þriðjudagur, desember 31, 2002

...hvað er að ske? ég kem heim úr bíó og kveiki á sjónvarpinu og Taggart er á fullu og þeir eru búnir að drepa Michael, hjélllóóóóó... fyrst Taggart sjálfur og svo Michael. æ, mig auma. Fór annars að sjá Two Towers í kvöld og er hrædd um að einhverjir verði mér reiðir en ég var ekki alveg nógu sátt við myndina. Ég meina hún var rosalega flott, rosalega flott en mér fannst hún aðeins of æ best að segja sem minnst bara.

mánudagur, desember 30, 2002

Ég brosi bara!

laugardagur, desember 28, 2002

Ég ætti nú að vera búin að bæta mér upp svefninn en ég hef pínku gleymt mér við sjónvarpsgláp og klikkti algerlega út í gær með því að fá lánaða þættina 24 hjá Agnesi frænku. Hún og hennar maður (aðallega hennar maður) eru dvd safnarar. Allavega ég sá fyrstu 5 þættina þegar ég var út í Edinborg hjá Lindu um páskana síðustu og varð alveg veik. Vandamálið er að þegar ég kom heim var Stöð 2 komin á þátt 11 og ég varð að láta mér duga að bíða eftir því að Jóakim (maðurinn hennar Agnesar) fengi þættina í nóvember og nú er kominn desember og ég er komin með þættina.
Vegna slæmrar heilsu og mætingar í skírn núna eftir klukkutíma (skíra á Daníel Loga Bergmann) þá hafði ég það af að hætta að horfa klukkan 2 í nótt en ég er að drepast úr spenningi enda núna komin á þátt 11 og mér skilst að spennan magnist stöðugt svo ...

En semsagt börnin fóru til feðra sinna annan í jólum og ég er barnlaus fram yfir áramót. Ég hafði það náttúrulega af að næla mér í einhvern kvefskít og var frekar slöpp í gær og hafði enga orku í neitt nema að liggja eins og klessa fyrir framan sjónvarpið eins og áður kom fram.
Það verður samt smá djamm í kvöld í Hjördísi vinkonu og ætli maður kíkji ekki með Bailey's flöskuna og sjái hvað heilsan leyfir.

Svo er bara spurning með gamlárskvöld???? Það virðist enginn sem ég umgengst vera búinn að gera það upp við sig hvað á að gera. Og ég er barnlaus! Fúlt! Ekki að þetta reddist ekki! Ég hef ekki áhyggjur af því.

þriðjudagur, desember 24, 2002

Þá er allt tilbúið og ég er farin að hlakka til þess að njóta næstu daga. Ég verð með bæði börnin fram á annan í jólum en þá fer strákurinn til pabba síns en Unnur fer líklega seinna. Mér líður enn mjög vel og það eina sem amar að er að ég hef ekki alveg fengið nægan svefn upp á síðkastið og það veldur smá, bara smá, pirringi. hmm hmm. EN nóg um það málið er að ég vil ÓSKA ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA og vona að enginn borði yfir sig og að allir eigi ánægjulega hátíð.

Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til!

mánudagur, desember 23, 2002

ég er svo hamingjusöm, hamingjusöm og hamingjusöm... að það er eiginlega bara fáránlegt ...

sunnudagur, desember 22, 2002

Ofurhetjan er orðinn hitalaus og ég þrái súrefni! Fer í smá göngutúr á eftir!

laugardagur, desember 21, 2002

Til hamingju Helga Rós með útskriftina í gær. Framtíðin er björt og allir möguleikar opnir!

Sonurinn er enn veikur og við litla fjölskyldan höfum það bara alveg yndislega gott saman. Það er það sem jólin snúast um ást, frið, kærleik og fyrirgefningu og samveru.

föstudagur, desember 20, 2002

Merkilegt hvað maður verður skyndilega sáttur við lífið! Ég lá vakandi með syni mínum í nótt og gaf honum reglulega að drekka og fylgdist með honum þar sem hann var með alla vega 40 stiga hita og í hálfgerðu óráði og mér leið ótrúlega vel. Ég er búin að eyða meiri tíma með honum síðustu daga en ég hef gert í allt haust og ég finn að ég gæti ekki hugsað mér að eiga ekki börnin mín. Ég er í fyrsta sinn síðan ég skildi sátt við mig og mig eina. Ég er áhyggjulaus yfir þessum jólum og ég einhvernveginn hvorki hlakka til né kvíði fyrir. Ég fékk svolítinn sting í magann þegar Jónas sagðist ætla að vera með Óðinn svona lengi en ég á nú eftir að ræða það betur við hann á morgun. Unnur fer líklega seinna en hún ætlaði þar sem pabbi hennar verður í Grindavík um áramót hjá tengdafólkinu sínu og hún verður þá með þeim þar. Ég er búin að ákveða með hverjum ég ætla að sjá Turnana tvo og hvenær.

