þriðjudagur, desember 31, 2002
...hvað er að ske? ég kem heim úr bíó og kveiki á sjónvarpinu og Taggart er á fullu og þeir eru búnir að drepa Michael, hjélllóóóóó... fyrst Taggart sjálfur og svo Michael. æ, mig auma. Fór annars að sjá Two Towers í kvöld og er hrædd um að einhverjir verði mér reiðir en ég var ekki alveg nógu sátt við myndina. Ég meina hún var rosalega flott, rosalega flott en mér fannst hún aðeins of æ best að segja sem minnst bara.
mánudagur, desember 30, 2002
laugardagur, desember 28, 2002
Ég ætti nú að vera búin að bæta mér upp svefninn en ég hef pínku gleymt mér við sjónvarpsgláp og klikkti algerlega út í gær með því að fá lánaða þættina 24 hjá Agnesi frænku. Hún og hennar maður (aðallega hennar maður) eru dvd safnarar. Allavega ég sá fyrstu 5 þættina þegar ég var út í Edinborg hjá Lindu um páskana síðustu og varð alveg veik. Vandamálið er að þegar ég kom heim var Stöð 2 komin á þátt 11 og ég varð að láta mér duga að bíða eftir því að Jóakim (maðurinn hennar Agnesar) fengi þættina í nóvember og nú er kominn desember og ég er komin með þættina.
Vegna slæmrar heilsu og mætingar í skírn núna eftir klukkutíma (skíra á Daníel Loga Bergmann) þá hafði ég það af að hætta að horfa klukkan 2 í nótt en ég er að drepast úr spenningi enda núna komin á þátt 11 og mér skilst að spennan magnist stöðugt svo ...
En semsagt börnin fóru til feðra sinna annan í jólum og ég er barnlaus fram yfir áramót. Ég hafði það náttúrulega af að næla mér í einhvern kvefskít og var frekar slöpp í gær og hafði enga orku í neitt nema að liggja eins og klessa fyrir framan sjónvarpið eins og áður kom fram.
Það verður samt smá djamm í kvöld í Hjördísi vinkonu og ætli maður kíkji ekki með Bailey's flöskuna og sjái hvað heilsan leyfir.
Svo er bara spurning með gamlárskvöld???? Það virðist enginn sem ég umgengst vera búinn að gera það upp við sig hvað á að gera. Og ég er barnlaus! Fúlt! Ekki að þetta reddist ekki! Ég hef ekki áhyggjur af því.
Vegna slæmrar heilsu og mætingar í skírn núna eftir klukkutíma (skíra á Daníel Loga Bergmann) þá hafði ég það af að hætta að horfa klukkan 2 í nótt en ég er að drepast úr spenningi enda núna komin á þátt 11 og mér skilst að spennan magnist stöðugt svo ...
En semsagt börnin fóru til feðra sinna annan í jólum og ég er barnlaus fram yfir áramót. Ég hafði það náttúrulega af að næla mér í einhvern kvefskít og var frekar slöpp í gær og hafði enga orku í neitt nema að liggja eins og klessa fyrir framan sjónvarpið eins og áður kom fram.
Það verður samt smá djamm í kvöld í Hjördísi vinkonu og ætli maður kíkji ekki með Bailey's flöskuna og sjái hvað heilsan leyfir.
Svo er bara spurning með gamlárskvöld???? Það virðist enginn sem ég umgengst vera búinn að gera það upp við sig hvað á að gera. Og ég er barnlaus! Fúlt! Ekki að þetta reddist ekki! Ég hef ekki áhyggjur af því.
þriðjudagur, desember 24, 2002
Þá er allt tilbúið og ég er farin að hlakka til þess að njóta næstu daga. Ég verð með bæði börnin fram á annan í jólum en þá fer strákurinn til pabba síns en Unnur fer líklega seinna. Mér líður enn mjög vel og það eina sem amar að er að ég hef ekki alveg fengið nægan svefn upp á síðkastið og það veldur smá, bara smá, pirringi. hmm hmm. EN nóg um það málið er að ég vil ÓSKA ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA og vona að enginn borði yfir sig og að allir eigi ánægjulega hátíð.
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til!
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til!
mánudagur, desember 23, 2002
sunnudagur, desember 22, 2002
laugardagur, desember 21, 2002
Til hamingju Helga Rós með útskriftina í gær. Framtíðin er björt og allir möguleikar opnir!
Sonurinn er enn veikur og við litla fjölskyldan höfum það bara alveg yndislega gott saman. Það er það sem jólin snúast um ást, frið, kærleik og fyrirgefningu og samveru.
Sonurinn er enn veikur og við litla fjölskyldan höfum það bara alveg yndislega gott saman. Það er það sem jólin snúast um ást, frið, kærleik og fyrirgefningu og samveru.
föstudagur, desember 20, 2002
Merkilegt hvað maður verður skyndilega sáttur við lífið! Ég lá vakandi með syni mínum í nótt og gaf honum reglulega að drekka og fylgdist með honum þar sem hann var með alla vega 40 stiga hita og í hálfgerðu óráði og mér leið ótrúlega vel. Ég er búin að eyða meiri tíma með honum síðustu daga en ég hef gert í allt haust og ég finn að ég gæti ekki hugsað mér að eiga ekki börnin mín. Ég er í fyrsta sinn síðan ég skildi sátt við mig og mig eina. Ég er áhyggjulaus yfir þessum jólum og ég einhvernveginn hvorki hlakka til né kvíði fyrir. Ég fékk svolítinn sting í magann þegar Jónas sagðist ætla að vera með Óðinn svona lengi en ég á nú eftir að ræða það betur við hann á morgun. Unnur fer líklega seinna en hún ætlaði þar sem pabbi hennar verður í Grindavík um áramót hjá tengdafólkinu sínu og hún verður þá með þeim þar. Ég er búin að ákveða með hverjum ég ætla að sjá Turnana tvo og hvenær.
Ég er líka búin að átta mig á því að öll þessi vitleysa sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu mánuði hefur hjálpað mér að átta mig á forgangsatriðunum og einnig að upplifa tilfinningar sem ég vissi ekki að ég gæti upplifað, bæði vondar og slæmar. Það hlýtur að gera mig betur í stakk búna að takast á við slíkt seinna þegar ég hef reynsluna. Það er víst ætlast til þess, er það ekki, að maður læri af reynslunni. Allir sem maður kynnist á lífsleiðinni hafa líka þýðingu fyrir mann. Hvort sem þeir staldra stutt eða lengi við þá er það alltaf viðbótar reynsla.
hmm, annars er ég að rembast við að skrifa jólakort....
Ég er líka búin að átta mig á því að öll þessi vitleysa sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu mánuði hefur hjálpað mér að átta mig á forgangsatriðunum og einnig að upplifa tilfinningar sem ég vissi ekki að ég gæti upplifað, bæði vondar og slæmar. Það hlýtur að gera mig betur í stakk búna að takast á við slíkt seinna þegar ég hef reynsluna. Það er víst ætlast til þess, er það ekki, að maður læri af reynslunni. Allir sem maður kynnist á lífsleiðinni hafa líka þýðingu fyrir mann. Hvort sem þeir staldra stutt eða lengi við þá er það alltaf viðbótar reynsla.
hmm, annars er ég að rembast við að skrifa jólakort....
fimmtudagur, desember 19, 2002
Það er gaman að gera heimasíðu...og allt í html en engum forritum...ég gæti alveg gleymt mér í þessu sko!
Verð að segja frá því að ég horfði á videó í gærkvöldi, á mynd sem kallast My Big Fat Greek Wedding. Hún var svo sem engin snilld en ég stóð mig samt að því að skella upp úr annað slagið. Held að það hafi meira með það að gera hvað mér líður vel þessa dagana heldur en endilega gæði myndarinnar. Ég er nefnilega næstum búin að gera allt voða fínt. Ég er ekkert stressuð yfir jólunum þar sem það er svo sem ekkert að vera stressaður yfir. Óðinn fer til pabba síns á jóladag og verður víst hjá honum fram yfir áramót. Og Unnur fer líklegast á annan í jólum til pabba síns og verður líka fram yfir áramót. Svo ég verð bara ein og yfirgefin en ætla að reyna að njóta þess að hvíla mig og safna kröftum fyrir nýárið. Maður verður bara að skella sér á bókasafnið og taka nokkrar góðar skruddur.
Verð að segja frá því að ég horfði á videó í gærkvöldi, á mynd sem kallast My Big Fat Greek Wedding. Hún var svo sem engin snilld en ég stóð mig samt að því að skella upp úr annað slagið. Held að það hafi meira með það að gera hvað mér líður vel þessa dagana heldur en endilega gæði myndarinnar. Ég er nefnilega næstum búin að gera allt voða fínt. Ég er ekkert stressuð yfir jólunum þar sem það er svo sem ekkert að vera stressaður yfir. Óðinn fer til pabba síns á jóladag og verður víst hjá honum fram yfir áramót. Og Unnur fer líklegast á annan í jólum til pabba síns og verður líka fram yfir áramót. Svo ég verð bara ein og yfirgefin en ætla að reyna að njóta þess að hvíla mig og safna kröftum fyrir nýárið. Maður verður bara að skella sér á bókasafnið og taka nokkrar góðar skruddur.
miðvikudagur, desember 18, 2002
Stóðst ekki mátið og tók þetta próf sem ég fann inn á þessari síðu.
"A princess bride personality test!"
brought to you by Quizilla
Enda orðið langt síðan ég hef tekið próf!
"A princess bride personality test!"
brought to you by Quizilla
Enda orðið langt síðan ég hef tekið próf!
Þriggja og hálfs árs sonur minnn tók upp á því í gærkveldi að kyssa mig á örlítið fullorðinslegri hátt en vanalega og sagði mér að svona kyssti Köngulóarmaðurinn stelpuna í myndinni. Það sannast enn og einu sinni að það læra börnin sem fyrir þeim er haft! Hann fær sko ekki að horfa á Pet Sematary!!!
mánudagur, desember 16, 2002
Ég bara búin að hafa það einstaklega gott í dag með Súperman litla heima við. Playstation klikkar ekki : )
Svo á ég bestu fjölskyldu í heimi, það mætti allt gengið (Dagga systir ásamt manni og sonum, mamma og pabbi) í dag og hjálpaði mér að færa húsgögn og eins og næstum allt sem mér dettur í hug að gera á heimilinu þá kemur þetta frábærlega út. Nú er bara að sortera allt draslið.
Það er reyndar mjög þröngt um Unni en það er ekki eins og hún hafi notað plássið sem hún hafði áður.
En ég er í frábæru skapi og er á leiðinni út að gera eitthvað!
Svo á ég bestu fjölskyldu í heimi, það mætti allt gengið (Dagga systir ásamt manni og sonum, mamma og pabbi) í dag og hjálpaði mér að færa húsgögn og eins og næstum allt sem mér dettur í hug að gera á heimilinu þá kemur þetta frábærlega út. Nú er bara að sortera allt draslið.
Það er reyndar mjög þröngt um Unni en það er ekki eins og hún hafi notað plássið sem hún hafði áður.
En ég er í frábæru skapi og er á leiðinni út að gera eitthvað!
sunnudagur, desember 15, 2002
Unnur stóð sig rosalega vel í handboltanum!
Ég vil koma í veg fyrir misskilning. Ég hef enga löngun til að dæma fólk, eða hvað það er að gera, heldur meina ég bara það að stundum er fólk svo augljóslega statt á eitthvað svo skrýtnum stað í lífinu að það augljóslega á enga samleið með því hvar ég er stödd í mínu lífi. Eins og það að síðan í byrjun sumars hélt ég að mig langaði mest að djamma en mér finnst það rosalega tilgangslaust og innihaldslaust. Ég nýt þess miklu betur að eyða kvöldstund með góðum vinum, kannski góðum bjór, en bara að hlusta á góða tónlist og spila og spjalla. Og vakna svo hress daginn eftir og hafa orku til að gera skemmtilega hluti hvort sem það er að sitja bara og lesa blöðin og drekka kaffi, eða labba niður Laugaveginn í góðu veðri, keyra austur fyrir fjall og fá sér ís, eða skella sér í sund eða heimsókn. Bara að hafa heilsu.
Það var líka niðurstaða fengin í gær hjá okkur stelpunum, það eru allir ruglaðir á einhvern hátt, ekkert mismikið heldur á misjafnan hátt. Galdurinn er að finna samleið með fólki sem þú þolir ruglið í!
Ég vil koma í veg fyrir misskilning. Ég hef enga löngun til að dæma fólk, eða hvað það er að gera, heldur meina ég bara það að stundum er fólk svo augljóslega statt á eitthvað svo skrýtnum stað í lífinu að það augljóslega á enga samleið með því hvar ég er stödd í mínu lífi. Eins og það að síðan í byrjun sumars hélt ég að mig langaði mest að djamma en mér finnst það rosalega tilgangslaust og innihaldslaust. Ég nýt þess miklu betur að eyða kvöldstund með góðum vinum, kannski góðum bjór, en bara að hlusta á góða tónlist og spila og spjalla. Og vakna svo hress daginn eftir og hafa orku til að gera skemmtilega hluti hvort sem það er að sitja bara og lesa blöðin og drekka kaffi, eða labba niður Laugaveginn í góðu veðri, keyra austur fyrir fjall og fá sér ís, eða skella sér í sund eða heimsókn. Bara að hafa heilsu.
Það var líka niðurstaða fengin í gær hjá okkur stelpunum, það eru allir ruglaðir á einhvern hátt, ekkert mismikið heldur á misjafnan hátt. Galdurinn er að finna samleið með fólki sem þú þolir ruglið í!
Jæja já, gærdagurinn og föstudagurinn... hmmm, ég er held ég hætt að drekka í bili! Ég varð alveg ískyggilega drukkin á föstudagskvöldið og það er ekki gott mál, alls ekki. En það var svaka fjör alveg þangað til að ég var orðin alveg ískyggilega drukkin. Fékk svo heimsókn í þynnkuna í gær og það var bara gaman, viðurkenni þó að ég hefði viljað vera í betra standi gestsins vegna en held að þetta hafi verið ókei samt... það komu upp nokkrar pælingar sem leiddu til þess að ég hringdi í "vin" minn og það var það besta sem ég hef gert í langan tíma. Nú get ég haldið áfram... það er pínku lítið fyndið að ég hef oft verið sökuð um að vera neikvæð og svona og ég veit að ég á það alveg til og síðasta ár er búið að vera erfiðasta ár lífs míns og oft á tíðum var svolítið erfitt að halda jákvæðninni en það er nú allt að breytast í betri átt núna. En ég semsagt hringdi í vin minn og djísus hvað sumir voru neikvæðir og það var alveg sorglegt að heyra... en góð áminning því nú veit ég hvernig ég hlýt að hljóma. Anyway, það kom ýmislegt í ljós og ég veit núna að þrátt fyrir að væntingar mínar hafi brugðist þá get ég hrósað happi. Ég er betur sett ein!
Ég verð líka bara að einbeita mér að því að ná upp heilsunni, ég er búin að vera með einhverja leiðindavírussýkingu í marga daga og hefði nefnilega betur verið heima að slappa af á föstudaginn heldur en að djamma, sem minnir mig á að á föstudag kláraði ég að útbúa heimasíðu fyrir Guðbjörgu en ég átti samt í basli með að koma ákveðnum fídusum í gagnið svo hún verður löguð seinna. Hér er hún!
Í gærkvöldi var svo okkar (Hjördís, Elfur, Dagga, Jóhanna og ég) reglulega spilakvöld og í þetta sinn hittumst við í Lækjarsmáranum í Kópavogi í nýju íbúðinni hennar Hjördísar með geggjaða útsýninu. Hún er með læk og allt.
En það leiðir að aðalviðburði helgarinnar. SUPERMAN HANDLEGGSBROTNAÐI!
Jónas hringdi í mig og tilkynnti mér að hann sæti með son okkar upp á slysavarðstofu en hann var semsagt að leika Superman og var að stökkva á milli stóla en lenti á milli þeirra frekar harkalega með þeim afleiðingum að handleggurinn brotnaði og hann er í gifsi upp að öxl þar sem brotið var það nálægt olnboga.
Ekkert mál, fyrstu viðbrögð voru náttúrulega að ég yrði að fara og vera með honum en þar sem hann var ekki alvarlega slasaður ákvað ég að pabbi hans hefði bara gott af þvi að sinna honum. En þegar ég var á leiðinni heim í nótt um 2 leytið fékk ég neyðarkall þar sem Jónas var verkjalyfjalaus og litli Superman var sárkvalin svo mamman mætti á svæðið og endaði með að taka lítinn kút með sér heim. Hann grét sárt og vildi bara vera með mömmu sinni enda er það ekkert launungarmál að pabbi hans er ekkert sérlega góður í að taka á svona málum, hann hefur mjög takmarkaða þolinmæði semsagt. Svo ég er heima með unga manninn og við ætlum að fara að sjá Unni Helgu leika handbolta eftir 45 mínútur.
Ég verð líka bara að einbeita mér að því að ná upp heilsunni, ég er búin að vera með einhverja leiðindavírussýkingu í marga daga og hefði nefnilega betur verið heima að slappa af á föstudaginn heldur en að djamma, sem minnir mig á að á föstudag kláraði ég að útbúa heimasíðu fyrir Guðbjörgu en ég átti samt í basli með að koma ákveðnum fídusum í gagnið svo hún verður löguð seinna. Hér er hún!
Í gærkvöldi var svo okkar (Hjördís, Elfur, Dagga, Jóhanna og ég) reglulega spilakvöld og í þetta sinn hittumst við í Lækjarsmáranum í Kópavogi í nýju íbúðinni hennar Hjördísar með geggjaða útsýninu. Hún er með læk og allt.
En það leiðir að aðalviðburði helgarinnar. SUPERMAN HANDLEGGSBROTNAÐI!
Jónas hringdi í mig og tilkynnti mér að hann sæti með son okkar upp á slysavarðstofu en hann var semsagt að leika Superman og var að stökkva á milli stóla en lenti á milli þeirra frekar harkalega með þeim afleiðingum að handleggurinn brotnaði og hann er í gifsi upp að öxl þar sem brotið var það nálægt olnboga.
