ókei eitt við nýja blogger... maður hefur möguleika á að setja title á hvert blogg sem birtist samt ekki á síðunni! til hvers er það þá þarna? og jú ég er búin að haka við að ég vilja að title komi fram!!!
Eníhú ég skrapp í bíó áðan... náði að sjá Matrix Reloaded í stóra salnum í Háskólabíó og varð töluvert örvuð af því að horfa á svona flottar senur. Myndin kom ekkert sérstaklega á óvart en flott var hún að sjálfsögðu. Og þótt Keanu Reaves sé ekki endilega besti leikari í bransanum þá er hann virkilega flottur! En það að mér finnst það gæti líka verið merki um hið umtalaða karlmannsleysi sem hrjáir mig þessa dagana þar sem hann hefur hingað til ekki haft nein merkilega áhrif á mig þannig lagað. Ég hef alltaf verið soldið sérstök varðandi leikara og solleiðis. Mér finnst tildæmis James Spader sem ég nefndi í tengslum við myndina Secretary nokkuð spennandi og svo Robert Downey Jr. en hann getur brætt mig með augnaráðinu einu saman. Útlit er nefnilega eitthvað sem skiptir ekki svo miklu máli heldur miklu frekar taktar, framkoma og augnaráð. Til dæmis hvernig James Spader horfir á Maggie í myndinni umtöluðu lætur mig langa til þess að einhver horfi svoleiðis á mig. Löngunarfullt!
mánudagur, júní 30, 2003
sunnudagur, júní 29, 2003
eitt ár eða 365 dagar
Í gær (28/6) var ár síðan ég hóf að blogga. Í gær var líka akkúrat ár síðan að ég hætti að vinna í Bóksölunni. Gabbi vinur hringdi í dag og bað mig að koma með sér í gönguferð í Heiðmörkinni og ég skellti mér með honum og við gengum í einn og hálfan tíma í rigningunni. Það var mjög fínt en það reyndist alveg nauðsynlegt fyrir mig að fara í heitt bað þegar ég kom heim því að rigningin gerði mig kalda inn að beini. Fór svo að hitta vinkonurnar Elfi og Hjördísi og við grilluðum saman og spjölluðum svo fram á nótt nú er ég komin heim og er að hugsa um að fara að sofa fljótlega. Ég vakti til 7 í morgun og var farin á fætur klukkan 1 eftir slitróttan svefn svo að það er vissara að fara fyrr að sofa í nótt. :o) Er að hugleiða það hvort ég eigi að hætta þessu bloggi... eitt ár er ágætis bloggtími.
föstudagur, júní 27, 2003
Loksins góð mynd...
Ég sá í gærkvöldi bestu kvikmynd sem ég hef séð lengi, Secretary og ég elska James Spader. Og Maggie Gyllenhaal er alveg jafn fín leikkona og bróðir hennar Jake Gyllenhaal sem ég sá einmitt leika á móti Jennifer Aniston í The Good Girl um daginn, er fínn leikari. Mér fannst hún mjög fín mynd en þessi er frábær. FRÁBÆR! En ég elska líka svona perverta myndir! Jake og Maggie voru líka þokkalega fín í Donnie Darco sem ég sá í fyrra.
fimmtudagur, júní 26, 2003
Happiness, life and stuff
Úti er gott veður og ógó er nýji BLOGGERINN flottur! (þeir sem blogga skilja hvað ég á við, hinir ekki). Nú ættu tímavandamál meðal annars að vera úr sögunni auk þess sem hvert "post" getur heitið eitthvað. Svaka flott senst.
Dagurinn er búinn að vera afskaplega góður. Mætti í ræktina í fyrsta skipti síðan þarsíðasta fimmtudag (daginn sem ég snéri á mér fótinn) og mikið var það nú gott. AÐ auki fékk ég loks ammælisgjöfina mína afhenta í gær sem var Dekurdagur í Baðhúsinu ég er búin að bíða spennt eftir að geta bókað mig í dekur (takk Elfur og Hjördís) og næsta þriðjudag ætla ég að fara í andlitsbað og fótsnyrtingu. Byrja daginn bara snemma og fer í ræktina fyrst og gufu og solleiðis áður en ég mæti í dekrið ha hmm. Gvöð hvað ég hlakka til.