Ég er líka búin að átta mig á því að öll þessi vitleysa sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu mánuði hefur hjálpað mér að átta mig á forgangsatriðunum og einnig að upplifa tilfinningar sem ég vissi ekki að ég gæti upplifað, bæði vondar og slæmar. Það hlýtur að gera mig betur í stakk búna að takast á við slíkt seinna þegar ég hef reynsluna. Það er víst ætlast til þess, er það ekki, að maður læri af reynslunni. Allir sem maður kynnist á lífsleiðinni hafa líka þýðingu fyrir mann. Hvort sem þeir staldra stutt eða lengi við þá er það alltaf viðbótar reynsla.

hmm, annars er ég að rembast við að skrifa jólakort....

fimmtudagur, desember 19, 2002

Það er gaman að gera heimasíðu...og allt í html en engum forritum...ég gæti alveg gleymt mér í þessu sko!

Verð að segja frá því að ég horfði á videó í gærkvöldi, á mynd sem kallast My Big Fat Greek Wedding. Hún var svo sem engin snilld en ég stóð mig samt að því að skella upp úr annað slagið. Held að það hafi meira með það að gera hvað mér líður vel þessa dagana heldur en endilega gæði myndarinnar. Ég er nefnilega næstum búin að gera allt voða fínt. Ég er ekkert stressuð yfir jólunum þar sem það er svo sem ekkert að vera stressaður yfir. Óðinn fer til pabba síns á jóladag og verður víst hjá honum fram yfir áramót. Og Unnur fer líklegast á annan í jólum til pabba síns og verður líka fram yfir áramót. Svo ég verð bara ein og yfirgefin en ætla að reyna að njóta þess að hvíla mig og safna kröftum fyrir nýárið. Maður verður bara að skella sér á bókasafnið og taka nokkrar góðar skruddur.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Stóðst ekki mátið og tók þetta próf sem ég fann inn á þessari síðu.

You%20are%20Buttercup.%20%20Your%20beauty%20is%20beyond%20compare%20and%20only%20marred%20by%20your%20misery.%20%20You%20live%20your%20life%20hoping%20for%20the%20return%20of%20your%20one%20and%20only%20true%20love.%20%20Until%20then%20you%20will%20contin
"A princess bride personality test!"

brought to you by Quizilla


Enda orðið langt síðan ég hef tekið próf!
Þriggja og hálfs árs sonur minnn tók upp á því í gærkveldi að kyssa mig á örlítið fullorðinslegri hátt en vanalega og sagði mér að svona kyssti Köngulóarmaðurinn stelpuna í myndinni. Það sannast enn og einu sinni að það læra börnin sem fyrir þeim er haft! Hann fær sko ekki að horfa á Pet Sematary!!!

mánudagur, desember 16, 2002

Ég bara búin að hafa það einstaklega gott í dag með Súperman litla heima við. Playstation klikkar ekki : )

Svo á ég bestu fjölskyldu í heimi, það mætti allt gengið (Dagga systir ásamt manni og sonum, mamma og pabbi) í dag og hjálpaði mér að færa húsgögn og eins og næstum allt sem mér dettur í hug að gera á heimilinu þá kemur þetta frábærlega út. Nú er bara að sortera allt draslið.
Það er reyndar mjög þröngt um Unni en það er ekki eins og hún hafi notað plássið sem hún hafði áður.
En ég er í frábæru skapi og er á leiðinni út að gera eitthvað!

sunnudagur, desember 15, 2002

Unnur stóð sig rosalega vel í handboltanum!

Ég vil koma í veg fyrir misskilning. Ég hef enga löngun til að dæma fólk, eða hvað það er að gera, heldur meina ég bara það að stundum er fólk svo augljóslega statt á eitthvað svo skrýtnum stað í lífinu að það augljóslega á enga samleið með því hvar ég er stödd í mínu lífi. Eins og það að síðan í byrjun sumars hélt ég að mig langaði mest að djamma en mér finnst það rosalega tilgangslaust og innihaldslaust. Ég nýt þess miklu betur að eyða kvöldstund með góðum vinum, kannski góðum bjór, en bara að hlusta á góða tónlist og spila og spjalla. Og vakna svo hress daginn eftir og hafa orku til að gera skemmtilega hluti hvort sem það er að sitja bara og lesa blöðin og drekka kaffi, eða labba niður Laugaveginn í góðu veðri, keyra austur fyrir fjall og fá sér ís, eða skella sér í sund eða heimsókn. Bara að hafa heilsu.