Ekkert mál, fyrstu viðbrögð voru náttúrulega að ég yrði að fara og vera með honum en þar sem hann var ekki alvarlega slasaður ákvað ég að pabbi hans hefði bara gott af þvi að sinna honum. En þegar ég var á leiðinni heim í nótt um 2 leytið fékk ég neyðarkall þar sem Jónas var verkjalyfjalaus og litli Superman var sárkvalin svo mamman mætti á svæðið og endaði með að taka lítinn kút með sér heim. Hann grét sárt og vildi bara vera með mömmu sinni enda er það ekkert launungarmál að pabbi hans er ekkert sérlega góður í að taka á svona málum, hann hefur mjög takmarkaða þolinmæði semsagt. Svo ég er heima með unga manninn og við ætlum að fara að sjá Unni Helgu leika handbolta eftir 45 mínútur.
fimmtudagur, desember 12, 2002
Fór á Ölstofuna áðan með Finni. Það er bara mjög huggulegt og yndisleg tilbreyting að tónlistin er ekki yfirgnæfandi. Það var bara mjög notalegt. Kom svo heim klukkan tíu og horfði á elskurnar mínar í Sex in the City. Spurning hvort ég huga að því að skríða í rúmið eða taka aðeins til? ég drakk náttúrulega tvo latté svo ég sé mig ekki alveg svífa inn í draumalandið neitt alveg strax.. spurning að slappa af og horfa á Sopranos og gera við buxurnar mínar á meðan. Já, það er kannski ekki afslöppun, ég held að ég sé hugsanlega manísk- depressív.. : ) En asskoti er flott byrjunarlagið í Sopranos! Ahhh svo eru litlu jólin á morgun! Djamm og djús hjá Dögg, yet again.
Ég er formlega komin í jólafrí, ég sendi prófið til Hilmars í tölvupósti (djö sem ég dýrka þessa tækni) fyrir einni mínútu síðan...
svo ég tek undir með Helgu Rós og segi BJÓR í kvöld... eða allavega kaffi.
Ég er búin að fá barnapössun og ætla að hitta vin á kaffihúsi....
svo ég tek undir með Helgu Rós og segi BJÓR í kvöld... eða allavega kaffi.
Ég er búin að fá barnapössun og ætla að hitta vin á kaffihúsi....
Ég var að reyna að muna hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem ég fór á á þriðjudaginn þegar ég var að horfa á Nick Cave. Ég gat ómögulega munað það en allt í einu áðan þegar ég var að mála þriðju umferð byrjaði lag að hljóma í huganum á mér... I need a hero... og ég mundi það Bonnie Tyler í Laugardalshöll 1986 að mig minnir.
Hér er textinn, svolítið skemmtilegt að ég skyldi vera að syngja hann í huganum...
"Holding Out For a Hero" written by Jim Steinman and Dean Pitchford
Where have all the good men gone
And where are all the gods?
Where's the street-wise Hercules
To fight the rising odds?
Isn't there a white knight upon a fiery steed?
Late at night I toss and turn and dream of what I need
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the end of the night
He's gotta be strong
And he's gotta fast
And he's gotta be fresh from the fight
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the morning light
He's gotta be sure
And it's gotta soon
And he's gotta be larger than life
Somewhere after midnight
In my wildest fantasy
Somewhere just beyond my reach
There's someone reaching back for me
Racing on the thunder and rising with the heat
It's gonna take a superman to sweep me off feet
(chorus)
Up where the mountains meet the heavens above
Out where the lightning splits the sea
I would swear that there's someone somewhere
Watching me
Through the wind and the chill and the rain
And the storm and the flood
I can feel his approach
Like the fire in my blood
(chorus)
1984 Ensign Music Corp.
Hér er textinn, svolítið skemmtilegt að ég skyldi vera að syngja hann í huganum...
"Holding Out For a Hero" written by Jim Steinman and Dean Pitchford
Where have all the good men gone
And where are all the gods?
Where's the street-wise Hercules
To fight the rising odds?
Isn't there a white knight upon a fiery steed?
Late at night I toss and turn and dream of what I need
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the end of the night
He's gotta be strong
And he's gotta fast
And he's gotta be fresh from the fight
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the morning light
He's gotta be sure
And it's gotta soon
And he's gotta be larger than life
Somewhere after midnight
In my wildest fantasy
Somewhere just beyond my reach
There's someone reaching back for me
Racing on the thunder and rising with the heat
It's gonna take a superman to sweep me off feet
(chorus)
Up where the mountains meet the heavens above
Out where the lightning splits the sea
I would swear that there's someone somewhere
Watching me
Through the wind and the chill and the rain
And the storm and the flood
I can feel his approach
Like the fire in my blood
(chorus)
1984 Ensign Music Corp.
Það gengur bara vel að standa við planið! Ég er búin að mála eina umferð í morgun og sú næsta er áætluð klukkan tvö en í millitíðinni er ég búin að svara spurningu um birtingamyndir kynjanna í fjölmiðlum... á bara eftir að fjalla um eignarhald í fjölmiðlum og hvaða áhrif það hafi á starfsemina. Ég klára það í dag! Og þá er ég komin í jólafrí! Jibbí!
miðvikudagur, desember 11, 2002
Fékk að vita það í kvöld að ég er síkópati! ég tók nefnilega upp á því að breyta og mála í kvöld, var nú búin að hugsa um það lengi en frestaði fram yfir próf!
Já, það er gaman að eignast nýja vini, vink vink ; )
Fyndið að áður en ég skildi við Jónas þá skildi ég ekki hvað var með þetta SMS-daður en get núna staðfest að það er helvíti skemmtilegt.
En á morgun klára ég prófið og svo á föstudaginn ætla ég í Smáralind að tjékka á skyrtu handa mér... bara af því að ég er yfirlýst farin á hausinn!!!
Já, það er gaman að eignast nýja vini, vink vink ; )
Fyndið að áður en ég skildi við Jónas þá skildi ég ekki hvað var með þetta SMS-daður en get núna staðfest að það er helvíti skemmtilegt.
En á morgun klára ég prófið og svo á föstudaginn ætla ég í Smáralind að tjékka á skyrtu handa mér... bara af því að ég er yfirlýst farin á hausinn!!!
þriðjudagur, desember 10, 2002
Ég er í svooooo góðu skapi.... að annað eins hefur ekki gerst í langan tíma... : )
hmm nú vantar mig bara handlaginn mann eða konu (til að hjálpa mér að færa húsgögn um helgina) garg...
verst að vera búin að gera útaf við öll vinarsambönd við karlmennina sem hafa verið í lífi mínu. Eða þannig!
Ég kann bara aldrei að biðja um hjálp : (
Ble kannski nenni ég ekkert að flytja milli herbergja... það kemur bara í ljós... en alla vega ég er búin í prófum. JÍHA!
hmm nú vantar mig bara handlaginn mann eða konu (til að hjálpa mér að færa húsgögn um helgina) garg...
verst að vera búin að gera útaf við öll vinarsambönd við karlmennina sem hafa verið í lífi mínu. Eða þannig!
Ég kann bara aldrei að biðja um hjálp : (
Ble kannski nenni ég ekkert að flytja milli herbergja... það kemur bara í ljós... en alla vega ég er búin í prófum. JÍHA!
mánudagur, desember 09, 2002
Finnst nú að ég verði að blogga aðeins í dag... ég er annars búin að vera ótrúlega dugleg að læra...lærði langt fram nótt og varð sérstaklega heilluð að kaflanum um "War and Strife." Hann minnti mig um margt á sambönd og hvað þetta er allt saman flókið... einstaklingar eru nefnilega kannski svolítið mikið eins og ríki... Ég held að fólk sé almennt hrætt um að missa sjálfstæði sitt og er alltaf að berjast í samböndum með ýmsum aðferðum eins og ógnarjafnvægi, valdajafnvægi, þvingunum og you name it til að fá sínu fram... Þetta er náttúrulega allt saman bara spurning um val. Ef maður hittir einhvern sem manni líkar vel við, finnst kynferðislega aðlaðandi, á nógu mikið sameiginlegt með (þó er æskilegt að eiga eitthvað ósameiginlegt bara svona til að halda sjálfstæðinu), og, in general, líður vel með, hvað er þá málið. Það fer alltaf allt í einhverja baráttu, hræðslu, fólk er hrætt við að sýna tilfinningar sýnar því þá gefur það höggstað á sér og svo það er betra að vera bara einn og eiga fullt af kunningjum út í bæ sem skipta sér þá ekki af því hvernig maður gengur um eða hvað er í matinn hjá manni... eða hvað maður gerir. Maður getur svo sem alltaf náð sér í kynlíf út í bæ líka... en það er ekki fullnægjandi... maður þarf að læra að sleppa og láta sig fljóta... vera hamingjusamur með sjálfum sér og ánægður með verk sín og sáttur við vini sína. Halda kúlinu en vera hreinn og beinn. Vera tilbúin að hleypa öðrum inn í líf sitt. Ég hef staðið svo mikinn vörð um mitt líf að ég hef engum hleypt inn í það. Það er kannski af fenginni reynslu að ekki eiga allir rétt á því... ég hleypti mínum fyrrverandi aldrei að mér af því að hann gaf mér ekki það sem ég þurfti til að opnast.
En ég er búin að læra helling síðasta ár og eitt er það að hik er sama og tap... nú hika ég ekki lengur ... mér líður vel og ég er sátt og ég vil vera vinir. Ég hef ekki orku til að vera óvinir við neinn... mamma er að fara í lyfjagjöf 2 á fimmtudaginn og það er eins gott að búa sig undir það að vera til staðar fyrir hana. Hún þoldi síðustu gjöf nokkuð vel fyrir utan að hárið er farið að falla af ... Mamma mín er hetja! það er öruggt.
En ég er búin að læra helling síðasta ár og eitt er það að hik er sama og tap... nú hika ég ekki lengur ... mér líður vel og ég er sátt og ég vil vera vinir. Ég hef ekki orku til að vera óvinir við neinn... mamma er að fara í lyfjagjöf 2 á fimmtudaginn og það er eins gott að búa sig undir það að vera til staðar fyrir hana. Hún þoldi síðustu gjöf nokkuð vel fyrir utan að hárið er farið að falla af ... Mamma mín er hetja! það er öruggt.
sunnudagur, desember 08, 2002
"Við megum heldur ekki gleyma því að dýrmætustu gjafirnar verður að rækta. Farsæld í hjónabandi snýst ekki um stemmningu heldur vilja. Að halda katlinum heitum." Hvað áttu við með því? "Jú, sjáðu til," segir Sigurbjörn og rifjar upp gamalt samtal Kínverja og Bandaríkjamanns. "Bandaríkjamaðurinn spurði Kínverjann að því hvernig stæði á því að Kínverjar giftu börnin sín á unga aldri að þeim forspurðum. Hvernig þeir gætu látið sig ástina engu skipta. Kínverjinn svaraði:"Við vitum náttúrulega að ketillinn er kaldur þegar kveikt er undir. Svo hitnar hann og helst heitur á meðan loganum er haldið við. Þið Ameríkanar viljið hafa allt sjóðbullandi þegar þið byrjið en hirðið svo ekkert um að halda loganum við.""
(Úr viðtali við Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgunblaðinu Sunnudaginn 8.desember.)
(Úr viðtali við Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgunblaðinu Sunnudaginn 8.desember.)
hóst, hóst, ég var að vona að ég slyppi fram yfir próf en vaknaði í morgun illt í hálsinum. Búhú. Nei, ætli maður geti ekki kennt sér um þar sem að ég labbaði heim um miðja nótt aðfararnótt laugardagsins eftir þokkalega gott djamm... en það var svolítið kalt og hálka líka.
Í gær gerði súpermamman vart við sig aftur og voru bakaðar 3 sortir í gærkvöldi og síðan horft á Austin Powers: Goldmember. Hræðileg mynd en samt eitthvað við hana - líklega MOJO-ið. Svo horfði ég á Beautiful Girls sem Ted Damme gerði, ég ítreka það enn einu sinni að þetta er yndisleg mynd og Natalie Portman er frábær. Annars er ég alveg að koka á International Relations/alþjóðasamvinnu, þetta er áhugavert efni en Karen Mingst er alveg prentuð í alltof smáu letri he he. Huggun, þetta er síðasta prófið! (Nja, ég þarf reyndar að klára heimapróf fyrir Hilmar en ég hef til 18. að klára held ég reyni að skila í allra síðasta lagi á föstudaginn. Best væri að skila því á þriðjudaginn líka og vera bara búin, enda heimilið farið að hrópa á ryksugu og tusku og moppu og svoleiðis. : ) Ég held að ég stefni samt bara á að senda það inn á fimmtudaginn. Já. Ég er sátt við það!
Vei, ég er að fara á jólaball á eftir í Valsheimilinu - HJÁLP
Í gær gerði súpermamman vart við sig aftur og voru bakaðar 3 sortir í gærkvöldi og síðan horft á Austin Powers: Goldmember. Hræðileg mynd en samt eitthvað við hana - líklega MOJO-ið. Svo horfði ég á Beautiful Girls sem Ted Damme gerði, ég ítreka það enn einu sinni að þetta er yndisleg mynd og Natalie Portman er frábær. Annars er ég alveg að koka á International Relations/alþjóðasamvinnu, þetta er áhugavert efni en Karen Mingst er alveg prentuð í alltof smáu letri he he. Huggun, þetta er síðasta prófið! (Nja, ég þarf reyndar að klára heimapróf fyrir Hilmar en ég hef til 18. að klára held ég reyni að skila í allra síðasta lagi á föstudaginn. Best væri að skila því á þriðjudaginn líka og vera bara búin, enda heimilið farið að hrópa á ryksugu og tusku og moppu og svoleiðis. : ) Ég held að ég stefni samt bara á að senda það inn á fimmtudaginn. Já. Ég er sátt við það!
Vei, ég er að fara á jólaball á eftir í Valsheimilinu - HJÁLP
laugardagur, desember 07, 2002
This proves that women can do it all.
According to the Alaska Department of Fish and game, while both male and
female reindeer grow antlers in the summer each year, male reindeer drop
their antlers at the beginning of winter, usually late November to
mid-December. Female reindeer retain their antlers till after they give
birth in the spring. Therefore, according to every historical rendition
depicting Santa's
reindeer, every single one of them, from Rudolph to Blitzen .. had to be a
female!
We should've known. Only women would be able to drag a fat ass man
in a red velvet suit all around the world in one night and not get lost.
ÞESSI ER SNILLD
According to the Alaska Department of Fish and game, while both male and
female reindeer grow antlers in the summer each year, male reindeer drop
their antlers at the beginning of winter, usually late November to
mid-December. Female reindeer retain their antlers till after they give
birth in the spring. Therefore, according to every historical rendition
depicting Santa's
reindeer, every single one of them, from Rudolph to Blitzen .. had to be a
female!
We should've known. Only women would be able to drag a fat ass man
in a red velvet suit all around the world in one night and not get lost.
ÞESSI ER SNILLD
fimmtudagur, desember 05, 2002
Helgarós kvittaði í gestabókina og fær að launum link! Það er hálf dapurlegt hvað eru fáir hér til hliðar á bloggaratenglunum hjá mér en fólk virðist hafa annað að gera en að blogga í kringum mig. Finnst líka athyglisvert að það sér sig enginn knúinn til að "say anything" á síðunni hjá mér... nema ef Linda kæmist inn þá veit ég að hún myndi kommenta reglulega, hún gerir það bara á MSN í staðinn. En hvað er svo sem hægt að kommenta á þetta hjá mér. En frábært, það er búið að plana stelpudjamm á morgun... við gellurnar í hagnýtri fjölmiðlun erum komnar með fráhvarfseinkenni af því að hittast ekki reglulega og við höfðum þann sið að hittast á Vegamótum á föstudögum svo það verður bætt úr því á morgun nema við ætlum að hittast heima hjá Dögg.
Já, já mín bara búin að vera á gargandi hormónaflippi, ekki skrýtið að ég sé búin að vera vælin og aumkunarverð. En það er allt í lagi.
Ég má það alveg. Ég held að ég sé sjálfri mér verst, reyndar held ég það ekki, ég veit það.
Samskipti fólks eru líka svolítið skrýtin. Karlmenn, var mér sagt, virðast semsagt halda það oft að ef þeim líkar svakalega vel við stelpu að þá séu þeir hrifnir af henni. Ég hef kynnst fullt af karlmönnum og jú jú gert þessi mistök. Viðurkenni það.
EN er þetta ekki ástæðan fyrir því að vina sambönd milli karla og kvenna ganga svo oft illa? Ég meina, ef maður er á lausu og kynnist manneskju sem er á lausu, af gagnstæðu kyni og maður er þá gagnkynhneigður, þá ósjálfrátt mátar maður sig við hana og ímyndar sér hvernig það kæmi út.
Svo væri líka eitthvað athugavert við mann ef maður ímyndaði sér ekki hvernig það væri að sofa hjá manneskjunni. Það er ekki þar með sagt að maður hugsi ekki um annað, en stundum truflar það. Svo kannski maður ætti bara að sofa hjá öllum sem manni líkar vel við. Bara til að koma því frá. Vandamálið byrjar hins vegar ef annar aðilinn verður hrifinn en hinn vill bara vera vinir. Svo eins hvað gerist þegar maður sefur hjá vini sínum?
Segjum svo að karl og kona eru vinir, þau ákveða að sofa saman bara svona til að losa, báðir eru sammála um að ekkert annað sé í gangi. No problem! Ætti að vera no problem. En það er alltaf hræðsla í gangi. Nema einfaldlega að fólk ræði um hlutina. Ekki satt.
Harry var ekkert mjög vitlaus. En svo er annað, getur það verið að maður vilji eitthvað bara af því að maður veit að maður fær það ekki?
ah, whatever, það er ekki þess virði. Djamm helgi framundan! Gaman gaman!
Ég má það alveg. Ég held að ég sé sjálfri mér verst, reyndar held ég það ekki, ég veit það.
Samskipti fólks eru líka svolítið skrýtin. Karlmenn, var mér sagt, virðast semsagt halda það oft að ef þeim líkar svakalega vel við stelpu að þá séu þeir hrifnir af henni. Ég hef kynnst fullt af karlmönnum og jú jú gert þessi mistök. Viðurkenni það.
EN er þetta ekki ástæðan fyrir því að vina sambönd milli karla og kvenna ganga svo oft illa? Ég meina, ef maður er á lausu og kynnist manneskju sem er á lausu, af gagnstæðu kyni og maður er þá gagnkynhneigður, þá ósjálfrátt mátar maður sig við hana og ímyndar sér hvernig það kæmi út.
Svo væri líka eitthvað athugavert við mann ef maður ímyndaði sér ekki hvernig það væri að sofa hjá manneskjunni. Það er ekki þar með sagt að maður hugsi ekki um annað, en stundum truflar það. Svo kannski maður ætti bara að sofa hjá öllum sem manni líkar vel við. Bara til að koma því frá. Vandamálið byrjar hins vegar ef annar aðilinn verður hrifinn en hinn vill bara vera vinir. Svo eins hvað gerist þegar maður sefur hjá vini sínum?
