föstudagur, febrúar 28, 2003

Ja hérna, bara enginn skóli í dag ...
ég fór í ræktina í gær og hélt að hjartað í mér myndi springa ... þrýstingurinn ekki búinn að jafna sig augljóslega eftir flugið en fór aftur í morgun og gat aðeins betur en ég verð greinilega að fara hægt af stað aftur.

Ó já, ég er svo klikk, ég keypti DVD spilara... alvöru svona sem spilar öll svæði... multi regional!!

Kræst, ég er hrædd um að ég VERÐI að fara að finna mér vinnu. .. einhverja vinnu ... allt nema ræstingar... útaf gigtinni sko... ha ekki fordómar!!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003


Your Heart is Red


What Color is Your Heart?
brought to you by Quizilla


TRUE TRUE
Er komin aftur en vegna ógurlegrar "jet lag" mun ég ekkert blogga um ferðina á næstunni ef nokkuð. Áhugasömum er bent á að tala við mig persónulega.

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Það er nú æsispennandi lífið í henni Reykjavík þessa dagana. Þegar ég mætti með Óðin á leikskólann í morgun var löggubíll fyrir utan, Óðni til mikillar ánægju að sjálfsögðu. Ánægjan varð minni þegar inn var komið og Rauða deild var full af börnum af Grænu deild. En það hafði semsagt verið brotist inn og allt lagt í rúst á Grænu. Þjófarnir höfðu því miður digital myndavél upp úr krafsinu en annars hefur þetta örugglega bara verið upp á grín. Eða menn of uppdópaðir til að átta sig á því að ekki felast mikil verðmæti á leikskólum. Að vísu má merkilegt þykja að ekki hurfu tölvur og prentarar en leikskólinn er ný búinn að fjárfesta í slíku og ég held að það liggi meirað segja ennþá í umbúðunum fyrir utan dyrnar á Rauðu. En þjófarnir virðast ekki hafa farið þangað yfir. Og að auki hefðu þeir kannski ekki komið stórum tækjum í vasann.
Þetta minnir mig á þegar það var brotist inn hjá okkur á Hverfisgötunni. Sem betur fer vorum við Jónas bara ein heima, Unnur var hjá pabba sínum, en kannski má um leið segja því miður vorum við heima. Það er ótrúlega óþægileg tilfinning að vakna að morgni og átta sig á því að ókunnugur hefur verið á stjái í íbúðinni og það örugglega kíkt inn í svefnherbergi til okkar enda var herbergið hurðarlaust. En það sem hvarf voru veski, myndavél, Samahnífur, sólgleraugu, sígarettur og eitthvað annað smálegt að mig minnir. En maðurinn hefði auðveldlega getað kippt öllum græjum útum gluggann en eins og kom seinna í ljós þá var þetta einhver þekktur dópisti í bænum sem mig minnir að hafi verið kallaður Biggi eða eitthvað svoleiðis. Ekki að löggan hafi fattað það heldur frétti ég það svona utanað. EN málið er semsagt að litlir dópistir stela yfirleitt litlu drasli. Ekki stórum græjum.

mánudagur, febrúar 17, 2003

Ég veit ekki alveg hvort ég er spennt eða kvíðin fyrir þvi að fara til Kanada en núna eru akkúrat 48 klukkutímar og 35 mínútur þar til við förum í loftið... málið er að ég er alltaf smeyk við að leyfa mér að hlakka of mikið til þvi þá verða vonbrigðin oft svo mikil. Betra að taka þetta bara á kúlinu og njóta þess sem koma skal. Enda er það löngu sannað að það að hafa áhyggjur skila engu, nema stressi og vanlíðan. Ég er nú líka orðin ansi góð í að hafa ekki áhyggjur... liggur við að maður sé orðinn helst til kærulaus bara. hmmm allavega er ég búin að vera alltof kærulaus varðandi mataræðið og brauð hefur fengið að fara ofan í mig enda er heilsan eftir því. Hausverkur og þaninn kviður. Ái. Eníveis. Ég á enn klósettpappír ef einhver vill. Ofsalega mjúkan og góðan klassapappír og málefnið er svo sannarlega verðugt, ha.!!

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Alltaf gaman að taka próf!


What Was Your PastLife?


Fór í ræktina í morgun og jóga eftir skóla. Ég er þreytt! En ætla fyrst að horfa á Sex in the City!

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég er búin að upplifa óveðrið og er sérlega ánægð. Vaknaði í fyrrinótt klukkan 2.30 við það að gardínurnar í herberginu mínu voru láréttar út í loftið í stað þess að hanga niður. Ég stóð upp og lokaði glugganum. Svaf síðan eins og steinn. Merkilegt hvað ég sef vel í roki : )

Fiðrildin eru verulega farin að láta á sér kræla enda aðeins vika í það að ég verði einhverstaðar á sveimi yfir vesturhluta Kanada að undirbúa lendingu í Vancouver. Gaman, gaman. Við erum nú þegar búin að fá jákvæð svör frá Vancouver Magazine, Vancouver Sun, Global TV og CBC auk þess sem við heimsækjum University of British Columbia en CBC er staðsett þar og svo förum við á þorrablót hjá Íslendingafélaginu á laugardagskvöldinu... þetta verður heilmikið fjör. Vei vei ég hlakka svo til ; )

mánudagur, febrúar 10, 2003

Nú já. Ég verð að segja það að ég held að ég hafi hreinlega orðið fyrir vonbrigðum. Það var búið að spá svo brjáluðu verðri og svo er bara smá rok. Ég hlakkaði til að fá alvöru óveður. : ( En veðrið er engu að síður hressandi. En nóg um það.