Það var líka niðurstaða fengin í gær hjá okkur stelpunum, það eru allir ruglaðir á einhvern hátt, ekkert mismikið heldur á misjafnan hátt. Galdurinn er að finna samleið með fólki sem þú þolir ruglið í!
Jæja já, gærdagurinn og föstudagurinn... hmmm, ég er held ég hætt að drekka í bili! Ég varð alveg ískyggilega drukkin á föstudagskvöldið og það er ekki gott mál, alls ekki. En það var svaka fjör alveg þangað til að ég var orðin alveg ískyggilega drukkin. Fékk svo heimsókn í þynnkuna í gær og það var bara gaman, viðurkenni þó að ég hefði viljað vera í betra standi gestsins vegna en held að þetta hafi verið ókei samt... það komu upp nokkrar pælingar sem leiddu til þess að ég hringdi í "vin" minn og það var það besta sem ég hef gert í langan tíma. Nú get ég haldið áfram... það er pínku lítið fyndið að ég hef oft verið sökuð um að vera neikvæð og svona og ég veit að ég á það alveg til og síðasta ár er búið að vera erfiðasta ár lífs míns og oft á tíðum var svolítið erfitt að halda jákvæðninni en það er nú allt að breytast í betri átt núna. En ég semsagt hringdi í vin minn og djísus hvað sumir voru neikvæðir og það var alveg sorglegt að heyra... en góð áminning því nú veit ég hvernig ég hlýt að hljóma. Anyway, það kom ýmislegt í ljós og ég veit núna að þrátt fyrir að væntingar mínar hafi brugðist þá get ég hrósað happi. Ég er betur sett ein!

Ég verð líka bara að einbeita mér að því að ná upp heilsunni, ég er búin að vera með einhverja leiðindavírussýkingu í marga daga og hefði nefnilega betur verið heima að slappa af á föstudaginn heldur en að djamma, sem minnir mig á að á föstudag kláraði ég að útbúa heimasíðu fyrir Guðbjörgu en ég átti samt í basli með að koma ákveðnum fídusum í gagnið svo hún verður löguð seinna. Hér er hún!

Í gærkvöldi var svo okkar (Hjördís, Elfur, Dagga, Jóhanna og ég) reglulega spilakvöld og í þetta sinn hittumst við í Lækjarsmáranum í Kópavogi í nýju íbúðinni hennar Hjördísar með geggjaða útsýninu. Hún er með læk og allt.
En það leiðir að aðalviðburði helgarinnar. SUPERMAN HANDLEGGSBROTNAÐI!
Jónas hringdi í mig og tilkynnti mér að hann sæti með son okkar upp á slysavarðstofu en hann var semsagt að leika Superman og var að stökkva á milli stóla en lenti á milli þeirra frekar harkalega með þeim afleiðingum að handleggurinn brotnaði og hann er í gifsi upp að öxl þar sem brotið var það nálægt olnboga.
Ekkert mál, fyrstu viðbrögð voru náttúrulega að ég yrði að fara og vera með honum en þar sem hann var ekki alvarlega slasaður ákvað ég að pabbi hans hefði bara gott af þvi að sinna honum. En þegar ég var á leiðinni heim í nótt um 2 leytið fékk ég neyðarkall þar sem Jónas var verkjalyfjalaus og litli Superman var sárkvalin svo mamman mætti á svæðið og endaði með að taka lítinn kút með sér heim. Hann grét sárt og vildi bara vera með mömmu sinni enda er það ekkert launungarmál að pabbi hans er ekkert sérlega góður í að taka á svona málum, hann hefur mjög takmarkaða þolinmæði semsagt. Svo ég er heima með unga manninn og við ætlum að fara að sjá Unni Helgu leika handbolta eftir 45 mínútur.

fimmtudagur, desember 12, 2002

Fór á Ölstofuna áðan með Finni. Það er bara mjög huggulegt og yndisleg tilbreyting að tónlistin er ekki yfirgnæfandi. Það var bara mjög notalegt. Kom svo heim klukkan tíu og horfði á elskurnar mínar í Sex in the City. Spurning hvort ég huga að því að skríða í rúmið eða taka aðeins til? ég drakk náttúrulega tvo latté svo ég sé mig ekki alveg svífa inn í draumalandið neitt alveg strax.. spurning að slappa af og horfa á Sopranos og gera við buxurnar mínar á meðan. Já, það er kannski ekki afslöppun, ég held að ég sé hugsanlega manísk- depressív.. : ) En asskoti er flott byrjunarlagið í Sopranos! Ahhh svo eru litlu jólin á morgun! Djamm og djús hjá Dögg, yet again.

Ég er formlega komin í jólafrí, ég sendi prófið til Hilmars í tölvupósti (djö sem ég dýrka þessa tækni) fyrir einni mínútu síðan...
svo ég tek undir með Helgu Rós og segi BJÓR í kvöld... eða allavega kaffi.
Ég er búin að fá barnapössun og ætla að hitta vin á kaffihúsi....
Ég var að reyna að muna hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem ég fór á á þriðjudaginn þegar ég var að horfa á Nick Cave. Ég gat ómögulega munað það en allt í einu áðan þegar ég var að mála þriðju umferð byrjaði lag að hljóma í huganum á mér... I need a hero... og ég mundi það Bonnie Tyler í Laugardalshöll 1986 að mig minnir.

Hér er textinn, svolítið skemmtilegt að ég skyldi vera að syngja hann í huganum...

