Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið,
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið
Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið
Eftir Jón Helgason
Hvernig túlkið þið þetta svo?!
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið,
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið
Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið
Eftir Jón Helgason
Hvernig túlkið þið þetta svo?!
Að sleppa tökum, þýðir ekki að mér standi á sama, það þýðir: ég get ekki lifað lífinu fyrir aðra.
Að sleppa, þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja, að ég get ekki stjórnað öðrum.
Að sleppa, er ekki að standa undir, heldur að leyfa öðrum að læra að eigin reynslu.
Að sleppa, er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir: úrslitin eru ekki í mínum höndum.
Að sleppa, er ekki að breyta öðrum eða ásaka, heldur að
Að sleppa, er ekki að bera ábyrgð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
Að sleppa, er ekki að kippa í lag, heldur að vera hvetjandi.
Að sleppa, er ekki að dæma, heldur að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
Að sleppa, er ekki að vera önnum kafin við að stjórna örlögunum, heldur að leyfa öðrum að hafa áhrif á eigin örlög.
Að sleppa, er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
Að sleppa, er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að
leita að eigin mistökum og lagfæra þau.
Að sleppa, er ekki að laga allt að mínum þörfum, heldur að taka hvern dag fyrir sig og njóta hans.
Að sleppa, er ekki að gagnrýna eða skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreymir um að vera.
Að sleppa, er ekki að velta sér upp úr fortíðinni, heldur að njóta dagsins í dag og framtíðarinnar.