Segjum svo að karl og kona eru vinir, þau ákveða að sofa saman bara svona til að losa, báðir eru sammála um að ekkert annað sé í gangi. No problem! Ætti að vera no problem. En það er alltaf hræðsla í gangi. Nema einfaldlega að fólk ræði um hlutina. Ekki satt.
Harry var ekkert mjög vitlaus. En svo er annað, getur það verið að maður vilji eitthvað bara af því að maður veit að maður fær það ekki?
ah, whatever, það er ekki þess virði. Djamm helgi framundan! Gaman gaman!
miðvikudagur, desember 04, 2002
þriðjudagur, desember 03, 2002
Annars er þetta ekkert smá pathetic að blogga um svona mál, eins og það er margt skemmtilegt að gerast í lífi mínu. Ég er tildæmis hálfnuð með prófin. Ég kláraði einn áfanga í gær og einn í dag. Fékk fínar einkunnir fyrir heimapróf 2 í Inngangi að fjölmiðlafræði svo ég er að hugsa um að hella mér í að klára heimapróf 3 fyrir helgi og svo er bara eitt próf eftir og það er á þriðjudaginn. Hmmm, svo er ég að hugsa um að baka smákökur á morgun. Hey og svo þetta lið sem er alltaf að kíkja á síðuna mína og þorir aldrei að segja neitt, ekki einu sinni skrifa í gestabókina mína, djísus ég bít ekki. Maður er búinn að hafa svaka mikið fyrir að gera fína fína fína bleika bleika bleika gestabók og svo skrifar enginn í hana - hún er hérna fyrir ofan. Svo má alveg kommenta hér fyrir neðan þó það sé ekki nema bara til að segja hversu frábær ég er og og og og ... að ég eigi að hætta þessu væli og fara skrifa eitthvað skemmtilegt eins og sögur af því þegar ég var í sveitinni og þurfti í orðsins fyllstu merkingu að berja af mér lesbíska stúlku sem var ekki að meðtaka gagnkynhneigð mína. Þar var líka bruggað hvítvín í kjallaranum... og þar sá ég Carrie alein. Og var kölluð Brúnka en ekki Kollý af því að það bjuggu á bænum gamall maður og lítill strákur sem báðir hétu Kolbeinn og voru kallaðir Kolli og svo hét hundurinn Kolur. Það var oft ruglingslegt þegar verið var að kalla í matinn.
En hlutirnir eru aldrei svart hvítir svo mikið er víst ég tek undir það, ég er bara auðsæranlegasta manneskja í heimi held ég og þess vegna hef ég alltaf forðast að sleppa mér í samböndum við fólk svo loksins þegar ég gerði það þá líka minnti það mig á það afhverju ég geri það ekki. EN ég ætla ekki að loka aftur ég verð að læra að vera ég sjálf og hleypa fólki að mér. Annars ...
Jæja, maður er komin eldsnemma á fætur til að byrja í heimaprófi sem átti að vera sent til mín stundvíslega klukkan 8.00 en hvað gerist? Það er ekkert próf komið í pósti til mín :( Mig langar nú bara að sofna aftur! Annars er ég bara kát. Eftir heljarinnar hamagang við að skila ritgerð um klám í gær þá fórum við Unnur Helga suður í Hafnarfjörð til mömmu og þessi elska var að elda ekta góða kjötsúpu. Akkúrat það sem mjög þreytta námsmanneskju vantaði til að auka orkuna aftur. Takk mamma. Svo lá ég bara í leti heilt kvöld án þess að finnast ég þurfa að vera að gera eitthvað, sem var æðislegt! Ég er bara ákaflega happy-go-lucky núna. Skrýtið, ég er ótrúlega ánægð með það líka að vera laus undan jú-nó-hú vegna þess að þrátt fyrir marga góða kosti þá þarf ég aðeins ákveðnari gaur, ekki spurning. Ég nenni ekki að tala við karlmenn sem þora ekki að taka af skarið, og geta ekki bara sagt hvað þeir vilja eða vilja ekki, það er líka betra að segjast ekki vita hvað maður vill og láta fólk í friði heldur en að segjast ekki vita hvaður maður vill en kannski þetta bla og þetta hitt ble. EN þetta kemur allt með kalda vatninu og ég hlakka spennt til þess að verða búin með skólann sem styttist óðar í og verður haldið upp á með látum með þvi að fara að sjá Nick Cave með liðinu, seinni tónleikana. Ég þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að kaupa miða : ) Verst er að ég get ekki birt þetta núna þar sem stendur hér fyrir neðan, Sorry, publishing is temporarily unavailable.
Bla bla. Ekkert mál, ég ýti bara á post! Nú er klukkan 8.16 og enn ekkert próf komið. Guðbjörg! Skamm!
Ahh, ég datt inn í að horfa á Alias í gærkvöldi, hef hugsanlega séð tvo hálfa þætti áður. Hann er svakalega sætur sá sem leikur Vaughn, andvarp, en leikarinn heitir Michael Vartan og lék meðal annars á móti henni Drew Barrymore í Never Been Kissed.
Fékk sms rétt áðan. Þetta stóð: Drengur! 15 merkur, 50 cm og heitir Daniel Logi, fæddur 3.des kl.5.57. Stoltir foreldrar.
Já og klukkan er orðin 9 og ekkert bólar á helvítis prófinu. Jú sko mína, hún hafði sig á fætur. Frábært.
Klukkan er orðin næstum 13.00 og ekkert að gerast í hausnum á mér, mér til huggunar benda tölvupóstsamskipti á að það eru fleiri staddir í sömu sporum og ég. Við fengum nefnilega úthlutað verkefnum og á ég meðal annars að skrifa um umhverfið. En bloggerinn segir enn að publishing sé unavailable svo ég blogga bara í Word og geri svo copy paste.
Ég var rétt nærri því búin að gleyma þvi að það eru mánaðarmót. Þetta gerir greiðsluþjónusta bankanna. Ég þarf samt að borga einn reikning og passa að eiga fyrir VISA-nu hmmm, á ég að þora að tékka á einkabankanum?
Bla bla. Ekkert mál, ég ýti bara á post! Nú er klukkan 8.16 og enn ekkert próf komið. Guðbjörg! Skamm!
Ahh, ég datt inn í að horfa á Alias í gærkvöldi, hef hugsanlega séð tvo hálfa þætti áður. Hann er svakalega sætur sá sem leikur Vaughn, andvarp, en leikarinn heitir Michael Vartan og lék meðal annars á móti henni Drew Barrymore í Never Been Kissed.
Fékk sms rétt áðan. Þetta stóð: Drengur! 15 merkur, 50 cm og heitir Daniel Logi, fæddur 3.des kl.5.57. Stoltir foreldrar.
Já og klukkan er orðin 9 og ekkert bólar á helvítis prófinu. Jú sko mína, hún hafði sig á fætur. Frábært.
Klukkan er orðin næstum 13.00 og ekkert að gerast í hausnum á mér, mér til huggunar benda tölvupóstsamskipti á að það eru fleiri staddir í sömu sporum og ég. Við fengum nefnilega úthlutað verkefnum og á ég meðal annars að skrifa um umhverfið. En bloggerinn segir enn að publishing sé unavailable svo ég blogga bara í Word og geri svo copy paste.
Ég var rétt nærri því búin að gleyma þvi að það eru mánaðarmót. Þetta gerir greiðsluþjónusta bankanna. Ég þarf samt að borga einn reikning og passa að eiga fyrir VISA-nu hmmm, á ég að þora að tékka á einkabankanum?
mánudagur, desember 02, 2002
Hver er ég? Hér fyrir neðan er lýsing Jónasar á mér!
Ekki eff emm týpa. Hlustar á allt sem ekki áreitir of mikið yfir daginn, vill vera út af fyrir sig. Ekki bögga mig týpa" Ég skal láta þig vita hvenar þú mátt það. Lestrar hestur vill hafa það rólegt ekkert endilega rómantískt þó svo það saki ekkert. Ef þú ert ekki með heila slepptu því?
Ekki eff emm týpa. Hlustar á allt sem ekki áreitir of mikið yfir daginn, vill vera út af fyrir sig. Ekki bögga mig týpa" Ég skal láta þig vita hvenar þú mátt það. Lestrar hestur vill hafa það rólegt ekkert endilega rómantískt þó svo það saki ekkert. Ef þú ert ekki með heila slepptu því?
With friends like this who needs enemies! Ég er að endurmeta sambönd mín við fólk. Ég hef komist að því að ég á marga kunningja en mjög fáa vini. Ég tel að fólk ofnoti orðið vinur. Hver er munurinn á vini og kunningja til að mynda? Vinur er að mínu mati manneskja sem maður getur alltaf leitað til og manni þykir vænt um og hittir reglulega eða talar við. Sumir vinir hætta að vera vinir og verða kunningjar. Vegna þess að um vin þinn áttu að vita mikið og margt, kunningjar lifa aðskildum lífum meira eða minna og vita lítið um persónulega hagi manns. Karlmenn og konur geta líka átt erfitt með að vera vinir. Ég talaði í gær um manninn sem ég asnaðist til að sleppa tilfinningum mínum til lausum til af því að ég, greinilega, mistúlkaði framkomu hans eitthvað. Ef ég er ástfangin af einhverjum þá langar mig til að sofa hjá manninum og snerta hann og vera góð við hann. Ég get ekki aðskilið tilfinningar mínar frá kynlífi og ég get ekki verið vinur manns sem ég er ástfanginn af ef hann vill BARA vera vinur minn. Ég er einstaklega tilfinningarík og auðsæranleg manneskja og fíla það ekki að leikið sé á tilfinningar mínar. Ég myndi ALDREI gera það vísvitandi við aðra. ALDREI. ergo: ég get ekki verið vinur manns sem ég ber meiri tilfinningar til nema þær séu endurgoldnar. Enda komon hver heilvita manneskja veit að það gengur ekki upp. Ég á alveg vini sem ég hef verið með einhverntíma til dæmis erum við fyrrverandi alveg ágætis vinir í dag.... en ég er líka ekki hrifin af honum og hef engan áhuga á að sofa hjá honum, viðurkenni að það er freistandi þar sem kynlífið var ágætt EN ég ætla nú ekki að fara að flækja málin. Það sem ég vil, er að fá að upplifa það að vera í gagnkvæmu sambandi við einhvern, það er þar sem tilfinningarnar eru gagnkvæmar, virðing er til staðar og vinátta. Sönn vinátta. Ég er ekkert 'desperat' að eignast mann, alls ekki, en ég er ekkert 'desperat' að eyða ÖLLUM kvöldum ein heldur. Við Kári vorum að fíflast á laugardagskvöldið og fórum yfir það hvaða eiginleika maður fyrir mig þyrfti að hafa en það er aldrei sanngjarnt að búa til einhvern lista enda fer raunveruleg ást ekki eftir því. Ég man eftir því að einu sinni töluðum við Jonni um það hvað væri yndislegt að eiga maka sem maður gæti setið með, með góða tónlist á og góða bók og nærveru. Þetta er enn eitthvað sem ég sé í hillingum - ég þarf bara að skipta út manninum : )
sunnudagur, desember 01, 2002
Ég var að tala við Jóhönnu Bóel vinkonu áðan og ég hlakka svo til að litli Bergmann fæðist. Það verður gaman að fá lítinn kút að knúsa þar sem ég er greinilega ekki á leiðinni til þess að eignast neitt alveg strax. Ekki það að ég er farin að efast um að ég bæti nokkuð við hjá mér :o) enda á ég yndisleg börn fyrir og þau eru alveg handfylli.
Jæja, vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að hefja skrif aftur. Ha ha ha.
Það er búið að vera nóg að gera. Skilaði ritgerð á þriðjudaginn sem ég fæ eitthvað lítið og lélegt fyrir en örugglega nóg til að ná kúrsinum. Ég skilaði svo viðtali á föstudaginn sem ég held að hafi verið ágætlega heppnað. Ég byrjaði svo að skrifa ritgerð í gær sem fjallar um skilgreiningu á klámi og lög um það. Ég hef sjaldan verið jafn óörugg með að taka afstöðu til neins og ég er með að taka til þess hvort mér finnist klám í lagi. En ég á örugglega eftir að skila fínni ritgerð á morgun samt. Ég sleppti tónleikum í gærkvöldi vegna þess að ég var að læra, annars hefði örugglega verið gaman að fara með Lindu að sjá Egil frænda hennar og Ske í Austurbæ en ég er fegin að hafa ekki farið og þar koma aðrar ástæður inn. Ég asnaðist nefnilega til að hika svo lengi við að taka afstöðu með tilfinningum mínum að ég klúðraði sambandi við alveg yndislegan mann. Sem mér fannst svo reyndar ekki koma nógu vel fram við mig undir það síðasta og ég er núna voða reið við hann. Það er bara svo erfitt að finna einhvern sem manni líður mjög vel með en það kemur aftur ég efa það ekki, það tók mig nú marga mánuði að átta mig á þessum gaur og þá var það of seint svo það er eins gott að passa sig í framtíðinni. Ég sá hann einmitt í Smáralindinni í gær (ég fór þangað með Dísu og það var voða gaman) og það stuðaði mig smá. En það sannfærði mig líka um það að það er réttast að reyna ekki að vera vinur einhvers sem endurgeldur ekki tilfinningar manns. Í Smáralindinni hitti ég líka Sölva sem ég var skotin í þegar ég var 12 ára, þá var hann 14 ára og hann og Lúlli komu einu sinni heim til mín á mánudegi með vídeóspólu, Evil Dead takk fyrir. Ég bíð þess aldrei bætur held ég. Reyndar bætti úr að við horfðum á Top Secret á eftir en þetta var hræðilegt engu að síður og í ljósi þess að ég er búin að vera að læra um áhrif ofbeldis í myndmiðlum á börn og unglinga og ég er alveg til að skrifa undir það að sumt er sálinni hættulegt. En alla vega gvöööööð hvað maðurinn er myndarlegur. En semsagt ástæðan fyrir því að ég fór ekki á tónleikana var sú að ég vildi ekki hætta á að hitta suma enda bókað mál að hann hefði verið á þessum tónleikum og Linda staðfesti það.
Ég læt hann alla vega ekki hafa mig að meira fífli en hann er nú þegar búinn að gera!!!
Svo lærði fram að miðnætti og skellti mér síðan bara út í nótt og fékk mér bjór með Lindu og lenti í mjög áhugaverðri heimsókn með henni áður en við héldum niður í bæ. Kíktum þá á Vídalín (kræst hvað það er ömurlegur staður) og hittum Jónas fyrrverandi minn og ég drakk með honum bjór. Var svo á leiðinni heim þegar ég hitti Kára og hann bauð mér heim í bjór og ég þáði það bara. Svo bara einstaklega skemmtilegt kvöld!
Það er búið að vera nóg að gera. Skilaði ritgerð á þriðjudaginn sem ég fæ eitthvað lítið og lélegt fyrir en örugglega nóg til að ná kúrsinum. Ég skilaði svo viðtali á föstudaginn sem ég held að hafi verið ágætlega heppnað. Ég byrjaði svo að skrifa ritgerð í gær sem fjallar um skilgreiningu á klámi og lög um það. Ég hef sjaldan verið jafn óörugg með að taka afstöðu til neins og ég er með að taka til þess hvort mér finnist klám í lagi. En ég á örugglega eftir að skila fínni ritgerð á morgun samt. Ég sleppti tónleikum í gærkvöldi vegna þess að ég var að læra, annars hefði örugglega verið gaman að fara með Lindu að sjá Egil frænda hennar og Ske í Austurbæ en ég er fegin að hafa ekki farið og þar koma aðrar ástæður inn. Ég asnaðist nefnilega til að hika svo lengi við að taka afstöðu með tilfinningum mínum að ég klúðraði sambandi við alveg yndislegan mann. Sem mér fannst svo reyndar ekki koma nógu vel fram við mig undir það síðasta og ég er núna voða reið við hann. Það er bara svo erfitt að finna einhvern sem manni líður mjög vel með en það kemur aftur ég efa það ekki, það tók mig nú marga mánuði að átta mig á þessum gaur og þá var það of seint svo það er eins gott að passa sig í framtíðinni. Ég sá hann einmitt í Smáralindinni í gær (ég fór þangað með Dísu og það var voða gaman) og það stuðaði mig smá. En það sannfærði mig líka um það að það er réttast að reyna ekki að vera vinur einhvers sem endurgeldur ekki tilfinningar manns. Í Smáralindinni hitti ég líka Sölva sem ég var skotin í þegar ég var 12 ára, þá var hann 14 ára og hann og Lúlli komu einu sinni heim til mín á mánudegi með vídeóspólu, Evil Dead takk fyrir. Ég bíð þess aldrei bætur held ég. Reyndar bætti úr að við horfðum á Top Secret á eftir en þetta var hræðilegt engu að síður og í ljósi þess að ég er búin að vera að læra um áhrif ofbeldis í myndmiðlum á börn og unglinga og ég er alveg til að skrifa undir það að sumt er sálinni hættulegt. En alla vega gvöööööð hvað maðurinn er myndarlegur. En semsagt ástæðan fyrir því að ég fór ekki á tónleikana var sú að ég vildi ekki hætta á að hitta suma enda bókað mál að hann hefði verið á þessum tónleikum og Linda staðfesti það.
Ég læt hann alla vega ekki hafa mig að meira fífli en hann er nú þegar búinn að gera!!!
Svo lærði fram að miðnætti og skellti mér síðan bara út í nótt og fékk mér bjór með Lindu og lenti í mjög áhugaverðri heimsókn með henni áður en við héldum niður í bæ. Kíktum þá á Vídalín (kræst hvað það er ömurlegur staður) og hittum Jónas fyrrverandi minn og ég drakk með honum bjór. Var svo á leiðinni heim þegar ég hitti Kára og hann bauð mér heim í bjór og ég þáði það bara. Svo bara einstaklega skemmtilegt kvöld!
mánudagur, nóvember 25, 2002
sunnudagur, nóvember 24, 2002
Það verður að segjast að það sé með ólíkindum að þessi skólaönn sé nánast búin!
Og mín bara búin að standa sig snilldarvel miðað við veikindi mín og annarra, brilliant!
Ég vil þakka Lindu, Dísu, Jóhönnu og Elfi og öllum hinum sem hafi stutt mig og.. nei bara að djóka, best að
geyma þakkirnar - IT AINT OVER 'TILL IT'S OVER. Tí hí! ; )
Og mín bara búin að standa sig snilldarvel miðað við veikindi mín og annarra, brilliant!
