þriðjudagur, september 30, 2003

Flutningar

er að reyna að flytja mig um set.... fáránlegt að halda úti mörgum síðum. Vantar að átta mig á því hvernig bloggerinn virkar yfir á ftp.

sunnudagur, september 28, 2003

Hundarnir hans Pavlovs

Ég er í kúrs upp í háskóla sem heitir Nám og þroski unglinga. Þar höfum við verið að rifja upp Skinner, Pavlov og fleiri karla. Klassísk skilyrðing, jákvæð skilyrðing og neikvæð skilyrðing. Í eðli sínu samkvæmt þessum körlum ætti ég aldrei að vilja drekka rauðvín af því að ég veit af reynslunni að ég verð fárveik ef ég drekk rauðvín. Neikvæð skilyrðing sumsé. Hinsvegar get ég alveg fengið mér eitt til tvö glös af rauðvíni svona í rólegheitunum án þess að veikjast og það er það sem ég ætlaði að gera á föstudaginn. Ásta Sól vinkona kom með Fred (sem er einkakokkur "her honour" governor of British Columbia) og við elduðum saman. Það er, Ásta eldaði og við Fred horfðum á. Gaman að horfa á aðra elda í eldhúsinu mínu :) Allavega ég átti rauðvín og við ákváðum að fá okkur aðeins í glas fyrir mat og með matnum og ég ætlaði bara þið vitið að fá mér tvö glös. Ég gleymdi að gera ráð fyrir herramanninum sem hellti alltaf í glasið hjá mér og endaði með því að klára flöskuna. Á sex tímum reyndar. Svo kíktum við í bæinn og Fred bauð öllum í glas og svo hitti ég kunningja sem bauð mér líka í glas. Og þegar ég kom heim var ég bara skemmtilega drukkin og dauðþreytt. EN fárveik. Helvítis rauðvínið. Lá útaf í allan gærdag. Hafði það engu að síður rosalega gott. Meðan að ég reyndi ekki að fara á fætur. Hresstist svo loksins og fór að hitta Ástu Sól og Hlédísi. Ætlunin var að horfa á allt efnið sem við tókum upp í Kanada í vetur. Ásta fann ekki snúruna. En við borðuðum saman og ég drakk rauðvín (já aftur ég er alveg hætt að trúa á Pavlov og Skinner) en stóð við það að drekka bara tvö glös og skipti svo yfir í ginið. Kærastinn hennar Hlédísar er tónlistarmaður og við enduðum í húsnæði niður í bæ sem hann leigir ásamt öðrum og skapar tónlist. Það var skemmtileg en skrýtin upplifun. Minnti mig á gamla daga. Ég er eldhress í dag. Þrátt fyrir að vera svolítið þreytt. Held ég hefði gott af því að einbeita mér að fullu að náminu og hætta að djamma í bili, allavega þangað til næst. :o) Ég nenni allavega ekki að standa í einhverju rugli.

föstudagur, september 26, 2003

Mannorðsmorð?!

Var að lesa blogg hjá fólki og þar var minnst á mannorðsmeiðandi umfjöllun í garð annarra á bloggsíðum eða svo skildi ég það. Ég var nefnilega sökuð um slíkt í janúar. Að hafa verið að tala illa um fólk í netheimum og úthýða vinum annarra líka. Ég skildi ekki þá ásökun þá og fór til baka og las allt sem ég hafði skrifað tengdu því uppgjöri sem átti sér stað. Og eina sem ég gerðist sek um var að vera sorrý, svekkt og sár. Ég skrifaði ekki illa um einn né neinn heldur lýsti mínum tilfinningum eins og þær komu fyrir. Af því hef ég samt lært að best er að skrifa aldrei um aðra á tilfinningaríkan hátt því að fólk á það til að lesa í hlutina eins og því hentar. Sjálf hef ég gerst sek um að lesa í skrif annarra og ímynda mér hitt og þetta sem eflaust hefur ekki átt sér stoð í raunveruleikanum.

fimmtudagur, september 25, 2003

Snilld!

WHICH WOULD U CHOOSE?

A HUSBAND IS AT HOME WATCHING A FOOTBALL GAME WHEN HIS
WIFE INTERRUPTS, "HONEY, COULD YOU FIX THE LIGHT IN
THE HALLWAY? IT'S BEEN FLICKERING FOR WEEKS NOW." HE
LOOKS AT HER AND SAYS ANGRILY, "FIX THE LIGHT,NOW?
DOES IT LOOK LIKE I HAVE A G.E. LOGO PRINTED ON MY
FOREHEAD? I DON'T THINK SO."

THE WIFE ASKS, "WELL THEN, COULD YOU FIX THE FRIDGE
DOOR? IT WON'T CLOSE RIGHT." TO WHICH HE REPLIED, "FIX
THE FRIDGE DOOR? DOES IT LOOK LIKE I HAVE WESTINGHOUSE WRITTEN ON MY
FOREHEAD? I DON'T THINK SO."