Ég vil nota tækifærið og þakka Ásgeiri viðleitnina varðandi hjásvæfuleitina mína (sjá komment við post 24/6).
Að lokum er ég bara að springa úr hamingju, án þess að nokkuð sérstakt hafi komið til OG það er náttúrulega það allra besta.
Dagurinn er búinn að vera afskaplega góður. Mætti í ræktina í fyrsta skipti síðan þarsíðasta fimmtudag (daginn sem ég snéri á mér fótinn) og mikið var það nú gott. AÐ auki fékk ég loks ammælisgjöfina mína afhenta í gær sem var Dekurdagur í Baðhúsinu ég er búin að bíða spennt eftir að geta bókað mig í dekur (takk Elfur og Hjördís) og næsta þriðjudag ætla ég að fara í andlitsbað og fótsnyrtingu. Byrja daginn bara snemma og fer í ræktina fyrst og gufu og solleiðis áður en ég mæti í dekrið ha hmm. Gvöð hvað ég hlakka til.
Ég vil nota tækifærið og þakka Ásgeiri viðleitnina varðandi hjásvæfuleitina mína (sjá komment við post 24/6).
Að lokum er ég bara að springa úr hamingju, án þess að nokkuð sérstakt hafi komið til OG það er náttúrulega það allra besta.
þriðjudagur, júní 24, 2003
one is the lonliest number
Í dag á ég afmæli, ég er búin að heita Kolbrún Hlín í 30 ár. Og ég er svakalega ánægð með þetta nafn. Það hefur reynst mér vel.
Ég skellti mér í fyrstu tjaldútilegu sumarsins á laugardaginn. Ég og Óðinn brunuðum í Húsafell, splæstum á okkur í göngin þrátt fyrir lítil efni :o)
Dagga sys og fjölskylda var þarna ásamt vinafólki. Við fengum að sjálfsögðu yndislegt veður og sérstaklega á sunnudaginn. Alla vega hafði ég það af að roðna lítillega á öxlum og bringu.
Nú styttist í að ég verði barnlaus í lengri tíma. Ég hef hingað til ekki þurft að díla við meira en mesta lagi tvo daga barnlaus eða allavega ekki síðan í fyrrasumar og þá var ég samt lengst barnlaus í rétt um tvær vikur. Er ekki viss um það hvort ég eigi að hlakka til eða kvíða fyrir.
Jú, auðvitað hlakka til, Linda beib kemur á þriðjudaginn og verður um tíma. Ég fæ vonandi að sjá hana eitthvað.
Svo er bara spurning að setja auglýsingu í einkamáladálk DV.
Myndarlegur og skemmtilegur karlmaður á aldrinum (hmm já á maður að setja mörk hérna? allavega efri mörk, má vera fæddur 60 og eitthvað eða 70 og eitthvað) óskast til að létta ungri? huggulegri stúlku? (er ég kannski orðin ung kona svona fyrst ég er orðin þrítug eða gömul stelpa?) stundir í sumar. Æskilegt er að maðurinn sé handlaginn (skilja má á allan mögulegan hátt) og sæmilega vel gefin (má samt ekki finnast hallærislegt að lesa Harry Potter, ég stefni nefnilega á að nálgast hana hið fyrsta). Engar kröfur eru gerðar um skuldbindingar af neinu tagi þó æskilegt þyki að karlmaðurinn leggi ekki lag sitt við aðrar konur samtímis.
Ó, og þetta kom ekkert sérstaklega á óvart:
you are one horny smiley
What Smiley Are You?
brought to you by Quizilla
Ég skellti mér í fyrstu tjaldútilegu sumarsins á laugardaginn. Ég og Óðinn brunuðum í Húsafell, splæstum á okkur í göngin þrátt fyrir lítil efni :o)
Dagga sys og fjölskylda var þarna ásamt vinafólki. Við fengum að sjálfsögðu yndislegt veður og sérstaklega á sunnudaginn. Alla vega hafði ég það af að roðna lítillega á öxlum og bringu.