Ég vil þakka Lindu, Dísu, Jóhönnu og Elfi og öllum hinum sem hafi stutt mig og.. nei bara að djóka, best að
geyma þakkirnar - IT AINT OVER 'TILL IT'S OVER. Tí hí! ; )
Harry Potter var frábær! Myndin það er að segja. Eina sem má út á hana setja er að hún er í sýningu 158 mínútur en það virtist ekki angra minn litla 3 1/2 árs gutta. Hann skemmti sér konunglega þrátt fyrir að halda reglulega fyrir eyrun vegna hávaða og svo nötraði hann af geðshræringu í lokabardaganum - en neitaði að fara fram og fannst frábært! Risaköngulær og risaslöngur voru sko eitthvað fyrir hann. Unnur Helga var náttúrulega í sjöunda himni enda kunni hún bókina nánast utan af og fannst þetta alger snilld. ALGER SNILLD! eða eins og einhverjir myndu segja GARGANDI SNILLD. Þetta var frábært og myndin margfalt magnaðri en sú fyrsta. Kenneth Branagh fór líka á kostum sem og allir aðrir leikarar.
Dagurinn var stórkostlegur í alla staði fyrir okkur öll enda ég í stuði og þar sem klukkan var orðin sex þegar myndin var búin, hún hófst náttúrulega klukkan þrjú, þá var bara farið og ekið og tekið og kíkt á Laugaveginn að sjá jólaljósin. Svo er veðrið yndislegt!
Ég þarf núna að halda áfram að skrifa ritgerð og ég ætla að reyna að klára sem mest sem fyrst því ég á inni djamm með Kára. Það var svo gaman hjá okkur síðast að við ætlum að endurtaka leikinn um leið og ég losna frá náminu (kannski fyrr he he)! Verð náttúrulega barnlaus næstu helgi!!
Dagurinn var stórkostlegur í alla staði fyrir okkur öll enda ég í stuði og þar sem klukkan var orðin sex þegar myndin var búin, hún hófst náttúrulega klukkan þrjú, þá var bara farið og ekið og tekið og kíkt á Laugaveginn að sjá jólaljósin. Svo er veðrið yndislegt!
Ég þarf núna að halda áfram að skrifa ritgerð og ég ætla að reyna að klára sem mest sem fyrst því ég á inni djamm með Kára. Það var svo gaman hjá okkur síðast að við ætlum að endurtaka leikinn um leið og ég losna frá náminu (kannski fyrr he he)! Verð náttúrulega barnlaus næstu helgi!!
laugardagur, nóvember 23, 2002
Góður dagur framundan augljóslega! Veðrið enn gott og Harry Potter bíður og Kringlan reyndar líka. Best að reyna að nýta tækifærið og fara með filmur í framköllun og skoða hvað er í boði fyrir jólin... maður er víst ekki alveg laus við að vilja gefa fólki jólagjafir. Við Linda vorum í þvílíku stuði hér í gærkvöldi. Hér var talað til útlanda, brætt vax, hitað te og poppað. Larissa leit við með henni líka í smá tíma en yfirgaf okkur fyrir miðnætti. Girnilegir karlmenn fundust líka á heimasíðum og meðal annars Jonny Lee Miller og Julian McMahon. Syndin með Julian (hann leikur meðal annars í Charmed og Profiler) er sú að hann er miklu flottari í mynd heldur en á mynd ef fólk getur skilið það. Hann er svo mikil fyrirsæta á myndunum. Kræstur. Best að benda á að Jonny litli var giftur Angelinu Jolie og var í bíómynd í gærkvöldi, með sama teymi og gerði bíómyndina The Final Cut, sem heitir Love, Honour and Obey.
Þeir redduðu algerlega kvöldinu.
Þeir redduðu algerlega kvöldinu.
föstudagur, nóvember 22, 2002
Frábært hvað svona gott veður getur haft góð áhrif á mann, kallar á að maður halda niður í bæ og fái sér kaffi. Reyndar erum við gellurnar í hagnýtu að fara að hittast á eftir með barnaskarann. Verður forvitnilegt að sjá hversu fjölmennt verður. Við eigum nefnilega flestar börn þó ekki séu nema tvær með fleiri en eitt... en nóg um það. Harry Potter hefur óskað eftir nærveru minni á morgun. Unnur Helga krefst þess að sjá myndina um helgina og tel ég það alveg við hæfi þar sem hún er mikill aðdáandi.
Svo sá ég líka að það verða aðrir Nick Cave tónleikar. Spurning hvort maður leggur á sig að standa í biðröð aftur????
Það kemur í ljós. Miðarnir verða ekki seldir fyrr en á þriðjudaginn næsta svo nægur tími til að hugsa það fram og til baka.
Svo sá ég líka að það verða aðrir Nick Cave tónleikar. Spurning hvort maður leggur á sig að standa í biðröð aftur????
Það kemur í ljós. Miðarnir verða ekki seldir fyrr en á þriðjudaginn næsta svo nægur tími til að hugsa það fram og til baka.
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Ég fann þetta í gamalli Viku:
VINIR OG KUNNINGJAR
Kunninginn segir til nafns þegar hann hringir. Vinurinn þarf þess ekki. (fer eftir því hvernig maður er stemmdur?)
Kunninginn byrjar á því að segja frá lífi sínu í smáatriðum. Vinurinn byrjar á að spyrja hvernig þú hafir það.
Kunninginn heldur að umkvartanir þínar séu nýjar af nálinni. Vinurinn veit að þú hefur tönnlast á þessu í 14 ár og segir þér að gera nú eitthvað í málinu.
Kunninginn hefur aldrei séð þig fella tár. Vinurinn er með axlir sínar blautar af tárum þínum.
Kunninginn veit ekki hvað foreldrar þínir heita fullu nafni. Vinurinn er með símanúmer foreldra þinna í dagbókinni sinni.
Kunninginn veit lítið um fjölskyldu þína. Vinurinn veit allt um heilsufar, mataræði og hjónabandserfiðleika hvers einasta ættingja þíns.
Kunninginn færir þér vínflösku þegar þú býður honum í mat. Vinurinn mætir snemma til að hjálpa þér að elda og verður eftir til að hjálpa þér með uppvaskið.
Kunninginn hringir í þig klukkan tíu að kvöldi til að spjalla. Vinurinn veit að þér er illa við að fólk hringi eftir klukkan níu á kvöldin.
Kunninginn vildi gjarnan vita meira um ástamál þín. Vinurinn veit svo mikið um þau að hann gæti beitt þig fjárkúgun.
Kunninginn hegðar sér eins og gestur á heimili þínu. Vinurinn opnar ísskápinn, setur fæturna upp í sófann, svarar maka þínum fullum hálsi og hastar á börnin þín.
Kunninginn álítur að vinskap ykkar sé lokið ef þið lendið í rifrildi. Vinurinn veit að rifrildi innsiglar vináttuna.
Skemmtileg pæling! Full einfölduð samt!
VINIR OG KUNNINGJAR
Kunninginn segir til nafns þegar hann hringir. Vinurinn þarf þess ekki. (fer eftir því hvernig maður er stemmdur?)
Kunninginn byrjar á því að segja frá lífi sínu í smáatriðum. Vinurinn byrjar á að spyrja hvernig þú hafir það.
Kunninginn heldur að umkvartanir þínar séu nýjar af nálinni. Vinurinn veit að þú hefur tönnlast á þessu í 14 ár og segir þér að gera nú eitthvað í málinu.
Kunninginn hefur aldrei séð þig fella tár. Vinurinn er með axlir sínar blautar af tárum þínum.
Kunninginn veit ekki hvað foreldrar þínir heita fullu nafni. Vinurinn er með símanúmer foreldra þinna í dagbókinni sinni.
Kunninginn veit lítið um fjölskyldu þína. Vinurinn veit allt um heilsufar, mataræði og hjónabandserfiðleika hvers einasta ættingja þíns.
Kunninginn færir þér vínflösku þegar þú býður honum í mat. Vinurinn mætir snemma til að hjálpa þér að elda og verður eftir til að hjálpa þér með uppvaskið.
Kunninginn hringir í þig klukkan tíu að kvöldi til að spjalla. Vinurinn veit að þér er illa við að fólk hringi eftir klukkan níu á kvöldin.
Kunninginn vildi gjarnan vita meira um ástamál þín. Vinurinn veit svo mikið um þau að hann gæti beitt þig fjárkúgun.
Kunninginn hegðar sér eins og gestur á heimili þínu. Vinurinn opnar ísskápinn, setur fæturna upp í sófann, svarar maka þínum fullum hálsi og hastar á börnin þín.
Kunninginn álítur að vinskap ykkar sé lokið ef þið lendið í rifrildi. Vinurinn veit að rifrildi innsiglar vináttuna.
Skemmtileg pæling! Full einfölduð samt!
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Það hlaut að koma að því! Ég er svo fátæk þessa dagana að ég hef ekki leyft mér að fara í litun eins oft og ég vildi og í morgun þegar ég var að greiða mér sá ég að nokkur hár í rótinni eru óvanalega ljós. Enda rótin nú orðin alveg 1 1/2 cm. Spurning hvort maður fari út í að lýsa sig upp bara svo þessi hvítu/gráu/silfruðu whatever hár sjáist síður?
þriðjudagur, nóvember 19, 2002
mánudagur, nóvember 18, 2002
Jæja, heimsótti hina yndislegu kasóléttu vinkonu mína hana Jóhönnu Bóel í dag. Skrýtið hvað hún er allt í einu svakalega mikil. En yndisleg samt að sjálfsögðu. Dóttir hennar og frænka mín eru vinkonur en eitthvað er vináttan í hættu þar sem frænka mín býr hjá mjög veikri móður sinni (andlega) og þjáist fyrir það. Virðist orðin góð í að henda fólki svo það geti ekki hent henni. Hún er bara 13 ára. Mér varð hugsað til konu sem er sökuð um sama hlut. Að hleypa fólki ekki að sér. Eiga erfitt með að kynnast fólki etc.etc. já sú kona er ég. Það er auðvitað betra að hætta sér ekki út í djúpu laugina ef möguleiki er á að maður drukkni! En auðvitað eru allar líkur á að maður skemmti sér bara konunglega þar. Og ég hef farið batnandi hvað þetta varðar. Ég hef tildæmis ekki þörf fyrir að öllum líki vel við mig. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ómögulegt. Exið mitt gerði það iðulega þegar við fórum út að láta eins og við værum ekki saman. Ég vildi kannski ekki hanga í honum en finnst alveg lágmarkskurteisi að skilja fólk ekki bara eftir eitt. Hann er svo ófeimin og algerlega sama um hvað öðrum finnst um hann og lætur bara vaða. Ég fílaði þetta við hann upp að vissu marki. Jú mér finnst aðlaðandi menn sem eru sjálfsöruggir og ófeimnir við að tala við fólk en þeir mega bara ekki gleyma að ég er líka til. Ég vildi gjarna fara meira út eins og ég sagði í gær en því miður virðist ég hafa verið einum of dugleg að halda vörninni uppi því mér bjóðast ekki of mörg tækifæri til. Það er ekki ætlun mín að halda fólki í fjarlægð. Ég er til að mynda alls ekki feimin. Þetta er bara svona ævaforn vörn hjá mér síðan ég var lítil og mátti aldrei vera með þegar hinir fóru út að leika. Því ég var yngri en hinar stelpurnar og aðeins nógu góð þegar engir aðrir voru á lausu. Það er ótrúlega skrýtið hvað svona situr í manni.
Var ekki alveg tilbúin að fara að sofa svo ég fór að reyna að finna útúr því afhverju gamla bloggið mitt finnst ekki ... fann ekki útúr því.
En gat bjargað því yfir í word skjal svo ég á það allavega til fyrir mig. Eins gott að enginn annar geti lesið þetta kjaftæði.
En nú er amilínið vonandi farið að virka og tími til að kúra. Átti svaka gott spjall við exið áðan. Hann er betri vinur en sambýlismaður það er á hreinu.
Við ræddum einmanaleikann og hvort mögulegt væri að maður misskildi tilfinningar þegar maður er einmana. En ég held að ég sé búin að afgreiða það alveg.
Ef svo væri þá ætti ég ekkert í vandræðum með að finna mér bara einhvern mann til að losa mig við einmanaleikann. Það er líka miklu auðveldar að jafna sig á tilfinningum ef manni finnst maður vera búin að reyna. Eins og með mig og exið. Við vorum svo sannarlega búin að rembast alveg svakalega við að láta hlutina ganga og því var auðveldara að sætta sig við að hlutirnir væru búnir. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að ég þarf að temja mér ákveðna siði eins og þolinmæði og jákvæðni og bla bla ... vandamálið mitt er að það er svo erfitt þegar maður er alltaf svona þreyttur að takast á við svoleiðis nokk. En þolinmæði er ekki og hefur aldrei verið mín sterka hlið. Hins vegar er ég ferlega sátt við hvað ég er búin að vera dugleg í mataræðinu... ég tala nú ekki um kókið og gula M&Mið sem ég datt í í kvöld.
En rúmið kallar á mig og svo er bara vinna vinna vinna framundan. Plís endilega kíkja í kaffi og veita mér andlega upplyftingu annars lagið. Takk.
En gat bjargað því yfir í word skjal svo ég á það allavega til fyrir mig. Eins gott að enginn annar geti lesið þetta kjaftæði.
En nú er amilínið vonandi farið að virka og tími til að kúra. Átti svaka gott spjall við exið áðan. Hann er betri vinur en sambýlismaður það er á hreinu.
Við ræddum einmanaleikann og hvort mögulegt væri að maður misskildi tilfinningar þegar maður er einmana. En ég held að ég sé búin að afgreiða það alveg.
Ef svo væri þá ætti ég ekkert í vandræðum með að finna mér bara einhvern mann til að losa mig við einmanaleikann. Það er líka miklu auðveldar að jafna sig á tilfinningum ef manni finnst maður vera búin að reyna. Eins og með mig og exið. Við vorum svo sannarlega búin að rembast alveg svakalega við að láta hlutina ganga og því var auðveldara að sætta sig við að hlutirnir væru búnir. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að ég þarf að temja mér ákveðna siði eins og þolinmæði og jákvæðni og bla bla ... vandamálið mitt er að það er svo erfitt þegar maður er alltaf svona þreyttur að takast á við svoleiðis nokk. En þolinmæði er ekki og hefur aldrei verið mín sterka hlið. Hins vegar er ég ferlega sátt við hvað ég er búin að vera dugleg í mataræðinu... ég tala nú ekki um kókið og gula M&Mið sem ég datt í í kvöld.
En rúmið kallar á mig og svo er bara vinna vinna vinna framundan. Plís endilega kíkja í kaffi og veita mér andlega upplyftingu annars lagið. Takk.
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Ég hitti vin minn í dag og við ræddum mikið um vináttuna meðal annars og erfiðleika fólks við að koma hreint fram. Ég er sannfærð um það að ég vil eiga fáa en góða vini. Fólk sem ég get reitt mig á og getur reitt sig á mig. Ég og Viktor, sá sem ég hitti í dag, ræddum meðal annars það hvernig lífi við vildum lifa og vorum nokkuð sammála um það að okkur finnst báðum mjög innantómt að djamma linnulaust enda gerum við það hvorugt. Eftir á fór ég að hugsa um þá sem eru að djamma mikið og fór að spá hvort ég væri þar með að dæma þá. Niðurstaðan var nei. Ég er viss um það að ef mér stæði til boða að djamma meira en ég gerði þá myndi ég gera það. Málið er að ég á enga vini á djamminu, allavega ekki vini sem bjóða mér með, og allir mínir vinir eru uppteknir í að vera fullorðnir með ábyrgð á fjölskyldum, íbúðarkaupum, börnum og mökum. Mér leiðist oft alveg rosalega um helgar og vildi gjarna fara út að skemmta mér og hitta fólk EN ég fer ekki ein út að skemmta mér. Ekki um að ræða. Svo meðan að ég hef enga að djamma með þá hentar mér að segja að það sé ekki fýsilegt fyrir mig. Auðvitað vil ég frekar fara út að skemmta mér heldur en að sitja ein heima. Þarna er aftur þessi spurning um vináttu og kunningsskap. Ég á til að mynda alls ekki auðvelt með að kynnast fólki og á þess vegna fáa en góða vini sem eru því miður á öðru plani en ég þessa mánuðina. Áður en ég skildi var þetta ekkert vandamál. Ég átti mann sem ég eyddi tíma með. Fjölskyldu sem ég hitti reglulega og vini sem voru í sömu aðstöðu og ég sem par. Ég skildi síðan og hlakkaði til að fara að djamma og skemmta mér og allt fór á annan veg. Núna er ég hér ári seinna. Allt enn í endalausri vitleysu. Ég skil ekkert upp né niður í neinu. Ég eyddi sumrinu nánast ein og jú jú það hefur verið gaman í skólanum og nóg að gera og eitthvað djamm en mig langar samt mest af öllu í eitthvað innihaldsríkt. Mig langar ekki að kynnast fullt af nýju fólki og fylla allt af kunningjum! Ég vil eiga vini sem þekkja mig og sækjast eftir félagsskap við mig. PUNKTUR.
Hmm, ég var að lesa um Beturokk og hversu umdeild skrif hennar þykja og flissa svolítið því ég hef alltaf átt mér þann draum að verða rithöfundur, að geta skrifað en afþví að ég þori því ekki þá blogga ég bara. En ég ákvað að byrja að skrifa áðan. Og ég byrjaði að skrifa. Ég fékk hugmyndina áðan þegar ég fór út í búð og rigningin/slyddan fyrirgefið vakti upp minningu og það kom setning upp í huga minn sem ég ákvað að byrja söguna á. Þetta verður bara smásaga, kannski örsaga, en mér finnast skemmtilegar svoleiðis sögur. Eins og Lakkrísgerðin eftir Óskar Árna Óskarsson sem eru svona örsögur en flokkast sem ljóðabók. Það má líka kalla þetta minningarbrot. Ekkert ólíkt þeim sem ég skrifaði í vikunni. Setningin sem ég fékk upp í hugann áðan og sagan mín byrjar á er “stúlkan opnaði augun og áttaði sig á því að hún var að gráta.”
fimmtudagur, nóvember 14, 2002
fékk nett mömmusjokk áðan... það er vinkona mín sem á son í sama bekk og Unnur er var að spyrja mig um það varðandi bekkjarskemmtun barnanna sem er seinna í dag... hvort ég vissi hvaða hlutverk hún léki og minntist eitthvað á veitingarnar sem við eigum að koma með... við erum semsagt afskaplega nútímalegar og ætluðum bara að skella okkur í búðina og kaupa svona í plasti eitthvað ... ég hins vegar vissi ekki einu sinni hvaða hlutverk dóttir mín færi með í leikritinu "Mjallhvít og dvergarnir tólf", það má víst breyta aðeins þegar það eru 22 í bekknum, en hún semsagt leikur dýr og það er "geggjað erfitt" afþví að dýrin þurfa að vera á sviðinu allan tímann... síðan gerðist ég súpermamma og aðstoðaði dömuna við að baka Muffins dverganna sjö úr hinni stórmerku Matreiðslubók mín og Mikka... maður setti náttúrulega bökunartónlist á og Dionne Warwick sings the Bacharach & David songbook varð fyrir valinu og Unnur alveg að fíla þetta í tætlur. Takk Jonni fyrir góðan disk!
