laugardagur, október 30, 2004

Kannski fullfúl

Langaði svo að skrifa eitthvað ótrúlega gáfulegt og heillandi en er í sjálfsvorkunnarfíling. Samt gengur allt vel. Og ég er sátt flest kvöld. Nema laugardagskvöldin. Ástandið er þannig að ég hrekk í kút ef síminn hringir (sem hann gerir ekki svo að taugarnar hrósa allavega happi). Ég verð bara að horfa á snilldarsjónvarpsefnið "Charmed." Heh. Er samt eiginlega ekki eins gaman núna því að Cole er dauður. Klikkaði á að koma mér út á videóleigu í dag. Langar að sjá Kaldaljós. Iss. hættu 'essu væli stelpa. Ég hef nóg að gera. Best að nýta tækifærin þegar maður fær þau.

Veikindi...

Sonurinn er enn veikur. Þrátt fyrir að hafa misst svefn vegna veikinda hans þá hef ég getað bætt hann upp í nótt og í dag. Ótrúlegt hvað maður getur sofið mikið þegar maður er þreyttur ;)
Hann er sofandi núna. Unnur er í skátaútilegu í Skorradal og ég ein að þvælast hér. What else is new!?

föstudagur, október 29, 2004


í Legolandi í sumar Posted by Hello

fimmtudagur, október 28, 2004

Coming Down

If you don't mind
Could we not fight?
I see you're close [wo]man
In the night
I'm sober
Still alive
Waste your days
On your own
Getting drunk getting stoned
I'm sober
Still alone
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?
See your face
See your eyes
Shouldn't have left
Shouldn't have lied I'm sober
Spirit's died
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?
Must I always take a back seat?
Must I always be your clown?
Did you ever really love me?
Were you always coming down?

Var úti að keyra áðan og ákvað að setja Starsailor á. Geislaspilarinn vildi bara spila þetta lag! Skiptir ekki neinu máli - bara eitthvað til að blogga um.

þriðjudagur, október 26, 2004

Unnur er komin heim. Metallica er víst málið núna.

Ég fékk tölvupóst áðan - hann innihélt engin orð en í subject stóð "Þú ert ráðin."
Elskurnar mínar koma heim í dag.

Í gær fékk ég svar um að ég sé í raun búin að starfið í Ármúla en það sé bara málamynda aðgerðir eftir, eins og að bera ráðningu mína undir deildina.

Vonbrigðin voru þau að Sölvi Sveinsson verður ekki yfirmaður minn því hann hefur verið ráðinn skólastjóri Verzlunarskólans og ég geri ráð fyrir að hann verði farin þegar ég kem eftir áramót.

Verður spennandi að sjá hver verður ráðinn í hans stað.

mánudagur, október 25, 2004


er þetta málið? Posted by Hello

sunnudagur, október 24, 2004

föstudagur, október 22, 2004

Könnun...

Ég setti inn könnun hérna til hægri á síðunni fyrir neðan tenglana. Endilega taka þátt.

Annars er ég:
- orðin þreytt á þessu verkfalli. Mér finnst það til skammar að ríkisstjórn þessa lands skuli láta það viðgangast að brotið sé á rétti barna okkar til náms í þetta langan tíma. Ef beinir fjármunir/tap væru í húfi eins og þegar sjómenn fara í verkfall þá væri löngu búið að setja lög á þetta.
- ánægð með veðrið, eftir að rokinu slotaði þá hefur himininn verið eitt risastórt listaverk bæði kvölds og morgna og það er gott að staldra við eftir amstur dagsins og dást að dýrðinni.
- hrifin af rafmagnsleysi. Rafmagnið fór af hverfinu mínu í gær og það var magnað að ganga út í kolniðamyrkrið og sjá kertaljós flökta í húsum og stjörnurnar skína á himninum. Þetta var tilbreyting. Er ekkert að óska eftir því að þetta verði að reglulegum atburði.
- glöð yfir því að framkvæmdir í íbúðinni eru á lokastigi, loksins. Aðeins eftir smotterís reddingar sem gera ekki kröfu um iðnaðarmenn.
- glöð, frjáls og hamingjusöm.


-

þriðjudagur, október 19, 2004

kræst...

æ hvað maður getur verið aumkunarverður - merkilegt samt að sirka einu sinni í mánuði verður þörf mín eftir karlmanni mjög áþreifanleg þess á milli er ég ósköp róleg og sátt við að vera ein... gæti verið að hormónar komi við sögu hér að einhverju leyti.

Unnur er veðurteppt á Kirkjubæjarklaustri - dúndurfjör og klikkað veður undir Eyjafjöllum. Ekki það að við gormur (Óðinn) höfum það svaka kósí. Er svo gott að fá svona "kvolítí" tími með þeim einum og sér inn á milli. Fæ hann mun oftar með Unni en Óðni.

laugardagur, október 16, 2004

ROBBIE ahhhhh.... æði


Yndislegt að eiga kvöld með þessum manni... ég horfi aldrei á PoppTÍVÍ en í kvöld er ég að horfa - ekkert smá flottir tónleikar - Life at Knebworth - FEEL
Óðinn fór út að borða með tengdafjölskyldunni sinni. Honum var boðið á KFC með þeim. Hann ekkert smá heppinn því ég er á einhverri grænmetisföstu (ekki Hollywoodkúrnum semsagt). Mig langar svoooooo mikið í súkkulaði ;)
Mig langar líka mjög mikið til þess að fara á tónleikana með Nýdönsk og Sinfóníuhljómsveitinni.
Þeir eru 4. nóv og 6. nóv. Færi frekar 4. nóv þar sem við erum með Re-union 6. nóv.
Þvílík leti og afslöppun í dag. Annað hefur ekki gerst síðan á pre-edrú tímabilinu.

hmmm.........

