laugardagur, febrúar 12, 2005
föstudagur, febrúar 04, 2005
Thank god it's Friday.
Það er mikið að gera, svo mikið að mig langar stundum til þess að skæla af þreytu en mér finnst það samt æðislega gaman.
Nú er að semja próf handa elskunum mínum í 102 og taka svo kvöldið rólega.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Það var eitt kvöld
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið,
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið
Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið
Eftir Jón Helgason
Hvernig túlkið þið þetta svo?!
þriðjudagur, janúar 25, 2005
ER ÞAÐ NÚ!!!
sunnudagur, janúar 23, 2005
Að sleppa tökunum
Að sleppa tökum, þýðir ekki að mér standi á sama, það þýðir: ég get ekki lifað lífinu fyrir aðra.
Að sleppa, þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja, að ég get ekki stjórnað öðrum.
Að sleppa, er ekki að standa undir, heldur að leyfa öðrum að læra að eigin reynslu.
Að sleppa, er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir: úrslitin eru ekki í mínum höndum.
Að sleppa, er ekki að breyta öðrum eða ásaka, heldur að
Að sleppa, er ekki að bera ábyrgð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
Að sleppa, er ekki að kippa í lag, heldur að vera hvetjandi.
Að sleppa, er ekki að dæma, heldur að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
Að sleppa, er ekki að vera önnum kafin við að stjórna örlögunum, heldur að leyfa öðrum að hafa áhrif á eigin örlög.
Að sleppa, er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
Að sleppa, er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að
leita að eigin mistökum og lagfæra þau.
Að sleppa, er ekki að laga allt að mínum þörfum, heldur að taka hvern dag fyrir sig og njóta hans.
Að sleppa, er ekki að gagnrýna eða skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreymir um að vera.
Að sleppa, er ekki að velta sér upp úr fortíðinni, heldur að njóta dagsins í dag og framtíðarinnar.
föstudagur, janúar 21, 2005
www.kolbrun.tk
er heima á þriðja degi með soninn veikann. er sjálf búin að vera hálfslöpp en hef reynt að nýta tímann að einhverju leyti í vinnu - lestur og undirbúning. hann er loksins orðinn hraustur en ég vildi ekki hætta á heilsuna hans með þvi að senda hann á leikskólann fyrir einn dag. ég verð bara með þéttar kennslustundir í næstu viku í staðinn. enda hafa þær verið næstum of rólegar meira að segja fyrir hægferðaráfanga. en ég er auðvitað bara að komast inn í starfið og mér líkar bara alveg ágætlega. leiðinlegt að byrja á svona veikindum samt. en ekkert sem ég fæ ráðið við.
ég er búin að láta meta íbúðina mína aftur... hún hækkar og hækkar í verði. sem er bara jákvætt.
jæja allt þetta sniðuga sem ég ætlaði að segja lætur standa á sér eins og vanalega.
miðvikudagur, janúar 12, 2005
>I'm in 7th heaven<
Allt gengur semsagt vel :o)
sunnudagur, janúar 09, 2005
Jæja já...
Ég er enn að bíða eftir svari frá skólanum... vona að það berist nú í vikunni svo ég geti farið að ákveða hvað ég geri í húsnæðismálum. Ég er ákveðin í að selja og kaupa nýtt ef ég fer ekki annars sel ég bara og nýt þess að eiga smá peninga svona einu sinni :o)
Markmið fyrir árið... stefni að framför, á öllum sviðum...ekki fullkomnun...