Ef einhver vill kaupa af mér klósettpappír og styrkja mig í leiðinni til námsferðarinnar vinsamlegast hafið samband hér.

Mikið áhugavert að spá í umræðu síðustu daga um þáttinn um Mikjál Jackson (eins og Æskan og ABC kölluðu hann alltaf í gamla daga.) Sitt sýnist hverjum og jú, því miður er Michael Jackson orðinn (hefur náttúrulega alltaf verið) frík og þátturinn var bara freakshow. Mér fannst líka þáttastjórnandinn, Martin Bashir, vera á höttunum eftir einhverju klúru og krassandi og í stað þess að vilja sýna M í réttu ljósi eins og gefið var í skyn í kynningu þáttarins. Ég ætla náttúrulega ekki að fara að verja M, mér finnst hann algert frík en ég held að hann sé meinlaust frík og að hann sé ekki að misnota börn.


fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Það er svo dásamlegt að birtan helst orðið til klukkan 6 á daginn. Það verður komið vor áður en maður veit af.

Harðsperrurnar eru ennþá að drepa mig en það er samt ágætt að vita að ég tók á. Ég ætla að reyna að fara í fyrramálið líka en hlífa fótleggjunum sem mest. Labba samt kannski svolítið og horfi á Opruh á meðan.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér , ó mæ god, þetta var nú ekki það sem ég ætlaði að segja en það er að byrja í sjónvarpinu þáttur um Michael Jackson og ég endurtek. Ó MÆ GOD! Hann er skrýtinn, SKRÝTINN, ég meina það!
En ég verð meiraðsegja að viðurkenna að hann er ótrúlegar tónlistarmaður.

Ég er semsagt mjög upptekin af því að hugsa núna um skólann, ég hef lítillega fjallað um samskipti sem skipta náttúrulega gífurlega miklu máli og ég er að fara í ferðalag með tveimur manneskjum sem ég þekki aðeins í gegnum námið, hef ekkert umgengist þær utan skóla og við ætlum að vinna verkefni saman. Taka með okkur myndavél og gera sjónvarpsþátt um eitthvað í ferðinni. Ýmislegt sem kemur til greina en við ætlum að funda um helgina. Je minn hvað ég hlakka til. Svo er ég líka að undirbúa útvarpsþátt og er með nokkrar hugmyndir en flestar ferlega hallærislegar. En málið er náttúrulega bara að ranta nógu mikið og þá kemur maður á endanum niður á eitthvað frábært (vonandi :-þ ). En eitt er víst og það er að life is beautiful þessa dagana.

Kræst hann er 44 ára og lítur út fyrir að vera barn með skeggrót!

Það er frábært að vera í sambandi við sitt innra barn en kommon. Nóg um Mikjál.

Ég tók líka próf áðan, held ekki að það sé neitt að marka. Jú ég er svona inn við beinið, alveg satt.



Take the Purrsonality Quiz!
Þá er það staðfest, ég er að fara til Kanada í þriðja sinn! Það er ekki laust við smá fiðrildi í maganum.
Helga kom í gærkvöld og við horfðum á hina yndislegu klassík
When Harry met Sally.
Fyrir utan fatatísku og hárgreiðslu er myndin fullkomlega gild enn þann dag í dag.

Byrjaði í ræktinni í gær og get varla gengið, best að drífa sig þangað aftur til að losa um harðsperrurnar =o)

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Vancouver er aftur á dagskrá ef við fáum sæti.... kemur ekki í ljós fyrr en á morgun! Við erum þrjár sem förum ef við komumst og ætlum að nota ferðina sem verkefni... við getum víst fengið styrk og alles...

mánudagur, febrúar 03, 2003

Jæja, undirtektir annara í náminu voru engar svo Vancouver verður að bíða betri tíma. Svo ég hugsa að ég fari frekar til Dísu til New York þegar hún verður komin út. Svo er bara að vona að Bush sitji á sprengjunum.

Æ, þetta kemur bara allt í ljós!

sunnudagur, febrúar 02, 2003

skyldi maður vera orðinn endanlega geðveikur?
Það lítur allt út fyrir það að ég sé að fara til Vancouver eftir 17 daga, ef það verða laus sæti! Fyrir klink, eða flugið á 25000 og hótelið á 10.000. Reikna nú með að versla eitthvað og svo kostar að borða og drekka bjór.... hjálpi mér allir.... en ég er nú einu sinni að verða þrítug á þessu ári og þar með leyfist mér allt. Ætla líka að sækja um vinnu í vikunni. Ætla að segja sem minnst um það þangað til eitthvað kemur í ljós.
I survived!

Ég var að passa fyrir systur mína í fyrsta sinn báða gaurana. Sá yngri verður 2 í apríl og það gekk bara nokk vel.
Var með þrjá gaura hér í gærkvöld sem verða 2,4 og 5 ára í vor. Og engin Unnur til að hjálpa því hún var í skátaferðalagi á Úlfljótsvatni.

Lífið er líka bara algerlega ljómandi þessa dagana!