Nú styttist í að ég verði barnlaus í lengri tíma. Ég hef hingað til ekki þurft að díla við meira en mesta lagi tvo daga barnlaus eða allavega ekki síðan í fyrrasumar og þá var ég samt lengst barnlaus í rétt um tvær vikur. Er ekki viss um það hvort ég eigi að hlakka til eða kvíða fyrir.
Jú, auðvitað hlakka til, Linda beib kemur á þriðjudaginn og verður um tíma. Ég fæ vonandi að sjá hana eitthvað.
Svo er bara spurning að setja auglýsingu í einkamáladálk DV.
Myndarlegur og skemmtilegur karlmaður á aldrinum (hmm já á maður að setja mörk hérna? allavega efri mörk, má vera fæddur 60 og eitthvað eða 70 og eitthvað) óskast til að létta ungri? huggulegri stúlku? (er ég kannski orðin ung kona svona fyrst ég er orðin þrítug eða gömul stelpa?) stundir í sumar. Æskilegt er að maðurinn sé handlaginn (skilja má á allan mögulegan hátt) og sæmilega vel gefin (má samt ekki finnast hallærislegt að lesa Harry Potter, ég stefni nefnilega á að nálgast hana hið fyrsta). Engar kröfur eru gerðar um skuldbindingar af neinu tagi þó æskilegt þyki að karlmaðurinn leggi ekki lag sitt við aðrar konur samtímis.
Ó, og þetta kom ekkert sérstaklega á óvart:
you are one horny smiley
What Smiley Are You?
brought to you by Quizilla
mánudagur, júní 23, 2003
fimmtudagur, júní 19, 2003
ný fartölva yesss!
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið lifandi! Ég er búin að fá nýja fartölvu og ég get ekki líst því hvað það er mikill léttir. Hún er náttúrulega enn flottari en sú gamla var OG ég er búin að búa til fyrsta öryggisafritið af einum af geisladiskunum mínum og bað Döggu systur að geyma það fyrir mig ;o) Lífið er ljúft. Ég setti líka upp MSN 6.0 í dag og hann er mjög flottur. Helga beib mælti nú fyrst með honum við mig og ég er búin að mæla með honum við alla síðan! Ossalega skemmtilegt útlit ha humm! Já Helga beib takk fyrir kortið... frábær póstþjónusta í Frakklandi hahaha! Fékk semsagt póstkort frá Helgu í dag frá Frakklandi og hún sendi það fyrir nokkru síðan sko. Allavega fór hún þaðan já hmm í byrjun júní.
þriðjudagur, júní 17, 2003
17. júní
Unnur snúlla hélt í sveitina til föður síns í morgun og ætlar að vera í ja, allavega mánuð! Eftir að hún var farin eða um 11 leytið fór ég í góða sturtu og sá fyrir mér að slappa bara ærlega af og fara ekkert í bæinn. Horfði á Eyes Wide Shut, endaði með að hraðspóla mig í gegnum hana. Sá ekki tilganginn með gerð þessarar myndar. Hentar kannski frekar strákum sem vilja aðallega sjá berar konur. Allavega fór lítið fyrir jafnrétti kynjanna varðandi nektarsenur. Ekki það að ég hef enga sérstaka löngun til þess að sjá Tom Cruise nakinn. Það er nefnilega sama hvað hver segir, mér finnst hann ekkert spennandi og hefur aldrei fundist. Og þá er mikið sagt af konu sem er orðin töluvert frústereruð af karlmannsleysi. Myndin var semsagt eiginlega alveg jafn léleg og ég bjóst við.