Vinkona Óðins er í heimsókn. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fær vinkonu í heimsókn. Eina. Þessi stelpa var eina stelpan í afmælinu hans í vor. Þá var hún víst kærastan hans en ég veit ekki hver staðan er núna. Hann var mjög spenntur að fá hana í heimsókn og hún var víst svo spennt að hún var byrjuð að spyrja pabba sinn klukkan 8 í morgun hvenær hún mætti fara til Óðins.

Ég hef ákveðið að gefast upp.
Mig langar svo til að taka í taumana og reyna að stjórna lífinu en það er víst ekki það sem ég geri best. Óþolinmæði og þráhyggja hafa oft gert út af við þrár og drauma.


miðvikudagur, október 13, 2004

"koluppselt"

síðan hvenær er hægt að segja að það sé koluppselt á tónleika - plís.

Miðvikudagsmorgnar...

á miðvikudögum vakna ég snemma, í morgun "snoozaði" ég samt tvisvar og fór ekki á fætur fyrr en 20 mín í 7. Ég tók til allt það sem ég þurfti að hafa með, fékk mér morgunmat og vakti Óðin, hann vildi kúra lengur og bara hafa með sér banana í leikskólann - var of þreyttur til annars. Við vorum komin út rétt fyrir hálf-8 -
[ég las einmitt um aumingja börnin sem eru í 9 til 9 og hálfan tíma á dag á leikskólanum. Það kemur fyrir að Óðinn sé alveg 9 tíma. Eitt sem kom fram í þessari frétt um langan viðverutíma 27% [?] leikskólabarna var að þetta væri óskiljanlegt í ljósi þess að vinnutími foreldra væri ekki nema 8 tímar. Eða það fannst mér skína svolítið í gegn. Og hvað?! Vinna foreldrar við hliðina á leikskólanum?! Allir eiga bíl og það er engin umferð í stórborginni, strætó gengur á 10 mín. fresti. Er ekki gert ráð fyrir að fólk þurfi að koma sér til og frá vinnu? Ég er ekki hlynnt því að börn séu svona lengi á leikskólum og ég er sammála því sem fram kom um að stytta þurfi vinnuviku fólks en meðan að við búum ekki í fullkominni veröld og margir foreldrar eru einstæðir þá verða börnin okkar því miður að dvelja svona lengi á leikskólanum.]
Ég er með upptöku í Starfsmannastefnu og starfsmannarétti á miðvikudagsmorgnum í húsi Endurmenntunar bakvið Tæknigarð. Þegar ég labba yfir bílastæðin við byggingarnar sé ég alltaf sömu konuna/stúlkuna í sama bílastæðinu upptekna við að mála sig inn í bílnum - það er notalegt að hafa svona fastan punkt... það eru fleiri fastir punktar á miðvikudögum en í dag breytti ég einu og mætti með fartölvuna. Það er ekki nóg að burðast með tvær töskur og þrífót. Einn af föstu punktunum er að ég fer og fæ kaffi hjá þeim á skrifstofunni uppi. Í morgun var ekkert kaffi og ekki hægt að komast að kaffivélinni fyrir óhreinum bollum. Er því búin að vera á fótum í tvo tíma kaffilaus.

þriðjudagur, október 12, 2004


þessi er alltaf góð Posted by Hello

...minn tími mun koma

...mér finnst minn tími alveg mega fara að koma...
það gengur reyndar heilt yfir ótrúlega vel allt sem ég tek mér fyrir hendur fyrir utan það að vera búin að vera frekar illa tengd vegna svefnleysis sem hefur komið fram í tómu bulli hér á blogginu. kallaði Agnesi Ásgeir og þar fram eftir götunum.
Held ég sé orðin stútfull af rusli og verð að detoxa almennilega - á maður að leggja í þennan Hollywoodkúr?

sunnudagur, október 10, 2004

Fjernsyn

"Krøniken" - danska þáttaröðin sem hóf göngu sína fyrir viku síðan er alveg að virka fyrir mig.
"The Practice" með James Spader sömuleiðis, get ekki beðið eftir að fylgjast með spin-offinu "Boston Legal."

Annar líður mér bara eins og ég búi í LaLa-landi. Glöð, frjáls og hamingjusöm.

ps. titill bloggsins hefur verið leiðréttur þar sem Agnes benti mér á í kommenti sínu að það vantaði j-ið í Fjernsyn - það voru lítilsháttar innsláttarmistök ;p

pps. fyrir þá sem ekki vita það þá fylgir hálfgerður athyglisbrestur vefjagigt og hann verður sérlega slæmur eftir svefnlausa nótt, einnig verða viðbrögð og lyklaborðsásláttur verri en vanalega (góð afsökun ah ha!)

þriðjudagur, október 05, 2004

Endurfundir

Endurfundir framundan hjá '73 árgerð er sótti Þinghólsskóla á árunum '86-'89
Komin heimasíða og alles...

mánudagur, október 04, 2004

:o)

Þvílíkt líf...

Yndisleg helgi að baki - henni lauk reyndar með því að ég skellti mér á Læknavaktina í gærkvöldi til þess að fá pensilín og nefúða... var að því komin að kafna :)
Mér líður engu að síður mjög vel. Það var ákaflega gestkvæmt hjá mér á laugardaginn og ég eldaði fína rétti úr Græna-kost-bókinni hennar Sollu. Æ það er bara svo gaman að vera til.

föstudagur, október 01, 2004