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Mér barst fyrirspurn í gestabókina mína um það hvað ég meinti með Atlavík.
Það var semsagt Atlavík sem útihátíðin var kennd við sem ég fór á þegar ég var aðeins 12 ára. Ég fór einnig á síðustu alvöru útihátíðina í Atlavík 1988 en þá fórum við Íris saman á Vopnafjörð og í Atlavík. Ég vil samt taka það fram að þetta er ekki sama Íris og ég ræddi um í tengslum við Vopnafjörð í blogginu mínu í fyrradag.
Jamm eins og ég sagði þá missti ég sakleysið á Vopnafirði. Ég byrjaði hinsvegar aðeins að reykja þar sem ég gerði aftur hlé á meðan ég lauk barnaskóla en að drekka og að ríða beið enn betri tíma. Sem betur fer!!!
Það var semsagt Atlavík sem útihátíðin var kennd við sem ég fór á þegar ég var aðeins 12 ára. Ég fór einnig á síðustu alvöru útihátíðina í Atlavík 1988 en þá fórum við Íris saman á Vopnafjörð og í Atlavík. Ég vil samt taka það fram að þetta er ekki sama Íris og ég ræddi um í tengslum við Vopnafjörð í blogginu mínu í fyrradag.
Jamm eins og ég sagði þá missti ég sakleysið á Vopnafirði. Ég byrjaði hinsvegar aðeins að reykja þar sem ég gerði aftur hlé á meðan ég lauk barnaskóla en að drekka og að ríða beið enn betri tíma. Sem betur fer!!!
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
mánudagur, nóvember 11, 2002
Var að hugsa um að tala um sumarið 1985 þegar ég var 12 ára og tapaði sakleysinu á Vopnafirði, veit ekki alveg hvað skal segja. Get þó sagt það að þetta sumar lærði ég hvað orðið brundur þýddi, þó að enn liði nokkur tími þar til ég sæi slíkan vökva. Ég lærði líka hvað bláedrú þýddi og við stelpurnar leigðum Sidney Sheldon út á Esso-stöð og horfðum á Blóðbönd í vídeóinu heima hjá ömmu og afa Írisar. Ég sá LiveAid í sjónvarpinu á Vopnafirði og Allo allo! var enn mjög vinsæll. "Listen very carefully, I will say this only once." Við fórum á bakvið kaupfélagið og reyktum og Dísa?, mig minnir að hún hafi heitið Dísa, gat farið í splitt standandi. Ég finn núna lyktina sem var niður á höfn. Það fyrsta sem ég sá þegar við keyrðum inn í bæinn voru frændur mínir tveir sem bjuggu á Vopnafirði og voru þá líklega 7 og 8 ára, þeir lágu á götunni og voru að drekka úr drullupolli. Ég var hjá bróðir hennar mömmu, honum Tedda, og konunni hans, henni Hönnu Stínu. Þau búa núna í Vestmannaeyjum. Þetta sumar fór ég líka í fyrsta sinn á útihátíð. Skrýtið það er alveg stolið úr mér hvað hún hét en hún var í Hallormsstaðaskógi. Ekki veit ég enn hvernig stóð á því að mér var hleypt þangað. Stuðmenn voru að spila. Ég var alltaf með eldri krökkum kannski var það ástæðan. Við vorum fjórar saman í tjaldi að mig minnir. Tvær sáust lítið. Man að Maggi Boggu var að spila í hljómsveitakeppninni og hljómsveitin hét Grandmaster gámur and the umpalumpas. Kalli og súkkalaðiverksmiðjan var nefnilega vinsæl teiknimyndasería byggð á sögu eftir Roal Dahl og var í sjónvarpinu á laugardögum þetta sumar. Linda Pé var ekki enn orðin ungfrú heimur og satt að segja man ég ekki eftir henni þarna. En strákar voru kenndir við móður sína. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér um daginn þar sem stórmyndin Cujo var í sjónvarpinu en við stelpurnar vorum nefnilega of hræddar til að horfa á hana en hún var vinsæl í útláni á Esso stöðinni. Ég horfði reyndar ekki á hana núna heldur.
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Ég er of þreytt til að læra en ekki nógu þreytt til að fara að sofa svo ég ligg bara hér og læt mér leiðast. Ég fór að hugsa um að fá mér popp og glápa á eitthvað... fór þá að hugsa um hvað maður getur verið skrýtinn og ég hreinlega varð að blogga um það. Sko þannig er mál með vexti að ég elska popp. Ég verð alltaf að eiga popp inn í skáp. Ekki það að ég fái mér popp á hverjum degi en mér líður betur bara með að vita að það er þarna til staðar þegar ég þarfnast þess. Ég held að svoleiðis sé ástin. Kannski svolítið ýkt myndlíking en samt. Þegar maður elskar einhvern þá vill maður vita af honum í lífi sínu, að hann sé alltaf til staðar þó hann sé ekki alltaf á staðnum. Munurinn á góðum vin og einhverjum sem maður elskar held ég líka að sé þessi. Vinir koma og fara, en þegar þeir eru hjá manni líður manni vel og það er notalegt að hittast og spjalla. Þegar maður elskar einhvern, þá fyllist hjarta manns hlýju bara við það eitt að sitja á móti henni(manneskjunni sko) og drekka kaffi, maður vakir sjálfur og horfir á hana sofa, mann langar til að snerta hana og taka utan um hana, strjúka hár hennar eða vanga, eða bara snerta handlegginn létt. Ég er ekki að tala um kynferðislega snertingu, því maður finnur þessa löngun til að snerta börnin sín líka. Að vera góður við einhvern. Bara nærveran, eins og þetta með að vita af poppinu upp í skáp, veitir manni hamingju. Þó að manneskjan fari í burtu þá veit maður að hún kemur aftur. Það eru allir hversdagslegu hlutirnir sem verða fallegir og yndislegir bara að því að maður er ástfanginn og maður veit að maður er elskaður til baka.
Versta er að þegar ekkert er til poppið líður mér illa. Spurning hvort ég myndi ekki komast yfir það með tímanum ef ég fengi ekki framar popp. Það væri erfitt í fyrstu en það vendist og fyrr en seinna væri ég kannski bara farin að eiga alltaf til kartöflustrá. Held að því sé eins farið með ástina. Ég veit samt ekki hvað gerðist ef mér byðist aftur popp?!?
Versta er að þegar ekkert er til poppið líður mér illa. Spurning hvort ég myndi ekki komast yfir það með tímanum ef ég fengi ekki framar popp. Það væri erfitt í fyrstu en það vendist og fyrr en seinna væri ég kannski bara farin að eiga alltaf til kartöflustrá. Held að því sé eins farið með ástina. Ég veit samt ekki hvað gerðist ef mér byðist aftur popp?!?
Ég finn það að ég sakna þess að hafa einhvern til að fara að versla með. Ég elska mat en ég nenni ekki að elda fyrir mig eina. Jú ég á börn, en þau kunna ekki að meta mjög flókna eldamennsku og dóttir mín borðar ekki einu sinni grænmeti. HRÆÐILEGT. En ég sakna þess stundum að láta elda fyrir mig!! Það er alltof sjaldan sem mér er boðið í mat eitthvert : (
Nei nú er ég alltof þreytt og held að ég ætti að fara snemma að sofa. Nú eru Will og Grace að byrja á Skjá einum og það er skemmtilegt.
Nei nú er ég alltof þreytt og held að ég ætti að fara snemma að sofa. Nú eru Will og Grace að byrja á Skjá einum og það er skemmtilegt.
Sumarið 1984 var ég 11 ára, þetta var síðasta sumarið mitt í fullkomnu sakleysi. Í hausnum hljómar “Make Me Smile” sem Duran Duran fluttu og lagið “Seasons in the sun” og ég er stödd í Húsafelli í sumarbústað. Það getur vel verið að þessi lög hafi alls ekki hljómað þetta sumar en í myndinni í hausnum heyri ég “come back and see me, make me smile” með tilheyrandi tónlist en textinn er kannski ekki heldur réttur en ég var bara 11 ára. Ég týndi gleraugunum mínum þetta sumar, þá sá ég betur en nú. Við fórum í ferð til að skoða Surtshelli og þegar við komum út var birtan svo mikil að ég tók af mér gleraugun og lagðist í sólbað. Svo stóð ég upp og gekk í burtu og bara skildi gleraugun eftir. Það er til mynd af mér frá þessari viku og á henni ligg ég í neðri koju og er að lesa rosalega þykka bók sem hét hinu frábæra nafni “Kólumbella”. Ég er í grænum buxum sem eru ekki smekkbuxur en samt með eins og hálfgerðum axlaböndum og það er blátt inn í vösunum og svo er ég í hvítri peysu, sem gæti verið úr angóru og það eru blá blóm á henni niður aðra hliðina. Ég hef ekki skoðað þessa mynd í mörg ár en hún er alveg ljóslifandi í huga mínum. Ég var þarna með Agnesi litlu frænku og hennar fjölskyldu, Sirrý og Gunna og litla Róbert sem er núna orðin 19 ára og er ekki sérlega lítill, og Dagga systir var líka með. Bústaðurinn var alveg innst í horni og það er klettur fyrir ofan hann. Ég vildi gjarna fara þarna og leita að honum ... athuga hvort minningin er rétt. Veðrið var líka alveg yndislegt alla vikuna. Eða er það bara í minningunni líka... næsta sumar fór ég á Vopnafjörð og týndi sakleysinu.
laugardagur, nóvember 09, 2002
Maður getur nú verið ótrúlega ringlaður í hausnum, hamingjusamur og óhamingjusamur á sama tíma, og ruglaður í því hvað er rétt og ekki rétt. Hvernig á maður að haga sér við ákveðnar aðstæður. Það er alltaf nærtækast að sakast við aðra, þeir hefður frekar átt þetta og hitt, ef hann/hún hefði bara gert svona eða sagt svona. En ef er hættulegt orð. Maður breytir ekki því sem er orðið en maður getur haft áhrif á það sem verður ... eins og góð bæn segir:
Guð, gefðu mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt OG
VIT til að greina þar á milli.
Það er nú þetta með vitið sem er erfiðast. BROS. En þetta er satt. Maður á að fagna hverjum degi fyrir það sem hann færir manni. Fagna hverjum degi sem maður vaknar og sér ennþá, heyrir og getur hreyft sig. Fagna því að vera lifandi og finna til. Og sætta sig við að maður hefur ekki alltaf fulla stjórn á öllu. Svo ég vitni í góðan vin minn, "maður getur ekki alltaf haft stjórn á hlutunum eða hvað?"
Guð, gefðu mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt OG
VIT til að greina þar á milli.
Það er nú þetta með vitið sem er erfiðast. BROS. En þetta er satt. Maður á að fagna hverjum degi fyrir það sem hann færir manni. Fagna hverjum degi sem maður vaknar og sér ennþá, heyrir og getur hreyft sig. Fagna því að vera lifandi og finna til. Og sætta sig við að maður hefur ekki alltaf fulla stjórn á öllu. Svo ég vitni í góðan vin minn, "maður getur ekki alltaf haft stjórn á hlutunum eða hvað?"
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Something's gotten hold of my heart - Keeping my soul and my senses a part - Something's gotten into my life - Cutting it's way through my dreams like a knife
Turning me up, and turning me down - Making me smile, and making me frown - In a world that was small - I once lived in a time that was peace and no troubles at all - But then you came my way - And a feeling unknown shook my heart, made me want you to stay - All of my nights, and all of my days - (yeah I gotta tell you now) - Something's gotten hold of my hand - Dragging my soul to a beautiful land - Yeah, something has invaded my night - Painting my sleep with a colour so bright - Changing the grey, and changing the blue - Scarlet for me, and scarlet for you
I got to know if this is the real thing - I got to know it's making my heart sing - Wo-hoo-o-ye-e-e-e-e e - You smile and I am lost for a lifetime - Each minute spent with you is the right time - Every hour, every day - You touch me and my mind goes astray, yeah - Baby, baby
Something's gotten hold of my hand - Dragging my soul to a beautiful land - Something has invaded my night - Painting my sleep with a colour so bright - Changing the grey, and changing the blue - Scarlet for me, and scarlet for you
Turning me up, and turning me down - Making me smile, and making me frown - In a world that was small - I once lived in a time that was peace and no troubles at all - But then you came my way - And a feeling unknown shook my heart, made me want you to stay - All of my nights, and all of my days - (yeah I gotta tell you now) - Something's gotten hold of my hand - Dragging my soul to a beautiful land - Yeah, something has invaded my night - Painting my sleep with a colour so bright - Changing the grey, and changing the blue - Scarlet for me, and scarlet for you
I got to know if this is the real thing - I got to know it's making my heart sing - Wo-hoo-o-ye-e-e-e-e e - You smile and I am lost for a lifetime - Each minute spent with you is the right time - Every hour, every day - You touch me and my mind goes astray, yeah - Baby, baby
Something's gotten hold of my hand - Dragging my soul to a beautiful land - Something has invaded my night - Painting my sleep with a colour so bright - Changing the grey, and changing the blue - Scarlet for me, and scarlet for you
Þann 26.október síðastliðinn var ég búin að búa ein í heilt ár. Það er ótrúlegt að hugsa til þess því það var rosalegt atriði fyrir mig að vera ein í eitt ár. Og ég sé ekki eftir því þrátt fyrir að hafa þurft að færa ákveðnar fórnir. Ég upplifði mig eitthvað svo ferlega hamingjusama í kvöld. Ég var semsagt á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur og það var einhvernveginn bæði hundleiðinlegt og skemmtilegt... ég tók viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Guðlaug Þór og á reyndar að vera að skrifa greinina núna en er einhvernveginn ekki að finna mig í því alveg strax en það kemur. En allavega þegar ég labbaði útúr Ráðhúsinu rétt fyrir klukkan 9 í kvöld þá var alveg yndislegt veður og ég var alveg örmagna af þreytu og hamingjusöm!!! Þrátt fyrir allt þá upplifði ég hamingju bara þarna í smástund... ég labbaði aðeins um bæinn áður en ég fór að sækja Óðin og ég andvarpa bara.
Mér varð líka hugsað til þess hversu fáránlegar tilfinningar manns geta verið. Ég hef til dæmis aldrei verið sérlega afbrýðisöm manneskja en nú nýverið upplifði ég alveg hrikalega afbrýðisemi og mikið rosalega var það óþægilegt en það sannaði líka svolítið fyrir mér. Ég get ekki verið vinur manns sem ég ber tilfinningar til því ég þoli það ekki að vera bara vinur... því er ég hamingjusöm núna ... ég er hamingjusöm með það að eiga aldrei eftir að vera vinur manns sem ég er hrifin af en ég ætla líka ekki að reyna að hafa hann sem hluta af lífi mínu því þá verð ég óhamingjusöm. Með því að útiloka hann get ég haldið áfram. Þetta er svolítið eins og að ætla að hætta að borða eitthvað sem manni þykir gott, þú verður að forðast fæðuna og ekki velta þér upp úr henni. Svo að með tímanum hættir manni að finnast fæðan góð og með tímanum lognast tilfinningar manns útaf. Vonandi. En til þess að eiga möguleika á að halda áfram verður maður að gera upp og halda áfram. Eins og ég sagði við vin minn á MSN hérna um kvöldið, þá er ég alveg handviss um að hamingjan bíður mín handan við hornið og þess vegna verð ég að hætta að spóla í sama farinu og halda áfram. Auðvitað er ég hundfúl yfir þessu líka en ég ætla ekki að sjá öðrum fyrir egótrippi, þá er ég að sýna sjálfri mér óvirðingu. Djöfull get ég pælt í þessum málum maður en það er líka ótrúlegt að á þessu rétt rúma ári síðan ég skildi er ég búin að fara í gegnum annað eins.
En eins og ég fann út, og bloggaði um á sunnudaginn, þá langar mig að eignast hugaðan mann, mann sem þorir að takast á við lífið og hann á ég greinilega eftir að finna.
Ég er ekkert bitur neitt sko (auðvitað er ég bitur), mér finnst bara alveg fáránlegt hvað þetta er mikill skrípaleikur að vera á lausu. Svo líður mér bara eins og þegar ég var unglingur og langaði bara til að keyra framhjá húsinu hjá einhverjum sætum strák í von um að sjá glitta í hann nema núna þorði ég loks að banka upp á og spyrja hvort ég mætti koma inn og mér líður svolítið einsog mér hafi verið haldið í dyrunum í hálftíma og svo hent út. En ég á betra skilið og því segi ég eins og stúlkan sagði í ameríska þættinum um daginn;
Romance is dead; long live romance.
En eins og ég sagði þá er ég samt hamingjusöm því ég er það sem ég er og ég er sátt við það.
Mér varð líka hugsað til þess hversu fáránlegar tilfinningar manns geta verið. Ég hef til dæmis aldrei verið sérlega afbrýðisöm manneskja en nú nýverið upplifði ég alveg hrikalega afbrýðisemi og mikið rosalega var það óþægilegt en það sannaði líka svolítið fyrir mér. Ég get ekki verið vinur manns sem ég ber tilfinningar til því ég þoli það ekki að vera bara vinur... því er ég hamingjusöm núna ... ég er hamingjusöm með það að eiga aldrei eftir að vera vinur manns sem ég er hrifin af en ég ætla líka ekki að reyna að hafa hann sem hluta af lífi mínu því þá verð ég óhamingjusöm. Með því að útiloka hann get ég haldið áfram. Þetta er svolítið eins og að ætla að hætta að borða eitthvað sem manni þykir gott, þú verður að forðast fæðuna og ekki velta þér upp úr henni. Svo að með tímanum hættir manni að finnast fæðan góð og með tímanum lognast tilfinningar manns útaf. Vonandi. En til þess að eiga möguleika á að halda áfram verður maður að gera upp og halda áfram. Eins og ég sagði við vin minn á MSN hérna um kvöldið, þá er ég alveg handviss um að hamingjan bíður mín handan við hornið og þess vegna verð ég að hætta að spóla í sama farinu og halda áfram. Auðvitað er ég hundfúl yfir þessu líka en ég ætla ekki að sjá öðrum fyrir egótrippi, þá er ég að sýna sjálfri mér óvirðingu. Djöfull get ég pælt í þessum málum maður en það er líka ótrúlegt að á þessu rétt rúma ári síðan ég skildi er ég búin að fara í gegnum annað eins.