"Holding Out For a Hero" written by Jim Steinman and Dean Pitchford

Where have all the good men gone
And where are all the gods?
Where's the street-wise Hercules
To fight the rising odds?
Isn't there a white knight upon a fiery steed?
Late at night I toss and turn and dream of what I need

I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the end of the night
He's gotta be strong
And he's gotta fast
And he's gotta be fresh from the fight
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the morning light
He's gotta be sure
And it's gotta soon
And he's gotta be larger than life

Somewhere after midnight
In my wildest fantasy
Somewhere just beyond my reach
There's someone reaching back for me
Racing on the thunder and rising with the heat
It's gonna take a superman to sweep me off feet

(chorus)

Up where the mountains meet the heavens above
Out where the lightning splits the sea
I would swear that there's someone somewhere
Watching me

Through the wind and the chill and the rain
And the storm and the flood
I can feel his approach
Like the fire in my blood

(chorus)

1984 Ensign Music Corp.

Það gengur bara vel að standa við planið! Ég er búin að mála eina umferð í morgun og sú næsta er áætluð klukkan tvö en í millitíðinni er ég búin að svara spurningu um birtingamyndir kynjanna í fjölmiðlum... á bara eftir að fjalla um eignarhald í fjölmiðlum og hvaða áhrif það hafi á starfsemina. Ég klára það í dag! Og þá er ég komin í jólafrí! Jibbí!

miðvikudagur, desember 11, 2002

Fékk að vita það í kvöld að ég er síkópati! ég tók nefnilega upp á því að breyta og mála í kvöld, var nú búin að hugsa um það lengi en frestaði fram yfir próf!

Já, það er gaman að eignast nýja vini, vink vink ; )

Fyndið að áður en ég skildi við Jónas þá skildi ég ekki hvað var með þetta SMS-daður en get núna staðfest að það er helvíti skemmtilegt.

En á morgun klára ég prófið og svo á föstudaginn ætla ég í Smáralind að tjékka á skyrtu handa mér... bara af því að ég er yfirlýst farin á hausinn!!!

"Jólin eru komin," varð mér að orði áðan á Broadway með bjór í hönd. Hvað getur maður beðið um meira en pottþétta tvo klukkutíma með Nick Cave, köldum bjór og góðum félagsskap?

þriðjudagur, desember 10, 2002

Ég er í svooooo góðu skapi.... að annað eins hefur ekki gerst í langan tíma... : )
hmm nú vantar mig bara handlaginn mann eða konu (til að hjálpa mér að færa húsgögn um helgina) garg...
verst að vera búin að gera útaf við öll vinarsambönd við karlmennina sem hafa verið í lífi mínu. Eða þannig!
Ég kann bara aldrei að biðja um hjálp : (
Ble kannski nenni ég ekkert að flytja milli herbergja... það kemur bara í ljós... en alla vega ég er búin í prófum. JÍHA!

mánudagur, desember 09, 2002

Finnst nú að ég verði að blogga aðeins í dag... ég er annars búin að vera ótrúlega dugleg að læra...lærði langt fram nótt og varð sérstaklega heilluð að kaflanum um "War and Strife." Hann minnti mig um margt á sambönd og hvað þetta er allt saman flókið... einstaklingar eru nefnilega kannski svolítið mikið eins og ríki... Ég held að fólk sé almennt hrætt um að missa sjálfstæði sitt og er alltaf að berjast í samböndum með ýmsum aðferðum eins og ógnarjafnvægi, valdajafnvægi, þvingunum og you name it til að fá sínu fram... Þetta er náttúrulega allt saman bara spurning um val. Ef maður hittir einhvern sem manni líkar vel við, finnst kynferðislega aðlaðandi, á nógu mikið sameiginlegt með (þó er æskilegt að eiga eitthvað ósameiginlegt bara svona til að halda sjálfstæðinu), og, in general, líður vel með, hvað er þá málið. Það fer alltaf allt í einhverja baráttu, hræðslu, fólk er hrætt við að sýna tilfinningar sýnar því þá gefur það höggstað á sér og svo það er betra að vera bara einn og eiga fullt af kunningjum út í bæ sem skipta sér þá ekki af því hvernig maður gengur um eða hvað er í matinn hjá manni... eða hvað maður gerir. Maður getur svo sem alltaf náð sér í kynlíf út í bæ líka... en það er ekki fullnægjandi... maður þarf að læra að sleppa og láta sig fljóta... vera hamingjusamur með sjálfum sér og ánægður með verk sín og sáttur við vini sína. Halda kúlinu en vera hreinn og beinn. Vera tilbúin að hleypa öðrum inn í líf sitt. Ég hef staðið svo mikinn vörð um mitt líf að ég hef engum hleypt inn í það. Það er kannski af fenginni reynslu að ekki eiga allir rétt á því... ég hleypti mínum fyrrverandi aldrei að mér af því að hann gaf mér ekki það sem ég þurfti til að opnast.
En ég er búin að læra helling síðasta ár og eitt er það að hik er sama og tap... nú hika ég ekki lengur ... mér líður vel og ég er sátt og ég vil vera vinir. Ég hef ekki orku til að vera óvinir við neinn... mamma er að fara í lyfjagjöf 2 á fimmtudaginn og það er eins gott að búa sig undir það að vera til staðar fyrir hana. Hún þoldi síðustu gjöf nokkuð vel fyrir utan að hárið er farið að falla af ... Mamma mín er hetja! það er öruggt.