Það endaði svo með því að ég fór í bæinn í dag. Ákvað að sækja litla herramanninn niður í bæ en hann fór þangað með pabba sínum (pabbahelgi lauk í dag). Mér fannst eiginlega ómögulegt að fara ekki í bæinn á 17.júní. Við löbbuðum svo heim í rigningunni. Harri minn í regnstakk sem betur fer og ég með regnhlíf... það rigndi samt svo mikið að hún var farin að leka. Ótrúlega hressandi þó enda með einsdæmum milt veður þrátt fyrir úrhellið (sem stendur enn yfir í þessum skrifuðum). Lögðum svo leið okkar í Kópavoginn, nánar tiltekið í Lækjarsmára. Þar beið hlaðborð af dýrindis kökum og brauðréttum enda á Hjördís vinkona afmæli í dag og þegar hún byrjar að baka þá líka BAKAR hún. Nammi namm. Það var þvílíkt stuð og við stoppuðum í rúma þrjá tíma. Er að bíða núna eftir því að súkkulaðivímunni létti af drengnum svo hann sofni.
Það endaði svo með því að ég fór í bæinn í dag. Ákvað að sækja litla herramanninn niður í bæ en hann fór þangað með pabba sínum (pabbahelgi lauk í dag). Mér fannst eiginlega ómögulegt að fara ekki í bæinn á 17.júní. Við löbbuðum svo heim í rigningunni. Harri minn í regnstakk sem betur fer og ég með regnhlíf... það rigndi samt svo mikið að hún var farin að leka. Ótrúlega hressandi þó enda með einsdæmum milt veður þrátt fyrir úrhellið (sem stendur enn yfir í þessum skrifuðum). Lögðum svo leið okkar í Kópavoginn, nánar tiltekið í Lækjarsmára. Þar beið hlaðborð af dýrindis kökum og brauðréttum enda á Hjördís vinkona afmæli í dag og þegar hún byrjar að baka þá líka BAKAR hún. Nammi namm. Það var þvílíkt stuð og við stoppuðum í rúma þrjá tíma. Er að bíða núna eftir því að súkkulaðivímunni létti af drengnum svo hann sofni.
mánudagur, júní 16, 2003
Ætla að bæta Sibbu í linkana mína. Hún á það skilið fyrir að hafa link á búðina Bed Bath & Beyond af því að mér finnst rosalega gaman að skoða svona síður. Hins vegar er templatið ekki að virka núna svo hún fær fastan link seinna. Er annars orðin þokkalega göngufær og er að hamast við að gera fínt hjá mér. Kolli bróðir hans pabba kom í dag en hann er rafvirki og við fundum út hagkvæmustu lausnina í þeim málum. Viðar smiður (já það er svolítið fyndið) kom í gærkvöld og við fundum út úr hurðamálunum. Svo þetta er allt að gerast bara. : ) Kát og hress í dag!
laugardagur, júní 14, 2003
Fæti mínum farnast sæmilega. Ég er allavega hætt að haltra eins og norn með kryppu. Pabbi kom áðan og hjálpaði mér lítillega við framkvæmdirnar. Þetta mjakast allt. "Easy does it" segir einhversstaðar. Held að það sé bara rétt! Er að hugsa um að skola af mér rykið núna og skreppa í Húsasmiðjuna og kaupa bortappa (eða hvað þetta nú heitir?!). Kíkja kannski niður í bæ og fá mér kaffibolla síðan.
föstudagur, júní 13, 2003
Ókei, ég skrapp á kaffíhús í gær (fimmtudag) og tókst einhvernveginn að misstíga mig svo rosalega að ég er gjörsamlega að drepast í fætinum. Stokkbólgin og marin. Merkilega er að flestir sem ég hef hitt í dag spyrja jafnóðum (og þetta er ekki fólk sem ég þekki) "hva varstu á fyllerí?!" Merkilegt eins og að fólk geti ekki slasað sig edrú?! Maður er semsagt ekki til stóræðanna þessa helgi. Ég vona bara að ég verði orðin sæmilega göngufær á 17.júní. Það er náttúrulega algert must að geta gengið niður í bæ í rigningunni á þriðjudaginn!
fimmtudagur, júní 12, 2003
Fékk þennan sendan frá Lindu!
FAIRY TALE FOR WOMEN OF THE 21st CENTURY
~~~~~~~~
Once upon a time, in a land far away, a beautiful, independent,
self-assured princess happened upon a frog as she sat, contemplating
ecological issues on the shores of an unpolluted pond in a verdant meadow near her castle.