"FINE", SHE SAYS, "THEN YOU COULD AT LEAST FIX THE
STEPS TO THE FRONT DOOR? THEY'RE ABOUT TO BREAK." "I'M
NOT A DAMN CARPENTER AND I DON'T WANT TO FIX STEPS",
HE SAYS. "DOES IT LOOK LIKE I HAVE ACE HARDWARE
WRITTEN ON MY FOREHEAD? I DON'T THINK SO. I'VE HAD
ENOUGH OF YOU. I'M! GOING TO THE BAR!!!"

SO HE GOES TO THE BAR AND DRINKS FOR A COUPLE OF
HOURS. HE STARTS TO FEEL GUILTY ABOUT HOW HE TREATED
HIS WIFE, AND DECIDES TO GO HOME AND HELP OUT.

AS HE WALKS INTO THE HOUSE HE NOTICES THE STEPS ARE
ALREADY FIXED. AS HE ENTERS THE HOUSE, HE SEES THE
HALL LIGHT IS WORKING. AS HE GOES TO GET A BEER, HE
NOTICES THE FRIDGE DOOR IS FIXED.

"HONEY", HE ASKS, "HOW'D ALL THIS GET FIXED?"

SHE SAID, "WELL, WHEN YOU LEFT I SAT OUTSIDE AND
CRIED. JUST THEN A NICE, YOUNG MAN ASKED ME WHAT WAS
WRONG, AND I TOLD HIM. HE OFFERED TO DO ALL THE
REPAIRS, AND ALL I HAD TO DO WAS EITHER GO TO BED WITH
HIM OR BAKE A CAKE."

HE SAID, "SO WHAT KIND OF CAKE DID YOU BAKE HIM?"

SHE REPLIED, "HELLOOOOO.......DO YOU SEE BETTY CROCKER WRITTEN ON MY>FOREHEAD? I DON'T THINK SO!"

mánudagur, september 22, 2003

SKÁL!

Er á lífi...

og öll að koma til. Held að ég sé að ná upp lestrinum og stefni á að næstu helgi verði ég komin á réttan stað. Veitir ekki af þar sem að það er nóg að lesa og pæla í og svo er komið að verkefnavinnu strax líka. En stefni á að djamma næstu helgi engu að síður svo að það er eins gott að vera dugleg í vikunni. Verðlauna mig svo með því að kíkja út. Jei. Get ósköp lítið tjáð mig þar sem að það er ekkert að gerast. Ég hef eiginlega ekki orku í að hafa skoðanir á neinu einu sinni. Held ég fari snemma að sofa í kvöld og þá ætti heilsan að komast í toppform. Ég er að fara í heimsókn í Laugalækjaskóla í fyrramálið svo að það er eins gott að vera ferskur.

fimmtudagur, september 18, 2003

las yfir...

greinilegt að ég er þreytt af síðasta bloggi að dæma ; )

Jamm og jæja!

Fór út að borða í gærkvöld. Á 101 hótel. Fínn matur, ekki of dýr en kaffið... fáránlega dýrt. 350 kr. fyrir latté. Ég fékk ofsalega góðan steinbít að borða. Ég borða orðið svo sjaldan fisk hérna heima að ég er farin að panta mér oftar fisk þegar ég fer út og verð sjaldnast illa svikin. Ég var að hitta Dale Carnegie hópinn minn. Topp konur allt. Það eru akkúrat tvö ár í dag síðan að við kynntumst og þá átta ég mig á því að það eru alveg að verða tvö ár sem ég hef búið ein. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en samt hægt. Ég er búin að afkasta svo miklu á þessum tíma. Tvö ár líka síðan við Linda tókum aftur upp þráðinn. Ég sé ekki eftir því, ó nei.
Kettlingarnir braggast stórvel. Í þessum skrifuðum er Kittý (formerly known as Fluffy) að elta bendilinn á tölvuskjánum en Bósi karlinn sefur í fanginu á mer. Alger krútt.

þriðjudagur, september 16, 2003

ansk...

ég er víst búin að vera aðeins slappari en ég vildi vera láta. Skilvirk í dag engu að síður. Mætti í skólaheimsókn í morgun í Álftamýrarskóla og sat í dönskutíma frá 9 - 11.20. Mjög áhugavert.
"Kan jeg hjælpe dig med noget? Ja, jeg vil gerne se på en cowboybukser."

laugardagur, september 13, 2003

Og

John Ritter er dáinn líka. En hann var aðeins rétt tæplega 55 ára. Johnny Cash var allavega orðinn 71.