sunnudagur, desember 08, 2002

Skæl, skæl... Man það núna afhverju ég fór í ensku til að byrja með... mér finnst gaman að lesa skáldsögur ekki stjórnmálafræði!
En það sem heldur manni gangandi er tilhugsunin um Nick Cave á þriðjudagskvöldið... og bjór mmmm og .....
"Við megum heldur ekki gleyma því að dýrmætustu gjafirnar verður að rækta. Farsæld í hjónabandi snýst ekki um stemmningu heldur vilja. Að halda katlinum heitum." Hvað áttu við með því? "Jú, sjáðu til," segir Sigurbjörn og rifjar upp gamalt samtal Kínverja og Bandaríkjamanns. "Bandaríkjamaðurinn spurði Kínverjann að því hvernig stæði á því að Kínverjar giftu börnin sín á unga aldri að þeim forspurðum. Hvernig þeir gætu látið sig ástina engu skipta. Kínverjinn svaraði:"Við vitum náttúrulega að ketillinn er kaldur þegar kveikt er undir. Svo hitnar hann og helst heitur á meðan loganum er haldið við. Þið Ameríkanar viljið hafa allt sjóðbullandi þegar þið byrjið en hirðið svo ekkert um að halda loganum við.""
(Úr viðtali við Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgunblaðinu Sunnudaginn 8.desember.)
hóst, hóst, ég var að vona að ég slyppi fram yfir próf en vaknaði í morgun illt í hálsinum. Búhú. Nei, ætli maður geti ekki kennt sér um þar sem að ég labbaði heim um miðja nótt aðfararnótt laugardagsins eftir þokkalega gott djamm... en það var svolítið kalt og hálka líka.
Í gær gerði súpermamman vart við sig aftur og voru bakaðar 3 sortir í gærkvöldi og síðan horft á Austin Powers: Goldmember. Hræðileg mynd en samt eitthvað við hana - líklega MOJO-ið. Svo horfði ég á Beautiful Girls sem Ted Damme gerði, ég ítreka það enn einu sinni að þetta er yndisleg mynd og Natalie Portman er frábær. Annars er ég alveg að koka á International Relations/alþjóðasamvinnu, þetta er áhugavert efni en Karen Mingst er alveg prentuð í alltof smáu letri he he. Huggun, þetta er síðasta prófið! (Nja, ég þarf reyndar að klára heimapróf fyrir Hilmar en ég hef til 18. að klára held ég reyni að skila í allra síðasta lagi á föstudaginn. Best væri að skila því á þriðjudaginn líka og vera bara búin, enda heimilið farið að hrópa á ryksugu og tusku og moppu og svoleiðis. : ) Ég held að ég stefni samt bara á að senda það inn á fimmtudaginn. Já. Ég er sátt við það!
Vei, ég er að fara á jólaball á eftir í Valsheimilinu - HJÁLP

laugardagur, desember 07, 2002

Ó já, Jónas er kyntröll! (sáttur?)
Spurning um að fara í sturtu núna og læra síðan....
This proves that women can do it all.

According to the Alaska Department of Fish and game, while both male and
female reindeer grow antlers in the summer each year, male reindeer drop
their antlers at the beginning of winter, usually late November to
mid-December. Female reindeer retain their antlers till after they give
birth in the spring. Therefore, according to every historical rendition
depicting Santa's
reindeer, every single one of them, from Rudolph to Blitzen .. had to be a
female!
We should've known. Only women would be able to drag a fat ass man
in a red velvet suit all around the world in one night and not get lost.

ÞESSI ER SNILLD

fimmtudagur, desember 05, 2002

I feel good yeah baby!
Helgarós kvittaði í gestabókina og fær að launum link! Það er hálf dapurlegt hvað eru fáir hér til hliðar á bloggaratenglunum hjá mér en fólk virðist hafa annað að gera en að blogga í kringum mig. Finnst líka athyglisvert að það sér sig enginn knúinn til að "say anything" á síðunni hjá mér... nema ef Linda kæmist inn þá veit ég að hún myndi kommenta reglulega, hún gerir það bara á MSN í staðinn. En hvað er svo sem hægt að kommenta á þetta hjá mér. En frábært, það er búið að plana stelpudjamm á morgun... við gellurnar í hagnýtri fjölmiðlun erum komnar með fráhvarfseinkenni af því að hittast ekki reglulega og við höfðum þann sið að hittast á Vegamótum á föstudögum svo það verður bætt úr því á morgun nema við ætlum að hittast heima hjá Dögg.
Já, já mín bara búin að vera á gargandi hormónaflippi, ekki skrýtið að ég sé búin að vera vælin og aumkunarverð. En það er allt í lagi.
Ég má það alveg. Ég held að ég sé sjálfri mér verst, reyndar held ég það ekki, ég veit það.