The frog hopped into the princess' lap and said: "Elegant Lady, I was once
a handsome prince, until an evil witch cast a spell upon me. One kiss
from you, however and I will turn back into the dapper, young prince that I am
and then, my sweet, we can marry and setup housekeeping in your castle with my
mother, where you can prepare my meals, clean my clothes, bear my children, and
forever feel grateful and happy doing so."
That night, as the princess dined sumptuously on a repast of
lightly sauteed frog legs seasoned in a white wine and onion cream sauce, she
chuckled and thought to herself:
"I don't freakin' think so!"
FAIRY TALE FOR WOMEN OF THE 21st CENTURY
~~~~~~~~
Once upon a time, in a land far away, a beautiful, independent,
self-assured princess happened upon a frog as she sat, contemplating
ecological issues on the shores of an unpolluted pond in a verdant meadow near her castle.
The frog hopped into the princess' lap and said: "Elegant Lady, I was once
a handsome prince, until an evil witch cast a spell upon me. One kiss
from you, however and I will turn back into the dapper, young prince that I am
and then, my sweet, we can marry and setup housekeeping in your castle with my
mother, where you can prepare my meals, clean my clothes, bear my children, and
forever feel grateful and happy doing so."
That night, as the princess dined sumptuously on a repast of
lightly sauteed frog legs seasoned in a white wine and onion cream sauce, she
chuckled and thought to herself:
"I don't freakin' think so!"
Á maður að hunskast út?
Ég er búin að sitja inni og drekka alltof mikið kaffi, fór reyndar í ræktina í morgun og hjólaði í hálftíma...
gat samt ekki boðið neinum að sitja aftan á...
þyrfti að eignast alvöru hjól svo ég geti hjólað úti í góða veðrinu!
Það er reyndar búið að bjóða mér gefins hjól en ég á eftir að fá það afhent.
Hætti þessu röfli... er farin út :o)
Ég er búin að sitja inni og drekka alltof mikið kaffi, fór reyndar í ræktina í morgun og hjólaði í hálftíma...
gat samt ekki boðið neinum að sitja aftan á...
þyrfti að eignast alvöru hjól svo ég geti hjólað úti í góða veðrinu!
Það er reyndar búið að bjóða mér gefins hjól en ég á eftir að fá það afhent.
Hætti þessu röfli... er farin út :o)
miðvikudagur, júní 11, 2003
TAURUS (April 20-May 20): In the series finale of Touched by an Angel, the Madonna-like angel Monica is offered a promotion. All these years she has struggled to help one bumbling human after another climb up out of the gutter; now she has a chance to move up to the cushy job of supervisor, where she won't have to wrestle with so much chaos. But she turns down the gig, and chooses instead to stay at her job of redeeming the ragtag multitudes. I believe you'll come to a comparable juncture in your own life during the coming months. One path will lead to more comfort and prestige; the other will bring more interesting challenges and inspiring surprises. I'm not sure what the right decision is, but the sooner you start ruminating about it, the more likely you'll do what's wisest for the long-term.
Frábærar stjörnuspár á þessari slóð
Frábærar stjörnuspár á þessari slóð
Óðinn fékk að hjóla í leikskólann í morgun og Unnur hjólaði með,
það rifjuðust upp minningar um það þegar ég hjólaði í gamla daga.
Mundi líka eftir því að hafa setið aftan á hjá einhverjum sem hjóluðu mjög hratt,
í fyrstu voru það venjuleg hjól,
síðan skellinöðrur
og að lokum mótorhjól.
Það er langt síðan ég hef setið aftan á hjá einhverjum.
: )
það rifjuðust upp minningar um það þegar ég hjólaði í gamla daga.
Mundi líka eftir því að hafa setið aftan á hjá einhverjum sem hjóluðu mjög hratt,
í fyrstu voru það venjuleg hjól,
síðan skellinöðrur
og að lokum mótorhjól.
Það er langt síðan ég hef setið aftan á hjá einhverjum.
