilykt af fötunum mínum. Mmmm. En ástæðan fyrir þessari löngu veru minni þar var sú að ég, Ásta Beck og Björg (þær eru með mér í náminu) vorum að vinna að útvarpsþættinum okkar sem (surprise) fjallar um kaffi. Ég þarf svo að skrifa eina grein fyrir morgundaginn, klára skattaskýrsluna í kvöld, lesa inn á spólu eitt ljóð og skrifa smá frásögn fyrir fimmtudaginn auk þess að reifa kynþáttafordómadóminn þarna yfir Hlyni í Íslenska þjóðernisfélaginu og kommenta á hann í ljósi tjáningafrelsislaganna og Jersild-dómsins. Ble ble bla bla....
svo er hljóðnemapróf á laugardaginn! :-O
Já og ég fer í stúdíó á fimmtudagskvöldið!!!
Ahh, já og Óðinn er orðinn veikur!