Samskipti fólks eru líka svolítið skrýtin. Karlmenn, var mér sagt, virðast semsagt halda það oft að ef þeim líkar svakalega vel við stelpu að þá séu þeir hrifnir af henni. Ég hef kynnst fullt af karlmönnum og jú jú gert þessi mistök. Viðurkenni það.
EN er þetta ekki ástæðan fyrir því að vina sambönd milli karla og kvenna ganga svo oft illa? Ég meina, ef maður er á lausu og kynnist manneskju sem er á lausu, af gagnstæðu kyni og maður er þá gagnkynhneigður, þá ósjálfrátt mátar maður sig við hana og ímyndar sér hvernig það kæmi út.
Svo væri líka eitthvað athugavert við mann ef maður ímyndaði sér ekki hvernig það væri að sofa hjá manneskjunni. Það er ekki þar með sagt að maður hugsi ekki um annað, en stundum truflar það. Svo kannski maður ætti bara að sofa hjá öllum sem manni líkar vel við. Bara til að koma því frá. Vandamálið byrjar hins vegar ef annar aðilinn verður hrifinn en hinn vill bara vera vinir. Svo eins hvað gerist þegar maður sefur hjá vini sínum?
Segjum svo að karl og kona eru vinir, þau ákveða að sofa saman bara svona til að losa, báðir eru sammála um að ekkert annað sé í gangi. No problem! Ætti að vera no problem. En það er alltaf hræðsla í gangi. Nema einfaldlega að fólk ræði um hlutina. Ekki satt.
Harry var ekkert mjög vitlaus. En svo er annað, getur það verið að maður vilji eitthvað bara af því að maður veit að maður fær það ekki?

ah, whatever, það er ekki þess virði. Djamm helgi framundan! Gaman gaman!

miðvikudagur, desember 04, 2002

þriðjudagur, desember 03, 2002

Annars er þetta ekkert smá pathetic að blogga um svona mál, eins og það er margt skemmtilegt að gerast í lífi mínu. Ég er tildæmis hálfnuð með prófin. Ég kláraði einn áfanga í gær og einn í dag. Fékk fínar einkunnir fyrir heimapróf 2 í Inngangi að fjölmiðlafræði svo ég er að hugsa um að hella mér í að klára heimapróf 3 fyrir helgi og svo er bara eitt próf eftir og það er á þriðjudaginn. Hmmm, svo er ég að hugsa um að baka smákökur á morgun. Hey og svo þetta lið sem er alltaf að kíkja á síðuna mína og þorir aldrei að segja neitt, ekki einu sinni skrifa í gestabókina mína, djísus ég bít ekki. Maður er búinn að hafa svaka mikið fyrir að gera fína fína fína bleika bleika bleika gestabók og svo skrifar enginn í hana - hún er hérna fyrir ofan. Svo má alveg kommenta hér fyrir neðan þó það sé ekki nema bara til að segja hversu frábær ég er og og og og ... að ég eigi að hætta þessu væli og fara skrifa eitthvað skemmtilegt eins og sögur af því þegar ég var í sveitinni og þurfti í orðsins fyllstu merkingu að berja af mér lesbíska stúlku sem var ekki að meðtaka gagnkynhneigð mína. Þar var líka bruggað hvítvín í kjallaranum... og þar sá ég Carrie alein. Og var kölluð Brúnka en ekki Kollý af því að það bjuggu á bænum gamall maður og lítill strákur sem báðir hétu Kolbeinn og voru kallaðir Kolli og svo hét hundurinn Kolur. Það var oft ruglingslegt þegar verið var að kalla í matinn.
En hlutirnir eru aldrei svart hvítir svo mikið er víst ég tek undir það, ég er bara auðsæranlegasta manneskja í heimi held ég og þess vegna hef ég alltaf forðast að sleppa mér í samböndum við fólk svo loksins þegar ég gerði það þá líka minnti það mig á það afhverju ég geri það ekki. EN ég ætla ekki að loka aftur ég verð að læra að vera ég sjálf og hleypa fólki að mér. Annars ...
Jæja, maður er komin eldsnemma á fætur til að byrja í heimaprófi sem átti að vera sent til mín stundvíslega klukkan 8.00 en hvað gerist? Það er ekkert próf komið í pósti til mín :( Mig langar nú bara að sofna aftur! Annars er ég bara kát. Eftir heljarinnar hamagang við að skila ritgerð um klám í gær þá fórum við Unnur Helga suður í Hafnarfjörð til mömmu og þessi elska var að elda ekta góða kjötsúpu. Akkúrat það sem mjög þreytta námsmanneskju vantaði til að auka orkuna aftur. Takk mamma. Svo lá ég bara í leti heilt kvöld án þess að finnast ég þurfa að vera að gera eitthvað, sem var æðislegt! Ég er bara ákaflega happy-go-lucky núna. Skrýtið, ég er ótrúlega ánægð með það líka að vera laus undan jú-nó-hú vegna þess að þrátt fyrir marga góða kosti þá þarf ég aðeins ákveðnari gaur, ekki spurning. Ég nenni ekki að tala við karlmenn sem þora ekki að taka af skarið, og geta ekki bara sagt hvað þeir vilja eða vilja ekki, það er líka betra að segjast ekki vita hvað maður vill og láta fólk í friði heldur en að segjast ekki vita hvaður maður vill en kannski þetta bla og þetta hitt ble. EN þetta kemur allt með kalda vatninu og ég hlakka spennt til þess að verða búin með skólann sem styttist óðar í og verður haldið upp á með látum með þvi að fara að sjá Nick Cave með liðinu, seinni tónleikana. Ég þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að kaupa miða : ) Verst er að ég get ekki birt þetta núna þar sem stendur hér fyrir neðan, Sorry, publishing is temporarily unavailable.