En eins og ég fann út, og bloggaði um á sunnudaginn, þá langar mig að eignast hugaðan mann, mann sem þorir að takast á við lífið og hann á ég greinilega eftir að finna.
Ég er ekkert bitur neitt sko (auðvitað er ég bitur), mér finnst bara alveg fáránlegt hvað þetta er mikill skrípaleikur að vera á lausu. Svo líður mér bara eins og þegar ég var unglingur og langaði bara til að keyra framhjá húsinu hjá einhverjum sætum strák í von um að sjá glitta í hann nema núna þorði ég loks að banka upp á og spyrja hvort ég mætti koma inn og mér líður svolítið einsog mér hafi verið haldið í dyrunum í hálftíma og svo hent út. En ég á betra skilið og því segi ég eins og stúlkan sagði í ameríska þættinum um daginn;
Romance is dead; long live romance.
En eins og ég sagði þá er ég samt hamingjusöm því ég er það sem ég er og ég er sátt við það.
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Ég komst að því í kvöld að það býr í alvöru fólk í Mosfellsbæ. Ég fór meira að segja inn í hús þar...myndi líklega ekki rata þangað aftur. En mjög áhugavert að skoða brjóstahaldara, leirmuni, gull og sokkabuxur. Keypti BARA sokkabuxur! Hefði kannski keypt annað ef ekki hefði verið fyrir það að við Óðinn Harri fórum í búðir fyrr í dag og komum heim með (úr IKEA) nýtt sturtuhengi 1490 kr, sósuhrærara úr plasti 90 kr. (sem má fara í teflonpotta og nær alveg í hliðarnar), eldhúsáhöld handa Óðni kr.490 (verður að styðja við matargerðarmanninn í honum) og svo kók og pylsur fyrir 2 sem kostaði 398 kr. Einnig keyptum við flísar (í Álfaborg) fyrir 375 kr. (vantaði 11 upp á að geta klárað en í fyrramálið kemur einhleypur flísari að klára fyrir mig eldhúsið), en sko ferðin endaði í B.T. þar sem ég keypti handfrjálsan búnað fyrir gsm kr.1599 (hinn var ónýtur og ég þarf allltaf svo mikið að hringja þegar ég er í bíl), síma kr.2490 (ódýran borðsíma því það heyrist ekkert í einum síma í þessarri stóru íbúð) og Spiderman-dvd útgáfuna kr. 3299. Ég meina ég hefði hvort eð er endað með að taka hana fyrir krakkana svo oft að þetta svarar alveg kostnaði. Eina sem mig vantar núna (fyrir utan allt hitt) er smásía á nýja símann svo ég geti talað í hann því það suðar rosalega á línunni útaf ADSL-inu mínu. Og nei ég er ekki shopaholic!!! En get bent á skemmtilegar bækur um eina slíka hér. Ég á reyndar tvær fyrstu.
Jæja eiginlega veitir mér ekkert af því að fara bara að sofa. Unnur tók upp á því að ætla að mæta í skólann klukkan 00.30 í nótt en ég sendi hana aftur upp í rúm auðvitað. Svo snemma morguns byrjaði vekjaraklukka að hringja inni hjá henni. Ég vissi að ég hafði stillt mína á 7 og hún var ekki búin að hringja svo ég staulaðist fram úr eftir um það bil 10 mínútur og jú slökkti á klukkunni hjá Unni og klukkan var 06.10. Henni datt semsagt í hug að vakna klukkan 06.00. Henni dettur það ekki í hug aftur. Nú ég skreiddist aftur upp í rúm og hugsaði um að ég mætti kúra í 50 mínútur enn áður en mín myndi hringja. Vaknaði klukkan 08.10 við dyrabjölluna. Auðvitað var ég margoft búin að rumska og hugsa um að vakna en klukkan var ekki búin að hringja og ég þráði hvíld. HMMMMM, mín bara gleymdi að stilla, eða réttara ég stillti bara ekki nógu vel. Þetta var semsagt í annað sinn síðan í haust sem ég sef yfir mig. Ég er því samt ósköp þakklát að eiga börn sem geta sofið út.
Jæja eiginlega veitir mér ekkert af því að fara bara að sofa. Unnur tók upp á því að ætla að mæta í skólann klukkan 00.30 í nótt en ég sendi hana aftur upp í rúm auðvitað. Svo snemma morguns byrjaði vekjaraklukka að hringja inni hjá henni. Ég vissi að ég hafði stillt mína á 7 og hún var ekki búin að hringja svo ég staulaðist fram úr eftir um það bil 10 mínútur og jú slökkti á klukkunni hjá Unni og klukkan var 06.10. Henni datt semsagt í hug að vakna klukkan 06.00. Henni dettur það ekki í hug aftur. Nú ég skreiddist aftur upp í rúm og hugsaði um að ég mætti kúra í 50 mínútur enn áður en mín myndi hringja. Vaknaði klukkan 08.10 við dyrabjölluna. Auðvitað var ég margoft búin að rumska og hugsa um að vakna en klukkan var ekki búin að hringja og ég þráði hvíld. HMMMMM, mín bara gleymdi að stilla, eða réttara ég stillti bara ekki nógu vel. Þetta var semsagt í annað sinn síðan í haust sem ég sef yfir mig. Ég er því samt ósköp þakklát að eiga börn sem geta sofið út.
mánudagur, nóvember 04, 2002
sunnudagur, nóvember 03, 2002
R E S P E C T - Ég vel það að bera virðingu fyrir sjálfri mér.
Bloggið hennar Lindu vakti mig til umhugsunar.
Ég veit hvað ég vil, pottþétt. Ég er ánægð í náminu og það gengur vel. Ég er ánægð með heimilið mitt. Ég á yndisleg börn sem eru heilbrigð og dugleg. Ég á skilningsríka fjölskyldu og vini sem styðja mig þegar á brattann sækir. Ég er í fyrsta skipti fullkomlega ánægð með sjálfa mig og það sem ég er að gera. Ég veit að ég vil mann sem styður mig og virðir mig og óttast ekki að takast á við erfiðleikana. Mann sem tekur afstöðu með mér en ekki á móti mér. Mann sem setur mig í fyrsta sæti á eftir sjálfum sér og elskar mig að sjálfsögðu. Ég vil mann sem ÉG elska útaf lífinu og ber virðingu fyrir. Ég vil mann sem er sáttur við sjálfan sig og það sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég vil mann sem ég get verið eðlileg með þar sem ég þarf ekki að passa hvað ég segi og geri. Mann sem er sjálfstæður en fús til að vera hluti af fjölskyldu. Ég veit að enginn maður er fullkominn ekki frekar en ég. Ég hef hins vegar engan áhuga á því að láta spila með mig og nota mig til að gera aðra afbrýðisama. Ég á betra skilið. Ég á ekkert nema gott skilið. Ég vil jafningja.
Ég vel að bera ábyrgð á mínum tilfinningum og neita að bera ábyrgð á tilfinningum annarra. Eins og segir hér efst á síðunni minni, "Courage comes by being brave; fear comes by holding back. " Það tók ótrúlegt hugrekki að horfast í augu við tilfinningar mínar og að gera öðrum það ljóst hverjar þær eru.
Ég sé ekki eftir því. En núna get ég sagt einmitt að ég hef sannað hugrekki mitt og ég neita að vera hrædd. Hræðslan tekur frá manni upplifanir. Þetta er eins og þegar maður er skotinn í einhverjum og þorir ekki að hringja og bjóða honum út. Hvernig getur maður vitað hvort hann vill mann eða ekki ef maður þorir ekki að spyrja?? Maður verður alltaf að taka áhættur í lífinu til að fá það sem maður vill. Sumt er hreinlega áhættunnar virði. Maður kemst náttúrulega ekki sársaukalaust í gegnum lífið og það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari eins og ég hef sagt áður.
Ég veit það alla vega núna að ég er fær um að verða ástfangin og það er mikils virði og einhver á einhverntíma eftir að njóta góðs af því.
Bloggið hennar Lindu vakti mig til umhugsunar.
Ég veit hvað ég vil, pottþétt. Ég er ánægð í náminu og það gengur vel. Ég er ánægð með heimilið mitt. Ég á yndisleg börn sem eru heilbrigð og dugleg. Ég á skilningsríka fjölskyldu og vini sem styðja mig þegar á brattann sækir. Ég er í fyrsta skipti fullkomlega ánægð með sjálfa mig og það sem ég er að gera. Ég veit að ég vil mann sem styður mig og virðir mig og óttast ekki að takast á við erfiðleikana. Mann sem tekur afstöðu með mér en ekki á móti mér. Mann sem setur mig í fyrsta sæti á eftir sjálfum sér og elskar mig að sjálfsögðu. Ég vil mann sem ÉG elska útaf lífinu og ber virðingu fyrir. Ég vil mann sem er sáttur við sjálfan sig og það sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég vil mann sem ég get verið eðlileg með þar sem ég þarf ekki að passa hvað ég segi og geri. Mann sem er sjálfstæður en fús til að vera hluti af fjölskyldu. Ég veit að enginn maður er fullkominn ekki frekar en ég. Ég hef hins vegar engan áhuga á því að láta spila með mig og nota mig til að gera aðra afbrýðisama. Ég á betra skilið. Ég á ekkert nema gott skilið. Ég vil jafningja.
Ég vel að bera ábyrgð á mínum tilfinningum og neita að bera ábyrgð á tilfinningum annarra. Eins og segir hér efst á síðunni minni, "Courage comes by being brave; fear comes by holding back. " Það tók ótrúlegt hugrekki að horfast í augu við tilfinningar mínar og að gera öðrum það ljóst hverjar þær eru.
Ég sé ekki eftir því. En núna get ég sagt einmitt að ég hef sannað hugrekki mitt og ég neita að vera hrædd. Hræðslan tekur frá manni upplifanir. Þetta er eins og þegar maður er skotinn í einhverjum og þorir ekki að hringja og bjóða honum út. Hvernig getur maður vitað hvort hann vill mann eða ekki ef maður þorir ekki að spyrja?? Maður verður alltaf að taka áhættur í lífinu til að fá það sem maður vill. Sumt er hreinlega áhættunnar virði. Maður kemst náttúrulega ekki sársaukalaust í gegnum lífið og það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari eins og ég hef sagt áður.
Ég veit það alla vega núna að ég er fær um að verða ástfangin og það er mikils virði og einhver á einhverntíma eftir að njóta góðs af því.
fimmtudagur, október 31, 2002
Talandi um klám. Ég kíkti aðeins inn á Elvis2 og verð að segja að hann er helvíti góður penni, annað en þessi Blíða sem mætti hressa aðeins upp á íslensku kunnáttu sína.
Annars er ég búin að vera slæm í bakinu og náði ekki að vinna frétt fyrir morgundaginn... fyrsta sinn sem ég klikka ... ansk..
En það verður alveg nóg að gera um helgina... vei ritgerð um klámmynd, með Cicciolinu og John Holmes. En myndin er síðan 1987 og er viðbjóðslega hallærisleg og svo fleira...
En fingurnir á mér eru ekki að virka núna svo best að eyða þeim ekki í þetta pikk...
ætla að sækja vin minn út á flugvöll á morgun og kíkja í Bláa lónið ... vonandi gefur það mér orku fyrir helgina.
Annars er ég búin að vera slæm í bakinu og náði ekki að vinna frétt fyrir morgundaginn... fyrsta sinn sem ég klikka ... ansk..
En það verður alveg nóg að gera um helgina... vei ritgerð um klámmynd, með Cicciolinu og John Holmes. En myndin er síðan 1987 og er viðbjóðslega hallærisleg og svo fleira...
En fingurnir á mér eru ekki að virka núna svo best að eyða þeim ekki í þetta pikk...
ætla að sækja vin minn út á flugvöll á morgun og kíkja í Bláa lónið ... vonandi gefur það mér orku fyrir helgina.
þriðjudagur, október 29, 2002
Það er nú til lítils að setja inn svaðalega flotta gestabók ef enginn vill skrifa neitt í hana, bú hú. Jonninn bara komin til Frakklands. Ég ætla rétt að vona að hann bloggi eitthvað skemmtilegt um för sína þangað. Forvitni manns er alltaf svo mikil að maður verður hálf pirraður þegar fólk hættir að blogga og gægjuþörf manns er ekki svalað.
Og veturinn er kominn og ég dóninn sá arna fljót á vetrardekkin og segi bara skítt með malbikið. Æ ef ég ætti ekki blessuð börnin þá myndi ég nú spara bílinn meira en ég er ekki meiri ofurhetja en það að ég þarfnast bílsins til að fljúga á milli staða.
Mamma er bara eiturhress, guði sé lof. Hún er náttúrulega hörkukona (eins og dóttirin er að sjálfsögðu líka) og það mætti halda að hún hefði bara aldrei gert annað en að láta fjarlægja brjóst. Vonum bara að það komi ekki að því aftur hjá henni samt.
Hmm, skólinn bla bla gengur nokk vel. Og mér til mikillar ánægju verð ég komin í jólafrí eftir 12.00 þann 10. desember. Þvílík sæla.
En þangað til þá er það bara harkan sex og ekkert slór... hmm, hmm sjúkraþjálfarinn minn minnti mig reyndar á það í dag að muna að hvílast....
ég á bara eftir 2 tíma hjá henni og það er bara jákvætt, fjárhagslega séð allavega.
Og veturinn er kominn og ég dóninn sá arna fljót á vetrardekkin og segi bara skítt með malbikið. Æ ef ég ætti ekki blessuð börnin þá myndi ég nú spara bílinn meira en ég er ekki meiri ofurhetja en það að ég þarfnast bílsins til að fljúga á milli staða.
Mamma er bara eiturhress, guði sé lof. Hún er náttúrulega hörkukona (eins og dóttirin er að sjálfsögðu líka) og það mætti halda að hún hefði bara aldrei gert annað en að láta fjarlægja brjóst. Vonum bara að það komi ekki að því aftur hjá henni samt.
Hmm, skólinn bla bla gengur nokk vel. Og mér til mikillar ánægju verð ég komin í jólafrí eftir 12.00 þann 10. desember. Þvílík sæla.
En þangað til þá er það bara harkan sex og ekkert slór... hmm, hmm sjúkraþjálfarinn minn minnti mig reyndar á það í dag að muna að hvílast....
ég á bara eftir 2 tíma hjá henni og það er bara jákvætt, fjárhagslega séð allavega.
mánudagur, október 28, 2002
Ég er farin að hafa áhyggjur af öllu þessu klámi sem ég er að horfa á og heyra um. Það er, hvaða áhrif þetta hefur á mig. Það er spurning hvað er viðeigandi og óviðeigandi að ræða um hér en það er eitt sem víst er og það er að ég virðist frekar frjálslynd og allt þetta klám er ekki hollt fyrir konu án karlmanns.
Fór að sjá Ron Jeremy á fimmtudaginn og ókei allt í lagi að sjá myndina en mér fannst það frekar óviðeigandi að standa upp og hylla hann sem þjóðhetju. En fín skemmtun!!!
Fór að sjá Ron Jeremy á fimmtudaginn og ókei allt í lagi að sjá myndina en mér fannst það frekar óviðeigandi að standa upp og hylla hann sem þjóðhetju. En fín skemmtun!!!
fimmtudagur, október 24, 2002
miðvikudagur, október 23, 2002
Ég mundi allt í einu eftir þessu:
og þetta án þess að ætla að vera með einhver harmakvein þá er þetta alveg satt og er mjög góð áminning til allra:
gefðu því frelsi
ef það kemur aftur til þín
er það þitt
ef ekki
þá var það aldrei þitt.
Það getur verið ótrúlega gott að fjarlægjast hluti og tilfinningar ef þær eru of ákafar því maður sér ekki það sem er of nálægt sér.
Hmm, hmm það var þetta með bækurnar...
Móðir mín er eftir atvikum hress en hún varð einu brjósti fátækari í dag. Það er svona hálfgert lán í óláni að umræða um brjóstakrabbamein hefur verið í hámarki síðustu vikur og maður því mun betur upplýstur en annars. Hún verður reyndar frá vinnu næsta hálfa árið alla vega því eftir er lyfjameðferð og jafnvel geislameðferð en það fer allt eftir því hvers konar krabbameinsfrumur hún var með því brjóstakrabbamein er ekki bara brjóstakrabbamein. Amma mín, móðuramma, missti líka eitt brjóst þegar hún var á svipuðum aldri og mamma er núna. Það er eins gott að sinna sjálfum sér vel og leita reglulega, engan trassaskap takk!
En það er margt sem brennur á mér, margt sem ekki má hugsa um þessa dagana. Ég held ég komi til með að einbeita mér bara fullkomlega að skólanum og börnunum og láta allt annað lönd og leið enda slítandi að heyja vonlausa baráttu. Ég verð bara að kyngja kökkinum og halda áfram og þakka fyrir það sem gott er... eins og það að allar líkur eru á að mamma nái sér fullkomlega.
Veit ekki stundum afhverju ég held áfram að blogga. Hef heyrt því fleygt að það sé merki um marga neikvæða hluti en mér er sama. Það veitir mér ákveðna fróun og ég gefst alltaf upp að halda einkajournal. Ég hef marg oft reynt að halda dagbók og ég meira að segja gerðist svo kræf að henda þessum fornu ritum eitt sinn því ég kærði mig alls ekki að rifja upp ástarsigra og sorgir... Ég er með nógu gott minni hvort eð er. Annars virðist ég aðallega muna allt þetta vandræðalega og neikvæða ... týpískt. En ég hef reynt að rifja upp góðu hlutina og finn að það hjálpar mjög mikið. Jafnvel að taka slæmar minningar og reyna að sjá jákvæðu hliðarnar. Þær hljóta allaf að vera til staðar. Eða hvað?
Bækurnar bíða og lífið líka. Ég hef ákveðið að dagurinn í dag sé fyrsti dagur míns nýja lífs ha ha ha ha ha ha aldrei sagt þetta áður eða hvað?
Gríptu daginn! Life is what YOU make of it.
En það er margt sem brennur á mér, margt sem ekki má hugsa um þessa dagana. Ég held ég komi til með að einbeita mér bara fullkomlega að skólanum og börnunum og láta allt annað lönd og leið enda slítandi að heyja vonlausa baráttu. Ég verð bara að kyngja kökkinum og halda áfram og þakka fyrir það sem gott er... eins og það að allar líkur eru á að mamma nái sér fullkomlega.