: )
þriðjudagur, júní 10, 2003
Dóttir mín fór til augnlæknis í dag. Sjónin í henni er búin að versna um einn heilann í mínus á einu ári. Svo ég fékk afsökun til að leysa út VISA kortið þar sem að ný gler kosta 10.000 en ég tek það fram að ætlunin er ekki að fara á VISA fyllerí samt. Ég reyndi að hringja ákveðið símtal á laugardaginn og því miður svaraði viðkomandi ekki, er núna að herða mig upp í að hringja aftur. Er frekar erfitt að finna tíma með tvö börn sem fara alltof seint að sofa og ég vil síður hringja og eiga á hættu að gíslingarnir trufli mig. Kannski ætti ég bara að gleyma þessu!
mánudagur, júní 09, 2003
Hmm held ekki að þetta sé alveg rétt!
|
laugardagur, júní 07, 2003
Við krakkarnir fórum niður í bæ í dag og röltum um í tvo tíma og stoppuðum aðeins á Vegamótum þar sem krakkarnir fengu að borða og ég fékk Latté! Komum við í Plastikk og keyptum glös í safnið. Ég var svo klukkutíma til viðbótar úti þegar við komum heim enda virkilega kominn tími á að þrífa eðalvagninn að utan. Verð að þrífa hann að innan á morgun. Ætla svo að reyna að verða mér úti um barnapíu fyrir næsta kvöld svo maður komist eitthvað út um helgina. Ekki það að ég gæti vel þegið fullorðinsfélagsskap í kvöld en flestir eru uppteknir svo...
föstudagur, júní 06, 2003
Þvílík sæla. Skrapp í "saumó" í gærkvöld hjá hagnýtu og þrátt fyrir dræma mætingu þá var þetta ágætlega heppnað. Við skruppum svo þrjár niður í bæ í þeim tilgangi að fá okkur einn öl/rauðvín og hittum þá eina af þeim sem ekki mættu fyrr um kvöldið og við spjölluðum fram yfir miðnætti. Mjög fínt. Komst samt að því að það er alveg sama hvað ég lýg að sjálfri mér ... ég sef ekki ef ég drekk kaffi eftir klukkan átta á kvöldin. Ég er að reyna að koma mér í gírinn með að fara ð gera eitthvað hagnýtt og skemmtilegt eins og að skrifa greina. Framkvæmdir á heimilinu er á biðstiginu. Ég er komin með jöfn gólf en næst er að fá rafvirkja sem ég veit ekki hvenær verður laus!? Svo þá er bara að þrífa í bili og njóta þess að eiga stóra stofu. Njóta lífsins og þess að vera til! : )
miðvikudagur, júní 04, 2003
Þá er maður komin úr sveitasælunni, en ég fór ásamt börnum mínum austur í Miðhúsaskóg að heilsa upp á Jóhönnu, Guðjón og Daníel litla. Það var mjög ljúft og ekki sakaði að það var heitur pottur við bústaðinn. Það var aðeins eitt sem skyggði á dvölina en það var að sonur minn sem deildi rúmi með mér virtist vera að dreyma fótbolta í alla nótt, alla vega linnti ekki fótaspörkunum fyrr en undir morgun en þá var ég búin að koma honum kyrfilega fyrir til fóta.
Annars eru helstar þær fréttir að ég er enn á ný orðin nettengd heima hjá mér. Komin með gamlan en ágætan jálk sem tilheyrði áður HÍ. Sótti hræið af fartölvunni minni í dag en hún er endanlega úrskurðuð móðurborðsdauð! Þá er næsta skref að leita að nýrri fartölvu sem fyllt getur skarð hinnar gömlu. Gamla mín var af tegundinni HP og var ég ákaflega ánægð með hana. Spurning hvort maður haldi sig við þá tegund eða breyti til. Ég ætla að gefa mér töluverðan tíma í að kanna málin. Ábendingar vel þakkaðar.
Ég er líka búin að fá allar einkunnir fyrir síðustu önn og kom út með meðaleinkunina 8,25 fyrir vorönn en 8,125 fyrir árið. Sætti mig alveg við það. Er einnig búin að skrá mig í bæði Mastersnám og kennslufræði fyrir næsta ár.
Það verður allavega seint sagt að það ríki mikil lognmolla í mínu lífi ha! hmm!