Bla bla. Ekkert mál, ég ýti bara á post! Nú er klukkan 8.16 og enn ekkert próf komið. Guðbjörg! Skamm!
Ahh, ég datt inn í að horfa á Alias í gærkvöldi, hef hugsanlega séð tvo hálfa þætti áður. Hann er svakalega sætur sá sem leikur Vaughn, andvarp, en leikarinn heitir Michael Vartan og lék meðal annars á móti henni Drew Barrymore í Never Been Kissed.

Fékk sms rétt áðan. Þetta stóð: Drengur! 15 merkur, 50 cm og heitir Daniel Logi, fæddur 3.des kl.5.57. Stoltir foreldrar.

Já og klukkan er orðin 9 og ekkert bólar á helvítis prófinu. Jú sko mína, hún hafði sig á fætur. Frábært.

Klukkan er orðin næstum 13.00 og ekkert að gerast í hausnum á mér, mér til huggunar benda tölvupóstsamskipti á að það eru fleiri staddir í sömu sporum og ég. Við fengum nefnilega úthlutað verkefnum og á ég meðal annars að skrifa um umhverfið. En bloggerinn segir enn að publishing sé unavailable svo ég blogga bara í Word og geri svo copy paste.

Ég var rétt nærri því búin að gleyma þvi að það eru mánaðarmót. Þetta gerir greiðsluþjónusta bankanna. Ég þarf samt að borga einn reikning og passa að eiga fyrir VISA-nu hmmm, á ég að þora að tékka á einkabankanum?

mánudagur, desember 02, 2002

Hver er ég? Hér fyrir neðan er lýsing Jónasar á mér!
Ekki eff emm týpa. Hlustar á allt sem ekki áreitir of mikið yfir daginn, vill vera út af fyrir sig. Ekki bögga mig týpa" Ég skal láta þig vita hvenar þú mátt það. Lestrar hestur vill hafa það rólegt ekkert endilega rómantískt þó svo það saki ekkert. Ef þú ert ekki með heila slepptu því?
With friends like this who needs enemies! Ég er að endurmeta sambönd mín við fólk. Ég hef komist að því að ég á marga kunningja en mjög fáa vini. Ég tel að fólk ofnoti orðið vinur. Hver er munurinn á vini og kunningja til að mynda? Vinur er að mínu mati manneskja sem maður getur alltaf leitað til og manni þykir vænt um og hittir reglulega eða talar við. Sumir vinir hætta að vera vinir og verða kunningjar. Vegna þess að um vin þinn áttu að vita mikið og margt, kunningjar lifa aðskildum lífum meira eða minna og vita lítið um persónulega hagi manns. Karlmenn og konur geta líka átt erfitt með að vera vinir. Ég talaði í gær um manninn sem ég asnaðist til að sleppa tilfinningum mínum til lausum til af því að ég, greinilega, mistúlkaði framkomu hans eitthvað. Ef ég er ástfangin af einhverjum þá langar mig til að sofa hjá manninum og snerta hann og vera góð við hann. Ég get ekki aðskilið tilfinningar mínar frá kynlífi og ég get ekki verið vinur manns sem ég er ástfanginn af ef hann vill BARA vera vinur minn. Ég er einstaklega tilfinningarík og auðsæranleg manneskja og fíla það ekki að leikið sé á tilfinningar mínar. Ég myndi ALDREI gera það vísvitandi við aðra. ALDREI. ergo: ég get ekki verið vinur manns sem ég ber meiri tilfinningar til nema þær séu endurgoldnar. Enda komon hver heilvita manneskja veit að það gengur ekki upp. Ég á alveg vini sem ég hef verið með einhverntíma til dæmis erum við fyrrverandi alveg ágætis vinir í dag.... en ég er líka ekki hrifin af honum og hef engan áhuga á að sofa hjá honum, viðurkenni að það er freistandi þar sem kynlífið var ágætt EN ég ætla nú ekki að fara að flækja málin. Það sem ég vil, er að fá að upplifa það að vera í gagnkvæmu sambandi við einhvern, það er þar sem tilfinningarnar eru gagnkvæmar, virðing er til staðar og vinátta. Sönn vinátta. Ég er ekkert 'desperat' að eignast mann, alls ekki, en ég er ekkert 'desperat' að eyða ÖLLUM kvöldum ein heldur. Við Kári vorum að fíflast á laugardagskvöldið og fórum yfir það hvaða eiginleika maður fyrir mig þyrfti að hafa en það er aldrei sanngjarnt að búa til einhvern lista enda fer raunveruleg ást ekki eftir því. Ég man eftir því að einu sinni töluðum við Jonni um það hvað væri yndislegt að eiga maka sem maður gæti setið með, með góða tónlist á og góða bók og nærveru. Þetta er enn eitthvað sem ég sé í hillingum - ég þarf bara að skipta út manninum : )