Veit ekki stundum afhverju ég held áfram að blogga. Hef heyrt því fleygt að það sé merki um marga neikvæða hluti en mér er sama. Það veitir mér ákveðna fróun og ég gefst alltaf upp að halda einkajournal. Ég hef marg oft reynt að halda dagbók og ég meira að segja gerðist svo kræf að henda þessum fornu ritum eitt sinn því ég kærði mig alls ekki að rifja upp ástarsigra og sorgir... Ég er með nógu gott minni hvort eð er. Annars virðist ég aðallega muna allt þetta vandræðalega og neikvæða ... týpískt. En ég hef reynt að rifja upp góðu hlutina og finn að það hjálpar mjög mikið. Jafnvel að taka slæmar minningar og reyna að sjá jákvæðu hliðarnar. Þær hljóta allaf að vera til staðar. Eða hvað?
Bækurnar bíða og lífið líka. Ég hef ákveðið að dagurinn í dag sé fyrsti dagur míns nýja lífs ha ha ha ha ha ha aldrei sagt þetta áður eða hvað?
Gríptu daginn! Life is what YOU make of it.
mánudagur, október 21, 2002
Ég er nú nánast alveg hætt að vesenast í spádómum og öðru kukli en var að skoða gamalt blogg á gömlu síðunni minni og mundi eftir því að ég fór inn á spámanninn 7. september spurði spurningar og ég ákvað að prófa aftur sömu spurningu og hvað haldið þið? ég fékk sama svarið, sama spilið. Mér finnst það pínku merkilegt.
Sverðriddari
Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.
Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.
Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn
Sverðriddari
Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.
Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.
Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn
Þá er ég búin að setja inn gestabók meðal annars.
Vil endilega benda á Ásgeir sem er staddur í Tékklandi
og segir okkur af dvöl sinni reglulega. Ég er orðin spennt
að fá fréttir af hegðun FS-inga í Tékklandi.
Undur og stórmerki gerðust í gærkvöld/nótt þar sem
jonniebegoode bloggaði eftir langa þögn.
Skrifaði hallærislega klausu í Magasín í dag á DV. Varð reyndar að fara fyrr heim en til stóð þar sem heilsan er
enn ekki orðin góð. Ekki þynnka enn heldur sama og hrjáði mig á fimmtudag og föstudag fyrir djamm.
Held það kallist á mannamáli streita og þreyta.
En það var gaman að fá að kíkja inn á DV þó ég hefði viljað vera allan daginn.
Vil endilega benda á Ásgeir sem er staddur í Tékklandi
og segir okkur af dvöl sinni reglulega. Ég er orðin spennt
að fá fréttir af hegðun FS-inga í Tékklandi.
Undur og stórmerki gerðust í gærkvöld/nótt þar sem
jonniebegoode bloggaði eftir langa þögn.
Skrifaði hallærislega klausu í Magasín í dag á DV. Varð reyndar að fara fyrr heim en til stóð þar sem heilsan er
enn ekki orðin góð. Ekki þynnka enn heldur sama og hrjáði mig á fimmtudag og föstudag fyrir djamm.
Held það kallist á mannamáli streita og þreyta.
En það var gaman að fá að kíkja inn á DV þó ég hefði viljað vera allan daginn.
sunnudagur, október 20, 2002
Davíð fór nú alveg með það í dag í fréttunum þegar hann vildi meina að það væri ekki svona
mikil fátækt það væri bara svo margir sem notfærðu sér það sem fengist frítt. Auðvitað eru
alltaf einhverjir sem gera það en halló halló... þetta minnir mann á frönsku pæjuna sem spurði
"afhverju borða þeir ekki bara kökur?"
KRÆSTUR
mikil fátækt það væri bara svo margir sem notfærðu sér það sem fengist frítt. Auðvitað eru
alltaf einhverjir sem gera það en halló halló... þetta minnir mann á frönsku pæjuna sem spurði
"afhverju borða þeir ekki bara kökur?"
KRÆSTUR
Talandi um Dísu. Hún átti heima á Laugavegi 40a en flutti í ágúst að mig minnir þaðan.
Guði sé lof.
En það eru ófáir kaffibollarnir sem voru drukknir í risinu þarna.
Ja hérna. En helgin var ágæt fyrir utan það að hafa orðið það ölvuð
á föstudaginn að ég varð veik og það gerist ekki oft en olli því samt
að ég er búin að vera frá af gigtinni, og var slæm fyrir. Hmmm....
kannski að ég endurhugsi það að fá mér í glas þegar gigtin er slæm....
use my common sense....
maður er ansi duglegur að ignora það ha.
Ætla að kíkja á DV á morgun, verður forvitnilegt hvað
maður fær að gera.... starfþjálfunarvika í gangi og frí í blaðamennskukúrsinum á móti
verst að ég missi af kláminu á morgun í staðinn... eða kannski bara best...
"What doesn't kill you makes you stronger" er það ekki!
Guði sé lof.
En það eru ófáir kaffibollarnir sem voru drukknir í risinu þarna.
Ja hérna. En helgin var ágæt fyrir utan það að hafa orðið það ölvuð
á föstudaginn að ég varð veik og það gerist ekki oft en olli því samt
að ég er búin að vera frá af gigtinni, og var slæm fyrir. Hmmm....
kannski að ég endurhugsi það að fá mér í glas þegar gigtin er slæm....
use my common sense....
maður er ansi duglegur að ignora það ha.
Ætla að kíkja á DV á morgun, verður forvitnilegt hvað
maður fær að gera.... starfþjálfunarvika í gangi og frí í blaðamennskukúrsinum á móti
verst að ég missi af kláminu á morgun í staðinn... eða kannski bara best...
"What doesn't kill you makes you stronger" er það ekki!
miðvikudagur, október 16, 2002
Dísa klikkar ekki. Kemur manni alltaf í gott skap!
Ég fór í smá volæðisskap í dag, var dauðþreytt og ómöguleg.
Reyndi að leggja mig en gekk ekki. Bloggaði væl en sem
betur fer er hægt að gera 'delete'.
Dísa kom í heimsókn og við drukkum kaffi, og spjölluðum.
Reyndum ekki að leysa alheimsgátuna en bara vandamálin
sem standa manni næst. Það gekk vel. Linda átti sinn þátt
fyrr í dag en það jafnast ekkert á við að hitta fólk. Það er mun
áþreifanlegra en samtal í síma, á MSN eða í tölvupósti.
Mér líður vel og er búin að fá plástur á tilfinningasárið mitt.
Ég fór í smá volæðisskap í dag, var dauðþreytt og ómöguleg.
Reyndi að leggja mig en gekk ekki. Bloggaði væl en sem
betur fer er hægt að gera 'delete'.
Dísa kom í heimsókn og við drukkum kaffi, og spjölluðum.
Reyndum ekki að leysa alheimsgátuna en bara vandamálin
sem standa manni næst. Það gekk vel. Linda átti sinn þátt
fyrr í dag en það jafnast ekkert á við að hitta fólk. Það er mun
áþreifanlegra en samtal í síma, á MSN eða í tölvupósti.
Mér líður vel og er búin að fá plástur á tilfinningasárið mitt.
þriðjudagur, október 15, 2002
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga...(eða snjó í skafla)
Það er kleppur að gera í skólanum og fingur hægri handar eru ískaldir og stirðir en ég má ekki gefa neitt eftir. Ég verð að skila 5 bls ritgerð á morgun (fyrst er að klára bókina sem ritgerðin á að vera um) og klára eina grein í dag og skrifa 2 umfjallanir um klám (það er svo gaman í skólanum - við fáum að horfa á klám) og svo er bara að skella sér á þing á morgun og skrifa þingfrétt annað kvöld og skila á hádegi á fimmtudaginn og þá má ég bara draga andann og njóta helgarinnar. Við ætlum að fara í vísindaferð á Morgunblaðið á föstudaginn og djamm á eftir og í næstu viku ætla ég að vinna einn dag hjá DV. Verð örugglega sett í eitthvað skítadjobb en það verður ábyggilega mjög gaman samt, ég var búin að skrá mig á fimmtudaginn en ætla að fá að færa mig á þriðjudag vegna þess að mamma fer í aðgerð á miðvikudeginum og ég vil vera laus daginn eftir til að geta heimsótt hana á spítalann og verið hjá henni. Já það er aldrei nein lognmolla í kringum mig skal ég segja ykkur. Ég er meira að segja búin að átta mig á því hvað ég vil en spurningin er vill það mig!!! Kræstur hvað maður getur verið sorglegur!
Það er algerlega ótrúlegt hvað maður fer að hugsa allt öðruvísi um klám og ofbeldi eftir að sitja þennan kúrs hjá henni Guðbjörgu um áhrif kláms og ofbeldis í myndmiðlum. Það liggur við að maður kasti upp yfir sumu efninu sem við erum að sjá og heyra um. En allt saman mjög áhugavert engu að síður og ég er nógu mikill perri í mér til að finnast pínku gaman að þessu líka en nú er tími til að drepa risafiskiflugu sem suðar í kringum mig áður en ég tek við að klára að lesa um menn forsetans í Watergate-málinu.
Það er kleppur að gera í skólanum og fingur hægri handar eru ískaldir og stirðir en ég má ekki gefa neitt eftir. Ég verð að skila 5 bls ritgerð á morgun (fyrst er að klára bókina sem ritgerðin á að vera um) og klára eina grein í dag og skrifa 2 umfjallanir um klám (það er svo gaman í skólanum - við fáum að horfa á klám) og svo er bara að skella sér á þing á morgun og skrifa þingfrétt annað kvöld og skila á hádegi á fimmtudaginn og þá má ég bara draga andann og njóta helgarinnar. Við ætlum að fara í vísindaferð á Morgunblaðið á föstudaginn og djamm á eftir og í næstu viku ætla ég að vinna einn dag hjá DV. Verð örugglega sett í eitthvað skítadjobb en það verður ábyggilega mjög gaman samt, ég var búin að skrá mig á fimmtudaginn en ætla að fá að færa mig á þriðjudag vegna þess að mamma fer í aðgerð á miðvikudeginum og ég vil vera laus daginn eftir til að geta heimsótt hana á spítalann og verið hjá henni. Já það er aldrei nein lognmolla í kringum mig skal ég segja ykkur. Ég er meira að segja búin að átta mig á því hvað ég vil en spurningin er vill það mig!!! Kræstur hvað maður getur verið sorglegur!
Það er algerlega ótrúlegt hvað maður fer að hugsa allt öðruvísi um klám og ofbeldi eftir að sitja þennan kúrs hjá henni Guðbjörgu um áhrif kláms og ofbeldis í myndmiðlum. Það liggur við að maður kasti upp yfir sumu efninu sem við erum að sjá og heyra um. En allt saman mjög áhugavert engu að síður og ég er nógu mikill perri í mér til að finnast pínku gaman að þessu líka en nú er tími til að drepa risafiskiflugu sem suðar í kringum mig áður en ég tek við að klára að lesa um menn forsetans í Watergate-málinu.
fimmtudagur, október 10, 2002
Ég er svona sorgleg í dag... ekki bara að ég skuli blogga en ég er líka að taka próf ------
held ég þurfi sérfræðiaðstoð!
held ég þurfi sérfræðiaðstoð!
|
Það mætti halda að það væri ekki nóg um streitu í mínu lífi þessa dagana. Ég stillti vekjaraklukkuna samviskusamlega í gærkvöldi og fór að sofa mjög afslöppuð með það að hún hringdi klukkan átta. Unnur Helga átti nefnilega ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan 9.15 vegna þess að hún var að fara í samræmt próf í íslensku sem átti að byrja klukkan 9.30. Fyrirmælin voru að barnið færi snemma að sofa og fengi hollan og góðan morgunverð og kæmi úthvílt og afslappað í prófið. Klukkan var 9.20 þegar við vöknuðum. Fyrsta skiptið sem við sofum yfir okkur á þessu skólaári og við erum alls ekki gjörn á það. Óðinn er náttúrulega vanur því að sjá um að vekja liðið. Ekki í dag semsagt. En Unnur var allavega úthvíld en kannski ekki afslöppuð og holli morgunverðurinn varð að samloku með súkkulaðismjöri. Hún tók samloku með kæfu í nesti. Og ég mætti sveitt með Óðin á leikskólann og hugsaði með mér að þetta væri bara alveg eins og í Sellófan. Svo nú er ég að reyna að ná mér niður og undirbúa það að skrifa einhverja krappí grein fyrir skólann ... það er leiðinlegt þegar maður þarf að slá af kröfunum til sín en kannski er það mér bara hollt. ÉG VERÐ VÍST SEINT FULLKOMIN MEÐ ÞESSU MÓTI HA HA HA!
mánudagur, október 07, 2002
Það vita það kannski fáir en nafnið Is a Woman er heiti á geisladisk með hljómsveit sem nefnir sig Lambchop... yndislegur diskur.
fimmtudagur, október 03, 2002
Linda er komin heim!
Og ég er að hamast við að klára heimapróf í Inngangi að fjölmiðlafræði.
Þetta á ég eftir:
Ræðið með gagnrýnum hætti hugtakið hlutlægni. Takið m.a. mið af greiningu Westerståhls.
Hér liggur skilgreining hugtaks fyrir, en hins vegar er unnt að skilgreina það á ýmsan annan veg og einnig er umdeilt hvort hlutlægni (objectivity) sé nothæf sem hugmynd og markmið. Hér er óskað eftir rökstuddu mati. Jafnframt má gera samanburð á skilgreiningum en það er þó ekki sjálfgefinn hluti svarsins.
Tek þetta með trompi eins og allt annað!
Og ég er að hamast við að klára heimapróf í Inngangi að fjölmiðlafræði.
Þetta á ég eftir:
Ræðið með gagnrýnum hætti hugtakið hlutlægni. Takið m.a. mið af greiningu Westerståhls.
Hér liggur skilgreining hugtaks fyrir, en hins vegar er unnt að skilgreina það á ýmsan annan veg og einnig er umdeilt hvort hlutlægni (objectivity) sé nothæf sem hugmynd og markmið. Hér er óskað eftir rökstuddu mati. Jafnframt má gera samanburð á skilgreiningum en það er þó ekki sjálfgefinn hluti svarsins.
Tek þetta með trompi eins og allt annað!
þriðjudagur, október 01, 2002
mánudagur, september 30, 2002
Þetta eru m.a. einkenni vöðvagigtar eða fibromyalgia:
* fatigue
* irritable bowel (e.g., diarrhea, constipation, etc.)
* sleep disorder (or sleep that is unrefreshing)
* chronic headaches (tension-type or migraines)
* jaw pain (including TMJ dysfunction)
* cognitive or memory impairment
* post-exertional malaise and muscle pain
* morning stiffness (waking up stiff and achy)
* menstrual cramping
* numbness and tingling sensations
* dizziness or lightheadedness
* skin and chemical sensitivities
Nennti ekki að þýða þetta en trúið mér að þetta er ekkert grín!
* fatigue
* irritable bowel (e.g., diarrhea, constipation, etc.)
* sleep disorder (or sleep that is unrefreshing)
* chronic headaches (tension-type or migraines)
* jaw pain (including TMJ dysfunction)
* cognitive or memory impairment
* post-exertional malaise and muscle pain
* morning stiffness (waking up stiff and achy)
* menstrual cramping
* numbness and tingling sensations
* dizziness or lightheadedness
* skin and chemical sensitivities
Nennti ekki að þýða þetta en trúið mér að þetta er ekkert grín!
föstudagur, september 27, 2002
Ég er allt í einu farin að hitta undarlegast fólk þegar ég er að fara með eða sækja Óðinn á leikskólann. Hitti tildæmis í gær kæran vin síðan 'den' sem faðmaði mig og knúsaði og í morgun fyrrum skólafélaga úr enskunni. Fólk sem ég hef ekki séð í fjöldamörg ár. Fyrstu viðbrögðin voru guð skyldi ég hafa litið nógu vel út og kjaftæði kjaftæði en var fljót að stoppa það af því ég áttaði mig allt í einu á því að mér líður þokkalega vel í fyrsta sinn í langan tíma. Og það sem meira er er að ég vakti fram á nótt við að klára verkefnin mín og skrópaði í skólann í morgun því ég þurfti að lesa yfir og prenta út og svoleiðis og ég er ekki í stresskasti með illt í maganum, kannski svolítið þreytt en annað ekki. Framför hjá minni. Nú er bara að koma sér út í Norræna hús þar sem ég á stefnumót við skólafélagana og fá mér nógu sterkt kaffi................................geiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisp.
fimmtudagur, september 26, 2002
Ég þarf alveg nauðsynlega að hefja verk dagsins en ég á eitthvað erfitt með að koma mér að verki. Nú eftir að hafa kíkt til tannlæknis skilaði ég drengnum af mér á leikskólann og tók til við að hella upp á kaffi sem ég þarfnaðist heitt... það er semsagt ódrykkjarhæft og ég þarf að hella aftur uppá eða spara tíma og hella skólpinu í mig ..ojojoj hehe. Ég er reyndar með ljúffengar engiferkökur sem bæta þunnt kaffið töluvert mikið upp. Ég lenti reyndar í smávegis basli í nótt þar sem ég vaknaði upp um þrjú leytið við það að sonur minn var að kasta upp...yfir sængina mína. Þannig að það fór einhver tími í að skola úr sængurverum, verða mér út um nýja sæng til að sofa með og sofna aftur. Hann sofnaði strax aftur og vaknaði hress. Annað en ég sem sit hér stjörf og röfla inn á netið í stað þess að takast á við það sem liggur á.
EN skal engan undra þar sem ég er þekkt fyrir að ýta undan mér verkefnunum og vinna þau svo í stresskasti, ,,the icelandic way" segja sumir, svo væli ég yfir því að vera með vefjagigt sem er víst ekkert nema streitusjúkdómur, það sem maður hefur kallað yfir sig. Nú óska ég þess bara að andinn hellist yfir mig og að ég skrifi brilliant viðtal enda var viðfangsefnið áhugavert mjög. Góðar stundir!
EN skal engan undra þar sem ég er þekkt fyrir að ýta undan mér verkefnunum og vinna þau svo í stresskasti, ,,the icelandic way" segja sumir, svo væli ég yfir því að vera með vefjagigt sem er víst ekkert nema streitusjúkdómur, það sem maður hefur kallað yfir sig. Nú óska ég þess bara að andinn hellist yfir mig og að ég skrifi brilliant viðtal enda var viðfangsefnið áhugavert mjög. Góðar stundir!