Ánægð með að vera ekki veik : )

Er reyndar sár í hálsinum en er ekki veik. Ég virðist ætla að sleppa með einn slæman dag. Í gærdag þvældist ég á milli bygginga á háskólasvæðinu vegna efnissöfnunar fyrir grein sem ég er að skrifa og hlaut vegna hennar matarboð í hádeginu í dag. Mér fannst ekki annað við hæfi en að bjóða einhverjum úr ritstjórninni með mér svo að við Brynja fórum í hlaðborð áðan sem var hreint ágætt.
Í gærkvöld var mér og Unni boðið í leikhús. Ung vinkona okkar leikur litla mús í Dýrin í hálsaskógi og fengum við þess vegna frímiða á lokaæfinguna. Það var virkilega gaman. Afskaplega vel gerð og skemmtileg uppsetning þó ég hafi sett spurningamerki við samband Mikkar refs og Húsamúsarinnar, sem var samt mjööög skemmtilegt. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla. Ef þið eigið ekki börn fáið þau lánuð og farið með þau á þessa sýningu eða farið bara ein og rifjið upp barnið í sjálfum ykkur.
Það er ótrúlega miklar pælingar endalaust í gangi í hausnum á mér. Sérstaklega varðandi næstu tvö ár. Mig langar rosalega mikið til að fara út í nám. Sem minnir mig á: Álfgeir og Anna! Ef þið lesið þetta endilega sendið mér póst með e-mail addressunni ykkar. Mig langar að heyra aðeins í ykkur.

föstudagur, september 12, 2003

...búin að vera!

Dóttirin orðin 10 ára. Átti ammæli í gær. Var á fullu í rannsóknavinnu í dag. Þarf að skila grein á mánudaginn. Er að fara í leikhús klukkan sjö. Er komin með hálsbólgu og hita. Held ég. Alla vega er mér illt í hálsinum og með hausverk. Ekki hafa áhyggjur Helga Rós, það eru meiri líkur á að Óðinn hafi smitað mig en þú. Og takk innilega fyrir peysuna og svo ég gleymi því ekki endanlega. VELKOMIN HEIM! Ég er samt alveg kát með lífið og tilveruna. Hafa það á hreinu. Ég er orðin svo óþolandi jákvæð alltaf eitthvað. Hí hí.

Blogga meira seinna.

þriðjudagur, september 09, 2003

Breaking up is hard to do!

Fór í Landsbanka útibúið í dag og hætti með þjónustufulltrúanum mínum þar og útibúinu. Ekki laust við að ég hafi fundið til söknuðar þrátt fyrir alla erfiðleikana sem voru í sambandi mínu við bankann. Vonandi á Spron eftir að reynast mér betur svo ég þurfi ekki að hætta með þeim líka!
Var eiginlega á fullu í allan dag sem var mjög skemmtilegt af því að ég þrífst á því að hafa nóg að gera. Mætti á tvö fundi, einn ritstjórnarfund og annan með nýjum verkefnastjóra hagnýtrar fjölmiðlunar, Þorfinni Ómarssyni, ásamt þremur öðrum fyrrum samnemendum mínum. Markmiðið er að gera námið betra og hnitmiðaðra og það er ánægjulegt að fá að hafa áhrif. Ég er líka mjög spennt fyrir vinnunni við Stúdentablaðið. Mér sýndist gott fólk samankomið og hópurinn er líka fjölbreyttur og það þýðir bara gott. Of einslitur hópur skilar of einslitu frá sér. Ég er byrjuð að læra. Loksins. Búin að kaupa nærri allt sem til þarf og heimilið alveg að verða eins og ég vil hafa það.
Mamma átti afmæli í dag. Fórum í afmæliskaffi í Hafnarfjörðinn eftir kvöldmat. Sem var í fínu lagi. Brunaði svo af stað rétt fyrir 10 svo að börnin færu nú ekki of seint í háttinn en lenti í umferðarsultu. Svo að í stað þess að vera í 10 mínútur að keyra heim eins og tekur mig vanalega seint á kvöldin þá var ég í tæpan hálftíma. Hversvegna? Jú, vegna þess að snillingarnir í Kópavogi (bæjarfélagi sem ég btw bjó í í 16 ár) tóku upp á því að byggja yfir brýrnar sem liggja þarna yfir gilið. Og vegna steypuframkvæmda var lokað undir brýrnar í kvöld og þurfti fólk eins og ég því að keyra yfir hálsinn og það kostaði fyrst biðröð upp á hann og svo biðröð niður af honum. Sem fyrrum Kópavogsbúi hefði ég átt að átta mig á því að hjáleiðin sem þeir bentu fólki á að taka var alls ekki sú besta, en einhverra hluta vegna vantreysti ég oft innsæi mínu og í stað þess að taka þá leið er ég hugsaði með mér þá fylgdi ég þessum blessuðu appelsínuguluskiltum sem sögðu REYKJAVÍK og ör í vestur og svo skilti sem sagði HJÁLEIÐ og ör í norður. Hefði átt að fara örlítið lengra vestur áður en ég fór norður. EN þýðir ekki að vola orðinn hlut, læri af reynslunni og treysti innsæi mínu betur í framtíðinni.

föstudagur, september 05, 2003

Freaky friday!