sunnudagur, desember 01, 2002

Ég var að tala við Jóhönnu Bóel vinkonu áðan og ég hlakka svo til að litli Bergmann fæðist. Það verður gaman að fá lítinn kút að knúsa þar sem ég er greinilega ekki á leiðinni til þess að eignast neitt alveg strax. Ekki það að ég er farin að efast um að ég bæti nokkuð við hjá mér :o) enda á ég yndisleg börn fyrir og þau eru alveg handfylli.
Jæja, vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að hefja skrif aftur. Ha ha ha.
Það er búið að vera nóg að gera. Skilaði ritgerð á þriðjudaginn sem ég fæ eitthvað lítið og lélegt fyrir en örugglega nóg til að ná kúrsinum. Ég skilaði svo viðtali á föstudaginn sem ég held að hafi verið ágætlega heppnað. Ég byrjaði svo að skrifa ritgerð í gær sem fjallar um skilgreiningu á klámi og lög um það. Ég hef sjaldan verið jafn óörugg með að taka afstöðu til neins og ég er með að taka til þess hvort mér finnist klám í lagi. En ég á örugglega eftir að skila fínni ritgerð á morgun samt. Ég sleppti tónleikum í gærkvöldi vegna þess að ég var að læra, annars hefði örugglega verið gaman að fara með Lindu að sjá Egil frænda hennar og Ske í Austurbæ en ég er fegin að hafa ekki farið og þar koma aðrar ástæður inn. Ég asnaðist nefnilega til að hika svo lengi við að taka afstöðu með tilfinningum mínum að ég klúðraði sambandi við alveg yndislegan mann. Sem mér fannst svo reyndar ekki koma nógu vel fram við mig undir það síðasta og ég er núna voða reið við hann. Það er bara svo erfitt að finna einhvern sem manni líður mjög vel með en það kemur aftur ég efa það ekki, það tók mig nú marga mánuði að átta mig á þessum gaur og þá var það of seint svo það er eins gott að passa sig í framtíðinni. Ég sá hann einmitt í Smáralindinni í gær (ég fór þangað með Dísu og það var voða gaman) og það stuðaði mig smá. En það sannfærði mig líka um það að það er réttast að reyna ekki að vera vinur einhvers sem endurgeldur ekki tilfinningar manns. Í Smáralindinni hitti ég líka Sölva sem ég var skotin í þegar ég var 12 ára, þá var hann 14 ára og hann og Lúlli komu einu sinni heim til mín á mánudegi með vídeóspólu, Evil Dead takk fyrir. Ég bíð þess aldrei bætur held ég. Reyndar bætti úr að við horfðum á Top Secret á eftir en þetta var hræðilegt engu að síður og í ljósi þess að ég er búin að vera að læra um áhrif ofbeldis í myndmiðlum á börn og unglinga og ég er alveg til að skrifa undir það að sumt er sálinni hættulegt. En alla vega gvöööööð hvað maðurinn er myndarlegur. En semsagt ástæðan fyrir því að ég fór ekki á tónleikana var sú að ég vildi ekki hætta á að hitta suma enda bókað mál að hann hefði verið á þessum tónleikum og Linda staðfesti það.
Ég læt hann alla vega ekki hafa mig að meira fífli en hann er nú þegar búinn að gera!!!
Svo lærði fram að miðnætti og skellti mér síðan bara út í nótt og fékk mér bjór með Lindu og lenti í mjög áhugaverðri heimsókn með henni áður en við héldum niður í bæ. Kíktum þá á Vídalín (kræst hvað það er ömurlegur staður) og hittum Jónas fyrrverandi minn og ég drakk með honum bjór. Var svo á leiðinni heim þegar ég hitti Kára og hann bauð mér heim í bjór og ég þáði það bara. Svo bara einstaklega skemmtilegt kvöld!