þriðjudagur, september 24, 2002
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Það er nú oft þannig að þegar maður telur sig vera komin í tómt tjón gerist eitthvað sem verður manni til bjargar. Ég var farin að örvænta yfir verkefnaskilum sem hrönnuðust upp en fékk svo símtal í kvöld sem leysti hluta málsins og gaf mér tóninn að lausn fleirri vandamála. Eins fékk ég mjög ánægjulega heimsókn sem gerir manni alltaf gott. Það er ekki eins og að hér sé neitt eins og á BSÍ. Var rétt í þessu að muna að ég þarf víst að prenta út verkefnið sem ég á að skila á morgun og senda það með tölvupósti svo ætli það sé ekki best að ég vindi mér í það.
mánudagur, september 23, 2002
Í dag (23.9) eiga foreldrar mínir 35 ára brúðkaupsafmæli og hefði verið haldið upp á það með miklum látum eflaust ef ekki kæmi til að þau skildu fyrir tæpum 10 árum. Þau fengu sér þó kaffi saman í tilefni dagsins... en ég gerði mér grein fyrir því að ég er orðin 29 ára gömul og hef enn ekki átt brúðkaupsafmæli og því lengri tími sem líður því minni líkur á að ég nái að fagna þvílíkum áfanga sem 35 ára brúðkaupsafmæli er hvað þá 50 ára brúðkaupsafmæli. Það er svo sem ekkert að syrgja en þetta fylgir hinu nýja fjölskylduformi þar sem ég er amma mín og enginn veit lengur hver er pabbi hvers og mamma hvers. Börnin manns á fleygiferð á milli heimila og leikskóla og vita greyin varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Sonur minn er núna að átta sig á því að hann og systir hans eiga ekki sama pabba og því upp á stóð hann það um daginn að ég sé ekki mamma systur hans heldur sé kona pabba hennar mamma hennar... það er ekkert flókið og svo á hún bróðir fyrir austan sem er ekkert skyldur henni. Er það furða að þau séu ringluð þessar elskur. Svo eru þessi lánsömu börn sem eiga bara einn pabba og eina mömmu afbrýðisöm út í hin vegna þess að þau eiga líka mörg sett af öfum og ömmum og fá margfalt fleiri gjafir en þau nokkurn tíma.
Sumir vilja meina að fólk i dag kunni bara ekki að láta sambönd ganga, ég held hinsvegar að málið sé að fólk í dag sé bara búið að læra að láta ekki yfir sig ganga og forði sér því frekar en að eyða lífinu sem gólftuska. Er ég kannski frekar að tala um konur núna? Ég veit bara fyrir mitt leyti að ég er að ná tökum á þessu, að láta ekki allt yfir mig ganga, að taka ábyrgð á eigin lífi og tilfinningum og viðurkenna minn tilverurétt og að mitt líf snýst mjög mikið um mig og því verð ég að sinna mér og hafa ekki stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum gæti fundist um það...ég áttaði mig nefnilega á því að námið hefur setið á hakanum því svo margt annað hefur kallað á athygli mína en námið er það sem ég vil hafa númer 1 í mínu lífi núna, það er það sem er mikilvægt fyrir mig. Og hana nú!
Sumir vilja meina að fólk i dag kunni bara ekki að láta sambönd ganga, ég held hinsvegar að málið sé að fólk í dag sé bara búið að læra að láta ekki yfir sig ganga og forði sér því frekar en að eyða lífinu sem gólftuska. Er ég kannski frekar að tala um konur núna? Ég veit bara fyrir mitt leyti að ég er að ná tökum á þessu, að láta ekki allt yfir mig ganga, að taka ábyrgð á eigin lífi og tilfinningum og viðurkenna minn tilverurétt og að mitt líf snýst mjög mikið um mig og því verð ég að sinna mér og hafa ekki stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum gæti fundist um það...ég áttaði mig nefnilega á því að námið hefur setið á hakanum því svo margt annað hefur kallað á athygli mína en námið er það sem ég vil hafa númer 1 í mínu lífi núna, það er það sem er mikilvægt fyrir mig. Og hana nú!
Það verður að segjast að það setti að mér óhug við að frétta að 28 ára gömul frænka mín lenti inn á spítala um helgina með blóðtappa í lunga. Minnir mig á að ég á að vera þakklát fyrir að hafa hætt að reykja fyrir rúmu ári síðan og að ég verði að hætta því að fikta þegar ég djamma... besta ráðið við því er að sleppa því að djamma náttúrulega. Enda má segja að ég hafi fengið nóg af áfengi um helgina þrátt fyrir að það hafi leitt af sér ánægjulega hluti. : )
Málið er náttúrulega mjög einfalt og það er að maður verður alltaf að hugsa um heilsuna. Og sinna öllu jafnt, félagslegu, andlegu og líkamlegu hliðinni því þá nær maður jafnvægi og funkerar best. Verst er að þrátt fyrir einfaldleikann þá eiga margir mjög erfitt með að standa sig og ég er þar engin undantekning.
Málið er náttúrulega mjög einfalt og það er að maður verður alltaf að hugsa um heilsuna. Og sinna öllu jafnt, félagslegu, andlegu og líkamlegu hliðinni því þá nær maður jafnvægi og funkerar best. Verst er að þrátt fyrir einfaldleikann þá eiga margir mjög erfitt með að standa sig og ég er þar engin undantekning.
sunnudagur, september 22, 2002
laugardagur, september 21, 2002
Var að enda við að horfa á teiknimyndina Anastasíu. Þar sem ég þarf að skrifa ritgerð um ofbeldi í teiknimyndum og áhrif þess. Mjög áhugavert... væri samt alveg til í að skreppa út og fá mér latté! En sund hljómar betur og Unnur er orðin æst í að fara á stökkbrettið í Sundhöllinni og mér veitir ekki af hreyfingu.
föstudagur, september 20, 2002
miðvikudagur, september 18, 2002
þriðjudagur, september 17, 2002
sunnudagur, september 15, 2002
Laugardagskvöldið 14. september: Uppskeruhátíð (brestur) Breiðabliks og síðan klukkutími á Players... gerast kvöldin betri... Til hamingju með afmælið Elfur ég skemmti mér mjög vel þótt ég búi í Valshverfinu og hrífist ekki af Players né Pöpunum.. skrýtið karma að lenda á Pöpunum tvær helgar í röð.
laugardagur, september 14, 2002
fimmtudagur, september 12, 2002
Vei, jíha, búin að skrifa fyrstu fréttina sem er algjört krap en til þess er leikurinn gerður að fá komment og bæta og gera betur og læra af mistökunum og ég hreinlega verð að fara að sofa í stað þess að eyða of miklum tíma í málið. Hlakka til að láta rífa mig niður því ég er ekkert hrædd við soleiðis.
Ó og Lindin er nánast búin með ritgerðina og óska ég henni því til hamingju með það!
Congrats Linda!
Congrats Linda!
Kom upp í hugann á mér lag sem ég elskaði einu sinni og er með Fine Young Cannibals.
Funny how love is... lag um skilnað og þegar ég söng hástöfum með því í gamla daga áttaði ég mig ekki alveg á tilfinningunni sem lá á bakvið orðin.
En það er alveg rétt samt... ástin er skrýtin. Og já ég fletti orðinu skrýtinn upp og það á að skrifa það með ý. Ég hef séð að flestir eru farnir að skrifa það með i og ég fór að efast um það að ég væri að skrifa rétt. Ég er svo heppin að hafa loksins eignast bæði Íslenska orðabók og Samheitaorðabókina (takk) og veitir ekki af þegar ég fer að skrifa greinar/fréttir og þarf að forðast endurtekningu. (Takk ennþá meira).
Funny how love is... lag um skilnað og þegar ég söng hástöfum með því í gamla daga áttaði ég mig ekki alveg á tilfinningunni sem lá á bakvið orðin.
En það er alveg rétt samt... ástin er skrýtin. Og já ég fletti orðinu skrýtinn upp og það á að skrifa það með ý. Ég hef séð að flestir eru farnir að skrifa það með i og ég fór að efast um það að ég væri að skrifa rétt. Ég er svo heppin að hafa loksins eignast bæði Íslenska orðabók og Samheitaorðabókina (takk) og veitir ekki af þegar ég fer að skrifa greinar/fréttir og þarf að forðast endurtekningu. (Takk ennþá meira).
miðvikudagur, september 11, 2002
Ég er komin aftur í svefnlausa farið og finnst það skítt. En ég ætti að vera sæmilega útkeyrð í kvöld eftir afmælisveisluna hennar Unnar. Ég var algerlega búin að steingleyma því hvernig heyrist í 12 stelpum samankomnum. Á á á! Ég er bara með smá áhyggjur af því að vera ekki búin að komast á skrið námslega séð... en að öllum afmælum yfirstöðnum fæ ég vonandi frið til að læra í stað þess að þeytast um allan bæ til að redda hinu og þessu.
Ég á að skila fyrstu fréttinni á föstudaginn, það bara gerist ekki neitt markvert né fréttnæmt í mínu lífi eða í kringum mig svo ekki veit ég hvað skal skrifa um. Mannréttindabrot í Hlíðaskóla? eða okur á unglingum og börnum þar sem barnagjöld virðast eingöngu vera til 11 ára sumstaðar og jafnvel bara 6 ára í bíó. Samt eru börn lengur börn í dag þar sem sjálfræðisaldur barna var hækkaður í 18 ár. Merkilegt, ég held að hvergi séu börn börn nema til í mesta lagi 15 ára og það er í strætó. Ef mig langar í bíó með börnin mín 2 þá kostar það mig 3000 krónur, popp og kók innifalið.
Ég á að skila fyrstu fréttinni á föstudaginn, það bara gerist ekki neitt markvert né fréttnæmt í mínu lífi eða í kringum mig svo ekki veit ég hvað skal skrifa um. Mannréttindabrot í Hlíðaskóla? eða okur á unglingum og börnum þar sem barnagjöld virðast eingöngu vera til 11 ára sumstaðar og jafnvel bara 6 ára í bíó. Samt eru börn lengur börn í dag þar sem sjálfræðisaldur barna var hækkaður í 18 ár. Merkilegt, ég held að hvergi séu börn börn nema til í mesta lagi 15 ára og það er í strætó. Ef mig langar í bíó með börnin mín 2 þá kostar það mig 3000 krónur, popp og kók innifalið.
þriðjudagur, september 10, 2002
Ég held ég hafi gengið einum of langt um helgina í orðsins fyllstu merkingu... ég var svo þreytt í gær og í dag að já skammastu þín Kolbrún, ég á að vita betur en veðrið var bara svo gott. Ég fór á foreldrafund í Hlíðaskóla og þar tilkynnti skólastjórinn að í raun væri þessi einsetning sem við foreldrar vorum svo ánægð með að væri loksins gengin í gegn bara í orði en ekki á borði og að auki fá krakkagreyin ekkert matarhlé. Þau skulu gjöra svo vel að vinna frá klukkan 8.20 til 12.45 án matarhlés. Þau fá kaffitíma en hann er varla lengri en 10 mínútur. Ég sjálf rétt þoldi 3 tíma án matarhlés í minni vinnu og myndi telja þetta brot á mannréttindum hreinlega. Hef áhuga á að kanna þetta betur.
mánudagur, september 09, 2002
Ja hérna hér, átti yndislega kvöldstund með fyrrum samstarfsfólkinu og var ánægð með mætinguna þó ég verði að segja að ég saknaði Ásgeirs. Og auðvitað hinna sem ekki komust en þeir höfðu ástæðu sem ég vissi um.
En ég vaknaði brosandi í gær og varð allt í einu æðisleg sátt og meðvituð um allt og áttaði mig á ýmsum hlutum sem ég veit að var alveg tímabært að átta mig á en hefði ekki mátt gerast fyrr. Ég er ekki komin lengra en að vera búin að átta mig á hlutunum svo er bara að sjá hvað gerist með tímanum. En ég er svooo ánægð að vera ein og bara nýt þess núna.
Enda nóg að gera framundan.
En ég vaknaði brosandi í gær og varð allt í einu æðisleg sátt og meðvituð um allt og áttaði mig á ýmsum hlutum sem ég veit að var alveg tímabært að átta mig á en hefði ekki mátt gerast fyrr. Ég er ekki komin lengra en að vera búin að átta mig á hlutunum svo er bara að sjá hvað gerist með tímanum. En ég er svooo ánægð að vera ein og bara nýt þess núna.
Enda nóg að gera framundan.
laugardagur, september 07, 2002
Fór að ganni inn á Spámanninn og dró þetta spil.
Megi spilið færa þér innblástur
Sverðriddari
Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.
Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.
Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn.
Megi spilið færa þér innblástur
Sverðriddari
Persónuleiki
Ungi maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki síður við þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þú þarfnast.
Aðstæður
Erfiðleikar einhverjir virðast angra þig. Mannleg samskipti tengjast erfiðleikum þessum þar sem þú ert ekki sátt/ur við fólkið sem þú umgengst. Þú munt komast yfir þennan erfiða hjalla og endar nást saman fyrr en síðar þar sem útkoman verður þér í hag.
Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn.
Ég fór í duglegt skap eftir að hafa lagt mig inn í rúm og klárað mjög skemmtilega en tilgangslausa bók algerlega eintóm skemmtun, svona hvíld, en ég rétt kláraði bókina áður en Jóhanna vinkona kom í heimsókn.
Hún er sko komin með fallega kúlu. Á að eiga í desember.
Þegar hún var að gera sig klára til að fara að sækja Guðjón ákvað ég að nú léti ég verða af því, varð samferða henni út og fór í Húsasmidjuna og ætlaði að kaupa eða leigja flísaskera en mér þótti tækið nú einum of svo ég ákvað að fara heim og gera eins mikið og ég gæti áður en kæmi að því að ég þyrfti að skera. Ég semsagt flísalagði alveg alein (ekki að það sé neitt merkilegt nema fyrir mig) stóran hluta af þessum 1,2 fm2 í kvöld og svo ákvað ég að láta renna í heitt bað en þurfti náttúrulega að þrífa baðið fyrst og þá var eins gott að þrífa allt baðherbergið... svo var ég náttúrulega búin að ganga alveg frá í eldhúsinu eftir mig en nú er baðið mitt tilbúið og ég ætla að láta líða úr mér fyrir svefninn.
Hún er sko komin með fallega kúlu. Á að eiga í desember.
Þegar hún var að gera sig klára til að fara að sækja Guðjón ákvað ég að nú léti ég verða af því, varð samferða henni út og fór í Húsasmidjuna og ætlaði að kaupa eða leigja flísaskera en mér þótti tækið nú einum of svo ég ákvað að fara heim og gera eins mikið og ég gæti áður en kæmi að því að ég þyrfti að skera. Ég semsagt flísalagði alveg alein (ekki að það sé neitt merkilegt nema fyrir mig) stóran hluta af þessum 1,2 fm2 í kvöld og svo ákvað ég að láta renna í heitt bað en þurfti náttúrulega að þrífa baðið fyrst og þá var eins gott að þrífa allt baðherbergið... svo var ég náttúrulega búin að ganga alveg frá í eldhúsinu eftir mig en nú er baðið mitt tilbúið og ég ætla að láta líða úr mér fyrir svefninn.
föstudagur, september 06, 2002
miðvikudagur, september 04, 2002
|
Þú ert Ástríkur Félagshyggjan uppmáluð og alltaf til í slag við Rómverjana. Smelltu hér til að taka Ástríksprófið |
Ég hef nú ekki gert mikið af því að kaupa geisladiska í gegnum tíðina, hvað þá geisladiska með tónlist úr kvikmyndum en það hefur komið fyrir. En núna er ég að hlusta á dásamlegan disk sem ég hreinlega fæ ekki leið á. Hann hentar ákaflega vel rólegum rigningarkvöldum og fer svo vel við stofuna mína. Ég má nú reyndar ekki eigna mér það að hafa keypt hann sjálf því ég hafði keypt hann og gefið í brúðkaupsgjöf og ætlaði alltaf að kaupa mér hann líka en yndislegur maður varð var við það að ég lét það ekki eftir mér og kom honum í eigu mína. En diskurinn er úr kvikmyndinni Woman on Top og þó það megi ekki segja mikið gott um þessa kvikmynd þá er tónlistin yndisleg og höfðar vel til mín.
Mætti með öndina í hálsinum 15 mínútum fyrir 8 í morgun á leikskólann með Óðinn Harra (hef ekki verið komin útúr húsi svona snemma síðan í mars sl. en þá var ég að fara í flug) til þess að komast að því að manneskjan sem átti að opna leikskólann kl.7.30 var ekki mætt. Og klukkan var orðin 8 þegar hægt var að opna! Frábært. Mætti semsagt 10 mínútum of seint í tíma.
þriðjudagur, september 03, 2002
Yess, þeir sem lentu á hvítri síðu í dag mega núna dáðst að því að ég reddaði síðunni án þess að klúðra neinu.....
er byrjuð að undirbúa flísalögn en ég ætla líka að bjóða fólki heim um helgina og hefði viljað vera búin að leggja þær fyrir laugardag...
kemur í ljós hvað ég er dugleg...
Ætla núna að skoða allskonar bull á netinu... er meirað segja búin að ákveða að fá mér ódýrasta adsl-ið hjá Íslandssíma því ég er svo mikið á netinu að það mun kosta mig jafnmikið en ég get verið ennþá meira á netinu.
Við þökkum fyrir að þessu sinni, verið þið sæl, segir Vala Matt. Ó, hvað það er gaman að vera búin að fá hana á skjáinn aftur.
er byrjuð að undirbúa flísalögn en ég ætla líka að bjóða fólki heim um helgina og hefði viljað vera búin að leggja þær fyrir laugardag...
kemur í ljós hvað ég er dugleg...
Ætla núna að skoða allskonar bull á netinu... er meirað segja búin að ákveða að fá mér ódýrasta adsl-ið hjá Íslandssíma því ég er svo mikið á netinu að það mun kosta mig jafnmikið en ég get verið ennþá meira á netinu.
Við þökkum fyrir að þessu sinni, verið þið sæl, segir Vala Matt. Ó, hvað það er gaman að vera búin að fá hana á skjáinn aftur.
mánudagur, september 02, 2002
Ég er með kvef. Heilinn þar af leiðandi ekki að virka nógu vel. En kamillute með hunangi virkar vel. Hefur ekki verið hringt jafnmikið í mig í marga mánuði og var gert í kvöld. Gaman, gaman að fólk man að maður er til. Ég er aftur orðin skólastelpa.
Tók þetta próf, vantar bara tækifæri til að nýta mér tæknina.
What's *Your* Sex Sign?
Tók þetta próf, vantar bara tækifæri til að nýta mér tæknina.
What's *Your* Sex Sign?
sunnudagur, september 01, 2002
Er búin að hafa það gott framan af degi, fór svo í matarboð hjá systur minni ásamt börnum að sjálfsögðu og mömmu og pabba. Karlinn klikkaði náttúrulega ekki og mætti fullur. Var alveg til að hrópa húrra fyrir. En ég andaði bara djúpt og sá að ég mátti ekki láta hann hafa áhrif á mínar tilfinningar og ég reyndi bara að ignora hann. En ótrúlega merkilegt hvað það er erfitt samt. Jæja, en bjartur dagur á morgun....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)