Og það er komið haust. Fyrsta lægðin gekk yfir í gærkvöld og í nótt og það var stemmning í hverfisbúðinni í gærkvöld þar sem fólk þeyttist inn úr rokinu í leit að ólíkum hlutum. Fyrst mætti ég sexy gaurnum sem á barn á sama leikskóla og Óðinn fer á. Hann á því miður konu. Næst kom leikarinn sem er líka mjög hot hann býr í sömu götu og ég og á líka barn á sama leikskóla og Óðinn nema hugsanlega ekki lengur!? Ferlegt að búa í hverfi sem er stútfullt af sexy gaurum sem maður fær bara að horfa á ekki snerta. : þ Leikarinn var nú bara að kaupa sér tannstöngla, kannski ekkert mjög sexy. Ég ráfaði þarna um í leit að einhverri "mjúkri og léttri fæðu" til að borða þar sem að það kemur fram í bæklingnum "Leiðbeiningar eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni" um fæðu að maður eigi að borða reglulega og sleppa ekki úr máltíðum og neyta mjúkrar léttrar fæðu. Kom heim með 1944 súpu og ís! Alveg í takt við það sem grasalæknirinn/hómópatinn sagði mér í gærmorgun um fæðuval. Samkvæmt mælingum er ég ennþá haldin mjólkuróþoli (rjómalöguð súpa og ís) og koffínóþoli og má ekki borða tómata og banana og kartöflur og nautakjöt og svínakjöt og rúsínur og ..... æ ég er samt orðin svo vön þessu.

Ég trítlaði inn í SPRON í dag og sótti mér umsóknir. Ég hef ákveðið að skipta alveg um banka eftir 7 ára óánægju í Landsbankanum sem ég hef þó verið hjá í 12 ár. Ég hef alltaf miklað þetta svo mikið fyrir mér en nú er ég staðráðin í að skipta um banka. Verður þá mögulega hægt að breyta einhverjum lánum fyrir mig svo að greiðslubyrðin hjá mér léttist.

Af gefnu tilefni tek ég það fram að nýráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins er Guðmundur Svansson en hann hefur starfað í ritstjórn Stúdentablaðsins síðustu tvö árin að mér skilst.

Æi, ég er þreytt kannski ég leggi mig bara!

þriðjudagur, september 02, 2003

Drumroll please...

Næstsíðasti áfanginn í að ljúka stækkun stofunnar er hafinn. Málarinn er mættur og mun klára að sparsla og grunna fyrir helgi. Sem þýðir... að ég verð að mála stofuna um helgina. Eins gott að ég á nóg af gini ; ) Hér með óskast eftir góðum málurum sem eru ginkeyptir (ahhhaaa fattiði gin keyptir)!
Svo er bara að byrja að safna fyrir parketinu...

Á öðrum nótum. Skólinn byrjaði í gær... og eins og alltaf fyrstu dagana er klúður eins og að ætla að koma 50 manna hóp fyrir í stofu með 28 borðum og stólum. Svo er Almenna kennslufræðin kennd í Valsheimilinu þar til Náttúrufræðihúsið verður formlega tekið í notkun...???? já, alveg örugglega á áætlun he he. Það voru bara þrír kúrsar skráðir í Hlíðarenda (fyrir idjótin er það = Valsheimilið) á sama tíma en vegna þess að við í kennslufræðinni erum 90 um það bil þá fengum við að sitja um kyrrt.
Í dag var enginn skóli en ég mætti engu að síður klukkan hálf tíu í morgun í blaðamennskukúrs hjá Guðbjörgu Hildi bara svona til upprifjunar. Við Ásta Sól vorum reyndar með kynningu á félagslífi nemenda síðasta vetur. Heyrðu, það eru 10 gæjar skráðir í vetur og við sem höfðum bara tvo og báða yfir fertugu. OMG. Það bara liggur við að maður fari aftur í hagýta hí hí. Svo fór ég og ræddi við nýráðinn ritstjóra Stúdentablaðsins og óskaði eftir því að fá að starfa hans við hlið í vetur. Bæði vegna þess að ég er mjög spennt að fá að taka þátt í að gera gott Stúdentablað og líka vegna þess að það hjálpar mér með starfsnámið í hagnýtu. Sem þýðir að hugsanlega geti ég útskrifast í febrúar.

En enn á ný eru semsagt öll húsgögn út á miðju gólfi en í þetta sinn veit ég að verkið verður klárað.