Annars eru helstar þær fréttir að ég er enn á ný orðin nettengd heima hjá mér. Komin með gamlan en ágætan jálk sem tilheyrði áður HÍ. Sótti hræið af fartölvunni minni í dag en hún er endanlega úrskurðuð móðurborðsdauð! Þá er næsta skref að leita að nýrri fartölvu sem fyllt getur skarð hinnar gömlu. Gamla mín var af tegundinni HP og var ég ákaflega ánægð með hana. Spurning hvort maður haldi sig við þá tegund eða breyti til. Ég ætla að gefa mér töluverðan tíma í að kanna málin. Ábendingar vel þakkaðar.
Ég er líka búin að fá allar einkunnir fyrir síðustu önn og kom út með meðaleinkunina 8,25 fyrir vorönn en 8,125 fyrir árið. Sætti mig alveg við það. Er einnig búin að skrá mig í bæði Mastersnám og kennslufræði fyrir næsta ár.
Það verður allavega seint sagt að það ríki mikil lognmolla í mínu lífi ha! hmm!
sunnudagur, júní 01, 2003
gé re nitoks í kárts go iroþ ikke ða akat nnisnés á ða arev ðanfah! Þvílíkt aumkunarverð stúlka eða hvað!? en sumarið er komið ég er að bíða eftir því að grillsteikurnar sem systir mín bauð mér í verði tilbúnar. Helgin var frábær þrátt fyrir bölsýni mína fyrir helgi. "Where there is a will there is a way" segir einhversstaðar. Ég hafði það af að djamma til klukkan að verða sex í morgun og það var frábært. Hefði samt viljað hafa meiri kjark. Maður er hálf aumkunarverður að sitja bara og glápa á fólk í stað þess að reyna við það : ) Ohhh og ég var meiraðsegja ekkert svo drukkin, eiginlega ekkert drukkin. Finnur vinur bauð mér í mat á Banthai og það var yndislegt. Það er gott að eiga góða vini. Við fórum síðan á Vegamót og fengum okkur kaffi og Grand og síðan í smá teiti og síðan á Næsta bar og þar hitti ég fyrrum samstarfsfólk mitt úr Bóksölunni sem ég síðan hitti aftur á Bláa barnum þegar að Finnur fór heim. Ég var í stuði og vildi endilega njóta þess að vera í bænum í veðurblíðunni og ég og Ásta (Guðný) fórum aftur á Næsta bar og sátum þar fram yfir lokun. Fengum svo far með Kjartani litla bróður Jóhönnu vinkonu heim. Ég hafði ekki efni á öðru. Hann er líka engill. Dáðist mikið að málverki sem hékk uppi á Næsta sem var af pari liggjandi uppí rúmi, nakin en með grímu á andlitinu. Konan virkar mjög fullnægð og ég var hálf öfundsjúk. Mig er alvarlega farið að langa í svona innilega stund með einhverjum. En málverkið heitir Portrett af nánum kynnum og kostar aðeins litlar 154.000 ef ég ætti peninga þá hefði ég keypt það, grínlaust.
Eyddi svo tveim tímum í garði Einars Jónssonar í dag með Unni Helgu og Birnu föðursystur hennar, Ino barnsföður Birnu og Darra syni þeirra. Unnur gisti hjá þeim síðustu nótt en þau búa á Bjarnarstígnum. Það var alveg frábært. En nú er grilllyktin búin að heltaka mig og ég kveð að sinni. Fæ nýja tölvu á morgun og morgundagurinn mun fara i fjármálapælingar, tölvuuppsetningar, skólafrágang etc. Kveðja frá Íslandi, hér er sumar!
Eyddi svo tveim tímum í garði Einars Jónssonar í dag með Unni Helgu og Birnu föðursystur hennar, Ino barnsföður Birnu og Darra syni þeirra. Unnur gisti hjá þeim síðustu nótt en þau búa á Bjarnarstígnum. Það var alveg frábært. En nú er grilllyktin búin að heltaka mig og ég kveð að sinni. Fæ nýja tölvu á morgun og morgundagurinn mun fara i fjármálapælingar, tölvuuppsetningar, skólafrágang etc. Kveðja frá Íslandi, hér er sumar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)